Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 21.01.1964, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 21.01.1964, Blaðsíða 5
Hsstaréttardímur genginn i Allir ákærðu sakfelldir - nema meint sök eins talin fyrnd Haukur Hvannberg hlaut fangelsisdóm og gert aS skila nær 9 millj. kr., er hann reyndist hafa dregið sér. Jóhann Gunnar Stefónsson, Helgi Þorsteinsson, Ástþór Matthíasson, Karvel Ögmundsson og Jakob Frímannsson voru allir dæmdir í fjórsektir að við- lögðu varðhaldi, ef þær væru ekki greiddar innan 4 vikna fró uppkvaðningu dóms. Hinn 14. rles. s.l. kvað Hæsti- réttur upp dóra í hinu svonefnda Olíumáli. er ákæruvaldið höfðaði gegn Hauki Hvannberg, Jóhanni Gunnari Steíánssyni, Helga Þor- steinssyni, Astþór Matthíassyni, Karvel Ogmundssyni, Jakobi Frí- mannssyni, Vilhjálmi Þór, Olíu- félaginu h.í. og Hinu íslenzka steinolíuhlutalélagi. Ákærurnar greindust aðallega í 4 þætti: /j'bdrátt Hauks Hvann- bergs, ólöqlegan innflutning tveggja nefndra fyrirtækja, gjald- eyrissvik og bókhaldsbrot. Voru allir hinna ákærðu fundn- ir sekir og dæmdir af Hæstarétti, eins og fyrr getur — nema Vil- hjálmur Þór. Meint sök hans var talin fyrnd. Hauki Hvannherg var gefið að sök að hafa dregið sér frá Olíu- félaginu og H.Í.S. kr. 65.565.50 í ísl. kr., 131.773.55 í dollurum og 11.079 í sterlingspundum, en þetta gerir alls umreiknað í ísl. kr. við núverandi gengi um 9 millj. kr. Fyrirtækin, framkvæmdarstjór- ar þeirra og stjórnendur voru ákærð fyrir að hafa flutt inn mik- ið magn af vörum, en greint varn- arliðið ranglega viðtakanda þeirra. Hæstiréttur fann Hauk Hvannberg sekan fyrir vísvitandi misferli í sambandi við þennan innflutning, en stjórn fyrirtækj- anna sakfelldi rétturinn fyrir skort á eftirliti með rekstri félaganna, þar eð hinn ólöglegi innflutningur fór fram að staðaldri um langan tíma. Sama gilti um brot varðandi gjaldeyrisskil og gjaldeyrismis- notkun fyrirtækjanna aðallega undir framkvæmdarstjórn Hauks Hvannbergs, svo og bókhaldsbrot vegna viðskipta Olíufélagsins og HÍS. Gjaldeyrisbrotin voru þessi: 1) Vanrækt var að skýra gjald- eyrisyfirvöldunum frá gjald- eyristekjum Olíufélagsins færðum á reikning félagsins nr. 6079 hjá Esso Export Corporation, New York frá júní 1955—-júní 1959 alls kr. 12.678.171.51 dollara (rúml. 500 millj. kr. nú). 2) Vanrækt var að skýra gjald- eyrisyfirvöldunum frá tekjum HÍS, sem færðar voru á við- skiptareikning félagsins nr. 4137 hjá Esso Export Corp- oration á árunum 1952— 1958 og þannig eigi staðið skil á gjaldeyristekjum að fjárhæð 409.748.10 dollurum (nær 18 millj. kr.). 3) Vanrækt var að skýra gjald- eyrisyfirvöldunum frá tekjum HIS af olíusölum til erlendra skipa hérlendis og af umboðs- launum vegna olíusölu til ísl. skipa erlendis, færð til tekna á viðskiptareikning félagsins hjá The British Mexican Petr- oleum Company., Ltd., Lond- on, alls um 17.325-01-10 sterl- ingspund. Einnig tekjur af sama fært á viðskiptareikning félagsins hjá Esso Export Ltd., London frá 1. sept. 1954 til ársloka 1958 að fjárhæð 7.544-08-07 sterlingspund. 4) Vanrækt var að standa gjald- eyrisyfirvöldunum skil á 4.140-03-05 sterlingspundum af þeim tekjum, er HIS hafði af benzínsölu til erlendra flug- félaga á árunum 1954—1958 og færðar voru á viðskipta- reikning félagsins hjá Esso Petroleum Company Ltd., London.'"') Ein af ákærum ákæruvaldsins í olíumálinu var sú, að Haukur Hvannberg, Jóhann Gunnar Stef- ánsson og Vilhjálmur Þór hefðu án leyfis Gjaldeyrisyfirvaldanna notað um 145.000 dollara af inn- stæðufé Olíufélagsins á reikningi þess nr. 6078 hjá Esso Export Corporation, New York, til vöru- kaupa fyrir Samband ísl. sam- *) Ekki svo slæmt fyrir stjórn fyrir- tækjanna að sleppa með fjársekt fyrir eftirlitsleysi eitt á þessu. (Athugasemd vor. Alþm.). 5 vinnufélaga. Um þetta segir svo í forsendum dóms Hæstaréttar: 1. Vilhjálmur Þór. Að fyrirlagi ákærða Vilhjálms ritaði ákærði Jóhann Gunnar Esso Export Corporation í New York hinn 16. sept. 1954 og lagði fyrir, að greiða skyldi $145.000.00 úr reikningi Olíufélagsins h.f. nr. 6078 inn á reikning þess hjá Sam- bandi íslenzkra samvinnufélaga í New York. Hagnýtti Samband ísl. samvinnufélaga sér fé þetta til vörukaupa og endurgreiddi Olíu- félaginu h.f. féð í þrennu lagi á árinu 1956, svo sem nánar er rak- ið í héraðsdómi. Ákærði Vil- hjálmur hafði ekki leyfi gjaldeyr- isyfirvalda til ráðstöfunar þess- arar, og varðaði hún við 4. shr. 11. gr. laga nr. 88 1953. Eins og fyrr hefur verið getið, gekk ákærði Vilhjálmur úr stjórn Olíu- félagsins h.f. um áramótin 1954 og 1955 og lét þá af störfum hjá félaginu. Ber að telja fyrningar- frest sakar hans frá þeim tíma, og þar sem refsing hefði ekki orðið hærri en fésektir, var sök fyrnd samkvæmt lögjöfnun frá 1. tl. 81. gr. laga nr. 19 1940 um áramótin 1956 og 1957. Ber því að sýkna hann af framangreindri ákæru. 2. Ákœrði Jóhann Gunnar Stefánsson. Hér verður ekki fleira rakið af ákærum á hendur hinum ákærðu, en dómsorð Hæstaréttar voru þessi: „Ákærði Vilhjálmur Þór á að vera sýkn af kröfum ákæruvalds- ins í máli þessu. Ákvæði héraðsdóms um refs- ingu ákærða Hauks Hvannbergs á að vera óraskað. (Héraðsdómur dæmdi Hauk til fangelsisvistar í 4 ár). Ákærði Jóhann Gunnar Stefáns- son greiði kr. 200.000.00 sekt til ríkissjóðs, og komi varðhald 9 mánuði í stað sektar, ef hún verð- ur ekki greidd áður en liðnar eru 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði Helgi Þorsteinsson greiði kr. 100.000.00 sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald 9 mánuði í stað sektar, ef hún verður ekki greidd áður en liðnar eru 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærði Helgi Þorsteinsson greiði kr. 100.000.00 sekt til ríkis- sjóðs, og komi varðhald 5 mán- uði í stað sektar, ef hún greiðist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærðu Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ogmundsson greiði hver kr. 75.000.00 sekt til ríkissjóðs og komi varðhald 4 mánuði í stað sektar hvers þeirra, ef hún greið- ist ekki innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákvæði héraðsdóms um upp- töku fjárhæða staðfestast. (í hér- aðsdómi hafði stjórn Olíufélagsins f. h. félagsins verið dæmd til að greiða í ríkissjóð kr. 29.240.00 ásamt vöxtum og stjórn Hins ís- lenzka steinolíuhlutafélags f. h. félagsins kr. 251.586.00 ásamt vöxtum.“ Ákærði Haukur Hvannberg greiði Hinu íslenzka steinolíu- hlutafélagi h.f. kr. 65.566.50, $131.733.55 og £11.079.-11-8 ásamt 7% ársvöxtum af hverri upphæð frá 9. marz 1962 til greiðsludags. Málsvarnarlaun verjanda á- kærða Vilhjálms Þór í héraði og fyrir Hæstarétti, Sveinbjörns J ónssonar, hæstaréttarlögmanns, kr. 50.000.00 greiðist úr ríkis- sj óði. Ákærði Haukur Hvannberg greiði málsvarnarlaun verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Benedikts Sigurj ónssonar, hæsta- réttarlögmanns, kr. 130.000.00. Ákærðu Jóliann Gunnar Stef- ánsson, Helgi Þorsteinsson, Ást- þór Matthíasson, Jakob Frímanns- son og Karvel Ögmundsson, greiði óskipt málsvarnarlaun verjanda síns í héraði og fyrir Hæstarétti, Guðmundar Ásmunds- sonar, hæstaréttarlögmanns, kr. 100.000.00. Allan annan sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun í héraði Ragnars Jónssonar, hæstaréttar- lögmanns, kr. 80.000.00 og sak- sóknarlaun fyrir Hæstarétti til rík- issjóðs kr. 100.000.00 greiði ákærði Haukur Hvannberg að 7/10 hlutum og ákærðu Jóhann Gunnar Stefánsson, Helgi Þor- steinsson, Ástþór Matthíasson, Jakob Frímannsson og Karvel Ögmundsson óskipt að 3/10“. Svo sem í héraðsdómi greinir, fór ákærði Jóhann Gunnar með fyrirsvar í Olíufélaginu h.f. fram til þess, er rannsókn hófst á hend- ur honum í máli þessu. Ráðstöfun sú, sem hér ræðir um, var einn þáttur í framhaldandi gjaldeyris- vanskilum af hendi félagsins. Er sök hans því ekki fyrnd. Varðar hrot hans við þau refsiákvæði, sem í ákæruskjali greinir. 3. Ákœrði Haukur Hvannberg. Ákærði Haukur Hvannberg stóð ekkj upphaflega að umræddri gjaldeyrisráðstöfun, en honum varð um hana kunnugt árið 1955. Reit hann þá gjaldeyriseftirlitinu bréf, dags. 28. okt. 1955, þar sem rangt er skýrt frá um gjaldeyri þennan. Eftir að gj aldeyririnn hafði verið endurgreiddur Olíu- félaginu h.f., gerði ákærði Haukur gjaldeyriseftirlitinu skil með bréfi, dags. 25. febr. 1957. Fram- angreind röng frásögn í bréfi til gjaldeyrisyfirvalda, dags. 28. okt. 1955 varðar ákærða Hauk við 147. gr. laga nr. 19 1940 sbr. 118. gr. laga nr. 82 1961, og vanræksla hans um gj aldeyrisskil varðar við þau önnur ákvæði, sem í ákæru- skjali greinir. Stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavíkur hófst kl. 13.00 þ. 25. nóv. s.l. og lauk kl. 22.00 12. þ. m. Kosið var um tvo lista. A-lista borinn fram af trúnaðarmanna- ráði félagsins og B-lista borinn fram af Sigurði Breiðfjörð Þor- steinssyni o. fl. Atkvæði greiddu 1074 félags- menn og urðu úrslit þau, að A- listi hlaut 668 atkv. og alla menn kjörna, B-listi hlaut 385 atkv. 15 seðlar voru auðir og 6 ógildir. Kjörnir voru í stjórn fyrir árið 1964, en hún má heita óbreytt frá fyrra ári: Form. Jón Sigurðsson. Vara- form. Sigfús Bjamason. Ritari Pétur Sigurðsson. Gjaldkeri Hilm- ar Jónsson. Varagj.keri Kristján Jóhannsson. Meðstj órnendur Pét- ur Thorarensen og Karl E. Karls- son. Á s.l. ári fór stjórnarkosning sem hér segir: 1110 félagsmenn greiddu at- kvæði. A-listi, að mestu skipaður sömu mönnum og nú, hlaut 698 atkv. B-listi 399. 13 seðlar voru auðir og ógildir. í Sjómannafélagi Akureyrar, inajélopi Reykjavíhur þar sem kommúnistar ráða lögum og lofum, er hins vegar aldrei hafður sá háttur á, að stjórnar- kj ör standi vikum saman, og hyllzt til þess að lauma á fundi, þegar starfandi sj ómenn eru ekki í höfn. Þegar Þjóðviljinn er þannig að brigzla S.R. um stjórn „fasts landhers,“ er hann fyrst og fremst að berja Tryggva Helgason, form. Sjómannafélags Akureyrar, fyrir „landhersstjórn“ hans á því. FRÁ TÓNLISTARFÉLAGI AKUREYRAR Söngkonan Betty Allen, sem ætlaði að syngja hér í bæ laugar- daginn 11. jan. s.L, en komst hing- að ekki vegna óveðurs og varð að hverfa aftur vestur um haf, fer í söngför til Norðurlanda um n.k. mánaðamót og hyggst þá koma hér við í þeirri för, bakaleið, og ljúka lofuðum konsert um miðjan fehrúar. Tónlistarfélagið biður þá, sem fengu miða að fyrirhuguðum kon- sert 11. jan., að geyma þá, unz konsert söngkonunnar verður nánar auglýstur í febrúar.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.