Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.02.1965, Page 1

Alþýðumaðurinn - 25.02.1965, Page 1
Vvvirkj 11 n Lavár Mánudaginn 15. febr. sl. var haldinn sameiginlegur fundur bæjarráðs og Laxárvirkjunar- stjórnar. Þar var gerð og sam- þykkt einróma svohljóðandi á- lyktun: A fundinum var lögð fram Skyldi þcssi snóði vera að hugsa um, að þegar hann verður orðinn stór, ætli hann að sigla ó voða stóru skipi til útlandanna? (Ljósmynd: S.). IM o) breytingum ó sildarverk- — Skref í átt til að auka afköstin, sagði Guðni Árnason, skrifstofustj., er blaðið innti hann frétta Guðni Þ. Árnason, skrifstofu- stjóri Kaupfélags N.-Þingeyinga á Raufarhöfn, átti leið hér um bæinn um síðustu helgi, og not- færði fréttamaður blaðsins tæki- færið til að spyrja hann helztu tiðinda úr byggðinni þar eystra. — Jœja, Guði, hvernig geng- ur líjið á Raufarhöfn? — Lífið á Raufarhöfn er nú ekki margbreytilegt á þessum árs tíma, lítið sem ekkert hefur ver- ið róið, enda fiskleysi og gæft- ir auk þess mjög stirðar. Frysti- húsið hefur því ekkert starfað síðan um áramót, vegna hráefn- isskorts. Ekki er þó hægt að segja, að liér sé atvinnuleysi, því að nokkr ir menn vinna alltaf við undir- búning og viðhald á hverri sölt- unarstöð. Og í síldarverksmiðj- unni er verið að taka niður ann- an þurrkarann, en selja annan stærri í staðinn. Er það skref í átt til þess að auka afköstin. — En livað um félagslíjið? — Félagslífið er nú heldur dauft, nokkrir dansleikir hafa að vísu verið haldnir, en aðstað- an í húsi því, sem nú er notast við, er engan veginn góð, þar sem t. d. vantar alveg senu til leikritaflutnings. En vonandi stendur það til bóta með væntanlegri félagsheim ilisbyggingu, sem hafin var í fyrra, þá var lokið við að reisa veggmótin fyrir áramót, en vegna ótíðar var ekki hægt að steypa i þau. Væntanlega verð- ur það gert í vor. Að byggingu félagsheimilis- ins standa: Raufarhafnarhrepp- ur og einstök félög á staðnum. Karl Ágústsson, verkstjóri, er fórmaður byggingarstjórnar. — Er eitthvað um aðrar bygg ingaframkvœmdir? — Það eru í smíðum 12 íbúð- arhús i plássinu, í tvö þeirra er flutt, en hin eru á mismunandi byggingarstigi. Skólahús barna- og unglinga- skólans er líka í byggingu, tvær hæðir, og var sú efri tekin í notkun sl. haust. Á þeirri hæð eru fjórar kennslustofur auk kennarastofu og skólastjóraher- bergis. í vetur hefur svo verið unnið að frágangi á neðri hæð- inni, en þar verða einnig fjórar kennslustofur, tvær þeirra eiga að mynda sal, þar sem fram á að fara allt félagslíf skólans. Verður þessi hæð væntanlega til- búin í vor. Næsti áfangi i byggingamál- um skólans verður svo bygging íþróttahúss ásamt lítilli sund- laug. —• Og að lokum, Guðni, er f>að nokkuð, sem þú vilt taka fram? — Ekki nema þá þetta um Framhald á bls. 4. svohljóðandi bókun Laxárvirkj- unarstjórnar frá 10. febrúar sl.: „Rætt um framtíðar Laxár- virkjun. Knútur Otterstedt gerði grein fyrir starfi sínu við útreikn inga á samanburði á virkjunum Laxár og línu frá Búrfelli, skv. greinargerð, er hann liafði af- hent Laxárvirkjunarstjórn. Einn ig sýndi hann útreikninga um tekjuöflun Laxárvirkjunar sam- kvæmt umræddum áætlunum. - Laxárvirkjunarstjórn þakkar Knúti Otterstedt vel unnið starf og væntir aðstoðar hans í fram- tíðinni. Að fengnum þessum upplýs- ingum, lýsir Laxárvirkjunar- stjórn þeim eindregnum vilja sínum, að raforkumál Laxár- virkjunarsvæðisins verði leyst með nýrri virkjun Laxár og varmaaflslöðvum með þeim hætti, sem hagkvæmast reynist. Jafnframt að gerð verði ítar- leg rannsókn á, hvort ekki reyn- ist hagkvæmt að Austurland verði tengt við Laxárvirkjun samtímis aukinni orkufram- leiðslu í Laxá.“ 1 tilefni ofanritaðrar bókunar samþykkir fundurinn eftirfar- andi: „Sameiginlegur fundur stjórn- ar Laxárvirkjunar og bæjarráðs Akureyrar, haldinn 15. febrúar 1965, lýsir fyllsta samþykki sínu við ályktun stjórnar Laxárvirkj- unar frá 10. febrúar sl. um ný- virkjun Laxár. Skorar fundurinn á hæstvirta ríkisstjórn að beita sér fyrir því við hið háa Alþingi, að nauðsynlegar lagaheimildir í Framhald á bls. 3. AVARP Áfengisneyzla þjóðarinnar er mörgum áhyggjuefni, ekki aðeins vegna þeirrar óþarfa fjársóunar, sem henni fylgir, heldur fyrst og fremst vegna þeirra hörmunga, sem svo ótal margir þjást undir af hennar völdum og vegna þess siðleys- is og ómenningar, sem af henni leiðir. Niðurstöður þeirra tilraúna, sem gerðar hafa verið á vís- indalegan hátt um áhrif áfengis, gefa eigi aðeins vísbendingu, heldur leiða í ljós ótvíræða sönnun þess, að áfengisneyzla lami heilsu og starfsorku manna, sljóvgi dómgreind og valdi á stundum aldurstila. Hættan, sem af ofdrykkju stafar, er flestum Ijós, en al- menningur virðist aldrei gera sér það eins ljóst og skildi, að hófsöm neyzla áfengis er undanfari ofdrykkju. Mörgum tekst ekki að stöðva sig, þegar undan hallar og renna þá lengra nið- ur en til var ætlast. Með félagslegum samtakamælti hefur íslenzku þjóðinni tekist að lyfta „grettistökum“ í framfara- og menningarmál- Þjóð, sem vill halda sjálfstæði sínu og vernda þjóðerni sitt, þarí á þeim mætti að halda, ef ekki á að reka undan vindum og straumi. Bindindisvikan er viðleitni til þess að sameina hug almenn- ings um nauðsyn endurbóta á þessu mikla vandamáli þjóð- arinnar. Við undirritaðir heitum á þau félög og félagasamtök, sem við erum fulltrúar fyrir að gerast virkir þátttakendur í bind- indisvikunni með því að sækja þær samkomur, sem stofnað er til, hvetja aðra til þess, og beita áhrifum sínum á annan hátt til þess, að hún nái sem bezt tilgangi sínum. Bindindisfélag ökumanna: Jónas Jónsson. 1 þróttabandalag Akureyrar: Isak Guðmann. Ungmennasamband Eyjafjarðar: l}óroddur Jóhannsson. Æskulýðsráð Akureyrar: Hermann Sigtryggsson. Pélur Sigurgeirsson. Félag áfengisvarnanefnda við Eyjajj: Ármann Dalmannsson. Skátafélag Akureyrar: Tryggvi Þorsteinsson. Æskulýðsjélag Akureyrarkirkju: Sigurður Sigurðsson. Þingstúka Akureyrar: Arnfinnur Arnfinnsson, Eiríkur Sigurðsson, Jón Kristinsson

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.