Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 4
4 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIDSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Að ikera injólknrkúiia vegfna reiðke§t§in§ Búmannlegt hefur það aldrei þótt að skera mjólkur- kúna af fóðrum svo að reiðhesturinn mætti lifa, en óneit- anlega hefur slíkur verknaður lengi haft vissan ljóma yfir sér í þjóðarmeðvitundinni, þótt höfðinglegt í kotmennsk- unni, og slíkir menn orðið langlífari oft í minningunni en hinir, sem reikningsgleggri voru á nytsemina. Hitt ætti ekki að þurfa að velkjast fyrir neinum, að skamman veg hefur þjóð vor komist til velfarnaðar á reið- hestinum einum, þótt glæsilegra sé í augum að ríða laus og fara mikinn, en hafa kú í taumi. Elcki skal höfðingsbrag og glæsimennsku lasta, en eng- inn skyldi gleyma, að traustan hakhjarl þarf til slíkra liátta, svo að ekki verði sýndin ein. Því er hér á þetta minnt, að oss sýnist, að mörgum hafi lengi verið og sé í sívaxandi mæli meir í hug reiðhesturinn en mjólkurkýrin. Vér sópum að oss glæsilegum skipum og aflasælum veið- arfærum, en nennum lítt að leggja oss niður við hirðusemi, nýtni og kjörmeðferð skipanna og aflans. Vér vöðum fram í verzlunarháttum vorum, innflutningi og útflutningi, flutningi og dreifingu vörunnar eins og kaup- óðir viðskiptameiin á útsölu. Hagsýni og ráðdeild, hófsemd og vöndugleiki þykir sein- farinn stigi til velmegunar. j Hvert nýtt fyrirtæki á, eigi það að teljast umtalsvert, að vera húið öllum gögnum og gæðum þegar við byrjun. „Að vinna sig upp,“ er gamalt hugtak. Vissulega er gott, að livert nýtt fyrirtæki sé sem bezt úr garði gert í upphafi, en sjaldan er vitað til fulls, hvað er bezt, fyrr en eftir nokkra reynslu, og hefur þá margt dýrt tæki verið keypt og reynzt óþarft eða óhentugt, af því að forsjálni og aðgæzlu var ekki nógsamlega beitt í upphafi. Og nú sýnist oss, að kappið um það, hver geti riðið sem stríðöldustum gæðingi frá jötu sjávarútvegs, verzlunar, iðn- aðar og þjónustu, minni næsta mikið á þann hugsunarhátt, að skera fyrr mjólkurkúna en gæðinginn, meir hugsað um sýndina en gagnið, og því gleymist á stundum, að svo fast er hægt að ganga að mjólkurkúnni, að hún geti engri mjólk- inni skilað, jafnvel þótt hún tóri. Það er áreiðanlegt, að oss er hollt að staldra oftar við og hugleiða, livert útreiðartúrinn á gæðingi mikilla krafna um uppgrip og allsnægtir er að leiða oss. Vér sjáum, að rnikið vinnst á, margt er gert og vöxtur og viðgangur ríkir í mörgum greinum, en minnumst vér þess nógu vel og nógu oft, að því aðeins helzt oss til lengdar á gæðingnum, að mjólkurkýrin svari búinu arði og sá arður gangi alhliða til uppbyggingar þess og þroska og vaxtar þeirra, er að því vinna? »Hér gerist aldrei neitt« Það er ekki ótítt að heyra fréttaspurningum svarað með orðunum: Hér gerist aldrei neitt. Við erum orðin svo vön að sjá nýjar og nýjar framfarir fyrir augum okkar, að við mun- um ekki — nema við talsverða umhugsun — hvílik ævintýri gerast árlega í kringum okkur og hjá okkur: Ný og ný íbúðarhús rísa, ný og ný skip bætast í flotann, ný og ný verzlunar- og verksmiðju- hús rísa, nýjar og nýjar götur eru lagðar, og þjóðvegir teygja sig lengra og lengra, hrýr lyfta sér yfir æ fleiri ár og fljót, ræktun vex um landið, rafmagn- ið kemst æ víðar, ný skólahús og menntasetur rísa og ungir menn og konur leggja fyrir sig íslenzka þjóðin varð allshug- ar fegin, þegar ríkiadtj órnin, verkalýðshreyfingin og atv.innu- rekendur gerðu júní-samkomu- lagið í fyrrasumar. Það átti að tryggja vinnufrið í ár, nokkrar kjarabætur fyrir hina lægst laun uðu, en aukin íbúðalán og fleiri félagslegar ráðstafanir til að- stoðar ailri alþýðu. Fegnast varð fólk þeirri hughreystingu, sem það fann í þeirri staðreynd, að þessir þrír aðilar gætu tekið saman höndum í stað þess að eiga í sífelldum ófriði. júnísamkomulagið hefur reynzt þjóðinni mikils virði. Það dró mjög úr verðbólguskrið unni og átti þátt í að varðveita gengi krónunnar. Það gaf stjórn endum landsins umhugsunarfrest til að gera tillögur um næstu skref í baráttunni gegn verð- bólgu — baráttunni fyrir hetri lífskjörum, fyrir styttri vinnu- tíma. Þó telja allir aðilar, að sam- komulagið hafi verið rofið. Rík- isstjórnin hefur verið uggandi út af þeirri staðreynd, að nokk- æ fjölbreyttara nám og leitar víðar í vísindum og listum. Þetta eru orðnir svo sjálfsagð- ir hlutir í daglegu lífi þjóðarinn- ar, að við svörum fréttaspurn- ingum ósjálfrátt mitt i þessu glæsilega þjóðarævintýri: Hér gerist aldrei neitt. Það er ekki skrurn né gort, þótt við fslendingar höldum því fram, að hér gerist eitthvert stór brotnasta framfaraævintýri, sem nú þekkist í veröldinni. Þetta er einung.is framsetning á stað- reynd. En því hörmulegra hlýtur hverjum hugsandi manni að þykja, að þessu dásamlega æv- intýri sé stefnt í tvísýnu með skefjalítilli baráttu um afrakst- urinn af ævintýrinu, jafnvel svo ur verkalýðsfélög gerðu sér- samninga og fengu meiri kjara- bætur en samið var um, en þess- ir samningar eru síðan notaðir sem tilefni nýrra krafna í öðr- um starfsgreinum. Á hinn hóg- inn telja sumir aðilar verkalýðs hreyfingarinnar, að hækkun söluskatts fyrir jól hafi jafngilt uppsögn samkomulagsins af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir þessa erjiðleika í framkvœmd samkomulagsins, má ekki örvœnta eða kasta fyrir borð því, sem unnizt hefur. Þvert á móti ber aðilum að gera tilraun til að ná nýju sam- komulagi fyrir vorið og má nú lœra af þeirri reynslu, sem feng- izt hefur við framkvœmd sanin- inganna í fyrra. Ljóst er, að á þessu ári verður mun erfiðara að ná samkomulagi, en ekki dugir að gefast upp fyrirfram. Þvert á móti væri ráðlegt að hefja samninga nú þegar og œtla sér góðan tíma til þeirra. Alþýðuflokkurinn lagði á flokksþingi sínu á síðastliðnu ári sérstaka áherzlu á, að ríkis- blindri stundum, að ævintýrið kunni að bresta úr hendi. Hvern ig má það ske, að svo þróttmik- il framfaraþjóð geti ekki fund- ið sér friðsamlegt sambúðar- form stétta í milli um afrakstur atvinnuveganna? Gerum við okk ur almennt nógu ljóst, hver ’ hætta er hér á ferðum, hve mik- ið er í húfi, ef þessi samstaða næst ekki fljótt? Megi góðar landvættir leiða forystumenn stétta, stofnana og ríkisvalds á farsæla úrlausnar- leið í þessum málum hið allra fyrsta, annars kann svo að fara, að hið alkunna öfugmæli: Hér gerist aldrei neitt, verði að sann mæli vegna athafna- og umkomu leysis, sem sundurlyndi hafi af sér fætt. stjórninni bœri að gera víðtœkt samkomulag við verkalýðshreyf inguna um þessi mál og ganga eins langt og framast er unnt í kjarabótum, ekki sízt að því er vinnutíma varðar. Hefur komið fram af hálfu stjórnarinnar, að hún hefur í hyggju að fara þessa leið og sjálfsagt stendur ekki á verkalýðssamtökunum. Takist ekki að ná skynsamlegu heildarsamkomulagi, má búast við stöðugum vinnudeilum og vaxandi dýrtíð. Það getur leitt til óvissu í stjórnmálum og vax- andi átaka þar, svo að aðstaða þjóðarinnar til að hafa vald á efnahagsmálum sínum versnaði stórlega. — (Alþbl. 29. 1. ’65). hndír d JIIM hafnír oð nýji Fundir hófust að nýju á Al- þingi sl. mánudag. Forseti sam- einaðs þings, Birgir Finnsson, minntist látinna þingmanna, bræðranna Ólafs Thors og Thor Thors. Risu þingmenn úr sætum og vottuðu minningu hinna látnu virðingu sína. Þá var jafnframt minnst Sir Winston Churchill. Fyrir þinginu liggj a mörg mál, sem lögð hafa verið fram, en eru óafgreidd. Þeirra á með- al eru: Vegaáætlun, breytingar á lögum um verkamannabústaði, frumvarp um landgræðslu, frum- varp til nýrra jarðaræktarlaga, frumvarp til hjúkrunarlaga og frumvarp til að stuðla að jafn- vægi í hyggð landsins. Oft heyrum vér talað um hóflegar kaupkröfur annars vegar og óhóflega fjársóun hjá fyrirtækjum og atvinnurek- endum hins vegar. Þessir endar ná ekki saman, í þetta fæst ekki vit, nema báðir aðilar reyni að rata veg ráðdeildar og tillitssemi. Vér höfum komist svo langt áleiðis að bjarga bæði mjólkurkúnni og gæðingnum undan fóðurskorti, og það væri ofboðsleg vitsmunablinda, ef siglt verður rétt ut- an við höfn í strand á launboða ósamlyndis og skilnings- leysis á því, að þjóðarheill og hag verða allir að vinna sameiginlega að. REYNUM AFTUR

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.