Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 17.02.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 17.02.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.)( ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Horrœnt samstarf Þrettánda þing Norðurlandaráðs var sett í Reykjavík sl. laugardag og hefur staðið fram að þessu. Ekki verður því neitað, að það eru nokkur tíðindi, þegar fremstu menn í stjórnmálum á Norðurlöndum koma saman til skrafs og ráðagerða, þótt ekki liafi samkomur þeirra úrslitaatkvæði um gang málanna. Jafnvíst er það, að slíkar nmræður hafa þegar haft margt gott í för með sér, og eiga vafalaust eftir að marka dýpri spor í framtíðinni. Stundum heyrum vér því fleygt, að hin svonefnda norræna samvinna sé þýðingarlaus fyrir oss íslendinga, og þótt fag- urt sé talað, þá séum við engu að síður olnbogabörnin, þegar til framkvæmda kemur. Þetta er fullkominn misskiln- ingur, og skaðvænlegur á marga lund. Vitanlega verður það ætíð svo í samhúð þjóða, þótt skyldar séu, og vinsam- legar liver annari, að komið geta upp deilumál eða hags- munir þeirra rekisl á, svo að ekki verði unnt að ganga til fulls til móts við annan aðila. En ef vér athugum sögu lið- inna ára, þá má oss Ijóst vera, að margt höfum vér unnið vegna þátttöku vorrar í samvinnu Norðuiianda. Og þegar einstakir aðilar hafa gert tilraunir til að þrengja kosti vorum, eins og t. d .SAS sl. ár, þá er jafnvíst, að það mál leystist á farsællegan hátt fremur öllu öðru vegna þess menningarlega og pólitíska samstarfs Norðuxiandanna, sem vér erum aðilar að. Benda má einnig á ýmis atriði í gagn- kværnum samningum, sem gerðir hafa verið og eru oss tví- mælalaust til iiagshóta. Sakir legu lands vors og sérstakra staðhátta megum vér samt sem áður ekki vænta jafnmikilla hagsbóta á sviði at- vinnu- og efnahagsmála í samvinnunni við Norðurlöndin og í menningarmálum. Alliyglisverð voru ummæli Tage Erlander forsætisráðherra Svía á fyrstu umræðu mótsins ei hann lýsti þeirri skoðun Svía, að íslendingar væru ómiss- andi menningaraðili í hópi Norðurlandanna. Og víst er um það, að þeirri skoðun hefur stöðugt vaxið fylgi um Norður- lönd, hversu miklu ísland hefur að rniðla þeirn, ekki síður en þau geta nxiðlað oss. Eitt þeirra mála, sem nú liggur fyrir Norðurlandaráði er samræming í skólamálum landanna. Þar er um að ræða atriði, sem vér ættum að veita fulla athygli, og fylgjast með eftir því senx möguleikar eru. Það er að sönnu staðreynd, að ólíkir staðhættir valda því, að ekki geta öll Norðurlönd steypt skólakerfi sín algerlega í sama mótið. En svo margt er sameiginlegt í menningu þeirra og viðhorfunx, að þau geta fylgst að og lxaft margt sameiginlegt. Vér erum skemmst komnir í skólamálum vorum, og höfum ekki haft aðstæður, til að þreifa oss svo áfram, eins og gert Jiefur verið á Norð- niiöndunum hinum, þess veglia er oss stórlegur vinningur að fylgjast með því, sem þar er gert og samræma það stað- Hvar eru akreinarmerkin? Milljónatjónagreiðslur. Óskipulögð umferð. Kunningi minn einn sagði ný- lega við mig: Hvernig skyld.i það annars vera með akreinar- merkin sem komið var upp á síðasta ári, en sjást nú yfirleitt hvergi hér á götunum. — Ætli það opinbera hafi gefist upp á þeim, eða megum við vænta þess, að þau verði endurnýjuð einhverntíma á þessu ári, t. d. þegar nógu mikið ökuslys hefur hlotist, vegna þessarar ringul- reiðar, og vekur framkvæmda- andann. — Eg ók bílnum mínum um daginn, suður eftir Skipagötu, ætlaði síðan upp Kaupvangs- strætið og upp á „brekku“. Eins og allir þekkja, eru, eða réttara sagt voru, merktar þrjár ak- reinar neðst í Kaupvangsstræt- inu, sú syðsta fyrir þá, er aka ætla til vinstri — suður Hafnar- stræti, sú í miðið fyr.ir þá, er aka vilja upp Kaupvangsstrætið og sú ysta þegar ekið er til hægri — út Hafnarstræti. — Nú reyndi ég að aka sem næst því sem mig minnti að mið-akreinin væri. Vinstra meg- in við mig ók önnur bifreið, svo til samhliða, og gerði ég ráð fyrir að hún myndi beygja inn Hafnarstræti, — en viti menn, þegar að horninu kom, gefur bifreiðin stefnumerki — ekki til vinstri eins og ég bjóst við, heldur til hægri — eða þvert jyrir ökustefnu mína, og ók þá leið. — Ég held ég hœli mér ekkert sem ökumanni þótt ég segi, að það var ekki þeim góða manni að þakka að ekki varð árekstur og stórtjón. Eitt tryggingarfé- laganna hefði þá þurft að „blæða“ á bílinn minn nýjum framenda, og ef hinn hefur ver- ið í „kasko“ þá líklega nýrri hlið í hann. Já, svo mörg voru þau orð. Það ryfjast upp fyrir mér þegar ég heyrði þetta, lestur þess fróðleiks, sem tryggingarfélögin gefa upp, að tjónabætur vegná bifreiðaskemmda hafi numið, hvorki meira né minna, en 110 millj. kr. á síðasta ári. Og þá fór ég að hugsa um: Hvað mikill hluti þessarra bóta hefur verið greiddur vegna sv.ipaðra tilfella og að framan greinir? Tilfella, dæmigerðra fyrir óþroskaða umferðarmenningu okkar og Jítt skipulagt umferðarkerfi í þétt- býli. Eg lek því undir orð kunn- ingja míns um akreiarmerkin. Það getur verið stórhættulegt þegar slíkar reglur hafa verið settar og merktar — og svo hverfa merkin einn góðan veður- dag. Flestir halda þó áfram að aka eftir settum reglum, aðr.ir rugl- ast í þeim, kannski af eðlilegum ástæðum, en þeir eru lika til, sem aldrei hlíta neinum reglum eða bönnum, ef hægt er að kom- ast hjá því á einfaldan hátt, án sekta eða fjárútláta. Þetta getur skapað slíka ógnarringulreið í umferðinni, að enginn sér fyrir- fram um afleiðingarnar. Það sem bjargar okkur hérna ennþá, Hið nýja vöruflutningaskip H. f. Eimskipafélags Islands liljóp af stokkunum 13. þ. m. við hátíðlega athöfn í Alborg Værft í Álaborg og var gefið nafnið „Skógafoss“. Viðstaddir voru af hálfu Eimskipafélagsins Óttar Möller forstjóri, Einar B. Guðmunds- er að hraðinn í umferðinni er enn ekki orðinn svo mikill, að við ráðum ekki við hann. En með aukinni þróun og bílafjölg- un getur svo farið, að sú björg- un sé ekki lengur fyrir hendi, og hvar stöndum við þá? Er ekki tími til lcominn að fara að endurskoða umferðar- lög og reglur og breyta þeim til samræmis við þarfir bíla og annarra hraðfara ökutækja. Hestkerru- og hjólböruöldin er liðin. Við Iifum á öld hraðans og um leið tækninnar, og er- lendis hefur þessi tækni verið tekin í notkun fyrir umferð og umferðaröryggi, þannig að jafn- vel í stærstu borgum heims er maður óhultari í umferðinni en sumstaðar hér heima. Þar er líka ríkt eftir því gengið, að all- ar reglur séu haldnar, og þeim óvægilega refsað, sem brjóta umferðareglurnar. En nóg um það. 110 milljón- irnar sýna okkur svo ekki verð- ur um villst, hvar við stöndum í þessurn efnum, og að þegar í stað verður að hefjast handa um úrbætur, ef sú upphæð á ekki að margfaldast á næstu árum. son hrl. og Viggó E. Maack skipaverkfræðingur og konur þeirra. Einnig voru viðstödd Stefán Jóhann Stefánsson am- bassador og kona hans, og fleiri gestir íslenzkir og danskir. Það var frú Arnþrúður Möller, kona Ottars Möller forstjóra Eim- skipafélagsins, sem gaf skipinu nafn. M. s. „Skógafoss“ er opið hlífðarþilfarsskip, 2670 D.W. tonn að stærð. Lengd milli lóð- lína verður 280’2” og breidd 44’3”. Aðalaflvél skipsins, smíð- uð hjá Burmeister & Wain, verð ur 3000 hestöfl. Ganghraði er áætlaður 13,9 sjómílur. Smíði skipsáns verður lokið í maí n. k. og þá afhent Eimskipa- félaginu. Þegar verður hafist handa að leggja kjölinn að systurskipi m.s. „Skógafoss“, sem smíðað verður í sömu skipasmíðastöð. Áætlað er að smíði þess skips verði lokið um næstu áramót. háttum vorum. Má þar og minna á, að í ýmsu framhaldsnámi er oss hagkvæmt, að leita til Norðurlandanna, en því aðeins getum vér það með góðu móti, að vér högum undirbúningi vorurn á svipaðan hátt og þar er gert. Og þó að Norðurlönd- in séu smáþjóðir á heimsmælikvarðann, eru þau óumdeilan- lega í fremstu röð menningarþjóða jarðarinnar, skólamál þeirra viðurkennd með ágætum, og í sífelldri þróun og framför. Vafasamt er, hvort nokkrum þjóðum er ljósara, að mennt er máttur, og lifa fremur samkvæmt því. Þess vegna væntum vér hins bezta af þeim umræsðum um skóla- mál, sem verða á þingi þessu. r A fleira verður ekki minnst að sinni, en vonandi gefst beti'a færi á því að þinglokum. fSkógafoss' hleypur af stokkunum

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.