Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 04.02.1965, Blaðsíða 8
• f stöðin opnoð í gær kl. 5 var sjálfvirka tal- símasambandiS milli Akureyr- ar og Reykjavíkur svo og annara sjálfvirkra stöðva innanlands opnað. Notendur á Akureyri, sem ná vilja sambandi, þurfa fyrst að velja hlutaðeigandi svæð isnúmer, 91 fyrir Reykjavíkur- svæðið, 92 Keflavíkursvæðjð, 93 Akranes, 98 Vestmannaeyjar, og notendanúmerið svo strax á eftir. Notendur sunnanlands, er ná vilja sambandi við númer á Þessi árekstur varð á Strandgöt unni sl. laugar- dag, er jeppinn, sem kom ofan götuna, bcygði þvert yfir götuna i veg fyrir strætis vagninn, sem kom neðan að. (Ljósm.: S.). Akureyri, velji fyrst svæðisnúm erið 96, en siðan strax á eftir númer notandans. Hverjar 6 sekúndur í sjálf- virku langlínusamtali milli Ak- ureyrar og stöðva sunnanlands teljast sem eitt innanbæjarsam- tal eða teljaraskref og kostar kr. 1.10, ef farið er yfir það tak- mark (600 teljaraskref á árs- fjórðungij, sem fólgið er í fasta afnotagjaldinu. VARAHLUTAVERZLUN BÍLASÖL- UNNAR FLUTTí NÝ HÚSAKYNNI Þann 29. janúar sl. flutti Bílasalan h.f. varahlutaverzlun sína og lager i húsið númer 24 við Glerárgötu, þar sem áður var Byggingavöruverzlun Akur- eyrar. Húsnæði þetta keypti Bílasal- an á síðasta ári, og hefur und- anfarið verið unnið að innrétt- ingum og lagfæringu. Á neðri hæð hússins er rúmgóð verzlun, þar sem seldir verða varahlutir, fyrst og fremst í þær bifreiða- tegundir, sem Bílasalan og Ford umboð Kr. Kristjánsson selja. Á efri hæðinni eru til húsa skrif stofur Bílasölunnar h.f. Forstjrói er Olafur Benediktsson. SJÓMANNAVERK- FALLIN U LOKIÐ Rétf áður en blaðið fár í prent- un, bárust fregnir um það, að samningar hefðu tekizt í sjómanna verkfallinu, en eins og annars stað ar er sagt frá í blaðinu, var sam- komulag það, er samninganefndir gerðu með sér, borið undir atkvæði í félögum sjómanna og útgerðar- manna. Fár sú atkvæðagreiðsla þannig, að sjámenn samþykktu með 255 atkv. gegn 181, 8 seðlar voru auð- ir. Útgerðarmenn samþykktu sam- komulagið með 134 atkv. gegn 42. Verkj|allið hefur staðið í 34 daga og náði til 10 verstöðva, en auk þess hafa margir bátar stöðv- ast frá öðrum stöðum, þótt verk- fall hafi ekki staðið þar, heldur þeir verið leigðir til verstöðva sunn anlands. Margir þessara báta lögðu af stað álciðis suður í gær og enn fleiri fara væntanlega ■ dag. Hefjast því róðrar vafalaust strax. ALÞYOU M A n U W • N N 'agur 4. febrút ... ■. . Kvöldveröarfundur Félag ungra jafnaðarmanna á Akureyri heldur fyrsta kvöldverðarfund sinn á vetrinum í Sjálf- stæðishúsinu (uppi) mánudaginn 8. febrúar kl. 7.30 e. h. ALBERT SÖLVASON flytur erindi um STÁLSKIPÁSMÍÐAR Þátttaka þarf að tilkynnast í síðasta lagi á laugardag. Stjórnin. Skipastóll íslend- ínga 147 jbús. br.tn. Skipaskoðunarstjóri hefur sent frá sér skipaskrá fyrir árið 1965. Þar er skipastóll lands- manna skráður, eins og liann -var um áramót síðustu. Á sl. ári fækkaði flotanum um 49 skip á skrá og voru þau samtals 10. 884 tonn að stærð. Þar af sukku, eða fórust á annan hátt, 22 skip, 21 var talið ónýtt og þau rifin eða brennd. 6 skip voru seld til útlanda. I ársbyrjun var skipastóliinn sem hér segir (tölur frá 1964 í svigum): Farþega- og flutninga- skip voru 37 (36), togarar 39 (43), fiski- og hvalveiðiskip yfir 100 tonn 168 (138), fiski- skip með þilfari undir 100 tonn- um 646 (678), varðskip 5 (5), björgunarskip 2 (3), olíuskip 6 (6), olíubátar 4 (4), dráttar- skip 2 (2), dýpkunar- og sand- dæluskip 3 (2), og lóðs- og toll- bátar 6 (6). Alls var skipastólinn 147.983 brúttótonn, en var í fyrra 144. 254 brúttótonn. Eru þá ótaldar 1302 trillur samtals 3320 tonn (1432 trillur 3665 tonn). Þá eru skráð 20 skip í smíð- um innan lands og utan um ára- mót. Þar af eru 14 fiskiskip og 3 farmskip. Stærsta fiskiskipið er 299 tonna bátur í Kaarebös Mek. Verksted í Harstad fyrir Guðmund Jónsson útgerðarmann á Rafnkelsstöðum í Garði. Elzti báturinn á skrá nú um áramótin er Björn riddalri í Vestmannaeyjum. Hann er að stofni til frá árinu 1878, smíðað ur í Englandi það ár. Hann var svo umsmíðaður árið 1942. — Björn riddari er 53 tonn að stærð. Aðrir öldungar í flotan- um eru Blíðfari GK frá árinu 1897 og Garðar SH frá 1894. Milly frá Reykjavík, sem var smíðuð árið 1883, var tekin af skrá á sl. ári. Nokkur fjöldi er svo frá fyrstu árum þessarar ald ar. Er sjömannaverkfallíð að leysist? Sjómannaverkfallið hefur nú staðið samfleitt á annan mánuð og ekkerl gert út nema í Vest- mannaeyjum og Sandgerði sunn anlands. Síldveiðibátar eru þó undanskildir. Um sl. helgi kom fram miðl- unarlillaga frá sáttasemjara, Torfa Iljartarsyni, og var hún lögð fyrir fundi í félögum sjó- manna og útgerðarmanna. Útgerðarmenn samþykktu miðlunartillöguna naumlega, en sjómenn felldu hana með 235 atkv. gegn 197. Enginn efi er á, að sjómenn hafa hafnað tillögunni vegna á- kvæðanna um skiptakjöJin á þorsknótinni. Er þar um beina lækkun að ræða frá síldarsamn- ingunum, en þorsknótin er hring nót og veiðiaðferðin sú sama. Þá hefur það ekki haft lítið að segja, að í tillögunni var gert ráð fyrir að sjómenn slægi all- an f;sk um borð, áður en hon- um er iandað. Samkomulag náðist svo milli aðiia í samninganefnd í fyrra- dag, eftir næturlangan fund. — Helztu atriði þess samkomulags eru: að skiptaprósenta á bátum 30—50 tonn verður 29.5% í 10 staði, á bátum 50—130 tonna hækkar hún úr 29.5 í 31% í 11 staði. Er hér miðað við veiðar At-kvæðagreiðsla hjá Sjómannatélagi Akureyrar. Helgi Sigfússon, sjómað- ur, setur afkvæðaseðil sinn i kassann. Formaður félagsins, Tryggvi Helga- son, fylgist með kosningunni. (Ljósm.: S.) í net og línu. Þá hefur meiri- hluti fiskmatsráðs gefið fyrir- heit um, að reglugerð verði breytt þannig, að ekki þurfi að slægja allan fisk veiddan í hring nót. Sá hængur er þó á, að því aðeins verður fallið frá þessu ákvæði, að fiskv|innslua|töðvar geti tekið viðstöðulaust við fiski til vinnslu. Sjómannafélögin, sem staðið hafa í verkfalli, hafa haldið fundi um samkomulagið, og at- kvæðagreiðsla fór fram á þriðju dagskvöldið, hvort ganga ætti að þessu samkomulagi. Hér á Akureyri var fundur í Verka- lýðshúsinu, þar skýrði Tryggvi Helgason, formaður félagsins, frá liðum samkomulagsins. Að fundi loknum fór fram leynileg atkvæðagreiðsla.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.