Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 7

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Síða 7
SVO DREYMI ÞIG Svo dreymi þig um fríðan Eyjafjörð og fagrar bernskustöðvar inni í sveit, því enginn hefir guðs á grænni jörð í geislum sólar — litið fegri reit. En uppi á Bröttuhjalla hóar smalinn og hjörðin kyrrlát þokast framan dalinn. K V í Ð I Hryggur kveð ég káta menn — kvíði geðið lamar; — suma aftur sé ég •— en suma aldrei framar. ÞVÍ EKKI ÞAÐ Flesta kitlar orð í eyra, ef eitthvað mergjað finnst, því vill ekki þjóðin heyra þá, sem ljúga minnst. NAFNLAUST Það, sem ég gefins þegið hef, það eru draumar, meðan ég sef. Það forðabúr er fáum læst, þó fáum hafi draumar rætzt. Flest hef ég unnið fyrir gýg — fyrirgefið mér, ef ég lýg — En það er skrýtnast, að þó er ég enn í þakklætisskuld við guð og menn. Káinn Kristján N. Júlíusson, f. 7/4 1860 á Akureyri. — Ólst þar upp til 1874. HITI Nú hefi ég sögu að segja, og sú er fersk og ný: Hún Guðrún fer að giftast, ef get ég ráðið því. Hún hefir haldið leyndu hve heitt hún elskar mig, en ást mín er til hennar á annað hundrað stig. SÁ RÁÐRÍKI Af langri reynslu lært ég þetta hef, að láta drottin ráða, meðan ég sef. En þegar ég vaki, þá vil ég sjálfur ráða, og þykist geta ráðið fyrir báða. HUGSAÐ HEIM Kæra foldin, kennd við snjó — hvað ég feginn yrði, mætti holdið hvíla í ró heima í Eyjafirði. ALÞYÐUMAÐURINN 7

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.