Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.01.1965, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 28.01.1965, Qupperneq 1
ALÞÝÐU M AO . ÁRG. 3. TBL. N N Einn mesti stjérnmdlasliör- ungur oldorinnnr lótinn EYRI FIMMTUDAGUR 28. JAN. 1965 Sir Winston Churchill A sunnuciagsmorgun var til- kynnt, að stjórnmálaskörungur- > Mikil aðsókn Kefur verið að sýntngum Leikféiagsins ó Munkunum ó Möðruvöll- um. Hér sjóst Þórey A3al- sfeinsdófíir og Olafur Ax- elsson í hlutverkum sínum. (Ljósm. E. Sigurgeirs.) Munkarnir d Möðruvöllum Eins og þegar lteíur veriö get- ið í Llaðinu, hafði Leikfélag Akureyrar hátíðasýningu á Munkunum á Möðruvöllum eft- ir Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi sl. fimmtudag, á sjötugs- afmæli skáldsins. Hófst sýning- in með því að Þórarinn Björns- son, skólameistari, flutti hið snjalla ávarp, sem birtist í síð- asta blaði. Það er í mikið ráðist, að sýna leikrit eins og Munkana. Frá höfundarins hendi er leikritið að ýmsu leyti betur sniðið fyrir lestur en. sýningu, samtöl oft nokkuð þunglamaleg og tilsvör langorð. Ekki verður leikritið léttara við það, að það fer r raun réttri fram tveimur sögum. Annars vegar er hinn sögulegi bakgrunnur, sem um leið verður árás á klausturlífið og kirkj- una í heild, og hins vegar mann- legi þátturinn, baráttan fyri'r frelsi mannsins og raunar bar- áltan milli hins illa og góða, sem vissulega hefur vakað ríkar fyrir höfundi en kirkjuádeilan, þótt bruni Möðruvallaklausturs 1316 hafi gefið honum kveikj- una lil leiksins. Að svo hafi verið má að nokkru leyti sjá á því hlutverki, sem hann fær hin- urn lesandi og skrifandi munk- um, sern táknmyndum þess, sem klauslurlífið átti bezt, og sýnir menningarþátt þeirra í íslenzku þjóðlífi. Allra skýrast kemur tvíeðli leiksins fram í síðasta þætti, þar sem annars vegar fer fram uppgjörið milli Oltars og Príorsins, en hins vegar drykkju læti og hófleysi munkanna. Þar er vandsiglt að fella svo vel sam- an að ekki verði brotalöm á. En þótt efni leiksins skapi erfiðleika, þá má ekki gleyma því, að fjöldi persónanna, svo og viðamikill búnaður í klæða- burði og leiksviði er í senn kostn aðarsamt og skapar mikið starf. Það verður því að teljast full- komið þrekvirki af Leikfélag- inu að ráðast í þessa sýningu, og er vitnisburður þess, að fé- lagið hefur vilja og þrótt til að láta til sin taka svo um muni. Um sýninguna verður það í stytztu máli sagt, að hún tókst vel, svo að naumast yrði betur á kosið, þegar litið er á aðstæð- ur allar. Þótt margir hafi þar vitanlega lagl hönd að verki, verður þó mest að þakka leik- stjóranum, Ágústi Kvaran, hversu vel hefur til tekizt. Eftir að hafa séð þessa sýningu, verð- ur erfitt að hugsa sér Munkana sýnda á annan hált. Leikstjórinn hefur greinilega lifað sig inn i anda ieiksins eftir því sem frarn- ast er unnt, og með styrkri hendi mótað meðferð leikendanna á honum, svo að þar er hvergi brotalöm á, þótt vitanlega sé munur á meðferð einstakra hlut verka, enda margt nýliða og ó- vanra leikenda. Það er grunur minn, að Kvaran hafi aldrei tek izt belur leikstjórn, og óvíst að hann hafi liaft erfiðara viðfangs efni með hönclum á því sviði. Kom það hvergi betur fram en í síðasta þættinum þar sem átök- in eru hörðust. Sviðsetning og hinn tvíþælti leikur þar er með fullum ágætum. Aðalhlutverkið, Príórinn á Möðruvöllum, leikur Jóhann Ög mundsson. Jóhann er að vísu vanur á leiksviði, en oft hefur meðferð hans á hlutverkum sætt gagnrýni. Að þessu sinni hefur honum tekizt að skapa jrersónu, Frcimhald á bls. 4. minnst um allan heim inn brezki, Winston Churchill, hefði látist þá um morguninn. Þótt þessi fregn kæmi fáum á óvart hér á landi, vegna sjúk- dómslegu öldungsins að undan- íörnu, setti menn hljóða við fregnina, það var sem einhver þeim nákominn hefði brottkall- ast á þessari stundu. Þannig urðu viðbrögð manna um allan heim, hann var leið- togi þjóða, hann var frelsistákn þeirra á örlagatímum og hann hafði bein og afgerandi áhrif á sögu flestra þeirra. Vegna ein stæðs baráttuþreks, hugrekkis og skarpskyggni, var hann mað- urinn, sem einna mestan þátt álti i því að stöðva og síðar yfir- buga framrás Hitlers-Þýzkalands í heimstyrjöldinni síðari. Sagan mun nú geyma minning una um manninn, sem á einum mestu niðurlægingartímum í sögu mannkynsins stóð sem ein- ingartákn bandamanna að hruni nazismans. Þegar fregnin um lát Churc- hills barst um Bretland, var kirkjuklukkum hringt og fánar dregnir í hálfa stöng um allt landið, — þjóðin syrgði mik- ilmenni. Þess eru fá dæmi að nokkur einstakur maður hafi notið slíkra vinsælda sem hann í heimalandi sínu, það eitt, að hafa átt sæli í Neðri málstofu þingsins um 64 ára skeið, segir aðeins hluta þeirrar sögu. Hvar sem hann fór, var honum fagn- að sem syni eða föður. Forysta hans var ótvíræð, með honum er hniginn einn svipmesti og fjölhæfasti stjórnmálamaður þessarar aldar. Útför Chuchills fer fram nk. laugardag frá St. Pauls dóm- kirkjunni í London, eftir að lík- ið hefur legið á viðhafnarbörum i Weslininster Hall í þrjá daga. Útförin verður gerð á kostn- að ríkisins, en sá sómi hefur að- eins verið sýndur tveim stjórn- málamönnum áður. Bodsferð til ftolíu Einn Akureyringur, Steinberg Ingólfsson, jórn- smiður, þótffakandi í förinni Sex íslendingar eiga þess kost að dvelja sex mánuði við nám og störf á Ílalíu sér að kostnað- arlausu nú á næstunni. Fara væntanlega suður þang- að þrír málmiðnaðarmenn og þrír úr stétt framreiðslu- og mal reiðslumanna. Forsaga þessa máls er sú, að Evrópuráðið bauð Islendingum að senda sex málmiðnaðarmenn til sex mánaða ókeypis náms í M.J. REYKJAFOSS SELDURIII GRIKKLAHDS M.s. Reykjafoss, elzta skip h.f. Eimskipafélags íslands, hefur nú verið seldur til Grikklands. —■ Skipið er þessa dagana í þurr- kví í Hamborg og mun verða af hent hinum nýju eigendum þar í byrjun næsla mánaðar. M.s. Ileykjafoss er smíðaður í Taranto á Ílalíu árið 1947 og hefur verið í eigu Eimskipafé- lagsins frá því ár.ið 1951. EÍLir að m.s. Reykjafoss lief- ur verið seldur, er m.s. Goða- foss elzta skip Eimskipafélags- ins, smíðaður árið 1948. Eins og áður hefur komið fram í fréttum á Eimskipafélag- ið nú tvö skip í smíðum í Ála- borg í Danmörku, og mun fyrra skipið hlaupa af stokkunum hinn 11. febrúar og verður af- hent félaginu í maí n.k., en liið síðara verður afhent félaginu um næslu áramót. Napoli á Ítalíu. Var ætlunin að námið miðaðist við það, að mennirnir gætu síðan tekið við kennslu á iðnskólaverkstæðum, þar sem iðnnemum væri kennd verkleg fræði. Iðnfræðslan hér á landi fer hins vegar að verulegu leyti fram undir handarjaðri meistara, en ekki á skólaverkstæðum, þótt vísir sé komin að þeirri starf- semi. Þetta mun meginorsök þess að ekki bárust nema þrjár um- sóknir frá málmiðnaðarmönn- um. Iðnskólinn á Akureyri hafði milligöngu um, að einum akureyrskum járniðnaðarmanni var boðið í þessa námsdvöl, en það er Steinberg Ingólfsson, járnsmiður í Vélsmiðjunni Val, og mun hann halda utan innan skamms. Þá bauðst Evrópuráðið til að kosta þrjá íslendinga úr stétt framreiðslu- og matreiðslu- manna til náms um sex mánaða skeið í Napoli. Ferðir og uppi- hald verður greitt fyrir þá, sem jiessa för fara, og ennfremur munu þeir fá dagpeninga. Leiöari: Mólið er ekki svona einfalt |HH ■ fi

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.