Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 28.01.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 28.01.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIDSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Mdliðerehhjsvonaeinfalt Vikublaðið Dagur birti nýverið viðtal við Gunnar Guð- bjartsson, formann Stéttarfeambands bænda, þar sem hann gerir að umtalsefni verðlagsmál landbúnaðarius og niður- greiðslur á verði landbúnaðarvara og útflutningsbætur. Formaðurinn hefur mál sitt með þessum orðum: „Eg vil fyrst taka það fram, að ég tel, að niðurgreiðslur séu ekki inntar af hendi vegna bænda, heldur til að halda niðri verð- lugi í landiriu, þar á meðal kaupgjaldi sem atvinnuvegirnir greiða.“ Oft sér almeimingur svo þveröfugri staðhæfingu haldið fram, að niðurgreiðslur séu eingöngu vegna bænda. En hvor- ugt er rétt, ástæðan fyrir henni og álnif hennar á efnahags- iífið er margþættara en svo, að hún verði afgreidd á jafn- einfaldan hátt og formaður Stéttarsambandsins gerir eða þá hin staðhæfingin, að allt sé fyrir bændur gert. Það liggur í augum uppi, að væri landbúnaðarvara hér- lendis ekki greidd niður, en kaupi haldið í hæfi við kaup- greiðslugetu aðalútflutningsatvinnuvegar vors, sjávarútveg- inn, og bændur fengju forsvaranleg lífsskilyrði við búskap- inn, þá yrðu búvörur að seljasl svo háu verði, að markað- ur drægist verulega saman. Þelta mundi síðar kalla á sam- drált í búskapnum og fólksflutningar nmndu enn aukast úr sveitunum, fleiri jarðir fara í eyði. Enginn getur þannig sagt, og allra sízt formaður Stéttar- sambands bænda, sem krefjast verður af almennrar yfirsýn- ar, að niðurgreiðslur séu alls ekki inutar af hendi vegna bænda, þótt hitt sé jafnfráleitt, að þeirra hagsmunir ráði þar einir um. Þjóðfélagslega séð hlýtur það að vera mikilsvert, að hér sé rekinn blómlegur landbúnaður og undirstaða þess er, að menn njóti þar sambærilegra lífskjara við aðrar stéttir þjóðfélagsins. Urlausnarefnið er, hvernig svo skuli vera, svo að ekki sé gengið um of á hlut annarra og ekki ýtt und- ir óheppilega og óeðlilega fjárfestingu og vinnuaflsfest- ingu, svo sem margir telja gert, þegar dauðahaldi er hald- ið í búskap á afdalajörðum og sótt með harðfylgi að leggja þangað síma, rafmagn og vegi, auk þess að byggja þar upp og rækta, þegar jafngolL og belra fengist við nýbýlagerð í meira þéttbýli. Þá telja margir, að útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur, sem eigi þurfa fyrir innanlandsneyzl- una, kalli á ofvöxt framleiðslunnar, og hindri skynsamlega skipulagningu í þessum málum. En eins og það liggur í augum uppi, að niðurgreiðslur landbúnaðarvara eru bændastéttinni til hagsbóta, jafnljóst er það, að þær auðvelda neytendum að fá þessar vörur á viðráðanlegu verði og gera þeim kleift að njóta þeirra í svo ríflegum mæli, að Islendingar eru meiri kjöt- og mjólkur- neyzluþjóð en margir telja heilsufarslega séð skynsamlegt. Einmitt vegna þessarar miklu neyzlu á landbúnaðarvör- Leikhús Akureyrar Þegar vér Akureyringar kom- urn í hið gamla samkomuhús vort, getur ekki hjá því íarið, að vér gerum nokkurn saman- burð á því og þeim samkomu- húsum, sem nú rísa upp hvar- vetna á landinu, í sveitum, kaup- stöðurn og kauptúnum, og á ég þar við hin nýju félagsheimili, og sá samanburður verður ekki hagstæður okkur. Þegar Sam- komuhúsið var reist fyrir meira en hálfri öld, var það stærsta og veglegasta samkomuhús lands ins, jafnvel höfuðstaðurinn átti þá ekki svo vandaðan samkomu- sal. Slíkur var þá stórhugur og framtak eins félagsskapar hér í bæ, Góðtemplara, og nutu þeir einskis styrks til framkvæmd- anna. „Umbætur“ þær, sem gerðar voru á húsinu fyrir 15 árum, bætLu að vísu úr ýmsurn ágöll- um, svo sem sætum og aðbún- aði leikara, sem ekki var van- þörf á. Hins vegar höfðu þær í för með sér, að húsrúm fyrir leikhúsgesti milli þátta varð enn minna en áður, og aðstaða lii veitinga nær engin. Og svo má ekki glevma því, að síðan er sjálfur leikhússalurinn svo stíllaus og litt aðlaðandi, að annar leiðinlegri mun vandfund inn á landinu, nema þar sem menn hafa bjargast við bráða< birgðahúsnæði. Yerður slíkt einkum stingandi í augum þeirra, sem muna hinn gamla, stílfagra sal, þótt hann hefði sína galla. En eins og komið er, þá er það bænum til vansæmdar að eiga ekki betra samkomu- og leikhús. Smáþorp og sveitir hafa komið sér upp félagsheimilum, þar sem allar aðstæður til leik- sýninga eru betri en hér, að því ógleymdu að áhorfendarúmið er langt um stærra, salir, er rúrna 6—700 manns í sæti munu jafn vel finnast. Þá er ótalið, að víð- ast hvar er mögulegt fyrir sam- komugesti að njóta veitinga við sæmileg skilyrði. Vér hljótum því að spyrja, geta Akureyringar ekki komið sér upp félagsheimili á borð við smærri slaðina? Hér starfa fjöl- mörg félög, sem öll þurfa á sam- komuhúsum að halda. Hvers vegna slá þau sér ekki saman og hefjast lianda? Þau mundu vissu lega geta notið þess styrks frá Félagsheimilasjóði. Og naumast rnundi slanda á bæjarstjórn að veila málinu sinn stuðning. Það er bænum til vansæmdar og tjóns, ef þetta verður látið drag- ast öllu lengur. Og sízt af öllu megum vér láta þetta úr hendi falla vegna togstreytu og metn- aðar einstakra aðila. Allir, sem þetta mál snertir, verða að taka höndum saman, og þá er mál- ið auðleyst. Mér satt að segja rann til rifja að sjá jafn virðulega sýningu og hátíðarsýningu Leikfélagsins á Munkunum á Möðruvöllum við svo fátæklegar aðstæður, í heimabæ skáldsins og næst stærsta bæ landsins. Látum slíkt ekki henda oss oftar, þegar vér viljum minnast afburðamanna vorra. En hver vill brjóta ísinn? Iðnnemasamband íslands á tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Hefur tilgangur sam- bandsins og starf verið að stofna félög iðnnema og vinna að hags munamálum þeirra. Nýkjörin stjórn sambandsins er að hefja herferð í skipulagsmálum sam- bandsins með stofnun nýrra fé- laga. Islenzka þjóðin hefur með hverju ári þurfl meira á fjöl- mennari og vel menntaðri stétt iðnaðarmanna að halda tii að annast margvíslegar framkvæmd ,ir og nauðsynlegt viðhald. Til þess- að iðnaðarmannastéttin geti vaxið á eðlilegan hátt, er nauðsynlegt að fá sem mest af dugandi iðnnemum. Hins vegar hefur frá fornu fari loðað við sá hugsunarhátlur, að sérstök náð sé að leyfa ungum manni að liefja iðnnám, og hann eigi að vinna sem mest fyrir meist- ara sinn fyrir lítið sem ekkert kau|). Þessi hugsunarháttur hef- ur breytzt verulega, en samt eru ærin verkefni fyrir samtök iðn- nema á hagsmunasviðinu. Það var stórviðburður i sögu iðnnemahrey f ingarinna r þegar stofnaður var tækniskóli, sem opnar braut til frekara náms fyrir þá, en áður var iðnnámið blindgata. Nú er fyrir dyrum stórfelld endurskoðun á iðn- urn er verð þeirra svo viðkvænit mál í framfærsluvísilöl- unni. Ef vér ætlum því að koma oss niður á skynsamlega lausn í þessum viðkvæmu afkomumálum, megum vér ekki deila endalaust um hver fái livað og hvers hagur eða tjón niðurgreiðslan er, heldur líta á þessi mál frá hærri sjónar- hól og helzl frá öðru sjónarhorni eu gerl hefur verið um sinn. Vér viljum leggja þessi atriði fram í umræðurnar: 1. Landbúnaðurinn á hvorki að vera hornreka né eftir- læti ríkisfyrirgreiðslu. Hann á hvorki að skoðast sem vandræðabarn né eftirlætissonur, heldur blátt áfram jafnréttisatvinnuvegur við aðra höfuðatvinnuvegi landsmanna: sjávarútveg, iðnað, verzlun og siglingar. 2. Lífskjör manna og lífsþægindi eiga að vera sam- bærileg við landbúnað og við aðrar atvinnugreinar. 3. Gera þarf heildaráætlun um, hvernig svo megi vera, án þess að landbúnaðurinn verði ómagi á öðrum at- vinnugreinum, og þó að það verði alltaf matsatriði, má ekki skirrast við að horfast í augu við þann vanda, svo sem hve langt skal teygja vegi, síma og rafmagn um strjálhýli. 4. Endurskoða verður þátt verðlags landbúnaðarvara í kaupgjaldsvísitölu með það fyrir augum að draga úr deilum þar að lútandi. Má í því sambandi vekja alhygli á, hvort ríkisvaldinu væri ekki hollt að skoða betur niður í kjölinn áburðarverð til bænda og verð á fóðurvörum. Þessir punktar verða að sinni látnir nægja, en að lokum undirstrikað, að vér megum ekki halda áfram að deila um keisarans skegg í svo þýðingarmiklu máli sem framtíð land- búnaðar er og farsæll rekstur hans. Allir virðasl í raun sannnála um, að þar þuríi að stokka upp og gefa á ný, og skiptir þá höfuðmáli að það sé gert af einlægum umbótavilja en ekki pexi um það, hver græði á hverjum og hver hlunnfari hvern.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.