Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.09.1960, Síða 4

Alþýðumaðurinn - 13.09.1960, Síða 4
ÞEIRRA ORÐ Mngvatla- fundur SíSastliðinn laugardag var efnt til og haldinn fundur í Valhöll við Þingvallavatn og stóSu aS fundi þessum, sem kallaSur var í til- kynningum og auglýsingum Þing- vallafundur, ýmsir andstæSingar aSildar íslands aS Atlantshafs- handalaginu og dvöl varnarliSsins hér á landi í framhaldi af því. Kjarninn í samtökum þeim, er aS baki fundarboðun þessari stóð, var greinilega Sósíalista- flokkurinn og hann mun hafa lagt til fjármagn það, sem til undir- búningsins fór, það er að segja um hendur hans mun það hafa komið. En auk Sósíalistaflokksins stóð önnur helft ÞjóSvarnarflokksins að fundarhoðun þessari og drjúg- stór hópur einstaklinga úr Fram- sóknarflokknum. Samkvæmt fréttum ÞjóSvilj- ans sóttu um 260 fulltrúar fund þennan víðs vegar að af landinu, en þó langsamlega flestir úr Rvík. Á fundi þessum var efnt til skipulegra samtaka meðal her- dvalarandstæðinga, að því er út- varpsfréttir hafa hermt. Hins veg- ar hefir ekki birzt, hverjir hafi verið valdir forvígismenn þeirra samtaka. SíSastliðiS sunnudagskvöld efndu samtökin svo til útifundar í Reykjavík á Lækjartorgi. Ekki hefir AlþýSum. fréttir af því, hve fjölsóttur útifundurinn var, en athyglisvert var, að allir tilkynntir ræðumenn fundarins voru kunnir áhangendur komm- únismans nema einn, sem talinn hefir verið fylgismaSur Fram- sóknarflokksins. Enginn yfirlýstur ÞjóSvarnar- maður var auglýstur sem ræðu- maður á fundinum. Hér fer á eftir ávarp það, er fundurinn í Valhöll samþykkti, og kallast það Avarp til íslendinga frá Þingvallafundi 1960. Vér höfum komið hér saman til að andmæla hersetu í landi voru og vara þjóð vora við hinni geigvænlegu tortímingar- hættu sem oss stafar af her- stöðvum. í rúm tuttugu ár höfum vér búið að landi voru í tvíbýli við erlendan her, öllu þjóðlífi voru til meins. Erlend herseta er ekki samboðin frjálsu þjóðfé- lagi. Áhrif hennar eru djúp- tæk á mál, menningu og sið- ferði þjóðarinnar, og má þeg- ar sjá greinileg merk-i þess í aukinni lausung, fj ármálaspill- ingu og málskemmdum. Ann- arlegar tekjur af dvöl hersins og viðskiptum við hann hafa komið gjörvöllu fjármálakerfi landsins úr skorðum. Stórfelld gj aldeyrissvik og smyglmál, sem rekja má beint eða óbeint til víghreiSursins í Keflavík, eru orðnir svo hversdagslegir viðburðir, að almenningur er hættur að bregðast við þeim sem skyldi. SiSgæSisvitund þjóðarinnar er að verða hættu- lega sljó, og æ fleiri ánetjast spillingunni og gerast samá- byrgir um hana. íslenzk þjóð og erlendur her geta ekki búið saman í landinu \m til frambúðar, annarhvor að- ilinn hlýtur að víkja, nema báðum verði útrýmt samtímis. íslendingar liafa aldrei bor- ið vopn á neina þjóð, né lotið heraga. Þá sérstöðu vora með- al þjóða heimsins er oss bæði skylt og annt um að varðveita. SjálfstæSi vort unnum vér án vopna, og án vopna munum vér bezt tryggja öryggi vort á tímum sem þessum, þegar lang- drægar eldflaugar og vetnis- vopn hafa gert allar varnir úr- eltar. Erlend herseta býður heim geigvænlegri tortímingarhættu, ef til átaka kemur milli stór- velda. Á einni svipstundu er unnt að granda lítilli þjóð sem oss Islendingum, eins og vopnabúnaði er nú háttað. Og sérfróðir menn fullyrða, að styrj öld með vetnisvopnum geti jafnvel hafizt fyrir ein- skæra slysni eða misskilning. Þingvallafundurinn 1960 — skipaður kjörnum fulltrúum herstöðvarandstæðinga úr öil- um héruðum landsins, úr öll- um stéttum og flokkum — brýnir fyrir íslenzku þjóðinni að gera sér ljóst, að sjálf til- vera hennar og menning er í veði, ef herstöðvarsamningn- um við Bandaríkin verður ekki sagt upp hið bráðasta. Vér brýnum fyrir henni að gera sér ljóst, að hún er ekki lengur ó- hult í landinu, við friðsöm störf sín til sjávar og sveita, heldur er land hennar orðið hernaðaraðili í átökum stór- velda og skotspónn í fremstu víglínu, ef til styrjaldar dreg- ur. Vér bendum á, að þung á- byrgð hvílir á þeim mönnum, sem beita sér gegn því, að þess- ari ógnþrungnu hættu sé bægt frá þjóðinni. Vér skorum á Alþingi og ríkisstjórn íslands að segja upp „herverndarsamningnum‘‘ svonefnda við Bandaríkin þeg- ar í staS og leyfa ekki framar herstöðvar á íslandi. Vér skorum á alla íslend- inga að sameinast um kröfuna um brottför hersins og ævar- andi hlutleysi íslands. Vér, íslenzkir karlar og kon- ur, úr öllum stéttum, úr öllum flokkum, strengjum þess heit á helgasta sögustað íslands, Þingvelli, að beita til þess kröftum vorum og áhrifum, hvert í sínu byggðarlagi, að sú krafa nái fram að ganga sem allra fyrst. UNNIÐ AÐ HAFNAR- FRAMKVÆMDUM Á DALVÍK Þessa dagana er unnið að hafn- arframkvæmdum á Dalvík undir verksögn vitamálaskrifstofunnar. Er verið að byggja hafnargarð fram úr fjörunni aðeins norðan við húsið' Hafnarbraut 21, og horfir stefna hans í austur, en á síðan að beygja til norðurs og mynda kví með hafnargarði þeim, sem fyrir er og aðalbryggj- an er á. Stórvirkar vélar eru þarna að verki og er efnið í hafnargarðinn nýja tekið í klettagili vestur af þorpinu. ÞriSjudagur 13. september 1960 7 prs. tap á árs- útílntningnum vegna verðíalls á liskimjöli og lýsi ,,Nokkru eftir 1918 fóru að heyr- ast raddir um það, að ísland mundi tæplega geta haldið hlutleysi sínu á sama hótt og óður. Lenin mun hafa verið fyrstur monna til að benda á þessa staðreynd (1920) — —." — Hendrik Ottóson, 1946. „Raunverulega tóknar hlutleysis- afstaðan hliðhylli við órósina, út- þenslu styrjaldarinnar.-------I hlut- leysisafstöðunni liggur viðleitni til að fullnægja þeirri ósk, að órósaraðil- arnir séu ekki hindraðir i myrkra- Verðfall, sem orðið er á fiski- mj öli og lýsi á heimsmarkaðinum, veldur alvarlegu áfalli fyrir ís- lenzka þjóðarbúskapinn. Sam- kvæmt upplýsingum Jónasar Har- alz, ráðuneytisstjóra efnahags- málaráðuneytisins, nemur lækk- un á verði seldra útflutningsaf- urða um 175 milljónum, eða 7% af útílutningsframleiðslunni allri, miðað við árssölu og það verð- fall, sem orðið hefir frá því 1 fyrrahaust. — Fiskimjöl hefir lækkað um 45%, en lýsi um rúm 20%. Hefði numið 2475 millj. kr. AS óbreyttu verði og miSað við skráð gengi hefði útflutningsfram- leiðsla íslendinga numið tæpum 2475 millj. kr. á þessu ári. Úr 66 pundum í 33. VerS á fiskimjöli hefir farið hríðlækkandi frá því í fyrrahaust. Jafnaðarverð á hvers konar fisk- mjöli og síldarmjöli var fyrir þann tíma 60 ensk pund fyrir tonnið. Nú selst tonnið á 33 ensk pund og er verðfallið því 45%. Vegna framleiðslu Perú og Chile. Eins og áður hefir veriS skýrt frá stafar verðfall þetta af auk- inni fiskmj ölsframleiðslu í Perú og Chile. Eru horfur á að þessi framleiðsla Perú og Chile haldist og því ekki breytinga að vænta á verðinu í bráð vegna minnkaðrar framleiðslu þessara landa. Neyzla fiskmjöls mun liins vegar aukast er frá líður og framleiðsla einnig dragast saman, þar sem hún er dýrari, en hvort tveggja mun taka nokkurn tíma. Nýr ýrdifœrslD/illtrúi riion Á jafnframt að annast heilbrigðiseftirlit. Bæjarstjórn Akureyrar hefir nýlega samþykkt að sameina störf framfærslufulltrúa og heilbrigðis- fulltrúa í eitt embætti. Var það auglýst laust til umsóknar í sum- ar og bárust 11 umsóknir, eins og AlþýðumaSurinn hefir áður skýrt frá. Á fundi bæjarstjórnar síðast- liðinn þriðjudag fór fram kjör manns í starfið úr hópi hinna 11 umsækjenda og var Björn Guð- mundsson, varðstjóri í lögregl- unni, kjörinn lil starfsins með 6 atkvæðum. Rafn Hjaltalín hlaut 5 atkvæði. Úr 64 í 50. Verðfall á lýsi er rúmlega 20% frá því í fyrrasumar, en verð þess tók einnig að lækka í fyrrahaust og hefir fallið mikið í vor og sum- ar. Hefir lýsistonnið lækkaS úr 64 pundum í 50 pund á þessu tímabili. Talið valda kransæða- stíflu. Orsakir lækkunar á lýsinu eru ekki eins Ijósar og orsakir lækk- unar á fiskmjölinu. Einnig hafa lýsistegundir lækkað misjafnlega mikið og hefir hvallýsi t. d. lækk- aS lítið. Líklegasta skýringin á lækkun lýsisins er talin sú, að smj örlíkisgerðir hafa minnkað lýsiskaup verulega, vegna þess aS cholesterol í lýsinu er talið valda kransæðastíflu. Kyrrdhafslðx veiðist í Hinn 1. september síðastliðinn veiddist ókennilegur fiskur í net í Skjálfandafljóti undan Skriðu í Skriðuhverfi. Þóttust menn kenna, að um einhverja laxtegund væri að ræða, og hefir athugun nú leitt í ljós, að hér var um svonefndan hnúðlax eða bleiklax að ræða, en hann er Kyrrrahafsfiskur. Er hald manna, aS hann sé kominn í NorS- ur-Atlantshaf fyrir tilverknað rússneskra klakstöðva. Hefir lax þessa orðið vart á seinustu árum við Norður-Noreg, og hér hefir hann veiðzt á fjórum stöðum í sumar: í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Héraðsvötnum og Skjálfanda. Sunnanátt og brennisteinsdaunn SíðastliSna viku var ríkjandi sunnanátt um allt land, þurrt veður flesta daga norðanlands og suma þurrkur, en úrfelli sunnan- lands. Suma dagana hefir vindur verið allhvass. Síðustu daga vikunnar bar mjög á brennisteinsfýlu eða daun um margar byggðir hér nyrðra, sérstaklega um Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýslu. Samkvæmt ágizkun jarðfræð- inga og annarra náttúrufróðra manna er hér um daun að ræða sunnan frá Skaftá, en hún er nú óvenjumikil og daunill, að því er Síðu- og Skaftártungumenn herma. Er haldið, að í Vatnajökli vestanverðum sé jarðhitasvæði, er bræði jökulinn og valdi hlaupi í Skaftá, en slíkt fyrirbrigði kom fyrir 1955 og olli þá brennisteins- daun hér nyrðra í sunnanátt. verkum sínum----------." — Gunnar Benediktsson í „Bóndinn í Kreml". „Hlutleysi Islands byggist ó ol- þjóðagrundvelli fagurra orða, en: „Nú er þessi grundvöllur hruninn. A fögrum orðum þjóðaréttar byggir enginn heilvita maður raunhæfa pólitík." — Einar Olgeirsson, 1937. „-------islenzka þjóðin verður og að tryggja sér, ef nokkur kostur er ó, að erlend riki, sem styrkur er að og standa myndu við skuldbindingar sínar, tækju einnig óbyrgð ó sjólf- stæði Islands og vcrðu það, ef ó það yrði róðizt." Einar Olgeirsson, 1938. ,,------að stefna hlutleysisafstöð- unnor hafi beðið clgert skipbrot, að nauðsyn beri til að lcita leiða til að koma ó bandalagi meðal þeirra rikja, sem vilja frið------." -— Gunnar Benediktsson eftir Molotov. „Það er kominn tími til fyrir okk- ur að cthuga það nónar, hvort við ættum ekki að tengjast traustcri böndum við Sovétríkin til varnar sjólfstæði voru, ef til ófriðar kem- — Þjóðviljinn, 1937. „Hið svonefnda hlutleysi er borg- araleg svik og prettir---það þýð- ir raunverulega aðgerðarleysi og undirokun------- — Lenin, 1917. Islendingar mundu ekki telja það eftir sér, þótt hér ó landi yrði skotið ón cllrar miskunnar ef róðstafanir Bandaríkjonna yrðu til þess, að veitt yrði aðstoð í þeirri baróttu, sem hóð er ó austurvígstöðvunum. — Brynjólfur Bjarnason, 1941. (Var einn á „Þingvallafundinum" nú.) Vílhjdímur vorð fimti í þrátttti Pólverjinn Josef Schmidt sigr- aði í þrístökki á Olympíuleikun- um. Stökk hann 16.81, sem er nýtt Olympíumet. — Vilhjálmur Ein- arsson varð fimmti með 16.37 m. stökki í fyrstu umferö. Önnur stökk hans misheppnuöust. ÞaÖ er til dæmis um, hve keppn- in var hörö í þrístökkinu, aö fimm fyrstu mennirnir, þeirra á meðal Vilhjálmur, stukku yfir gamla Olympíumetinu, 16.34, sem Brazilíumaöurinn da Silva setti í Melbourne 1956. Da Silva tók einnig þátt í keppninni nú, en varÖ aðeins 14 í röðinni.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.