Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐU MADURINN RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIDSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Sogan endnrtekur sig Svo segir máltækið, og oft rekumst vér á dæmi þess. Kristján Albertsson, rithöfundur, hefur í æfisögu Hann- esar Hafstein rifjað upp fyrir þjóðinni baráttuna í ýmsum stórmálum hennar um og eftir aldamótin síðustu, og þá fyrst og fremst átökin um heimastjórn, síma og „uppkastið“ fræga. Ýmsir vilja að vísu staðhæfa, að Kristján rekji gang mála Hannesi í vil, en þó sú staðhæfing sé látin liggja milli hluta, verður ekki gengið framhjá þeim staðreyndum, sem lesa má úr orðréttum tilvitnunum í bréf og blaðagreinar um þessi mál í bita bardagans á þeim árum, og kemur þar á- takanlega í ljós, að stjórnmálalegt siðgæði, jafnvel ann- ars mætustu manna, hrapar oft á furðu lágt stig, þegar barizt er um úrslitavald. Sérstaklega verður andstaða minnihluta, sem heldur sig geta gripið sárt á þjóðernis- kennd og þjóðarmetnaði, næsta ófyrirleitin og sést lílt fyrir. Það er ekki hikað við að telja „þjóðarsvik“ einn daginn, sem þólti sjálfsagt nokkru fyrr, meðan haldið var, að fram- kvæmdin kæmi í hlut minnihlutans sem meirihluta. Þegar vér lesum þessar frásagnir og tilvitnanir í bréf og blaðagreinar, getum vér ekki annað en hugsað til við- bragða stjórnarandstöðunnar hin síðari ár í málum eins og landhelgisdeilunni við Breta og hvað hún hefur sagt um lausn landhelgismálsins í samanburði við það, er hún ætl- aði fyrst að leysa það. Mun það varla þykja ófróðlegri lesning eftir 40—50 ár að sjá þær tilvitnanir bornar saman heldur en tilvitnan- ir andstæðinga Hannesar Hafstein undir deilunum um heima- stjórn. Ellegar þá hvernig Framsóknarflokkurinn telur eiga að leysa efnahagsvandkvæði líðandi stundar, þegar hann er í stjórn og hvernig þau úrræði eru öllu viti fjarri, þegar liann er í stjórnarandstöðu. Minnir sú afstaða oss ekki furðanlega mikið á viðbrögð þeirra, er börðust gegn símalagningu til landsins og um það á dögum Hannesar, af því að hann leysti málið, en höfðu áður verið með, meðan þeir hugðu eins vel, að það yrði lilutskipti þeirra að koma því máli í höfn? Þetta minnir oss á, hve hlutverk stjórnarandstöðu er vandmeðfarið, hve baráttuhitinn leiðir oft margan góðan dreng til að blanda- í gagnrýnina dreggjum öfundar og valdalönguna, svo að gagnrýnin missir marks og verður ekki það hreinsunar- og endurlausnarlyf, sem hún á og þarf að vera, svo að þingræði og lýðræði þróist og þroskist sem bezt. Raforknmálin Nokkur skriður virðist nú vera að koma á raforkumálin á hærri stöðum. í sl. viku skip- aði rikisstjórnin nefnd sex þing manna úr lýðræðisflykkunum, til að athuga og undirbúa við- ræður um stórvirkjun og hugsan lega aluminiumverksmiðju, en þau tvö mál hafa nú um skeið verið mjög tengd hvort öðru. Allmikill úlfaþytur varð á Al- þingi út af nefndarskipan þess- arri. Þóttust kommúnistar illa sniðgengnir, er þeir fengu ekki sæti í nefndinni, en formaður þingflokksins, Lúðvík Jósefsson, hafði áður lýst því yfir, að flokkurinn sem slíkur væri á móti öllum viðræðum um alum- iniumverksmiðju. Hvað sem líður aluminium- verksmiðju, er fullljóst, að yfir- vofandi er raforkuskortur til dag legra þarfa, bæði sunnanlands og norðan. Verður ekki bætt úr honum til frambúðar, nema með stórum virkjunum. Að því er snertir mál vor Norðlendinga, þá hafa tvær leið- ir verið um talaðar, annars veg- ar að leiða rafmagn frá stórvirkj un í Þjórsá norður Sprengisand til Akureyrar, og hin að hefja v.irkjanir í Laxá. Á meðan á und irbúningi og framkvæmdum stendur, verði þörfin leyst með varmaaflstöð. Athuganir og útreikningar, sem gerðar hafa verið á vegum Laxárvirkjunar, hafa leitt í ljósj að hóflega stór virkjun í Laxá verði fjárhagslega hagkvæmari en lína sunnán yfir fjöll, og ekki þarf að spyrja að því, hversu miklu meira öryggi slík lausn hefur i för með sér. H.ins vegar eru báðar lausn- irnar dýrar, og ný virkjun Lax- ár krefst stóraukinnar notkunar rafmagns. Virðist lausn á því máli vera helzt sú, að leidd yrði raforka frá Laxá til Austur- lands, sem nú vantar stórlega rafmagn. Ef til þess kæmi, að reist verði aluminiumverksmiðja, hef ur verið á það minnst, að til greina kæmi að reisa hana norð- anlands, þótt fremur megi ólík- legt teljast, að svo verði. Væri þá allt öðru máli að gegna um flutning orku sunnan frá Búr- felli, en ef sá orkuflutningur á einungis að verða til hinna dag- legu þarfa vorra hér nyrðra. Hver sem niðurstaða þessa máls verður, er eitl víst. Það ríð- ur á miklu fyrir oss hér nyrðra að standa saman að þeirri lausn mála, sem sýnl er, að heppileg- ust reynist til að tryggja lands- hlutanum nægilegt rafmagn með sem lægstu fáanlegu verði. Þar mega engin aukasjónarmið koma fram, hvorki pólitísk né önnur. Það getur vel farið svo, að þeir sem með völdin fara í þessum málum, hafi þar önnur sjónar- mið en vér hér nyrðra. Um það tjáir ekki að sakast, en hitt verð' um vér að gera oss ljóst, að vér fáum þá lausn vorra mála, sem oss er hagkvæmust því aðeins, að vér séum vel á verði, sækjum á og séum einhuga í málinu. Von- ir standa til, að innan skamms verði unnt að leggja fram grein- argerðir um málið, og jafnvel getur verið, að svo fari að ekki sé langt undan landi að taka þurfi fullnaðarákvörðun. Framsagnarkvold Vlnrahlar Björns§onar Það mátti teljast sérstæður viðburður í fábreytlu bæjarlífi voru, að hinn góðkunni leikari Haraldur Björnsson efndi til framsagnarkvölds í Samkomu- húsinu miðvikudaginn 3. febrú- ar. Er það hvort tveggja, að Har aldur er sjaldséður gestur hér í bæ, þótt liann fyrrum væri stoð og stytta leiklistarinnar hér, bæði er hann var hér búsettur og síðar sem gestur Leikfélags- ins, eða er hann hélt hér sjálf- stæðar leiksýningar. Hitl er ekki minna um vert, að fátítt er nú orðið, að vér hér eigum þess kost að heyra lesið upp af kunn- áttumönnum, hvorki lærðum né ólærðum í listinni. En framsögn og upplestur er mikilvæg list- túlkun, sem alltof lítil stund er lögð á. Það finnum vér bezt, þegar lesið er af list, hvernig á- heyrandanum opnast ný sýn, nýr skilningur, jafnvel á gamal- kunnum verkum. Væri þess sannarlega full þörf, að lögð yrði áherzla á að kenna fram- sagnarlist í skólum landsins, þótt vitanlega yrðu fæstir þeirra, sem lærðu, listamenn, yrðu þar alllaf nokkrir, sem lærðu að fara svo með bundið mál og ó- bundið að ánægjuauki væri að, og þeir gætu skemmt sjálfum sér og öðrum með þeim hlulum. Það er því vissulega athyglisverð til- raun, sem hér hefur verið gerð fyrir atbeina Leikfélags Mennta- skólans, að fá Harald hingað norður til framsagnarkennslu. En það var raunar ekki ætlunin að fjölyrða um það, heldur þá ánægjustund, sem Haraldur veitti oss Akureyringum í leik- húsinu með lestri sínum. Las hann þar bæði bundið og óbund ið mál. Lengsti lesturinn var úr binni nýþi skáldsögu Jóns Björnssonar, Jómfrú Þórdís, las hann þar svipmikinn kafla, sem fékk þó drjúgum meiri reisn í meðferð Haralds. Þá las hann einnig kafla úr Paradísarheimt Halldórs Laxness, kvæð.i úr Hul- iðsheimum Garborgs, og gaml- an kunningja, Jón hrak eftir Stephan G., og Glámskvæðið úr Grettisljóðum Malthíasar. Ekki er gott að gera á milli, hvar bezt var lesið. En mest þótti mér koma til meðferðarinnar á kafl- anunis úr Paradísarheimt, og Framhald á bls. 7. Vegurinn um í síðasta Degi skrifar Jón Kristjánsson bóndi á Víðivöll- um alhyglisverða grein um veg- arsambandið austur yfir Vaðla- beiði, og bendir þar á þá lausn, að leggja veginn um Víkurskarð. Þetta er að vísu ekki nýtt, en furðu gegnir, hve hljótt hefur verið um þetta vegarstæði, og hvorki gerðar þar áætlanir eða mælingar. Er þó vegarsamband- ið austur sífellt vandræðamál á bverjum vetri, enda þótt vetur hafi nú um langan aldur verið mildir og snjóléttir, hjá því sem áður var. Umsögn jafnkunnugs og at- liuguls manns og Jóns á Víði- völlum ætti að vera þung á met- Víkursknrð unum í þessu máli. En hér verð- ur sem oftar, að ef eitthvað á að gerast, verður að halda mál- inu vakandi og ýta á framkvæmd ir. Kaupstaðirnir og héruðin báð um megin Vaðlabeiðar geta ékki lengur beðið aðgerðarlaus í þeim efnum, að láta samgöngu- leiðina lokast, hvað lítið sem á bjátar, eða að verða að leggja i langa og snjóflóðahætta leið um Dalsmynni. Oruggur vetrar- vegur yfir Vaðlaheiði er krafa, sem fylgja verður fast eftir, og þegar kunnugir menn benda á líklega lausn á því máli, er ófrá- víkjanleg krafa að hún verði at- huguð áður en lagt er í vafasam an kostnað við aðrar leiðir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.