Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Side 2

Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Side 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN ÞriSjudagur 16. júní 1959 t Halldór Friðjónsson ritstjóri Hinn 24. maí sl. andaðist Hall- dór Friðjónsson, fyrrv. ritstj óri, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Við andlát hans lýkur sögu eins af frumherjum íslenzkrar verkalýðshreyfingar, merkilegs blaðamanns og persónuleika, er um áratugi setti svip sinn á þenna bæ, og verður minnisstæður hverj um, sem kynntist honum. Halldór Friðjónsson fæddist að Sandi í ASaldal 7. júní 1882. Var hann næstyngstur af stórum syst- kinahóp. Ekki mun ég rekja hér ættir hans, enda eru þær alkunnar og víða hægt að lesa um þær, svo mjög og víða, sem þeir bræSur frá Sandi hafa látið til sín taka í menningu og þjóðmálum vorum. Halldór ólst upp þar eystra, unz hann gekk í búnaðarskólann í Ólafsdal og lauk hann búfræði- prófi þaðan 1903. Er ekki að efa, að hann hefir orðið fyrir áhrifum af hinum merka umhótamanni Torfa í Ólafsdal, eins og flestir lærisveinar hans. ÁriS 1905 flutt- ist Halldór hingað til Akureyrar, og var búsettur hér upp frá því. Framan af árum stundaði hann ýmis störf, almenna verkamanna- vinnu og fleira, sem ekki verður rakið hér. En brátt tók hann að gefa sig að félagsmálum. Fyrir þau hefir hann orSið kunnastur, og þeim fórnaði hann mestu af kröftum sínum og tíma. Yfirsíld- armatsmaður við EyjafjörS var hann 1928—1932, og forstöðu- maður VinnumiSlunarskrifstofu á Akureyri frá stofnun hennar 1935 og þar til meiri hluta bæjar- stjórnar þóknaðist að leggja hana niður 1951. í bæjarstjórn Akur- eyrar sat hann 1925—1930, í niS- urjöfnunarnefnd um 4 tugi ára og lengi í framfærslunefnd og stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar, svo að nefnd séu nokkur af þeim trúnað- arstörfum, er honum voru falin. Um þær mundir er Halldór FriSjónsson kom til Akureyrar var verkalýðshreyfingin að skjóta upp kollinum í landinu. Samtök verkamanna voru þó hvarvetna veik og lítils megnug, og réttur hins vinnandi manns sáralítill, og það sem verst var, hver sá, sem gerðist málsvari verkalýðsins, mátti eiga á hættu að verða hrak- ,inn frá vinnu og beittur hverskyns bolabrögðum. Atvinnurekenda- valdið var harðsnúið og samhent, en verkamennirnir á þeim árum kjarklitlir og höfðu ekki enn feng- ið fullan skilning á rétti sínum og fiamtakamætti. ÞaS þurfti því kjark og karlmennsku ásamt ein- lægri og óbilandi trú á málefnið til þess að ganga í forystulið verkamanna og hefj a sókn á hend- ur þeim, er með völdin fóru. En Halldór átti þessa eiginleika í rík- um mæli. Hann var öruggur og harðskeyttur baráttumaður og sór ungur fylgi þeim hugsjónum, sem leiddu til sigurs mannréttinda og mannúðar. ÞaS hefði vissulega verið meiri og auðsóttari frama- von og fjár ungum manni á þeim árum að ganga til fylgis við vald atvinnurekenda og auðsinna, en að taka upp baráttu fyrir lítils megnugan og sundraðan verka- lýð. En Halldór hikaði ekki í val- inu. Mér er ekki kunnugt, hvort liann hefir haft kynni af jafnaðar- stefnunni og verkalýðshreyfing- unni áður en hann kom til Akur- eyrar, þótt ekki sé það ósennilegt, að eitthvaS hafi hann lesið um þau efni á æskuárum sínum, svo mjög sem Þingeyingar sinntu fé- lagsmálum um þær mundir. En hitt er víst, að hér á Akureyri kynntist hann því af eigin sjón og raun, hvar skórinn kreppti að. Og svo mjög sem honum sveið órétt- ur og fann til með þeim, er minni máttar voru, hlaut hann að skipa sér í þá sveit, er hann gerði. Og þar var ekki um vettlingatök aS ræða. Halldór var ótrauður bar- áttumaður, gæddur þeim skap- hita, sem þarf til að fylgja fram málum sínum, og þeim kjarki og þrautseigju, sem ekki lætur bug- ast, þótt móti blási. Halldór gerðist brátt einn af forystumönnum Verkamannafé- lags Akureyrar ásamt Erlingi bróður sínum. En barátta þeirra bræðra og starf er svo samtvinnað um tugi ára, að þar verður vart á milli greint. í stjórn Verkamanna- félagsins var Halldór um 30 ár, ýmist sem formaður, varafor- maður eða ritari. MeS for- mennsku í félaginu mun hann hafa farið á þeim árum, sem bar- áttan var sem hörðust, og verið var að vinna félaginu þá stöðu og þann rétt, sem því bar sem máls- vari verkamanna í bænum. Þau munu ótalin sporin, sem Halldór gekk í þágu félagsins, og þau störf, sem hann vann því, verða seint að fullu metin. MeS sanni má segja, að þeir bræður mótuðu verkalýðshreyfinguna hér í bæ á fyrstu áratugum hennar. Og þegar skráð verður saga þessa tímabils, þá fáum vér kynnzt þrotlausu starfi þeirra og fórnfýsi ásamt festu og hyggindum viS að koma fram málum félagsins á sem far- sællegastan hátt. En oft var fast að Halldóri sorfið á þeim árum, og hann jafnvel lokaður úti frá atvinnu vegna þessara afskipta sinna af málum verkamanna. Þegar AlþýSuflokkurinn hófst á legg sem stjórnmálaflokkur, gerðist Halldór einn af forystu- mönnum hans hér í bæ. Var hann formaður Alþýðuflokksfélags Ak- ureyrar um fjölda ára, og vann því af sama ötulleika og öðrum áhugamálum sínum. ÁriS 1915 var Kaupfélag Verka manna stofnað. Var Halldór einn af forgöngumönnum þess og í stjórn þess frá upphafi og þar til heilsa hans bilaði á síðustu árum. En stofnun kaupfélagsins var einn þáttur í baráttu verkalýðshreyf- ingarinnar hér í bæ. Kunnastur út á við hefir Hall- dór orðið af ritstjórn og blaða- mennsku. Hafa fáir íslendingar átt lengri blaðamennskuferil, eða um 30 ár. Og þótt það væru engin stórblöð, sem Halldór stjórnaði, þá hafa þau engu að síður markað spor í stjórnmálabráttunni í bæ og héraði. Árið 1918 stofnuðu þeir bræður Verkamanninn og var Halldór ritstjóri hans til 1931. En þá gerðust þau tíðindi, að kommúnistar náðu meiri hluta í VerkalýSshreyfingunni hér á Ak- ureyri og tókst að sölsa undir sig blaðiS. Var það skapmanni sem Halldóri þungt áfall, sem vænta mátti. En upp úr því stofnuðu þeir bræður Alþýðumanninn og stýrði Halldór honum til 1947. Sáralítil laun fékk Halldór fyrir þessi störf, en oft hlaut hann að standa í harðri baráttu, og mjög gustaði um hann á þeim árum. Var það að vísu ekki á móti skapi hans, þótt dálítið hvessti þar, sem hann fór. Halldór FriSjónsson var gædd- ur miklum hæfileikum og kostum blaðamanns. Hann var ritfær í bezta lagi, og mátti heita sama, við hvaS hann beitti penna sínum. Hann var harðskeytttur mála- fylgjumaSur, og stundum ef til vill um of, svo að hann skapaði sér meir andstöðu en þörf hefði veriS á. En eins og hreinskiptnum skapmunamönnum er títt, kunni hann ekki við að tala tæpitungu- mál, er hann barðist fyrir áhuga- efnum sínum. Hann var skýr í hugsun og venjulega fremur stutt- orður, svo að blaðagreinar hans voru óvenju glöggar. Hann var beinskeyttur og örvar hans beitt- ar. En þótt hann væri baráttu- maður, hygg ég samt, aS rithöf- undahæfileikar hans hefSu notið sín fyrir alvöru, ef hann hefði mátt starfa við stærra blað, þar sem honum hefði gefizt fleiri færi að rita um margskonar hugðar- efni sín, en ekki þurft svo mjög að beita sér í baráttu dægurmál- anna. En fá munu þau vera fram- fara- og menningarmál þessa bæj- ar, svo að Halldór FriSjónsson hafi ekki lagt þeim lið á blaða- mennskuferli sínum'. Ungur að aldri gerðist Halldór góðtemplari. Var bindindismáliS honum hjartans mál, og vann hann því af sama áhuga og ein- lægni og verkalýðsmálunum. En því verður þessa ekki getið hér nánar, að ugglaust munu aðrir skrifa um þann þátt starfa Hall- dórs. Halldór FriSjónsson var list- hneigður og listunnandi. Hann var skáld gott, þótt hann héldi skáldskap sínum lítt á lofti. Má þar vera, að honum hafi ekki þótt hann jafnoki eldri bræðra sinna, eða liin margþættu störf hans á öðrum sviðum hafi ekki gefið honum tóm til að iðka skáldskap- inn sem vert hefði verið. Kunnast almenningi af skáldskap hans eru ferskeytlur og tækifæriskvæði og erfiljóð. Ber það allt sömu merk- in, mikla rímgáfu, fágaðan smekk og skáldlega sýn. En það er tví- mælalaust tjón íslenzkum bók- menntum, aS hann skyldi ekki leggja meiri rækt við þá hluti. EitthvaS mun Halldór hafa feng- dzt viS smásagnagerð, og ritgerðir ýmsar hefir hann skrifað, sem sýna að hann hefði orðið vel hlut- gengur á því sviði. Enda hafði hann óvenjulega gott vald á ís- lenzku máli og beitti því af fyllstu smekkvísi. ÁriS 1908 kvæntist Halldór ÁlfheiSi Einarsdóttur, glæsilegri gáfukonu og listhneigðri. Var hún sem kunnugt er um langt skeið ein af fremstu leikkonum á Akur- eyri. Hjónaband þeirra var hið ástúSIegasta, og heimilið fagurt og hlýlegt. Munu margir minnast hlýjunnar í litlu stofunum þeirra í Lundargötu, og hversu hinn fág- aði smekkur húsbændanna lýsti sér þar í hverjum hlut. ÁlfheiSur lézt fyrir nokkrum árum, og var þá sár harmur að Halldóri kveð- inn, og hygg ég hann naumast hafi borið barr sitt að fullu eftir það. Fyrir tveimur árum lézt svo sonur ÁlfheiSar, Jón NorSfjörS, leikari, er hafði alizt upp með þeim hjónum, og var kært með honum og Halldóri. Hin síðustu árin var Halldór þrotinn að heilsu og dvaldist þá á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri. Nokkrum árum áður hafði hann að vísu dregið sig í hlé frá dægurmálabráttunni, svo að hljótt varS um hann hin síðustu árin. Ýmislegt mun hann þó hafa skrif- að sér til hugarhægðar á þessum árum og margt .hugsað, því að hugurinn og áhuginn var sívÖkull, og enn brann eldur hugsjónanna, þótt kraftarnir þrytu. Halldór FriSjónsson verður minnisstæður þeim, er honum kynntust. Hann var stór maður vexti, svipmikill og auðkenndur í flokki. Á ytra borði gat hann ver- ið hrjúfur og óþýður, ekki sízt ef hann átti í deilum á mannfundum eða annars staðar. Og þeir, sem aðeins þekktu baráttumanninn, munu hafa talið það megin eðlis- þátt hans. En ef menn kynntust honum nánar, þá lagði hann brátt skelina af sér, því að hann var maður tilfinninganæmur og hjartahlýr. Hann var maður trú- hneigður, og umfram allt trúði han á lífið og fegurð þess, og hann varði ævi sinni í samræmi við þá trú. MeS Halldóri FriSjónssyni er til brautar genginn einn af frum- herjum AlþýSuflokksins á íslandi. Minning hans og annarra frum- herja verður bezt í heiðri höfð með því að vinna áfram í sama anda, af sömu fórnfýsi og sama dug til að skapa betra og réttlát- ara þjóðfélag. Steindór Steindórsson jrá Hlöðum. Ncffld othuðor shilyrlí síldnriðflnðflr d Ahnreyri Sj ávarútvegsmálaráSherra hef- ir fyrir nokkru skipað þriggja manna nefnd til að athuga skil- yrði síldariSnaðar hér á Akureyri og gera tillögur um hann, ef skil- yrði þykja hagstæð. Nefnd þessi er skipuð sam- kvæmt þingsályktunartillögu um málið, er þeir FriSjón SkarphéS- insson og Björn Jónsson fluttu á alþingi í vetur og fengu þar sam- þykkta. Nefndina skipa SigurSur Pét- ursson, gerlafræðingur, Rvík, og er hann formaður hennar, Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, Rvík, og Albert Sölvason, framkv.stjóri, Akureyri. Nefndin hefir þegar tekið til starfa. -------x------- Aj sem dior vnr Á fundum AlþýSubandalagsins úti um land fyrir kosningarnar 1956 var Hannibal Valdemarsson yfirleitt fyrsta númer, ,,hinn bar- áttuglaði frumherji nýs banda- lags“, eins og einhver fylgisveinn hans orðaði það þá. En nú er af sem áður var. Á kosningafundi AlþýSubanda- lagsins hér í bæ á dögunum var ræSumannsröðin þessi: Björn Jónsson, LúSvík Jósefsson, Hannibal Valdemarsson. Hvor hinna fyrri flutti klukku- tíma ræðu, aS þeim loknum nenntu ekki margir að hlusta á Hannibal. Menn fundu og sáu, að hann var ekkert númer lengur, hvað þá glansnúmer.

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.