Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 16. júní 1959 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ritatjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 40.00 á ári. Lausasala kr. 1.00 blaðið. Prentsm. Björns Jónssonar h.f. Vitnaleiðslur Framsóknarflokkurinn hefir mjög beitt þeirri aðferð í um- ræðunum um kj ördæmabreyting- una að fá hina og aðra menn til að vitna gegn henni. Meginhluti vitnanna eru gamalgrónir Fram- sóknarmenn og tekur almenningur vitnisburði þeirra, eins og efni standa til. Sumir vitnisburðirnir eru falsaðir, eins og nýjast og frægast dæmi er úr Kjördæma- blaðinu, sem stal ummælum Sig- urðar Nordals úr 32 ára gamalli grein um óskylt efni, en lét líta svo út sem vitnisburður væri gegn kj ördæmabrey tingunni. Hefir Nordal sjálfur rekið lyg- ina ofan í Framsókn með yfirlýs- ingu, er lýkur með svofelldum orðum: „Eins 09 ollir vito, voru þeir þrír flokkar, esm stóðu að sam- þykkt siðasta þings (ó kjördæma- breytingum) sammóla Framsókn- arflokknum um að hafa rétt kjós- enda í strjólbýlinu ófram meiri en kjóscnda í þéttbýlinu, og Fram- sókn aftur þessum þrem flokkum um hitt, að ekki væri lengur stætt ó svo miklu misrétti, sem ótt hefir sér stað upp ó síðkastið. Eini raunverulegi ógreiningurinn er þó um það, hvort gera skuli rétt ein- stakra liluta drcifbýlisins og kjós- cnda þar jafnari en hann er nú. Að þessu stefnir einmitt hin fyrir- hugaða brcyting ó kjördæmaskip- uninni. Ef nokkurum manni gæti vcrið forvitni ó að vita, hvernig einn óbreyttur reykviskur kjósandi ætlar að verja sinu léttvæga at- kvæði, er mér sönn ónægja að lýsa yfir því, að ég mun ncyta þess til að styðja þessa fyrirhuguðu breyt- ingu — m. a. vegna þess að ég hygg hún muni verða til verulegs óvinnings fyrir strjólbýlið." Svona tókst nú til með þá vitna- leiðslu Framsóknar. Og m. a. orða'. Hví leiðir Fram- sókn aldrei Jón Sigurðsson, for- seta, sem vitni í kjördæmamál- inu? Það skyldi þó ekki vera, að hann hafi haft annan skilning á jöfnuði og réttlæti en Framsókn? Jón Sigurðsson segir svo á ein- um stað varðandi kjördæmi og kjörna fulltrúa: „Þingin eru byggð á því, að allsherjarviljinn geti komið fram, fyrir munn fulltrúa þjóðarinnar; en Otvarpsræða Friðjóns Skarphéðinssonar, dómsmálaráðherra, 12. maí sl: Allir landsmenn jafnir fyrir lögnm og rétti í|: ____________ Kjördæmamálið markar tímamót í stjórnmálasögnnni Undirstaða lýðræðisskipulags- ins er réttur fólksins í landinu til þess að ráða því, hvernig löggjaf- arsamkomu þjóðarinnar er skip- að. Forsenda þess að svo geti orð- ið er, að kosningaréttur sé rúmur og að kjósendur hafi jafnan, eða sem jafnastan rétt til að hafa á- hrif á, hverjum sé falinn sá trún- aður, að ráða málum á löggjafar- þingi, og þá um leið, hverjir fari með stjórn landsins. Alþýðuflokkurinn hafði frá upphafi á stefnuskrá sinni, að kosningaréttur skyldi miðast við lágt aldursmark og hann skyldi með engum hætti miðast við efna- hag manna. Hann átti á sínum tíma hlut að því, að aldursmarkið var fært í 21 ár og einnig að því, að afmá þann blett með öllu, að snauðir menn og hjálparþurfi af þeim sökum, hefðu ekki atkvæð- isrétt. Þetta var þó ekki nóg. Agnúarn- ir voru fleiri, sem af þurfti að sníða, en þeir voru fyrst og fremst fólgnir í ranglátri kj ördæmaskip- un. Það var 1934, sem sú mikla réttarbót var gerð í þessum efn- um, að tekin voru upp 11 þingsæti til jöfnunar milli flokka. Það var einnig þá, sem kosningarrétturinn var færður niður í 21 ár og þing- mönnum í Reykjavík var fjölgað úr 4 í 6 og Hafnarfjörður gerður að sérstöku kjördæmi. Enn var gerð nokkur bragarbót í kj ördæmaskipaninni 1942. Þá var tekin upp hlutfallskosning í 6 tvímenningskj ördæmum, Siglu fjörður gerður að sérstöku kjör- dæmi og fjölgað þingmönnum í Reykjavík úr 6 í 8. Úrslitum um það mál réð samvinna Alþýðu- flokksins og Sj álfstæðisflokksins þefta leiðir til þess, aS fulltrúafjöldinn verður hvað helzt að byggjast á innbúafjöldanum og jafn- ast eftir honum." Með öðrum orðum: að óbreyttri skoðun Jóns forseta, þeirri er hann lætur hér að framan í Ijós, mundi hann nú, ef uppi væri, hafa verið einn ákveðnasti talsmaður fyrirhugaðrar kj ördæmabreyting- ar, ef ekki þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Þetta skyldu m. a. Framsóknar- kjósendur hugleiða áður en þeir ganga að kjörhorðinu 28. júní næstkomandi. Friðjón Skarphéðinsson eins og einnig nú hefir átt sér stað, gegn heiftarlegri andstöðu Framsóknarflokksins. Landinu er nú skipt í 28 kjör- dæmi. Þar af 21 einmenningskj ör- dæmi, 6 tvímenningskjördæmi með hlutfallskosningum og 1 átta- manna-kjördæmi (í Rvík). Það fyrsta, sem við blasir, er spurn- ■ingin um það, hvaða rök séu fyrir því, að kjördæmakjörnir þing- menn skuli kosnir með mismun- andi hætti. Hvers vegna eru þeir ekki allir kosnir meirihlutakosn- ingu í einmenningskjördæmum, eða allir með hlutfallskosningum, annaðhvort í einu lagi fyrir land- ið allt eða svo eða svo margir í fáum stórum kjördæmum? — Engin rök eru til fyrir þessum mismunandi kosningaaðferðum. í öðru lagi rekur maður sig á það, að fólksfjöldi innan kjör- dæmanna er svo mismunandi, að fáránlegt getur kallazt. í fólks- fæsta einmenningskj ördæminu nú eru 447 kjósendur, en í því fólks- flesta 7961, hlutfallið er nálega 1 á móti 18. í fólksfæsta tvímenn- ingskjördæminu eru nú 1506 á kjörskrá, en í fólksflesta tvímenn- ingskjördæminu 3861. í Reykja- vík eru nú um 42080 manns á kjörskrá eða 5260 á bak við hvern hinna átta þingmanna. Eins og sjá má af þessum sam- anburði er hér hinn ótrúlegasti munur á milli kjósendanna í landinu. Þessi munur hefir stöðugt færzt í aukana undan- farin ár, — vegna fólksfjölg- unar á sumum stöðum í land- inu og fólksfækkunar á öðrum. V,ið þetta misrétti milli kjós- endanna bætist svo það, að af því leiðir óhjákvæmilega mis- rétti milli stjórnmálaflokkanna. Með stjórnarskrárbreytingunni 1933, sem gekk í gildi 1934, var viðurkennd sú meginregla, að þingflokkarnir ættu að hafa þing- sæti í sem fyllstu samræmi við at- kvæðamagn við kosningar og þessi meginregla var enn staðfest með stjórnarskrárbreytingunni 1942. Með núverandi skipulagi fer því þó fjarri að þessi eðlilega og sjálfsagða meginregla fái að njóta sín í framkvæmd, og við fólksfjölgun á sumum stöðum og fólksfækkun á öðrum raskast öll hlutföll meir og meir. Það gat því engum komið á ó- vart að við þetta yrði ekki unað lengur. Kjósendur sætta sig ekki við það til lengdar, að þeim sé mismunað í atkvæðisrétti eins stórlega og nú er raunin á og þeir flokkar, sem afskiptir verða í þingmannatölu vegna hins úrelta og rangláta skipulags, sætta sig heldur ekki við sinn skarða hlut til lengdar. Alþýðuflokkurinn tók af skarið. Á flokksþingi Alþýðuflokksins um mánaðamótin nóv.-des. sl. var mál þetta tekið til ýtarlegrar með- ferðar og samþykkt ályktun um það, að kj ördæmaskipun í fáum en stórum kjördæmum með upp- bótarþingsætum til jöfnunar milli þingflokka væri líklegasta leiðin til þess að tryggja mest réttlæti í þessum málum. Flokkurinn lýsti sig reiðubúinn til þess að taka höndum saman við aðra flokka um lausn málsins á þessum grund- velli. Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir um sv.ipað leyti, að einnig hann aðhylltist kj ördæmaskipun með fáum en stórum kjördæmum með hlutfallskosningum. Þegar minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins var mynduð fyrir næstliðin jól, með stuðningi Sjálf- stæðisflokksins, — sömdu þessir flokkar um það, að beita sér fyrir því á yfirstandandi Alþingi, að kj ördæmaskipuninni yrði breytt í þetta horf. Málið var síðan tekið upp á Alþingi svo sem alþjóð er kunnugt, það hefir verið rætt þar og í flokksblöðum meir en nokk- urt annað mál um þessar mundir og hefir fyrir fáum dögum verið samþykkt á Alþingi með stuðn- ingi þriggja flokka en í andstöðu við Framsóknarflokkinn. Hið nýja skipulag gerir ráð fyrir 5 fimm manna kjördæm- um, 2 sex manna kjördæmum og 1 tólf manna kjördæmi (Rvík) auk 11 uppbótarsæta til jöfnunar, samtals 60 þingmenn. Með þessu skipulagi vinnst það, að mönnum er stórum minna mismunað eftir því, hvar þeir búa á landinu. Nú verður ekki lengur um það að ræða, að vissir kjósendur hafi allt að 18-faldan rétt á við aðra. f öðru lagi fæst með þessu skipu- lagi miklu meiri jöfnuður milli flokka og í þriðja lagi að eitt kosningakerfi g.ildir um allt land, hlutfallskosningakerfið. Sj álfsagt er að viðurkenna, að fullkomið réttlæti verður seint tryggt, en með hinu nýja skipulagi má telja öruggt, að komizt verði miklu meir í námunda við réttlætið, heldur en með því stórgallaða kerfi, sem nú er. Því er hins vegar ekki að leyna, að við Alþýðuflokksmenn teljum, að betur hefði verið hægt að leysa þetta mál í sumum atriðum en gert var. Við töldum, að í Reykja- vík hefðu átt að vera 14 þingmenn í stað 12, í Reykjaneskjördæmi 6 þingmenn í stað 5. •— Norður- landskjördæmi eystra, 7 þing- menn í stað 6. Þegar miðað er við kjósendafjölda í kjördæmunum eru þessi kjördæmi, sem ég nefndi afskipt í þingmannatölu og kjós- endur þar hafa því rýrari atkvæð- isrétt en í öðrum kjördæmum. Því má að vísu halda fram, að þetta sé réttlætanlegt með höfuð- borgina Reykjavík, sem nýtur þeirra forréttinda, að löggjafar- þingið situr þar og æðsta stjórn Iandsins auk flestra opinberra stofnana. Því má e. t. v. einnig halda fram um Reykjaneskjör- dæmi, að það njóti þeirra hlunn- inda að vera í næsta umhverfi við höfuðborgina. En þar er á það að líta, að þó að 14 þingmenn væru í Reykjavík og 6 í Reykj anéskj ör- dæmi, væri það samt lægri þing- mannatala en fólksfjöldi gæfi til- efni til. En hvað sem þessum höf- uðborgarsjónarmiðum líður, geta þau engan veginn átt við Norður- landskjördæmi eystra. Oll rök brestur fyrir því, að þeir sem þar búa eigi að sitja við skarðari hlut en aðrir, en það munu þeir óneit- anlega gera. Hér skiptir engu máli, þó að þar sé stór kaupstaður, Ak- ureyri. í öllum hinum kjördæm- unum eru líka kaupstaðir, og kaupstaðarfólk á vitanlega jafnan rétt og annað fólk. Einhverjuin kynni að vaxa í augum, að fjölga þingmönnum upp í 62—65 í stað 60, en ég held að það sé alveg á- stæðulaust. Ef svo heldur áfram sem nú horfir, verða íslendingar orðnir 200 þúsund eftir 10 ár og 300 þúsund eftir 40 ár og kosn- ingakerfið mundi haldast því

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.