Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.09.1960, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 13.09.1960, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 13. september 1960 ALÞÝÐUMAÐURÍNN Útgefandi: Alþýðuflokksf élag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 50.00 á ári. Lausasala kr. 1.50 blaðið. Prentsm. Bjarns Jónssonar hf. >ooooooooooooooooooooooo Vdidhvœði ojlflbrests 09 verljdlls Þeir sem bjartsýnastir voru á viðreisnarmátt efnahagsráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar á sl. vori, gerðu sér vonir um, að nú með haustdögunum eða í síðasta lagi um komandi áramót yrði svo far- ið að rofa fram úr margra ára styrkjabúskap, að atvinnuvegirn- ir eætu af eigin rammleik þolað nokkra kauphækkun til daglauna- manna og iðnverkafólks, sem allir eru sammála um að nauðsynlega verði að fá kjör sín bætt innan tíðar. I kjölfar þess yrði svo hægt að bæta kjör fátækari bænda, op- inberra starfsmanna og fleiri starfshópa, sem um mörg ár hafa raunar lifað frá hendinni lil munnsins. Varfærnari menn nefndu þó 1 —1% ár í þessu sambandi, en hinir trúlausu sögðu hins vegar, að allt yrði hrunið á miðju sumri. Nú á haustdögum bendir flest til þess, að hinir bjartsýnustu hafi verið þeir raunsýnustu, ef síld- veiði í ár hefði reynzt svipuð og í fyrra, verð á mjöli og lýsi ekki lakara og togaraaflinn ekki rýrri. Það, sem hins vegar veldur háskaútliti í þessum málum, er, að allt hefir farið verr en vonað var: síldveiðar brugðust verulega, togaraafli er rýr og mikið verð' fall hefir orðið á lýsi og mjöli. Þessi vandkvæði valda því, að vonlaust er fyrir verkalýðssam- tökin, hvað fegin sem þau vildu meðlima sinna vegna, að sækja kjarabætur í vasa atvinnurekenda. Þeir mundu ekki verða borgunar- menn fyrir þeim við þær aðstæð- ur, sem nú hafa skapazt, og eitt af tvennu verða gjaldþrota eða verða að fá aðstoð ríkisins, þ. e. styrkjastefnan héldi á ný innreið sína, og hverjir æskja hennar? Það er þannig að loka augun- um fyrir staðreyndum að halda því fram, að nú sé grundvöllur fyrir raunhæfum kjarabótum. Þeirra er ekki hægt að krefjast nema leggja vitandi vits í rúst það, sem áunnizt hefir með efna- hagsaðgerðunum frá í vor. Og hvað mundi alþjóð vinna við það? Slíkt skyldu allir hugleiða vel. En um leið og við viðurkenn- um dapurlegar afleiðingar af aflabresti og verðfalli, beinir það hug okkar að því, í hve þröngri vígstöðu sú þjóð stendur, sem svo mjög á allt sitt undir aflaföngum og erlendum mörkuðum fyrir þau. Er ekki kominn tími til að hraða því að alefli, að atvinnu- hættir okkar séu gerðir að mun fjölbreyttari, m. a. með verulega auknum iðnaði? FRÁ AÐALFUNDI LOFTLEIÐA: Hagstceðasta dr í ip (íloosins Heildarvelta á síðasta ári yfir 97 millj. kr. og nettóhagnaður 2.6 millj. kr. Aðalfundur Loftleiða vegna reikningsársins 1959 var haldinn 2. þ.m. Formaður félagsstjórnar Kristján Guðlaugsson, flutti þar skýrslu um starfsemina árið 1959. Hann ræddi sérstaklega um flug- vélakaup, þjálfun flugliða og flugreksturinn í heild. Ennfremur um samninga um lendingarleyfi á Bretlandi og Norðurlöndum, sem hann kvað hafa lokið á farsælan hátt fyrir félagið. Þá rakti formaður í stórum dráttum reksturinn á þessu ári og ræddi sérstaklega kaup- og kjara-' samninga flugliða. Gat hann þess, að bráðabirgðalögin um bann gegn vinnustöðvun íslenzkra at- vinnuflugmanna hefðu ekki verið sett að ósk stjórnenda Loftleiða, enda fælist ekki í þeim nokkur lausn á þeirri kaup- og kjaradeilu, sem yfir stæði. Taldi hann, að flugliðar og stjórnendur flugfé- laganna yrðu að leysa sín mál sjálfir enda myndi stjórn Loft- leiða leggja fullt kapp á að svo yrði gert. Ur rœðu forstjóra. Næstur tók til máls Alfred Elí- asson, forstjóri Loftleiða, og mælti hann m. a. á þessa leið: „Vorið 1959 voru flognar fjór- ar ferðir í viku milli meginlands Evrópu og Ameríku með viðkomu á íslandi. Sú áætlun var í gildi þar til 30. apríl. Sumaráætlunin tók við þann 1. maí og stóð til 31. okt. Voru þá flognar 9 ferðir vikulega á milli heimsálfanna með viðkomu í Reykjavík og var það 3 ferðum meira á viku en 1958. Síðan tók við vetraráætlun aftur frá 1. nóv. Þá voru flognar 5 vikulegar ferð- ir fram og til baka yfir Atlantshaf eða einni ferð fleira en árið áður. Samtals voru þannig flognar 337 ferðir fram og til baka á milli Ev- rópu og N.-Ameríku á móti 245 árið 1958. Fjórar ferðir af ofan- greindum ferðafjölda voru auka- ferðir, er flognar voru til að anna mikilli eftirspurn. Notaðar voru fjórar Skymaster flugvélar, tvær þeirra voru leigðar frá Braathens SAFE, hinar tvær voru flugvélar Loftleiða hf., þær Hekla og Saga. Árið 1959 voru fluttir 35.498 farþegar, en 26.702 farþegar árið áður, og varð aukningin 32.9% hvað höfðatölu snertir. Vöruflutningar urðu nokkuð meiri nú en árið áður, eða 315 tonn á móti 250 tonnum árið áð- ur. Hafa því vöruflutningar auk- izt um 26%. Póstflutningar urðu nú 32 tonn á móti 24 tonnum árið 1948 og hafa því aukizt um 33.3%. Flugvélar þær, sem félagið hafði í förum, flugu alls 14.243 kls. og voru að meðaltali rúmar 10 klst. á lofti á sólarhring, eða einni klst. lengur en 1958, og má það teljast góð nýting flugvél- aiuia. Framboðnir sætakílómetrar voru 262 millj., en notaðir sæta- kílómetrar voru 184 millj., en það gerir um 70% sætanýtingu, sem er svipað og sætanýting varð 1958. I árslok 1959 voru starfsmenn félagsins alls 263, en auk þess um 50 manns, sem beint eða óbeint störfuðu við skrifstofu og flug- störf á vegum félagsins. Þetta hefir nú verið það helzta varðandi árið 1959, en þar sem nú er svo áliðið 1960 þykir rétt að skýra nokkuð frá hvernig gengið hefir fyrstu 7 mánuði þessa árs. Fluttir hafa verið 23.228 far- þegar, 215 tonn af vörum og 22 tonn af pósti. Miðað við sama tíma f. á. hefir verið flutt 4193 farþegum meira, eða 22% aukn- ing. Flutt hefir verið 49 tonnum meira af vörum eða 29% aukn- ing. Flutt hafa verið 14 tn. af pósti eða 59% aukning. Sætanýting þessa sjö fyrstu mánuði ársins hefir orðið 65% að jafnaði, sem af er. Þá er þess að geta, að þegar sumaráætlun byrjaði þann 1. apríl sl., voru teknar í notkun hinar tvær Doglas DC-6B (Cloudmaster) flugvélar, sem félagið festi kaup á seinni hlu'ta síðasta árs. Hafa nú í sum- ar verið flognar átta ferðir á viku fram og til baka milli Evrópu og Ameríku með viðkomu á Islandi. Hafa fimm af þeim verið flognar með hinum nýju DC-6B flugvél- um, en þrjár ferðir með Skymast- er. Hafa nú Loftleiðir á leigu eina Skymaster flugvél frá Braathen-s SAFE, en reka áætlunarflugið að öðru leyti með eigin flugvélum. Eins og kunnugt er, seldi félag- ið Skymasterflugvélina Sögu í sumar, þar sem fyrir hana fékkst tiltölulega gott verð eða 180.000 dollara, en það er mun betra verð en hægt hafði verið að reikna með ; miðað við almennt markaðsverð. ' I undirbúningi eru nú kaup. á þriðju DC-6B flugvélinni. Til fróðleiks vil ég að endingu geta þess, að árið 1959 skilaði fé- lagið erlendum gjaldeyri til bank- anna fyrir 12% milíj. kr. á gamla genginu með 55% uppbótinni, en í ár hefir félagið nú þegar skilað sömu upphæð, en þá er að sjálf- sögðu reiknað með nýja genginu. Auk þess hefir félagið sj álft aflað gjaldeyris fyrir öllum útgjöldum : og afborgunum af flugvélunum I og öðrum lánum." Veítan 97 milljónir. Varaf ormaður f élagsstj órnar, Sigurður Helgason framkv.stjóri, las og skýrði reikninga félagsins. Brúttótekjur árið 1959 námu kr. 97.324.761.75, og er það um 30% aukning miðað við 1958. Nettóhagnaður varð 2.617.159.20 kr., og feyndist þetta því hagstæð- asta ár í sögu félagsins til þessa. Af þessari upphæð er félaginu nú gert að greiða kr. 1.874.089 í skatta og útsvar, eða um 70% af nettóhagnaðinum, og taldi ræðu- maður það vera meira en góðu hófi gegndi. Heildarafskriftir félagsins voru meiri en nokkurn tíma fyrr og námu þær nú kr. 4.598.186.47. Utlit er fyrir að veruleg aukning verði á veltu félagsins á yfirstand- andi ári. Er m.a. gert ráð fyrir að afskriftir af nýju flugvélunum verði um 11 millj. kr. Stjórnin lagði til að hluthöfum yrði greiddur 8% arður ,og sam- þykkti fundurinn það. Þá fór fram stjórnarkosning. Endurkjörnir voru Alfred Elías- son, E. K. Olsen, Kristján Guð- laugsson og Sigurður Helgason, en í stað Olafs heitins Bjarnason- ar var kosinn Einar Arnason, flugstjóri. I varastjóm voru kosn- ir þeir Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri og Sveinn Benediktsson f ramkvæmdastj óri. frí dttundð 8. þing Sambands norðlenzkra barnakennara var haldið á Akur- eyri, í Barnaskóla Akureyrar, dag- ana 1.—3. september. Sambandið var stofnað 8. okt. 1942 í sambandi við námskeið, sem haldið var á vegum Kennara- félags Eyjafjarðar, og áttu þing- eyskir kennarar frumkvæðið að stofnun sambandsins. Stjórn sam- bandsins flytzt milli sýslna, og er kjörtímabilið 2 ár. Fráfarandi stjórn skipa: Þórar- inn Guðmundsson, form., Svava Skaptadóttir, ritari, og Theódór Daníelsson, féhirðir. Varastjórn: Tryggvi Þorsteinsson, varaform., Sigurður G. Jóhannesson og Indr- iði Úlfsson. Milli 80 og 90 kennarar og gest- ir sátu þingið, og þau námsskeið, sem haldin voru í sambandi við það. Þingforsetar voru kjörnir Hannes J. Magnússon, skólastjóri og Jón Kristj ánsson, Víðivöllum. Fundarritarar voru: Páll Jónsson og Sigurður Flosason. Gestir mótsins voru: Dr. Broddi Jóhann- esson, Þorsteinn Einarsson, í- þróttaf ulltrúi, Stef án Kristj áns- son, íþróttakennari, Gestur Þor- grímsson, kennari og starfsmaður við Kennslukvikmyndasafn ríkis- ins, Guðrún P. Helgadóttir, skóla- stjóri, Skúli Þorsteinsson, form. S. í. B., og Snorri Sigfússon, fyrr- verandi námsstjóri, sem er heið- ursfélagi. Dr. Broddi flutti erindi og ræddi um hlutverk kennarans og þarfir. Þorsteinn Einarsson, í- þróttafulltrúi um leiki og stöðu mannsins, og að því loknu sýndi hann kvikmynd gerða af búnaðar- samtökum Norðmanna um vinnu- tækni mannslíkamans við hin dag- legu störf. Gestur Þorgrímsson flutti erindi um kennslukvikmynd- ir, gildi þeirra og notkun í kennslu. Hann var einnig til við- tals í skólanum föstudag og laug- ardag fyrir þá, sem óskuðu eftir upplýsingum um kvikmyndir og skuggamyndir. Frú Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, flutti erindi um móð- urmálskennslu í skólum. Ræddi hún einkum um ritgerðarkennslu og gildi móðurmálsins fyrir þjóð- ina. Skúli Þorsteinsson, formaður S. í. B., flutti fréttir frá fulltrúa- þingi S. I. B. og ræddi auk þess við norðlenzka fulltrúa um launa- mál kennara. Snorri Sigfússon á- varpaði þingið og ræddi um fram- tíðarhorfur í skólamálum þjóðar- innar og sparifjársöfnun skóla- barna. Þórarinn Guðmundsson ræddi um byrjunarkennslu í reikningi og studdist þar við ný- útkomna bók, „Leikið og reikn- ið". Stefán Jónsson, námsstjóri, sem tók virkan þátt í störfum og undirbúningi þingsins, flutti er- indi um athygli og gleymsku og á- hrif þeirra á skólastarf og mennt- j un. Hannes J. Magnússon, skóla- stjóri, flutti framsöguerindi um framtíð sambandsins, vegna laga- j breytinga, sem gerðar voru á síð- asta þingi S. í. B., um skiptingu á kjörsvæðum. Leikjanámskeið, og námskeið í', teiknun og meðferð lita voru alla mótsdagana. Stefán Kristjánsson,' íþróttakennari, leiðbeindi á leikj a- ¦ námsskeiðinu og Einar Helgason, J kennari, kenndi teiknun og með ferð lita. Skólavörubúðin sýndi þann vel vilja að senda sýnishom af bók- um og áhöldum. Var sýning þessi | sölusýning og var opin þinggest-1 um alla daga mótsins. Valgarður Haraldsson, kennari, sá um sýn- inguna. Þinggestir sátu hádegisverðar- boð bæjarstjórnar Akureyrar á laugardag, og um kvöldið var kvöldvaka og kaffiboð S. N. B. að Freyvangi. I stjórn S. N. B. næsta kjör- tímabil eru þessir menn: Páll Jónsson, skólastj., Höfða- kaupstað, Þorsteinn Matthíasson, skólastjóri., Blönduósi, og Björn Bergmann, kennari, Blönduósi. Varastjórn: Lára Inga Lárus- dóttir, kennari, Ólafur Kristjáns- son, skólastj., og Jóhann Björns- son, kennari. Eftirfarandi ályktanir og tillög- ur voru samþykktar á þinginu: 1. Þrátt fyrir lagabreytingu S. I. B., sem felur í sér að Norður- land verði tvö kjörsvæði með sambandi á hvoru svæði fyrir sig, leggur þingið til, að Samband norðlenzkra barnakennara starfi áfram með sama hætti og verið hefir, en kennarafélög hvors kjör- svæðis sjái um kosningu fulltrúa á þing S. I. B. 2. Aðalfundur S. N. B., haldinn á Akureyri 1.—4. sept. 1960, bein- ir þeirri ósk til stjórnar S. I. B., að hún hlutist til um, að erindi um skóla og uppeldismál verði flutt í Ríkisútvarpið í byrjun þessa skólaárs. 3. Aðalfundur Sambands norð- lenzkra barnakennara, haldinn á Akureyri 3. sept. 1960, skorar ein- dregið á hið háa Alþingi að hækka stórlega fjárveitingu til námsskeiða, sem haldin eru á veg- um félagssamtaka kennara. 4. Aðalfundur S. N. B., haldinn á Akureyri 1.—4. sept. 1960, lýs- ir megnustu óánægju á þeim launakjörum, sem kennarar eiga við að búa og skorar á stjórn S. I. B. að vinna ötullega að bættum kjörum stéttarinnar á þeim grund- velli, sem lagður var á fulltrúa- þingi S. I. B., sem haldið var í Reykjavík á síðastliðnu vori.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.