Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 14.01.1965, Blaðsíða 4
4 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Eysteinn tekur FmtknarM o| Á liðnu ári vafðist það lengi fyrir bæjarfulltrúum Fram- sóknar hér í bæ, hvort þeir ættu að æskja staðsetningar hugs- anlegrar alúmíniumverksmiðju hér við Eyjafjörð. Skýrði Alþm. frá því á sínurn tíma, hve lengi þeir lágu í bæjar- ráði — í félagi við kommúnista — á tillögu Braga Sigur- jónssonar og Árna Jónssonar um þetta efni, þótt þeir að lokum tækju jákvæða afstöðu með henni, en alltaf hefur farið lítið fyrir stuðningi Framsóknarhlaðsins Dags við málið. Því gleðilegra er að lesa eindregna afstöðu Eysteins Jónssonar, formanns Framsóknarfl., með þessu máli í ára- mótagrein hans í Tímanum 31. des. sl. Þar sem blaðið Dagur hefur ekki vakið athygli Eyfirð- inga og annarra Norðlendinga á skoðunum Eysteins Jóns- sonar í þessu máli -— en hann notar mjög hin sömu rök og Alþm. hefur fyrr rakið, en þó enginn sett skýrar fram en Valdimar Kristinsson í grein sinni Þróunarsvæði á íslandi í Fjármálatíðindum í okt. 1963. — Leyfir Alþm. sér að endurprenta hér kafla úr nefndri grein E. J. og þakka hon- um um leið afdráttarlausan stuðning við þetta hagsmuna- mál Norðurlands, en hann segir svo í Tímanum 31. des sl.: „í samhandi við umræður um stóriðju þarf að gera sér grein fyrir því, að Norðurland er nú í verulegri hættu. Sum- part af því, að afli hefur minnkað, en sumpart vegna þess, að á Norðurlandi eru engin hyggðarlög, sem hafa náð þeirri stærð, sem þarf til „að vaxa af sjálfu sér.“ En það er eitt höfuðatriði þessara mála, að þegar hyggðarlög liafa náð vissri stærð, taka þau að vaxa nálega af sjálfu sér, ef svo mætti að orði komast. Þau eru orðin markaðir, sem standa undir iðnaði og þjónustu, og hvað spinnst af öðru. Hjólin taka að snúast. Faxaflóaljyggðin hefur náð þessari stærð, en aðrar Ijyggð- ir ekki — ekki einu sinni á Norðurlandi, og m. a. vegna þess höfum við byggðavandamálið. — Erfiðleikarnir við að breyta þessu eru ekki sízt fólgnir í því, að iðnaðurinn vill vera þar sem markaðurinn er, og þjónústan, þar sem fólkið er fyrir. Helzt er von til að komast upp á örðugasta hjall- an mð nýjum átökum í útflutningsiðnaði á einhverjum stað eða stöðum, eða iðnaði, sem ekki þarf markað í næsta ná- grenni. Nú er manni sagt, að komi til með aluminiumverksmiðju, sé helzt tvennt til um staðsetningu, livað sem raforkuverinu líður, þ. e. við Eyjafjörð eða Faxaflóa. Samkvæmt þessu tel ég, að komi aluminiumverksmiðja ER ÞETTA HEIDARLEGT? Eftir útvarpsumræðurnar fyr- ir jólin skýrði Tíminn svo frá ræðu Emils Jónssonar, í leiðara blaðsins: „Emil Jónsson segist hafa upp götvað það, að bændur séu mestu gróðamenn landsins. Því verði að gera ráðstafanir til að skerða kjör þeirra. Hins vegar liafi stórbraskarar og fjárafla- menn 'höfuðstaðarins það sízt of gott.“ Vér skulum nú líta á, livað Emil sagði. Eftir að hann hafði rakið tölulega niöurgreiðslur og útflutningsuppbætur á landbún- aðarafurðum, segir orðrétt: „Það er ekki óeölilegt, að ýms ,ir séu áhyggjufullir yfir þessari þróun mála, þegar heildarútgjöld ríkisins vegna niöurgreiðslna og útflulningsuppbóta landbúnaðar afurða eru oröin 674 milljónir króna á ári, eða meira en 100 þúsund krónur á hvert einasta býli á landinu að meðaltali, og vörurnar þó seldar neytendum hér fyrir miklu hærra verð en þær eru seldar í nágrannalöndun um. Eg er eklci með þessu að halda því jrarn, að bœndur séu ojhaldnir aj því verði, sern þeir fá jyrir ajurðir sínar, en spurn- ingin er aÖeins sú, hvort þjóðar- búskapur Islendinga þoli þessar miklu niðurgreiðslur og útflutn- ingsuppbætur úr ríkissj óði og tilsvarandi skattheimtu af lands- fólkinu. Þessi landbúnaðarpólitík sem nú er rekin, og það kerfi, sem við hana er bundiö, stenzt ekki mikið lengur. llvað á að koma í staðinn get ég ekki sagt, en hvort sem núverandi stjórn sit- ur lengur eða skemur, eða önn- ur tekur við, hlýtur það að verða verkejni íslenzkrar ríkisstjórnar í mjög náinni jramtíð að finna einhverja raunhœja lausn á þess- um málum, lausn, sem gerir hvort tveggja í senn, tryggir bændunum sœrnilega afkomu og jettur að öðrurn j>áttum þjóðar- búskaparins án þess að ríða þá á slig.“ Menn geta nú borið þetta sam an. Hvergi fellur orð í þá átt, að bændur séu mestu gróðamenn landsins, þvert á móti er bent á, að „þeir séu sízt ofhaldnir því verði, sem þeir fá.“ Hins vegar bendir ráðherrann á, að taka þurfi allt kerfi landbúnaðarpóli- tíkurinnar til athugunar og finna á því raunhæfari lausn. Og hið sama mun víst fleirum nú vera orðið Ijóst. Ekki verður annað ráðið af útvarpsræðu búnaðar- málastjóra upp úr áramótunum, en hann telji þörf á að breyta um í framleiðslugreinum land- búnaðarins, og mundi það ekki vera einn liður í endurskoðun kerfisins, og varla verður Hall- dór Pálsson vændur um fjand- skap í garð bænda. Jafnfjarri sanni eru þau um- mæli blaðsins, að Emil hafi hald ið uppi vörnum fyrir stórgróða- menn Reykjavíkur. En þeir Tímamenn eru fundvísir á að rangfæra orð andstæðinga sinna ef þeir halda sig geta unnið á því fylgi einhverra. Annars er þetta einungis eitt sýnishorn af mála- rekstri Framsóknarmanna, og hvernig þeir skapa sér forsend- ur með rangfærslum, til þess að geta hafið árásir úr því vígi, og treysta á, að lesendurnir sjái ekkert né heyri annað en Tím- ann. Dómur um slíka málsmeðferð getur verið einkenndur með mörgum orðum íslenzkrar tungu, sem naumast eru prent- hæf, en vægasti dómurinn er að hún er ekki heiðarleg. VERÐLAUN TIL LJÓÐSKÁLDA Á gamlársdag voru að venju veitl verðlaun úr Rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins. Að þessu sinni hlutu Ijóðskáldin Hannes Pétursson og Þorsteinn Valdi- marsson 25.000.00 kr. hvor. Kristján Eldjárn, þjóðminja- vörður, sem er formaður sjóðs- ins, afhenti verðlaunin við at- höfn í Þjóðminjasafninu. Hann gat þess í ræðu sinni, að nú heíðu alls 17 rithöfundar hlotið styrk úr sjóðnum. Þetta er ní- unda ár.ið, sem úthlutað er, og oftast hefur verðlaununum verið skipt milli tveggja höfunda eins og nú. Tvisvar hefur þó aðeins einn höfundur hlotið þau og einu sinni þrír. I stofnskrá sjóðsins segir, að styrkurinn sé ætlaður til utanfar- ar, en jafnframt er þess vænzt að styrkþegar láti dagskrá Rík- isútvarpsins njóta góðs af veit- .ingunni, þótt ekki sé það beint skilyrði. 1 stjórn sjóðsins eiga sæti tveir fulltrúar útvarpsins, fulltrúi frá báðum rithöfundafé- lögunum og loks formaður skip- aður af menntamálaráðuneytinu. til, eigi að velja Eyjafjörð og ekki ljá máls á öðru, til að missa ekki tök á málinu. Við Eyjafjörð mundi hygging verk- smiðjunnar hjálpa til að leysa stórfellt þjóðfélagsvanda- mál og væri þá til einhvers að vinna að taka þá áhættu, sem átvinnurekstri erlendra óneitanlega fylgir. Þetta skyldi þó því aðeins gert, að skilmálar séu aðgengilegir einnig að öðru leyti, og vel frá öllu gengið. Auðvitað verða menn að vera við því húnir, að þjóðfé- lagið verði að taka á sig í einhverju formi einhvern kostn- að í þessu sambandi, enda verður hyggðavandamálið aldrei leyst, ef peningasjónarmiðið eitt verður alltaf látið ráða öllu. Með þessu yrði Eyjaíjarðarbyggðinni lyft verulega áleið- is að því marki, „að fara að vaxa af sjálfu sér.“ Og þetta mundi ekki draga hust úr nefi annarra á Norðurlandi né annars staðar, því í þessu tilliti er eins brauð annars brauð. Allt Norðurland mundi vaxa og hafa ávinning af aukitmi hyggð við Eyjafjörð, sem yrði markaðúr, þjónustusvæði, menningarmiðstöð í vaxandi mæli og stórvaxandi aflstöð í lífinu tiorðanlands. Efling Eyjafjarðarhyggðarinnar yrði stórfelld lyftistöng Norðurlands og landsins alls. Alll þjóðlífið verður fegurra, skennntilegra, menning- arlegra og þróttmeira, þegar upp rísa fleiri horgir og hæ- ir en höfuðhorgin ein, og milli þeirra má ferðast. um fag- urt land og blómlegar sveitir og kauptún, en sveitabyggð- irnar eflast hezt með því að styðjast við vaxandi þéttbýlis- svæði sent víðast. En þetta sækist seint, ef aldrei er hafizt handa svo um munar, og ég tala nú ekki um ef tækifæri eru látin ganga úr greipum af því engu megi til kosta. Enginn metingur má hér komast að, né nokkurt hik vegna ótta eins við viðgang annars. Nái slíkl tökum á mönnum, verður ekki við hjargað og skynsamlegum ráðstöfunum aldr- e: við komið. í þessu samhandi verður að hafa það ríkt í huga, að ekki verður allt gert í einu alls slaðar og má skihi- ingur manna ekki dofna við það.“

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.