Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 4
Maffhías
Jochumsson
f, 1 1/11 1835 að Skógum 1 Þorskafirði. — Búsettur ó Akureyri fró
1887—1920 (dónarór).
Líf og björg á báðar hendur,
blómatún og engi frjó;
síldai'hlaup og sjóbirtingar
silfurglitra lygnan sjó.
Sett er borð, en sægur fugla
syngur hátt, að veitt er nóg.
Leita skip að lægi blíðu,
ljómar vor um ránar skaut,
enginn leit á láði ísa
listum-fegri hafnarbraut;
ekkert hérað haganlegri
höfuðstað sér kaus og hlaut.
AKUREYRI
Heil og blessuð, Akureyri,
Eyfirðinga höfuðból!
Fáar betri friðarstöðvar
fann ég undir skýjastól:
hýran bauðstu börnum mínum
blíðufaðm og líknarskjól.
Þú átt flest, sem friðinn boðar,
fjarðardrottning, mild og holl,
vefur grænum fagurfaðmi
fiskiríkan silfur-„poll“,
en í suðri Súlur háar
sólargeislum prýða koll.
Skrúðaveggur Vaðlaheiðar
vendir að þér betri hlið;
ramlegt fjall með reknar herðar
reisnir gafl við hánorðrið;
út og suður sveitaraðir
sumargrænar taka við.
Hér er mitt á milli tveggja
megin öfga, fjörs og hels:
stöðugt móti illum árum
andar banda fagrahvels,
sælublíðir sumarvindar
sefa reiði frosts og éls.