Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 16.06.1959, Blaðsíða 7
ÞriSjudagur 16. júní 1959 ALÞÝÐUMAÐURINN 7 Alþýðuflokknum á Akureyri, Stórstúku íslands og öðrum, sem sýndu Halldóri Friðjónssyni við útför hans virðingu og þökk fyrir unnin störf, færum við okkar beztu þakkir. Vandamenn. Sími 1253 Sími 1253 HöfDm opnflð nýjo lerilin að Strandgötu 6, með Raflagnaefni, Heimilistæki, Verkfæri, Vélar, o. fl. vörur. Véla- og raltækjasalan h.f. Anton Kristjónsson, Stefón Snæbjörnsson. Sími 1253 Sími 1253 H.f. Eimskipafélag íslands Arður til ÉtlmfD Á aðalfundi félagsins 6. þ. m., var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundraði — í arð til hluthafa fyr.ir árið 1958. Arðmiðar verða innleystir á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, svo og hjá afgreiðslumönnum félagsins um land allt. H.f. Eimskipafélag íslands Heildarvörusala allra stofnana K E A nær 300 milljónir kr. sl. ár Aðalfundur Kaupfélags Eyíirð- inga stóð yfir dagana 27. og 28. maí. Á fundinum áttu sæti 184 fulltrúar frá 24 félagsdeildum, auk stjórnar, framkvæmdastjóra, end- urskoðenda og ýmissa gesta. — Heildarvörusala félagsins, þegar með er talin sala allra verksmiðja og starfsgreina félagsins ásamt af- urðasölu frá mj ólkursamlagi, slát- urhúsreikningi, frystihúsum, sjáv- arafurðareikningi og öllum fram- leiðslustöðvum, nam alls tæpum 300 milljónum króna, eða um 60 milljónum meira en 1957. Fund- urinn samþykkti að ráðstafa eftir- stöðvum ágóðareiknings um 1,5 millj. króna með því að endur- greiða 3% af ágóðaskyldri vöru- úttekt félagsmanna í stofnsjóði þeirra, auk 6% af úttekt í lyfja- búð og 6% af viðskiptum við brauðgerð félagsins, er hvort- tveggja greiðist í viðskiptareikn- inga félagsmanna. Fundurinn samþykkti að veita 25 þús. kr. til starfsemi Matthías- arfélagsins á Akureyri, ennfremur að leggja í Menningarsjóð KEA 30 þús. krónur af hagnaði Efna- gerðar félagsins síðstl. ár. Þá var og samþykkt, að framvegis skyldi árlegur nettóhagnaður af rekstri Efnagerðarinnar ganga til Menn- ingarsjóðs. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi ályktun í landhelgismálinu: Aðalfundur KEA 1959 lýsir ánægju sinni yfir því, að land- helgislínan hefir verið færð út í 12 sjómílur. Jafnframt harm- ar fundurinn viðbrögð Breta og treystir því, að íslenzka þjóðin standi saman um að hrinda af sér ofbeldinu og ná fullum sigri. Þá vottar fundur- inn starfsmönnum landhelgis- gæzlunnar fyllsta traust og þakkar þeim einarða og drengi lega framkomu í viðskiptum við brezka lögbrjóta.“ Ur stjórn átti að ganga Bern- liarð Stefánsson bankastjóri, og var hann endurkjörinn. Hólmgeir Þorsteinsson, sem verið hefir að- alendurskoðandi félagsins um 30 ára skeið, baðst undan endurkosn ingu. í hans stað var kjörinn Guð- mundur Skaftason, héraðsdóms- Nýr bátur á sjó Um fyrri helgi var blaðamönn- um hér í bæ gefinn kostur á að skoða 10 lesta dekkbát, er Guð- mundur Bjarnason, skipasmiður, hefir annazt smíði á fyrir 4 Flat- eyinga. Tóku þeir við bátnum um þá helgi og sigldu honum heim. Báturinn heitir Sigurbjörg, en eigendur eru þrír bræður í Flat- ey, Jóhannes, Hallur og Guðlaug- ur Jóhannessynir, og mágur þeirra Björgvin Pálsson. Þetta er fyrsti báturinn, er Guð- mundur Bjarnason annast smíði á, en hann hafði skipasmíðastöð Nóa Kristj ánssonar á leigu síð- astliðið ár og til vors, en hyggst nú koma sér upp eigin bátasmíða- stöð úti í Sandgerðisbót. Bátinn Sigurbjörgu smíðaði Guðmundur eftir eigin teikningu og er hann allur hinn vandaðasti að sjá. Yél bátsins er Petter dísil- vél 52 ha. Báturinn er búinn venjulegum siglinga- og öryggis- tækjum. Verð hins nýja báts er um 400 þús. kr. með öllum útbúnaði. Guðmundur Bjarnason hefir nú lokið smíði á öðrum dekkbát 5 lesta, og er hann seldur til Siglu- fj arðar. ------X------- Ofyrirgefanlegt framferði Frá og með síðastliðnum þriðjudegi hafði hið 35 manna stéttarfélag mj ólkurf ræðinga í Reykjavík og nágrenni boðað til verkfalls, ef það fengi ekki 32% kauphækkun auk ýmissa fríðinda. Vegna mikillar andúðar al- mennings á verkfalli þessu, þar eð stéttin er talin mjög sæmilega launuð, sá félagið sitt óvænna og aflýsti verkfallinu, en hefir lausa samninga og lætur félagsmenn sína neita allri eftirvinnu og helgidagavinnu, unz samið hefir verið við félagið. Eins og gefur auga leið, eru hér mikil framleiðsluverðmæti mjög margra sett í hættu vegna kaup- krafna sárfárra, og eru slík kverkatök í kaupgjaldsmálum illa séð, þegar þá um vel launaða vinnu er að ræða. Kommúnistar fara með stjórn félags mjólkurfræðinga. lögmaður. Annar varaendurskoð- andi var kjörinn Steingrímur Bernharðsson skólastjóri á Dal- vík. í stjórn Menningarsjóðs voru kosnir Bernharð Stefánsson, sem var endurkosinn, og Þórarinn Björnsson skólameistari, í stað Brynjólfs Sveinssonar mennta- skólakennara, sem nú er sjálf- kjörinn í stjórnina sem formaður félagsins. Á sl. hausti gerbreytti Alþbl. á marga lund um blaðamennsku sína. Það hafði þá fyrir nokkru verið stækkað upp í 12 síður og var nú ráðinn að því nýr með- ritstjóri, Gísli J. Ástþórsson, lærð ur blaðamaður, m. a. í uppsetn- ingu efnis og umbroti og öðru út- liti blaðs. Fjölbreytni í lesefni og fréttamyndum var stóraukið, en mannafli við blaðið var ekki auk- inn að neinu ráði. Hins vegar var afgreiðslu og auglýsingasöfnun blaðsins búin betri starfsskilyrði. Þessar breytingar voru að sj álf- sögðu mikið átak fyrir stórskuld- ugt blað, sem Alþbl. hefir alla jafnan verið, og fyrst í stað ukust skuldir þess enn verulega. En þeg- ar líða tók undir jól, fór veruleg kaupendaaukning að gera vart við sig út á þessar breytingar, og með stjórnarmyndun Alþfl. kom mikill fjörkippur í sölu blaðsins. Hefir útbreiðsla þess aukizt jafnt og þétt síðan, svo að nú er blaðið gefið út í 2000 eint. fleiri en á haustdögum, þegar breytingin var gerð á útliti þess og efnisflutn ingi. Gefur þetta um 80 þús. kr. tekjuaukning á mánuði. Jafnframt þessari þróun hefir það gerzt, að blaðið er að skjóta bæði Tíman- um og Þjóðviljanum aftur fyrir sig í útbreiðslu og er það að sjálf- sögðu ekki öfundarlaust í þeim herbúðum. Rétt fyrir prentaraverkfallið fékk bræðin yfir þessu útrás hjá Þjóðviljanum í froðufellandi get- sökum og dylgjum undir 4ra dálka fyrirsögnum á forsíðu eins og heimsviðburður hafi gerzt. í vitund Þjóðviljans, sem al- kunnugt er, að gefinn er út með erlendri aðstoð í einni eða ann- arri mynd, getur velgengni Alþbl. ekki stafað af öðru en það hafi stolið sér fé eða fái fjárstyrk er- lendis frá — og það að vestan, fyrst Þjóðviljinn sjálfur fær að austan! Vestrið og austrið berjast í gegnum blöðin! Gamalt máltæki segir: Margur heldur mig sig, og mun ýmsum þykja Þjóðviljinn Ijóstra opin- skátt upp því, hvaðan honum kemur bakstyrkurinn, því að ekki er kaupendunum fyrir að fara, svo þrautleiðinlegt sem blaðið er að flestra dómi. í leiðinni þarf Þjóðviljinn auð- vitað að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Guðm. í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra, en við engan mann eru Þj óðvilj amenn og aðrir kommúnistar nú hrædd- ari. Óttast, að þjóðin kunni að meta festu hans og óbifanleik í landhelgismálinu. Hin aðdróttan Þjóðviljans — að Alþbl. hafi árin 1944—54 (í ritstjórnartíð Hannibals þá líka!) lifað á miður fengnu fé frá Ingi- mar Jónssyni — er sóðalegri og | viðbjóðslegri en dæmi eru til í ísl. blaðamennsku. Kemur þar fyrst til, að þar er ráðizt á mann, sem enn á mál sitt í rannsókn og kemur því engum vörnum við meðan á því stendur fyrir sjálfan sig né aðra í öðrum málum, en í öðru lagi er skákað í því skjólinu, að ekki gefist tími til fyrir kosningar, að fletta ofan af lygum Þjóðviljans með mál- sókn. Meðan trúi nógu margir rógnum til að „góður“ árangur náist á mælikvarða Þjóðviljans. Blaðinu gleymist semsé það, að margir munu hugsa: Er nú lík- legt, að Þjóðviljinn hafi þagað fast að hálfu ári um „vitneskju“ sína um fj árútveganir Ingimars Jónssonar fyrir Alþbl., ef hann hefði í sannleika álitið þær sak- næmar? Hvar hefir þá „sannleiksást" Þjóðviljans sofið það misserið? mun margur spyrja, eða er hún kannske tækifærissinnuð eftir pólitískri barómetersstöðu, bæta menn við. ---------□--------- 2 NorððustðD illiri gekk yfir Norðurland dagana 7. og 8. júní síðastliðinn og var þó miklu verst við sj ávarsíðuna, en til heiða og fjalla alger stórhríð hinn 8. Háspennulínan yfir Vaðlaheiði slitnaði vegna ísingar á 8 stöðum, og varð ísingin svo mikil, að hún mældist 30 cm. í þvermál. Raf- magnslaust varð hér í bæ og hér- aði í 27 klukkustundir. Þá brotn- uðu 5 staurar í rafurmagnslínu, er liggur neðan af Svalbarðseyri og upp í loftskeytastöð flugumferðar- innar á Vaðlaheiði. Fé fennti sums staðar og óttast er um, að talsvert af lömbum hafi drepist allvíða, en af því eru þó ekki verulegar fréttir enn. ---------□--------- jSStólftsítípið Ester komið ft veiðftr í síðastliðinni viku lagði skóla- skipið Ester úr höfn í fyrstu veiði- för sína. Skipstjóri er Finnur Daníelsson, stýrimaður Sigurður Rósmundsson, vélstjórar þeir Guðmundur Antonsson og Sig- mundur Sigmundsson, en mat- sveinn Sveinbjörn Eiríksson. Eins og Alþýðumaðurinn hefir áður skýrt frá, annast Ú. A. rekst- ur skólaskipsins í sumar með styrk frá bæ og KEA. Hásetar eru piltar 12—16 ára og er hugmynd- in með útgerðinni að kenna hin- um ungu mönnum vinnubrögð við sjósókn jafnframt því að bæta úr atvinnuþörf fyrir unglinga á þessu aldursskeiði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.