Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 11.02.1965, Blaðsíða 8
Skálholtsbókasafn? D*S?ðr Og aðstöðugjöld á Húsavík áætluð 10,6 millj. ÁkveðiS hefur vcrið að festa kaup á bókasafni Kára B. Helga- sonar. er í framtíðinni verði varðveitt í Skáiholti. Er það stjórn Skálholtsfélagsins, sera hefur ókveðið kaup þessi, verð hókasafnsins er 3.5 milljórnir króna. Stjórn félagsins hefur ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun tii kaupa á safninu og eru þegar farnar að berast gjafir í söfnunina. Stjórn Skálholtsfélagsins hefur ákveðið að leggja fram úr sjóði félagsins 600 þús. krónur. Þetta fé gerir það mögulegt að festa bókasafnið í eigu félagsins. Þá hafa borizt framlög frá ýmsum fé- lögum og einstaklingum. Safn Kára B. Helgasonar, sem áður var í eigu Þorsteins Þorsteins- sonar, sýslumanns, er verðmeira en nokkurt annað bókasafn í í eigu einstaklings, hafa margar fjársterkar stofnanir erlendar sýnt mikinn áhuga á safni þessu, en ekkert tilboð ánnlent komið fyrr en nú, að Skálholtsfélagið ætlar að festa kaup á því. ný fishiship í smíðum Húsavík, 8. febrúar: Árshátíð Alþýðuflokksfélag- anna fór fram laugardaginn 30. jan. í Hlöðufelli. Fór hún hið bezta fram og var fjölsótt. Hún hófst með sameiginlegri kaífidrykkju kl. 9. Einar M. Jóhannesson form. Alþýðuflokks félagsins setti hátíðina, en síðan stjórnaði Sigurður Gunnarsson henni. Sigurjón Jóhannesson, skóla- stjóri, flutti ræðu og kvartett söng með undirleik frú Bjargar Friðriksdóttur, en í honum voru Ingvar og Stefán Þórarinssynir, Stefán Sörensson og Eysteinn — M. a. sungu „Hönnu litlu“ með lagi Sigurjónsson Samkvæmt upplýsingum frá Skipaskoðun ríkisins, eru nú 15 fiskiskip í smíðum fyrir Islend- inga innan lands og utan, 2 hafnsögubátar, báðir innanlands 3 vöruflutningaskip, öll erlend- is, og einn flóabátur innanlands. Um áramót hafði verið sam- ið um smíði 11 fiskiskipa er- lendis og eru þau þessi: í Marsdal í Danmörku er í smíðum eikarskip fyrir Fiskiver h.f. á Akranesi, hjá Körbös Meka nik verksted í Noregi er í smíð- urn stálskip fyrir Guðmund Jónsson á Rafnkelsstöðum, Jón Gíslason h.f. í Hafnarfirði á stál skip í smíðum hjá Ankerlökken í Noregi. 1 Hollandi er verið að smíða 235 tonna stálskip fyrir Þráin Sigurðsson útgerðarmann á Siglufirði og loks eru 7 stál- skip, 264 tonna, í smíðum í Boizenburg í Austur-Þýzkalandi. Eigendur þeirra eru eftirtald- ir aðilar: Síldarvinnslan h.f., Neskaupstað (2 bátar), Miðfell h.f., Hnífsdal, Leifur h.f. í Reykjavík, Barðinn h.f. á Húsa- vík, Gullberg h.f. á Seyðisfirði og Sigurður h.f. á Akranesi. Innanlands eru þessi fiskiskip í smíðum: 140 tonna tréskip hjá Dröfn í Hafnarfirði, 40 tonna tréskip hjá Bátalóni í Hafnar- firði og 60 tonna eikarbátur í Skipavík, Stykkishólmi. Stálvík í Arnarvogi er að smíða 25 tonna hafnsögubát úr stáli fyrir Reykjavíkurhöfn og Bátasmíðastöð Jóhanns L. Gísla sonar í Hafnarfirði er að smíða hafnsögubát úr eik fyrir Hafnar- kauptún í Hornafirði. Stálskipasmiðjan í Kópavogi er svo að smíða 160 tonna stál- skip fyrir Flóabátinn Baldur í Stykkishólmi. Þá hefur Sliþpstöðin á Akur- eyri nýlega samið um smíði á 335 tonna fiski^kipi, eigandi þess er Magnús Gamalíelsson, út gerðarmaður í Olafsfirði. Þrjú flutningaskip eru í smíð um erlendis. 1400 tonna skip fyrir Hafskip h.f. í Elmshorn í Vestur-Þýzkalandi og 2 1850 tonna skip fyrir Eimskipafélag Islands í Danmörku. Utlit er fyrir, að nýsmíði verði svipuð á þessu ári og því síðasta, en nokkuð er farið að bera á fyrirspurnum um leng- ingu á eldri skipum, einkum af stærðinni 170—200 tonna. þeir menntamálaráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, við góðar undir- tektir. Auk þess var gamanþátlur. Þá var að lokum dansað af miklu fjöri fram til kl. 2. Reynir og félagar léku fyrir dansinum. Skemmtinefndin á þakkir skild ar fyrir góða skemmtun, en hana skipuðu: Ólafur Erlends- son, Sigurður Gunnarsson og Salomon Erlendsson. Afii hefur verið mjög rír sið- an um áramót, enda lítið hægt Borun er lokið að Laugalandí Næsf verður borað við Laugarhól, sunnan Glerór Verkefni Norðurlandsborsins að Laugalandi á Þelamörk er nú lokið að þessu sinni. Hefur verið boruð þarna 1088 metra djúp hola er gefur 12 sekúndu lítra af 89 sliga heitu vatni. Mestur hiti mældist vera á bilinu milli 500 og 600 metra dýpi, eða 92 stig, en fór aðeins lækkandi eftir því sem neðar ,dró. Þykir því sennilegt, að frek ari borun í þessari holu gefi ekki betri árangur. Borinn verður nú lekinn í sundur við Laugaland og flutt- ur að og settur saman á bor- stæðinu, sem búið er að steypa við Laugarhól, sunnan Glerár. Vinna við sundurtekt og ílutn- ing og síðan samsetningu, mun taka nokkurn tíma, og því eng- in vilneskja fyrir hendi um, hve nær borun geti liafist á ný. að sækja lengra lil vegna óstöð- ugrar tíðar. Fyrir nokkru fékk Andvari 6 lestir út af Rifstanga og er það langmesti afli um langan tíma, eru því stærri bát- arnir á þeim slóðum. Slysavarnardeild kvenna hélt aðalfund sinn sunnud. 31. jan. Þar var samþykkt tillaga að fé- lagsfána fyrir félagið. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: S.igrún Pálsdótt- ir, form., Guðrún Sigfúsdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Þórunn Eli- asdótlir og Þóra Sigurmunds- dóttir. Slysavarnardeildirnar afhentu nýlega kr. 10.000.00 í Flateyrar- söfnunina. Ákveðið hefur verið að bæta hér við tveim löggæzlumönnum og eru tveir menn á námskeiði i Reykjavík af því tilefni, og taka við störfum að því loknu. Þeir eru Arinbjörn Kjartansson og Hallur Jónasson. Fjárhagsáætlun bæjarins hef- ur verið lögð fram og kom til fyrri umræðu sl. miðvikudag. Samkvæmt henni eru útsvör og aðstöðugjöld áaftluð 10.6 millj., eða hækkun um 10.3%. G. H. Stöðig mhiÉg flugumlerðor Um þessar mundir er unnið að því að bera ofan í veginn, sem liggur að borstæðinu við Laugar hói, svo flutningarnir geti geng- ið greiðlega, en samtals mun borinn vega um 70 tonn, má af því sjá, hversu mikið atriði er, að vesrurinn standist raunina. Mikill áhugi er ríkjandi hér í bænum fyrir þesujum hita- veiturannsóknum, og þess al- mennl vænzt, að árangur leiði til frekari framkvæmda, og vænt anlega hitaveitu fyrir Akureyri. Að vísu er það vatnsmagn, sem fékkst við Laugaland, ekki nægj anlegt eitt saman, þess vegna vona menn, að góður árangur ná ist einnig við borunina í Gler- árdal. Samkvæmt upplýsingum sem borizt Jiafa frá Flugfélagi Is- lands, flutti félagið 24682 far- þega milli Reykjavíkur og Akur- eyrar á sl. ári, er það aukning, sem neinur 10.3%. Til og frá Akureyri, að Reykja vík undanskilinni, voru farþegar 2763. Farþegarumferðin um Ak ureyrarflugvöll er því í heild 27447, eða aukning, sem nem- ur 11.3%,. Þá voru flult 275.7 tonn af vörum ýmiss konar og póstur rúmlega 29 tonn. Þá upplýsti jónas Einarsson, flugumferðarstjóri, blaðið um, að á árinu 1964 hefðu lending- ar og flugtök verið samtais 9481 en þar af 4735 eða um helming- ur vegna Flugskóla Tryggva Helgasonar. Flugfélag Islands Aflasölur fogara Ú. A. Togarinn Harðbakur seldi í Grimsby sl. mánudag 161 tonn fyrir 11.767 sterlingspund. — Sléttbakur seldi í Þýzkalandi í gær 140.5 tonn fyrir 87.748 mörk. — Svalbakur hefur verið 7 daga á veiðum og fengið 50 tonn. — Veruleg verðlækkun liefur orðið á fiski bæði í Bret- landi og Þýzkalandi, þar sem framboð þarlendra skipa hefur aukizt að mun. Fyrst um sinn verður samt siglt með aflann, og því ekki líkur á að frystihús- ið komizt í gang. hafði um 2000 lendingar og flugtök vegna áætlunarflugs þess, einnig voru nokkrar milli- landaferðir lil og frá Akureyrar- flugvelli. 15 heilir flugdagar féllu niður á árinu vegna veðurs. f. ö. j. F. ö. J. Félag ungra jafnaðar- manna ó Akureyri heldur fund um íartdbúnaðarsnólin fimmtudaginn 18. fe- brúar n.k. Fundarstaður og fund- ariími nánar auglýst í næsta blaði. Félagar, fjölmennið. Stjórnin. A LÞY O 11 IVI A n U W I N N

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.