Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. júní 1959 ALÞÝÐUMAÐURINN 3 Ashulýðsbeímilí templin il Ak Starfsemi þess veturinn 1958-59 Frá Ferðaíélagi Akureyrar Blaðinu hafa borizt „Ferðir“, | Dagana 1.—3. ágúst verður blað Ferðafélags Akureyrar, 18. ferð í Ilerðubreiðarlindir, 9. ág. árgangur. Flytur það fróðlega um Bárðardal og Timburvalladal, grein í bundnu máli og óbundnu 15.—16. ágúst til Ólafsfjarðar, en um Nýjabæjarfjall eftir Þormóð Æskulýðsheimili templara hóf starfsemi sína að þessu sinni um miðjan október 1958. Voru þá opnaðar lestrarstofur og leikstof- ur í Varðborg og auglýst nokkur námskeið, sem fyrirhuguð voru á vetrinum. Leikstofurnar voru opnar á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 5—7 fyrir börn á aldrinum 10—12 ára og sömu daga kl. 8— 10 fyrir unglinga. Eins og að und- anförnu voru í leikstofunum knattborð, borðtennis, bobb og margskonar töfl og spil. Nú hafði Æskulýðsheimilið yfir fleiri stórum herbergjum að ráða en áður, og veitti ekki af, því að aldrei hefir aðsókn verið jafn mikil. Fram til jóla var oftast yfirfullt í húsinu bæði fyrri og seinni tímann, sem opið var, en þegar líða tók á veturinn minnk- aði aðsókn eins og jafnan áður. Suma dagana sóttu heimilið nokk uð á annað hundrað manns. Sér- staklega var aðsókn unglinganna á tímanum kl. 8—10 mun meiri en áður, og hélzt svo til loka. Námskeið, sem fram fóru á veg- um Æskulýðsheimilisins, voru þessi: 1. Námskeið í föndri (börn). Kennari Indriði Ulfsson. Nemend ur 12. 2. Námskeið í föndri (börn). Kennari Jóhann Sigvaldason. Nemendur 12. 3. Námskeið í meðferð olíulita. Kennari Einar Helgason. Nemend- ur 10. 4. Flugmódelsnámskeið. Kenn- ari Dúi Eðvaldsson. Nemendur 15. 5. Námskeið í tágavinnu. Kenn- ari Sigríður Skaftadóttir. Nem- endur 14. 6. Námskeið í tágavinnu. Kenn ari Hermann Sigtryggsson. Nem- endur 14. 7. Námskeið í hjálp í viðlögum. Kennari Tryggvi Þorsteinsson. Nemendur 15. Alls voru því á þessum nám- skeiðum 92 nemendur. 8. Módelfélag Akureyrar. Auk þessara námskeiða starfaði Módel félag Akureyrar í Varðborg tvo til þrjá daga í viku og fékk þar hús- næði, ljós og hita án endurgjalds. Þátttakendur í félaginu hafa flest- ir verið á námskeiðum í Varð- borg. Og eftir námskeiðið í vetur hafa myndast nýir hópar í þessari tómstundastarfsemi. 9. Skák. Æskulýðsheimilið lét Skákfélagi Akureyrar í té hús- næði til skákæfinga fyrir unglinga nokkurn hluta vetrarins. Var teflt eitt kvöld í viku og leiðbeindu þá fullorðnir skákmenn úr skákfélag- inu. Umgengni barna og unglinga í Æskulýðsheimilinu var yfirleitt góð, og samstarf við starfsfólk hússins ágætt. Starfseminni lauk að þessu sinni 30. marz. Fram- kvæmdastjóri heimilisins var eins og áður Tryggvi Þorsteinsson, yfirkennari. Var starfsemi heim- ilisins í vetur með fjölbreyttasta og þróttmesta móti. BÓKASAFNIÐ. Bókasafnið var opnað jafnt heimilinu um miðjan október og var opið tvo daga í viku á sama tíma og leikstofurnar. Það var opið til marzloka. Á þeim tíma voru skráð lánuð 1630 hindi (bæk ur og blöð) þar af voru 980 skrá- sett fyrir áramót. Af blöðum var Spegillinn langvinsælastur og mest lesinn. En af bókum einkum nýju bækurnar, sem bætzt höfðu í safnið, s. s. Fjölfræðibókin, nýju barnabækurnar eftir Ármann Kr. Einarsson, Margréti Jónsdóttur Við Akureyringa segja Fram- sóknarmenn: Það er verið að rýra afstöðu Akuréyrar með verð- andi kjördœmabreytingu, en við íbúa nálœgra sveita: Það er verið að draga öll völdin undir Akur- eyri! Röksemdir Framsóknarflokks- ins gegn kjördæmabreytingunni eru nánast sálfræðilegt viðfangs- efni, svo furðulegar eru þær í aug- um allra, sem ekki hafa bundin Framsóknargleraugu fyrir sjón- um. Fyrsta röksemdin er venjulega þessi: Við viljum ekki láta leggja niður héraðakjördæmin. Að- spurðir, hvað séu héruð, verður forystumönnum Framsóknar svarafátt, því að þeir vita ósköp vel, að heitið hérað er ýmist þrengri merkingar eða víðari en kj ördæmin núverandi. Þannig nær Norður-Múlasýsla yfir Vopnafjarðarhérað, Jökuldalshér- að og hluta af Fljótsdalshéraði auk fleiri byggðarlaga, og sama er að segja um Suður-Múlasýslu. Hins vegar nær Borgarfjarðar- hérað yfir hluta af Borgarfjarðar- sýslu og Mýrasýslu, engin land- fræðileg héraðamörk eru milli Vestur-Húnavatnssýslu og Austur- Húnavatnssýslu, og þannig má lengi telja. Heitið héraðakjör- dæmi er þannig algert slagorð út í loftið. Önnur röksemd er venjulega: Við erum ekki á móti kjördæma- breytingunni af flokkslegum á- stæðum, síður en svo. Við erum bara að hugsa um fólkið. og Jennu og Hreiðar. Yngstu börnin fengu mikið Ævintýri Andersens, hina nýju mynd- skreyttu útgáfu. Sú breyting varð einnig á lestrarefni nú og áður, að mikið var nú beðið um þjóðsögur og voru það einkum Þjóðsögur Jóns Árnasonar, sem voru eftir- sóttar og einnig Ólafs Davíðsson- ar. Safnvörður lét binda nokkuð af bókum og blöðum. Talsvert af nýjum bókum var keypt til safnsins. Einnig bárust safninu bókagjafir frá tveimur út- gáfufélögum: Bókaútgáfu Æsk- unnar og Bókaútgáfunni Setberg. Bókavörður var eins og áður Bjarni Halldórsson skrifstofu- stj óri. Eiríkur Sigurðsson var fyrir hönd stjórnarinnar í ráðum með framkvæmdastjóra og bókaverði um starfsemi heimilisins og sá um bókaútvegun til safnsins. Stjórn Æskulýðsheimilisins skipa: Jón Kristinsson, Eiríkur Sigurðsson, Hannes J. Magnús- son, Stefán Ág. Kristjánsson og Guðmundur Magnússon. En sé Framsóknarforystunni bent á, að allar breytingartillögur þeirra virðist miðaðar við það, að hlutur Framsóknarflokksins aukizt enn á kostnað hinna flokk- anna, verður henni að sjálfsögðu svarafátt. Hún vildi fá Kjósar- sýslu sem sérkjördæmi, af því að þar hugði hún von með Fram- sóknarþingmann. Hún vildi gera Akureyri að tvímenningskj ör- dæmi, af því að hún vonaðist til, að þá fengi Framsóknarflokkur- inn annan af tveimur, og hún var til með að fjölga þingmönnum í Reykjavík, af því að hún vonaðist til, að þar fengi Framsókn bróð- urpart sinn af þingmannafj ölgun- inni. Þessi flokksforysta hugsar sem- sé ekki um flokkshagsmuni! En kannske er þó broslegust röksemdafærsla Framsóknar- manna hér í bæ gegn kjördæma- breytingunni: Við okkur bæjar- búa segja þeir: Við vildum fjölga þingmönnum Akureyrar. Við vild- um, að Akureyri væri áfram sér- stakt kjördæmi með 2 — í stað nú 1 — þingmönnum. Við vild- um auka hlut Akureyrar, höfuð- staðar Norðurlands. Andstæðing- ar okkar vilja rýra hlut hennar! En við nágranna okkar í sveit- unum segja þeir: Kjördæmabreytingin eykur vald Akureyrar, hún kemur til með að ráða nær öllum þing- mönnum Norðurlandskjördæmis eystra. Sveitirnar fá engu að ráða! Finnst ykkur röksæmdafærslan sjálfri sér samkvæm, eða hvað? Sveinsson og grein um örnefni í landi Akureyrar eftir Tryggva Þorsteinsson. Þá flytur ritið einn- ig félagsfréttir og ferðaáætlun sína á sumrinu. Nokkrar myndir prýða þetta litla rit, m. a. loft- mynd af Akureyri. Félagið hefir 11 lengri og skemmri ferðir á áætlun sinni. Tveim þeirra er lokið, gönguferð- um á Kaldbak og Vindheima- jökul, en næstar koma 3 vinnu- ferðir í Herðubreiðarlindir, sú fyrsta 20.—21. júní. Dagana 10. til 12. júlí verður farið um Mý- vatnssveit, Hólmatungur, Hljóða- kletta, Áshyrgi og Tjörnes. En lengsta ferðin er til Hornafjarðar, dagana 18.—26. júlí, hin hentug- asta sumarleyfisferð. Lagt verður af stað laugardag 18. júlí og ekið að Rangárlóni í Jökuldalsheiði. Á sunnudag verður ekið í Breið- dal, mánudag í Hornafjörð, þriðjudag til baka í Breiðdal, miðvikudag í Hallormsstaða- skóg, fimmtudag til Reyðarfjarð- ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar og í Egilsstaðaskóg, föstudag til Borg- arfjarðar og í Egilsstaði, laugar- dag í Vopnafjörð og á sunnudag heim. Vorið/ 2. hefti þ. á. hefst með grein um Abraham Lincoln Bandaríkjafor- seta. Þá flytur það nokkrar þýdd- ar og frumsamdar barnasögur og leikrit, framhaldsiferðasögu, íþróttaþátt, myndasögur, þrautir o. fl. ------X-------- Kdrl, Goridr, Gísli Eyfirzkur bóndi hafði tal af Alþm. um kaupfélagsfundinn á dögunum og vildi spá um þing- menn Framsóknarfl. í Norður- landskjördæmi eystra eftir vænt- anlegar haustkosningar, og bað blaðið að hirta spána, hvað hér er gert. Hún var þessi: Þrír efstu menn Framsóknar- listans verða þessir: 1. Karl Kristjánsson, Húsavík, 2. Garðar Halldórsson, Eyjaf., 3. Gísli Guðmundsson, Rvík. Þeir eiga allir að ná kosningu samkv. kjörfylgi Framsóknarfl. „og ég sé ekki, að þessi kosning rýri nokkuð hlut Framsóknar hér um slóðir eða „hlut héraðanna“, eins og það heitir á Framsóknar- tungu,“ bætti hann brosandi við. „Sem góður og gegn Framsóknar- maður fer ég auðvitað ekki að spá neinu um þá þrjá þingmenn, sem aðrir flokkar fá í kjördæm- inu,“ botnaði hann ræðu sína hlæjandi. síðasta ferðin verður berjaferð, ' dagana 29.—30. ágúst. Nánari upplýsingar um ferðirnar veitir Álfheiður Jónsdóttir í Skóverzl. M. H. Lyngdal. Ferðanefndin á- skilur sér rétt til hreytinga á þess- ari áætlun, en nefndina skipa: Björg Ólafsdóttir, Björn Baldurs- son, Dúe Björnsson, Haraldur Magnússon og Vernharður Sigur- steinsson. Heimili og skóli 2. hefti þ. á. birtir erindi Hann- esar J. Magnússonar skólastjóra, er hann flutti á kirkjuvikunni í vetur og nefnist „Er kirkja nú- tímans uppeldisstofnun?“ Auk þess eru í ritinu þýddar greinar um uppeldis- og fræðslumál og athyglisverð frásögn: „Síminn hringir um miðnætti“, eftir Albert Mason í þýðingu H. J. M. --------□------- Heima er bezt, júní 1959, flytur þetta efni: Dr. phil. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur, eftir Steindór Steindórsson, Húnvetnskir húsgangar, eftir Guð mund Jósafatsson, Fyrsta för mín úr föðurgarði, eftir Guðmund B. Árnason, Þáttur æskunnar, er fjallar um Hallormsstaðaskóg ,og Lagarfljót, framhaldssaga Guð- rúnar frá Lundi og upphaf nýrrar framhaldssögu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Forsíðumyndin er af dr. Árna Friðrikssyni. --------□------- Félagsbréf AB, hið 12. flytur ritstj órnargrein um velferðarríkið, viðtal við Guð mund Steinsen rithöfund, sögu eftir Guðmund Daníelsson, ljóð eftir Guðmund Frímann, Jónas Svafár o. fl., grein um bækur og menn, eftir Birgi Kjaran, grein um skáldið og þjóðfélagið eftir Vilhelm Moberg, sögu eftir Isaak Babel, ritdóma eftir Njörð Njarð- vík og Ragnar Jóhannesson og ýmislegt fleira efni. ------X------ Athyglisvert í þætti Dags „Unga fólkið hef- ir orðið,“ 27. maí sl. er viðtal við Ingvar Gíslason, frambjóðanda Framsóknarfl. hér í bæ. Viðtalið er 2% dálkur. Um „aðalhugs- munamál okkar, landhelgismál- ið“, eins og blaðamaðurinn kemst að orði, hefir Ingvar tæplega hálf- an dálk að segja. Um kjördæma- málið veður hann elginn tvo heila dálka! Furdulegur voy>nuburð- ur Frnmsóknnr

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.