Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Blaðsíða 3
land fyrir listmálara; sig blóðlangaði þangað oft, en liann gæti bara ekki hugsað sér að vera þar, — Akur- eyringar væru svo leiðinlegir! Já, náttúrufegurðin er ósvikin, þó að andinn sé ekki reiðubúinn. í vetrarsnjónum fannlivíta er Akureyri hrein og saklaus, eins og Þyrnirós nývöknuð af sínum liundrað ára svefni. Þá er gott að teyga að sér svalt og tœrt loftið og lúta stjörnunum í skini bragandi norðurljósa með tigin og herðabreið fjöll til allra átta, sem minna á tryggðina við sjálfan mann og landið. Og mér verður að fyrirgefast sem heimamanni, þó að ég segi, að hvergi gangi vorið í garð á mýkri skóm né í yndislegri rökkurbláma en stundum liggur yfir bœnum á kvöld- in, þegar vel viðrar í apríl og maí. Þá er Pollurinn lygn, eins og spegill, sem Guð almáttugur hefur fœgt handa sjálfum sér að spegla sig í, og má mikið vera, ef hann rekur ekki í rogastanz, eins og Narkissos hinn gríska forðum. Bœrinn er frægur fyrir garða sína og gróður, og gróðurkyrrðin á sinn þátt í að hlú að hinum andlega gróðri, sem vex í skjólinu. Afturhverfið til upprunans og moldin góða hafa orðið mörgu skáldinu hugleikið efni fyrr og nú. Og á Akureyri er grasið jafngrænt og annars staðar og mjúkt, eins og ástmeyjarfaðmur. En síðsumarið og fyrstu dagar haustsins eru upprisuhátíð andans í þessum bæ. Þegar laufvindarnir taka að blása í hauststillunum og allt, sem grœr, hefur lifað sitt fegursta, en er þó enn ekki sölnað og farið á fjúk. Aldrei er kyrrðin dýpri né litirnir fleiri. Það er rétt, sem Rósberg segir, að: „Rósirnar anga þó aldrei, eins og þann dag, sem þœr falla,“ og með fyrstu haustvindunum mœtti segja mér, að margt Ijóðið hefði orðið til á Akureyri. Og eflaust koma ný Ijóð með nýjum haustum. Fólkið í bœnum er tæpast ónæmara fyrir listinni en fólk í öðrum stöðum. Og þó að það sé almennt ekkert sérstaklega Ijóðelskt, þá er það gott fólk og stendur ekki skáldum sínum fyrir þrifum. Saga þeirra, sem lítt þekkja til, um kuldalega viðmótið, snobbið, hrokann og merkilegheitin er gömul lygi, sem engir trúa aðrir en þeir, sem tyggja ómelt eftir náunganum eða hefur brostið þolinmœði til að kafa eftir hjarta- gullinu, sem víðast hvar má finna, ef vel er leitað. Það er gömul trú og stendur enn í gildi, að listræn stór- virki séu oftar unnin í kyrrþey í vinalegum, litlum stað en með auglýsingaskrumi í fjölmenni og borgarys. Það liefur margur maðurinn gert sitt bezta úti í pró- vinsunni. Akureyri er nógu kyrrlát og nógu fögur til að veita andanum allt í senn: fegurðina, friðinn og nœð- ið, sem hann þráir. Jarðvegur er þar ekki ófrórri en annars staðar fyrir hið andlega sáðkorn, og sagan lief- ur sannað, að frjálsbornir menn í andanum hafa getað átt Akureyri að, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Þó að fá séu skáldin, sem fœðst hafa á staðnum, getur hann þó verið stoltur af því, að margir þjóð- kunnir höfundar hafa dvalizt þar um lengri eða skemmri tíma og átt þar búsetu, og svo er enn. — Matthías ]ochumsson var í senn sálusorgari og and- legt leiðarljós þessa bœjarfélags allan síðari hluta œvi sinnar, þessi síkviki og tröllaukni andi, sem efaðisl í huganum, en átti svo óbifandi trú í hjartanu fram á banadægur, að í augum lians voru tár ungbarnsins þyngri á metaskálunum en hrynjandi vatnsflaumur- inn, sem hann sá falla með reginþunga ofan í gljúfrið austur við Dettifoss. Sigurhæðir minna okkur á hann, og aldrei verður mér gengið svo fram hjá húsinu hans í Fjörunni, að ég minnist þess ekki, að hann kvað þar um hafísinn, og vitanlega trúði hann því þá eins og endranær, að lífið bœri sigurorð af dauðanum. Það eru ekki allir bœir, sem hafa fengið að njóta slíkra skörunga. Og átti ekki Nonni bernsku sína að nokkru leyti inni í Fjöru? Lagði hann ekki þaðan upp út í heiminn, óreyndur ferðalangur, að gera ísland og bæ- inn sinn frœgan í útlöndum? Við Bjarkarstíg situr Davíð Stefánsson og yrkir á sjötugsaldri Ijóð, sem öll þjóðin les úr pennanum, en á Akureyri hefur starfs- dagur hans liðið síðan hann flaug með arnsúg inn í íslenzkan Ijóðheim á sínum svörtu fjöðrum fyrir 43 árum. Og þeir eru fleiri, sem hér yrkja lífræn Ijóð á því herrans ári 1962. Akureyri gleymir þeim ekki, og þeir munu jafnan bera til hennar hlýjar taugar, þó að tíðin verði tvenn og þrenn og tíðin verði ný. Á aldarafmœli bœjarins tekur Alþýðumaðurinn undir við þá og biður ykkur að hlusta með! ALÞÝÐUMAÐURINN 3

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.