Alþýðumaðurinn - 16.08.1960, Qupperneq 4
Anhníng innldnn
iMiri (n dtldnn
Fyrstu sex mánuði þessa árs
var aukning á heildarinnlánum
allra banka og sparisjóða i land-
inu 23 milljónum króna meiri en
aukning heildarútlána.
Undanfarin ár hefir aukning á
heildarútlánum jafnan verið
meiri en aukning innlána. Þar
með hefir skapazt peningaþensla,
sem hefir átt verulegan þátt í
stöðugri verðbólgu. Þrátt fyrir
viðnámsstefnu stjórnarinnar, sem
sat í fyrra, voru heildarútlánin
sömu mánuði 1959 samtals 139
milljónum meiri en heildarinnlán.
Samkvæmt nýbirtum upplýs-
ingum, er samanburður á heildar-
innlánum (spari- og veltuinnlán-
um allra banka og sparisjóða) og
héildarútlánum allra sömu aðila
sem hér segir, talið í milljónum
króna:
1959 1960
Innlán ....... -|- 267 -j- 224
Útlán......... +406 +201|
Mismunur .... + 139 -f- 23
Af þessu sést, að heildarinnlán
frá ársbyrjun til maíloka hafa
aukizt. Ef litið er aðeins á þann
tíma, sem liðinn er, síðan efna-
hagsfrumvörp stjórnarinnar voru
samþykkt, og teknir allir spari-
sjóðir og viðskiptabankar, verð-
ur útkoman sú, að aukning spari-
innlána í apríl—júní var nú 132
milljónir, en var sömu mánuði í
fyrra 99, eða aukning um 33
milljónir á þessum skamma
tíma.
Heildarútlán bankanna frá ára-
mótum til maíloka voru 178 millj-
ónir, en í viðreisnaráformum
stjórnarinnar var talað um að
heildarútlánaaukning þau hæstu
á árinu mætti ekki verða yfir 200
milljónir. Vegna vertíðar og ann-
arra ástæðna er aukning útlána
jafnan langmest fyrri hluta árs,
svo að líkur eru á að þessi áætlun
standist.
MþyÐUMAfiliRBNIN
Þriðjudagur 16. ágúst 1960
„— í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum / var enginn í heimi þeim jafn.“ — Þannig eru lokaorð
Jóns Helgasonar, skálds, í hinu kunna kvæði hans Ólympiuleikar, þar sem hann skopast að íþróttagetu
landans. — Eins og sakir standa mega Akureyringar gæta þess, að hnyttiyrði Jóns hitti þá ekki í ár:
þeir eru semsé enn aumastir allra bæjarbúa hérlendis í þátttökunni í norrænu sundkeppninni. — Nú eru
tæpar 5 vikur eftir af keppninni, og bæti Akureyringar ekki hlut sinn verulega, munu þeir eiga drjúgan
þátt í því, ef bikarinn hér að ofan, verðlaunagjöf forseta íslands í Norrænu sundkeppninni, vinnzt til
eignar af annarri þjóð.
Slæmar horfur með síldarvertíðina
»Eogin mnensál...«
Framh. af 1. síðu.
séu skiptar, en tími þess vopna-
burðar, sem heimtaði líf og blóð,
ætti að vera liðinn. Hann er að
minnsta kosti í miklu og augljósu
ósamræmi við leitina að fegurð-
inni. Ofríkismennina ber þar
langt af réttri leið á háskalegar
villigötur.
íslendingar hafa sigrazt á ein-
angrun og fátækt sem vandamáli
heildarinnar, og hér getur sér-
hverjum einstaklingi liðið vel, ef
samfélagið man skylduna við
bróður eða systur, er þarfnast
fulltingis. En maðurinn lifir ekki
á einu saman brauði. Sál hans
tryggir honum annað líf í þessu
lífi, og henni er nautn fagurrar
listar ómetanlegur fögnuður. Vel-
líðan borgaranna er sómi Akur-
eyrar, en snilldarljóð Matthíasar
og Davíðs frægð hennar. Þess
vegna er Akureyri annað og
meira en höfuðstaður Norður-
lands í skilningi atvinnulífs, sam-
gangna og viðskipta. Andinn á
hér stórt og fagurt óðal. Mennta-
málaráði íslands er ljúft og skylt
að sýna þvílíkum bæ kurteisi
þessarar myndlistarsýningar.“
Mikil bjartsýni ríkti í vor um
góða síldarvertíð í sumar, og
aldrei mun meiru hafa verið kost-
að til að grípa gullfiskinn en í ár,
en allt virðist ætla að koma fyrir
ekki, eins og nú horfir.
Vertíðin hófst að vísu snemma
og vel, en fljótt var sá draumur
búinn hér fyrir Norðurlandi, en
austanlands hefir alltaf haldizt
nokkur veiði, þó að engin stórupp-
grip hafi verið.
Verð á fisk- og síldarmjöli er
nú mjög lágt og eftirspurn á lýsi
dræmt, svo að bræðslusíldaraf-
urðirnar munu ekki mikils gjald-
eyris afla, en verulegur hluti síld-
ar þeirrar, er veiddist fyrir Norð-
urlandi, fór einmitt í bræðslu, því
að góð söltunarsíld kom ekki á
miðin hér fyrr en undir lokin, að
veiðin þvarr. Austurlandssíldin er
hins vegar misjöfn, svo að tals-
vert af henni hefir og farið í
bræðslu, en af þessUm sökum öll-
um skortir enn mikið á að saltað
hafi verið upp í sölusamninga, og
fer senn úr þessu að verða borin
von, að slíkt náist.
Ekki er hitt betra, að fjölmarg-
ir þeir, er settu von sína á góða
„sumarhýru“ á síldinni bera sára-
Heima er bezt,
ágústhefti þ. á., flytur m. a. þetta
efni: (Kennarar og skólar (ritstj.
grein), Gísli Helgason í Skógar-
gerði (Aðalsteinn Jónsson), Síð-
ustu dagar Möðruvallaskóla, nið-
urlag á grein Gísla í Skógargerði,
Feigðarboði (Hólmgeir Þorsteins-
son), Tólf ára háseti (Árni Árna-
son frá Grund), Bændaför Aust-
ur-Skaftfellinga (Ragnar Ásgeirs-
son), Ferðaþættir frá Noregi (Ár.-.
mann Kr. Einarsson), framhalds-
sögur Ingibjargar Sigurðardótt-
ur og Guðrúnar frá Lundi, og
Bókahillan. Forsíðumynd af Gísla
í Skógargerði.
lítið úr býtum margir hverjir, en
bæir og þorp hér norðanlands
mega heita „dauðir“ staðir, hvað
söltun snertir, og hlýtur þess að
gæta í búi margra á vetri kom-
anda meðal einstaklinga, atvinnu-
rekenda og bæjarfélaga.
Af skipunum er líka sögu að
segja flestum. Þó að nokkur komi
út með góðan sumarafla og ein-
staka ágætan, þá er meginflotinn
með svo lítið aflamagn enn, að
mikið tap hlýtur að vera á þeirri
útgerð.
leiio síldorflutoiflðd-
skipo pefor góða roio
Eins og kunnugt er af fréttum
hafa síldarverksmiðjurnar í
Krossanesi og á Hjalteyri leigt í
félagi tvö flutningaskip frá Nor-
egi, Osku og Basto, er tekið hafa
síld úr veiðiskipum á Austfjörð-
um og flutt til verksmiðjanna.
Taka skipin um 3.200 mál hvort
í ferð og höfðu um sl. helgi flutt
um 7000 mál síldar til hvorrar
verksmiðjunnar, og flutningar
gengið prýðilega.
Sökum þess hve síldin hefir leg-
ið mikið austur, en verksmiðju-
kostur tiltölulega lítill þar miðað
við á Norðurlandi, hafa þessir
síldarflutningar auðveldað veiði-
skipum að losna við afla sinn, og
sýnist hér farið inn á miklu hag-
felldari og skynsamari leið að
flytja síldina til verksmiðja, sem
til eru, fremur en byggja nýjar og
nýjar, eftir því sem síldin hleyp-
ur til þetta árið eða hitt.
Það eru framkvæmdarstj órar
verksmiðjanna á Hjalteyri og í
Krossanesi, þeir Vésteinn Guð-
mundsson og Guðmundur Guð-
laugsson, sem hafa haft forgöngu
um þessi nýmæli, og eiga þeir
vissulega hrós skilið fyrir.
Frá Ferðafélagi Akureyrar. Síðasta
áætlunarferð sumarsins verður farin að
Laugafelli um næstu helgi. — Þáttaka
tilkynnist strax Álfheiði Jónsdóttur,
sími 2399.
Útsvör í Húsavík 19(0
Niðurjöfnun útsvara í Húsavík
er lokið fyrir nokkru. Jafnað var
niður kr. 3 millj. 297 þús. á 429
gjaldendur.
Við niðurjöfnun var fylgt á-
lagningarreglum fyrir kaupstaði
utan Reykjavíkur.
Veltuútsvör voru almennt mik-
ið lækkuð frá fyrra ári, en eru
frá 0.6%—3% mismunandi eftir
veltuflokkum. Tekið var aukið til-
lit til sjúkdómskostnaðar og ald-
urs gjaldanda við álagningu út-
svara, almannatryggingarbætur
voru undanþegnar útsvari. Síðan
voru öll útsvör lækkuð frá álagn-
ingarreglum um 23.5%.
Þessir gjaldendur báru útsvör
kr. 15 þús. og yfir:
Kaupfélag Þingeyinga 314.700
Fiskiðjusamlag Húsavíkur 113.100
Olíufélagið hf. 76.200
Barðinn hf. 55.800
Daníel Daníelsson, læknir 25.000
Jóhann Skaptason, sýslum. 24.100
Helgi Hálfdánarson, lyfsali 24.000
Olíuverzlun íslands hf. 24.000
Haukur Sigurjónsson, vélstj. 23.500
Vélaverkstæðið Foss hf. 22.900
Söltunarstöð K.Þ. og F.H. 22.700
Þór Pétursson, útgm. 20.400
Maríus Héðinsson, skipstj. 19.800
Sigurður Sigurðsson, skipstj. 19.800
Gunnar Hvanndal, stýrim. 18.800
Hreiðar Bjarnason, skipstj. 18.100
Fataverksmiðjan Fífa 17.700
Stefán Pétursson, skipstj. 16.800
Trésmiðjan Fjalar 16.400
Þorsteinn Jónsson, sjóm. 16.100
Trésmiðjan Borg 15.900
Þórarinn Vigfússon, skipstj. 15.700
Sigtryggur Jónasson, vélstj. 15.100
fijnldcyrítstaðgii
rn millj. bctrí
Gjaldeyrisstaða bankanna hefir
batnað um 226 milljónir króna
frá febrúarlokum til júníloka. Er
þá meðtalið það yfirdráttarlán,
sem ríkisstj órnin hefir tekið hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Ev-
rópusjóðnum. Af því höfðu í júní-
lok verið notaðar 184 milljónir
króna (4.8 milljónir dollara) hjá
gjaldeyrissjóðnum, en 226 millj-
ónir (7 millj. dollara) hjá Ev-
rópusj óðnum.
Af þessu er Ijóst, að ekki hefir
verið um að ræða raunverulega
eyðslu á þessum yfirdráttarlánum,
enda hafa þau verið notuð til þess
eins að greiða niður lausaskuldir
bankanna, er safnazt höfðu fyrir
lok febrúar 1960.
Ef um það væri að ræða, að
yfirdráttarlánin hefðu verið not-
uð til raunverulegrar eyðslu, ætti
gjaldeyrisstaðan að hafa versnað
jafnmikið og slíkri eyðslu hefði
numið.
í lok febrúar var gjaldeyris-
staða bankanna mínus 191.3
milljónir, en í júnílok plús 34.9
millj ónir.
Sæluhiis Ferðafé-
lags Akureyrar
Framh. af 1. síðu.
dýnur til að sofa á. Með því að
gernýta húsið geta allt að 40
manns haft þar næturdvöl, ef
nauðsyn ber til.
Teikningu að skálanum gerði
Jón G. Ágústsson byggingafull-
trúi, en út af henni var lítillega
brugðið í byggingu. Yfirsmiður
var Olafur Hallsson bygginga-
meistari. Til byggingar skálans
fóru um 1445 vinnustundir, er 133
menn lögðu af mörkum, auk 146
vinnustunda við að rífa hús það,
er keypt var sem efniviður í skál-
ann. Er þá ótalin vinna við efnis-
útvegun og undirbúning vinnu-
ferða.
Þakkaði formaður öllum þeim,
sem stutt hefðu að þessum fram-
kvæmdum með gjöfum á efni og
vinnu- og fjárframlögum. — Þá
þakkaði hann fyrrverandi og nú-
verandi vegamálastjórum fyrir
velvilja þeirra um vegabætur á
leiðinni að sæluhúsinu og kvaðst
loks vænta þess, að húsið ætti eft-
ir að þjóna því hlutverki vel og
lengi, sem því væri ætlað.
Rojol-búltngar
Súkkulaði
Karamellu
Raspberja
Vanilla,
nýkomnir.
Kaupfélag
verkamanna
Kjörbúð, útibú.