Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 5
Árui O. II • r 1 Hreppurmn og svslan ÞETTA ERINDI flul-H höfundur ó kvöldvcku i rikisútvarpinu 13. jan- úar sl., og vakti þaS mikla afhygli þeirrc, er ú hlýddu. Alþm. hefur nú fengið góSfúslegt leyfi höfund- ar til aS biita erindiS, en vegna lengdar þess, er aSeins hægt aS birta hluta nú og framhaldiS siSan í næsta blaSi. Eru lesendur beSnir velvirSingar ú þvi. Mikið er rætt og ritað um hag bænda og búnaðarsveita nú hin síðari ár. Fleira neikvætt en jákvætt. Er það nokkuð að von- um, það er löngum auðveldara að gagnrýna en úr að bæta, létt- ara að rífa niður heldur en að byggja upp aftur. En þó er það svo, að oft verður að rífa og umturna, til þess að hægt sé að byggja vel og varanlega. Það er auðvelt að sjá og verða var við staðreyndirnar, hvað er að gerast í sveitunum, að býlum fækkar, jarðir leggjast í eyði, ekki aðeins á útnesjum og inn til afdala, heldur einnig í miðj- um góðsveitum. Sums staðar fara heilir hreppar í eyði, aðrir hanga á horriminni, því að hvað er það annað en félagslegur og skipulagslegur hordauði, er byggð helzt í víðlendum hrepp- um þannig — við svo litla kosti — að þar hírast 50 til 100 sáli? r En þó að auðvelt sé að sjá þetta, finnst mér ekki laust við, að margir loki augunum fyrir slíku, eða láti sér fátt um finn- ast. Aðrir virðast að sönnu sjá afhroð sveitanna fullvel, en telja þetta eðlilega „þróun“, sem ekki sé ástæða til að gera sér neina rellu út af. Bara eðlilegt og gott að kotin fari í eyði og fólkið hverfi að því sem betra er. Fá- sinna væri að neita því, að þetta þetta geti verið rétt að vissu inarki, það geti verið rétt og eðlileg þróun, að afskekktir bæ- ir og heil hverfi fari í eyði og fólkið flytjist þangað sem meiri eru samfélagsgæðin og möguleik arnir. Hitt er einnig jafnfjarri sannleikanum og réttu mati, að halda því fram, að allt, sem ger- ist á þessu sviði sé harla gott og eðlilegt, eða óumflýjanlegt. Hér er ekki aðeins um það að ræða, hvað býr af fólki í sveitunum og hvað eyðist af byggð, hér er einnig um að ræða, hverja kosti það fólk býr við, sem heldur áfram að búa í sveitunum. Ekki aðeins fjárhagslega kosti, held- ur einnig þjóðfélagslega kosti. Enginn skyldi halda, að hagur fólks í strjálbýlinu verði tryggð- ur, og framhald æskilegrar bú- setu víða um land, með þyí einu að auka tekjur fólksins, sem fæst við landbúnað. Vitanlega er það eitt af frumskilyrðunum fyrir því, að búskapur sé stund- aður sem atvinna og framleiðsla, að menn hafi viðunandi tekjur af því, en hitt er ekki lítið atriði, að fólkið geti búið við það hag- ræði og félagsháttu, sem því hugnast, og sem aukin fjárhags- leg velmegun gerir því fært að veita sér, ej umhverfið leyfir það. Þannig mun óreiknað, hve margur bóndinn yfirgefur jörð sína og búskap sem atvinnu af öðrum ástæðum en þeim, að fjárhagurinn sé svo þröngur, að ekki sé v.iðhlýtandi. Nefna rná atriði sem skólaleysi, læknis- leysi, prestsleysi, fásinni og lé- legar samgöngur, að því er snert ir vörur og póst og aðstöðu til ferðalaga, til samneytis við ann- að fólk. Allt gefur þetta ástæðu til að hugleiða og athuga við hvaða þjóðfélagslegar og skipulagsleg- ar aðstæður fólkið býr, sem sveitirnar byggir, hvort þar sé allt með réttum og heppilegum hætti, miðað við þá framför, jafnvel byltingu, sem orðið hef- ur í íslenzkum þjóðarbúskap á síðustu áratugum. Mikið og rnargt er umbreytt og öðru vísi en áður var um aldir. Það, sem mest einkennir breytingarnar, er hin stóraukna samvinna og samskipti fólks á nær öllum svið um. Nefna má stéttarfélög, verzl- unarfélög (kaupfélög), búnaðar sambönd, ræktunarsambönd, menningarfélög og skemmtifélög margs konar, framleiðslufélög svo sem mjólkursamlög, slátur- félög, útgerðarfélög o. s. frv. Og svo er það, sem ekki er minnst um vert, þjóðfélagið sjálft, framþróunina þar. Þjóð- in, sem var valdalítil og ráðafá í „bílandi" annarrar þjóðar og lands, gerðist konungsríki með eigin þjóðfána, og síðar lýð- veldi. Við það skipulag nýtur hún margvíslegra sameiginlegra gæða, sem áður voru henni lítt kunn, og ennþá minna tiltæk. Nefnum síma, útvarp, skólar, vegakerfi, samgöngur á sjó og landi og í lofti. Kaupstaðirnir með sín bæjarréttindi, og Reykja vík sem allstór — jafnvel mjög stór — borg, miðað við mann- fæð þjóðarinnar, allt er þetta þjóðfélagsleg nýsköpun, allt er þetta aukin samvinna og sam- starf og nýtt skipulag. En svo er það hlutur sveit- anna, þar sem búskapurinn er aðalatvinna og búseta í sam- ræmi við það strjál og fámenn. Víst nýtur strjálbýlið góðs af mörgu því, er ég nefndi, svo sem vegum og síma, útvarpi og cðru fleira, sem þjóðfélagið veitir. En þjóðfélagslegt og stjórnar farslegt skipulag sveitanna hef- ur ekki breytzt í samræmi við það, sem hefur verið að ske með þjóðinni, á hraðstígan hátt hin seinni ár og áratugi. Þar situr mest allt við hið sama og verið hefur um aldir, jafnvel í 1000 ár, jafnvel ekki laust við Árni G. Eylands að sumt hafi breytzt tii hins verra, hreppar hafa verið klofn- ir og sýslum skipt í smærri eind ir en áður var, á sama tíma sem félagssamtök fólksins hafa gerzt víðfeðmari. Getur slíkt verið rétt og heppilegt? Eg held ekki, og svara spurningunni ákveðið neitandi. Hreppaskipunin gamla og sam skipun hreppanna í sýslufélög, var eðlilegt og nauðsynlegt skipu lag á löngu liðnum öldum, þeg- ar fátœkrarnál og þess háttar fleira var aðalmál hreppanna, og skattakröfur og lagaboð aðal mál sýslu hverrar, í höndum sýslumanna sem margvíslegra valdsmanna í þjóðfélaginu. En þó þetta væri gott og blessað, heppilegt og nauðsynlegt fyrir 500—1000 árum, er ekki víst, að það eig,i vel við nú á tímum. Það er sannarlega til of mikils ætlast, að forfeður okkar á land náms- og söguöld fyndu upp fyrirkomulag, sem gilt gæti lítt breytt á atomöld okkar tíma. En í þjóðskipulaginu hefur því mið ur ekki verið tekið tillit til hinna breyttu aðstæðna. Þótt skynsamlegar breytingar á skipan hreppa- og sýslumála, í þá átt er samrýmist því, sem nú er orðið á öðrum sviðum mörgum, geti ekki einar út af fyrir sig bjargað sveitunum frá því að bíða afhroð á marga lund enn um skeið, tel ég ljóst, að þær gætu orðið eitt af undir- stöðuatriðum þess að jafna met- in og bæta aðstöðu sveitafólks- ins með öðrum aðgerðum marg- víslegum. Og margar eru þær aðgerðir aðrar, sem til mála koma þess eðlis, að þær eru von- litlar, ef skipan sveitanna í deildir í þjóðfélaginu kemst ekki í betra og s'kynsamlegra horf en nú er, og látið er viðgangast, jafnvel svo, að í nýlegri löggjöf er að því er virðist lokað aug- um fyrir því, hverra breytinga er þörf, og hversu aðkallandi gagngerðar breytingar eru á mörgu er varðar sveitirnar, á ég þar við sveitarstjórnarlögin frá 1961, einnig hin flóknu á- búðarlög frá sama ári. Lítum nú á fjögur atriði: 1. Hvernig hreppa- og sýslu- skipunin er nú. 2. Hverjar breytingar hafa ver- ið gerðar á skipan þeirra mála hin síðari ár og ára- tugi. 3. Hvernig nágrannaþjóðir okk ar, sem við vitnum oft til um umbætur margvíslegar og skipulagsmál, haga sér á þessu sviði, hvað þar hefur gerzt hin síðari ár, og hvert er stefnt í sveitarstjórnar- málum þar í löndum. Og loks: 4. Hvernig hugsanlegt væri að breyta um stjórnarfarslegt skipulag og fleira í íslenzk- um sveitum. 1. — Nú eru 23 sýslufélög á landi hér. I þeim bjuggu 1962 59.528 manns. Meðaltal í sýslu 2.588 manns. Fjölmennust er Árnessýsla með 7.128 manns. Næst er Gullbringusýsla með 5.644 manns. Nýtur Árnessýsla þess, og villir um leið um sam- anburð, að þar er þorpið Sel- foss með 1867 íbúa, en heldur sér þó við það að vera hreppur, en ekki kaupstaður með bæjar- réttindi, enda höfð eftir sýslu- manninum þar þau viturlegu og skemmtilegu orð, að hann sjái ekki neitt annað unnið við að Selfosshreppur hljóti kaupstað- arréttindi en að hann sjálfur gæti skrýtt sig með nafninu bæj- arfógeti, en kæri sig ekkert um það. — Vel sé honum fyrir þau ummæli — ef satt er hermt. Fámennasta sýslan — A.- Barðastrandarsýsla, hefur ekki 5 nema 528 íbúa, en auk þess eru 10 sýslur, sem ekki hafa nema frá 1000 og upp til 2000 íbúa. Tala hreppa í sýslu er all- breytileg, frá 4 (Kjósars.) og upp í 18 (Árness.). Tala hreppa á landinu öllu er 214, af þeim var einn í eyði 1962, þegar töl- ur þessar eru skráðar, en eru nú tveir. Meðal fólksfjöldi í hreppi er því 278 manneskjur ef miðað er við 214 hreppa, en 281 er miðað er við 212 byggða hreppa, — skiptir engu hvor talan er. Af hinum byggðu hreppum voru 1862 39 hreppar með minna en 100 íbúa, og 113 hreppum voru 1962 39 hreppar 60 hreppar voru með meira en 300 íbúa. Við þessar tölur er enn að athuga, að af hreppunum 60, sem telja yfir 300 ibúa, eru ekki nærri því allir það, sem nefna má eðlilega sveitahreppa. Meðal þeirra eru sem sé hrepp- ar, sem eru þorp að mestu eða öllu, eins og t. d. Hveragerði, Eyrarbakkahreppur, Selfoss- þorp, Stokkseyrarhr., Búðahr., Eskif j arðarhr., Rey ðarf j arðar- hr., Þórshafnarhr., Dalvíkurhr., Blönduóshr., Hvammstangahr., Hólshr. (Bolungarvík), Stykkis hólmshr., Olafsvíkurhr., og Borg arneshr., og mætti jafnvel fleiri telja. Að þessu athuguðu, verð- ur fólksfjöldinn í hinum eigin- legu sveitahr. óhuggulega lítill, jafnvel þótt smákauptún sé inn- an marka hreppsins, svo sem er t. d. um Hofsós, Hólmavík, Skagaströnd o. fl. staði slíka. 2. — Breytingar þær, sem gerðar hafa verið á skipan hreppa og sýslna síðustu ára- tugina hafa yfirleitt allar mið- að að því að minnka og brytja niður, í anda hugtaksins fræga „þursi, ver sjálfur þér nægur.“ Og þetta hefur gerzt á sama tíma sem samstarf manna í verzl unarmálum og félags- og skipu- lagsmálum öðrum hefur auk- ist stórlega, og slíkar félagsheild ir náð yfir stærri og stærri svæði hver fieild, sökum þess í senn, að mönnum hefur skilist hve æskilegt það er að láta slík sam tök og samvinnu ná yfir ríflega stór crg fólksrík svæði, og bætt- ar samgöngur og aðstæður aðr- ar hafa gert slíkt ekki aðeins mögulegt, heldur blátt áfram eðlilegt og auðvelt. „Kaupstöð um og sýslum má eigi fækka eða fjölga nema með lögum,“ segir í sveitarstjórnarlögunum. Um leið segir að ekki megi breyta mörkum kaupstaða og sýslna nema með lögum. Sýslur hafa verið klofnar með lögum svo sem: Þingeyjars. og Skaftafellss. 1877. — Barðastrandars. 1887. — ísafjarðars. 1896. — Kjósar Framh. á bls. 6.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.