Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Page 8

Alþýðumaðurinn - 28.08.1962, Page 8
Davíð Stefánsson frá Fagroskógi f. 21/1 1895 að Fagraskógi við Eyjafjörð. — Búsettur á Akureyri frá 1925. SIGLING INN EYJAFJÖRÐ Verja hinn vígða reit varðtröllin klettablá, máttug og mikilleit, Múlinn og Gjögratá. Hljóti um breiða byggð blessun og þakkargjörð allir, sem tröllatryggð taka við Eyjafjörð. Blika sem brennheitt stál björgin og djúpin köld. Bjart var um Austurál oftar en þetta kvöld. Blástur frá bláum hval blandast við fuglaklið, blævakið bylgjuhjal boðar mér drottins frið. Loks eftir langan dag lít ég þig, helga jörð. Seiddur unr sólarlag sigli ég inn Eyjafjörð. Ennþá, á óskastund, opnast mér faðmur hans. Berast um sólgyllt sund söngvar og geisladans. Ástum og eldi skírð óskabörn birtast mér. Hvílíka drottins dýrð dauðlegur maður sér! Allt ber hér sama svip; söm er hin gamla jörð. Hægara skaltu, skip, skríða inn Eyjafjörð.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.