Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 1
ALÞYÐU MADURINN ARG. 1. TBL. YR\, FIMMTUDAGUR 14. JAN. 1965 Fjár hagsdcetlun hœjar- sjáðs Akureyrar afareídd Niðurstöðntölur 74.513.50» kr. I tsvör 45.167.500 kr. Á þriðjudag sl. fór fram í bæjarstjórn Akureyrar síðari umræða um fjárhagsáætlun bæj- arsjóðs Akureyrarbæjar. Nokkrar breytingartillögur höfðu kornið fram frá bæjar- fulltrúum, sumt nýir liðir. Aðal- breytingar, sem urðu á áætlun- inni við umræðurnar voru þær, að framlag úr Jöfnunarsjóði sveilarfélaga hækkaði um 600 þús. kr. og framlag bæjarins til Almannatrygginga og atvinnu- leysistrygginga lækkaði saman- lagt um 500 þús. kr. Á móti þessu kom nýr liður, framlag til skólagarða og ungl- ingavinnu, 150 þús. kr., framlag til skíðalyftu var hækkað um 100 þús. kr., styrkur til barna- heimilis IOGT að Böggvistöðum 49 þús. kr. og til Sjóferðafélags Akureyrar 10 þús. kr. Við ofangreindar breytingar lækkaði áætlun útsvara um 900 þús. kr. og verður 45.167.500 kr. Er sú upphæð um 22.5% hærri en samsvarandi útsvarsá- ætlun síðasta árs. Framhald á bls. 2. Ténshóli Shogafjarðor seltur Sauðárkróki, 6. jan. Jól og áramót liðu hjá með svipuðum hætti og vant er. Á aðfangadag fóru jólasveinar um bæinn með sleða í eftirdragi og útbýttu gjöfum til barna, mun það ekki hafa gerzl hér fyrr. Skemmtanalífið hefur verið í fullum gangi; dansleikir tíðir bæði hér í félagsheimilinu Bif- röst og eins úti um sveitirnar. Leikfélagið hafði þrjár sýn- ingar á Gullna hliðinu milli jóla og nýárs fyrir fullu húsi og sunnudaginn 2. janúar var sýn- ing á Blönduósi. Ljósaskreytingar utan á íbúð- arhúsum og á trjám í görðum voru meiri en nokkru sinni fyrr en liins vegar mikið minna um götuskreytingar en áður, hvort sem þar mun hafa ráðið ein- hver efnishyggja eða eitthvað annað. M.ið árle'ga barnaball kvenfé- lagsins var haldið á Þrettándan- um. Komu þar saman öll börn og ungmenni bæjarins og undu við leiki, dans og söng frá hádegi til miðnættis. Einníg koma þar margir fullorðnir og allir með- taka þar skemmtun og veitingar að vild sinn.i, sér að kostnaðar- lausu. Fyrirhugað er að hafa álfa- dans og brennu laugardaginn 9. janúar. Er það á vegum Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra og lam- aðra. Mun Karlakór Sauðár- króks aðstoða, en söngstjóri hans er Ogmundur Svavarsson. Þriðjudaginn 5. janúar gerð- ist hér sá merkisatbuvður, að settur var Tónlistarskóli Skaga- fjarðar í fyrsta sinni. Aðalfor- göngumaður að stofnun skólans hefur verið Eyþór Stefánsson tónskáld, og er hann skóla- stjóri. Aðalkennari er frú Eva Snæbjörnsdóttir og hefur hún hlotið menntun sina við Tónlist arskólann í Reykjavík. Að baki skólanum stendur Tónlistarfélag Skagafjarðar, sem stofnað var sl. haust. Hefur það hlotið góðar undirtektir hjá hér Framhald á bls. 2. Ávnrp frii framjinemdanefnil DnviWsis Undanfarið hefur verið mikið rætt um kaup á húsi Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, svo að það mætt,i verða geymt sem minjasafn um skáldið. Hópur áhugamanna um kaupin hefur kosið framkvæmdanefnd til að annast það mál, og hefur Stúdenta- félagið á Akureyri einnig lieitið málinu fylgi sínu og valið fulltrúa í nefndina. Nefnd- in kallaði fréttamenn blaða á fund sinn og hafði Þórarinn Björnsson, skólameistari, formaður nefndarinnar, orð fyrir henni. Skýrði hann frá undirbúningi málsins og hét á liðsinni blaðanna. Afhenti hann þeim eftirfarandi ávarp til almennings um fjár- söfnun. Þess er að vænta, að hinir mörgu aðdáendur skáldsins taki vel undir fjár- söfnunina, svo að húsið megi varðveitast sem þjóðargjöf. ‘ . ^Tr, If' Á V A R P — Að Bjarkarstíg 6 á Akureyri stendur hús Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hús þetta lét Davíð sjálfur reisa og bjó þar einn meira en tvo áralug.i. Húsið með öllu, sem í því er, minnir á Davíð einan. Ifver hlulur geymir brot af hugsun hans og srnekk. Hér kvað hann ýmis fegurstu ljóð sín, og segja má, að sjálf þögn hússins sé eitt af ljóðum skáldsins. Þegar við andlát Davíðs var um það rætt, að heimili jijóðskáldsins yrði að varð- veita eins og hann skikli við það í hinzta sinn. Tækifærið var einstakl til þess að geyma minningu andlegs höfðingja og mikils Islendings. Allir virlust sammála. Aðeins Jiurfti einhverja til að hefjast handa. Nú hefur Akureyrarbær riðið myndarlega á vaðið með jrví að kaupa hið dýrmæta bókasafn skáldsins. Erfingjar hafa gefið húsmuni Davíðs og listmuni. Eflir er liúsið eitt, og virðist einsætt, að hér komi til hlutur |ijóðarinnar allrar. Davíð var meira en Akureyringur eða Eyfirðingur. Hann var Islendingur, jijóðskáldið, sem langa ævi naut meiri ástsældar en flest, ef ekki öll íslenzk skáld fyrr og síðar. List hans stóð djúpum rótum í íslenzkri Jijóðmenningu og Jijóðarsál. Hér er Jiað einmitt Jijóðarinnar allrar að sýna þakklæli í verki og ræklarsemi. Á jiví vaxa allir. Áhugamenn á Akureyri, ásamt Stúdentafélaginu á Akureyri, hafa tekið höndum saman um að efna til samskota með Jrjóðinni til kaupa á húsi Davíðs. Vér treystum því, að þeim mörgu Islendingum, víðs vegar um land, sem sótt hafa yndi í ljóð Dav- íðs Stefánssonar á liðnum árum, sé það Ijúft að gjalda svo skuld sína við skáldið, að þeir leggi eitthvað af mörkum, til þess að heimili Davíðs frá Fagraskógi megi varð- veitast sem eitt af véum íslenzkrar menningar. Dagblöðin í Reykjavík sem og önnur blöð i bæjum landsins eru beðin að birta ávarp þetta, og jafnframt er þess vænzL, að þau taki á móti framlögum. Einnig er mælzt til þess við unnendur Davíðs úti um land, í sveit og við sæ, að þeir hafi for- göngu um fjársöfnun, og geta Jreir snúið sér til einhvers úr framkvæmdanefnd og feng- ið senda söfnunarlista. —- Gjaldkeri söfnunarinnar er Haraldur Sigurðsson, Útvegs- bankanum, Akureyri, pósthólf 112. I framkvæmdanefnd: Þórarinn Björnsson. Brynjólfur Sveinsson, Guðmundur Karl Pétursson, Sigurður 0. Björnsson, Sverrir Pálsson, Freyja Eiríksdóttir, Ragnheiður Árnadóttir, Aðalgeir Pálsson, Haraldur Sigurðsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.