Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐU MAÐURINN RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Umhugsunarefni Á fjárlögum yfirstandaudi árs er áætlað, að greiða þurfi 183 millj. kr. í útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur. Þá er áætlað, að veila um 160 millj. kr. til landbúnaðar- mála (hér eru framlög til skógræktar, sandgræðslu, varna gegn ágangi vatna og til húsmæðrafræðslu dregin frá), og gera þessar tvær upphæðir samt. kr. 343 millj., eða röska þrjá fimmtu þeirrar upphæðar allrar, sem ríkið áætlar til menntamála landsmanna. Þá er á fjárlögum ætlaðar 89.7 millj. kr. til raforkumála, og fer veruleg upphæð þar af til rafvæðingar liændaliýla, en auk þess verður að minna á,.að nær allar héraðsrafveit- ur landsins eru reknar með miklum halla, sem allir þegnar ríkisins verða að standa undir, og þá að meginhluta þeir, sem í þéttbýlinu húa, því að þar er mannfjöldinn. Enn skulum vér vekja athygli á, að vegna strjálbýlis í sveitum, er vegalagning og símalagning auk rafvæðingar mjög kostnaðarsöm um þær, kostnaður, sem allir Jandsménn hera meira eða minna. Loks er svo að minna á kr. 543 millj., sem á ýfirstandandi áii eru ætlaðar til niðurgreiðslu verð- lags, aðallega húvara, upphæð, sem snertir á mikilsverðan liátt hag neytenda og liænda, svo og ríkissjóð. Að síðustu skal svo minna á, að meðaltalstekjur hænda eru samkvæmt úrtaki Hagstofu íslands 1963 eftir skatta- skýrslum lœgstar allra stétta landsins. Að öllu þessu höfðu í huga, getur engan furðað, þótt marg- ir álykli svo, að landhúnaðarmál vor geti ekki verið tekin réttum tökum og Hér þurfi breyttrar stefnu við, þar eð sii gata, sem gengin hefur verið undanfarið varðandi þessi mál öll, hafi hvorki reynzt hændum, neytendum né ríkis- sjóði farsæl leið. í sl. viku efndu íelög ungra jafnaðarmanna víða um land til umræðu innan samtaka sinna um landbúnaðarmál. Þau vildu með þessu leggja áherzlu á þá skoðun Alþýðu- flokksins, að landbúnaðarmál vor þurfi sérstakrar athug- unar við. Þessi skoðun hefur sætt miklu aðkasti frá öllum hinum stjórnmálaflokkunum, og Alþýðuflokknum verið hrigzlað um fjandskap við bændur á öðru leitinu, en hinu um fá- fræði um þessa atvinnugrein. Auðvitað eru hrigzlin í garð Alþýðuflokksins um fjand- skap við hændur uppspuni. Alþýðuflokkurinn herst fyrir jafnrétti þegnanna, hvaða atvinnu sem þeir stunda, og sem jöfnustum og heztum lífskjörum. Hitt er hins vegar skoð- un hans, að sú stefna, sem nú er ríkjandi í landhúnaði vor- um, leiði livoiki hændur né viðskiptavini þeirra, neytend- urna, þessa braut, og því vill hann, að hér séu málin skoð- uð niður í kjölinn með lieill heggja fyrir augum. En fáfræðin þá? Sjálfsagt er að viðurkenna, að Alþýðu- flokksmenn í kaupstað eru engir sérfræðingar í húskap - VÍSITALAN - Vísitala framfærslukostnaðar hefur líklega meiri áhrif á ís- lenzkt efnahagslif en nokkur ein tala önnur. Eftir henni mæla stéttir og samtök breytingar verðlags og taka ákvarðanir um óskir og kröfur um breytt kjör. Eftir vísitölu eru ríkisstjórnir dæmdar, standa eða falla. En hvað er þessi vísitala, sem hýr yfir slíku valdi? Hvernig er hun tilkomin? Á árinu 1939 var fyrst fund- inn grundvöllur fyrir vísitölu framfærslukostnaðar. Þá var sett upp kauplagsnefnd, og fékk hún 50 fjölskyldur í Reykjavík til að halda búreikninga í eitt ár. Úr því fengust 40 nothæfir reikningar, og var vísitalan byggð á þeim veika grunni. Sú vísitala gilti þó í 20 ár. Á árunum 1953—54 var grundvöllurinn endurskoðaður. Var reynt að fá 300 fjölskyldur til aðstoðar, en aðeins fengust nothæfar skýrslur frá 80 heim- ilum. Á því var byggður nýr grundvöllur, sem sýndi allmikl- ar breytingar á neyzluvenjum síð an 1940. Þessi nýi grundvöllur var tekinn í notkun af stjórn Emils Jónssonar 1959. Nú hafa enn orðið miklar hreylingar á lífskjörum íslenzkr- ar alþýðu og neyzluvenjur fólks hafa án efa breytzt. Er því eðli- legt, að enn sé grundvöllurinn endurskoðaður, svo að hann sýní sem réttasta mynd af meðal- neyzlu íslenzkra launþega. Slík endurskoðun er að hefjast á vegum kauplagsnefndar og Hag- stofunnar, og er mikilsvert, að allir þeir veiti aðstoð, sem til verður leitað, og nothæfar upp- lýsingar fáist um fleiri heimili en áður. Þessi endurskoðun er eitt þeirra mála, sem samið var um í júní í fyrra milli ríkisstjórn ar, alþýðusamtaka og atvinnurek enda. Það er mikill Ijóður á ráði íslenzlcra stjórnmálamanna og blaða, liversu óvarlega og óná- kvœmlega oft er jarið með töl- ur. Til dœmis hefur mátt heyra margar mismunandi átgáfur á fwí, hve mikið vísitalan liaji hœkkað á tilteknu árabili, og er þá von. að alþýða manna rugl- ist í ríminu. Þetta stafar af því, að vísitalan skiptist í jlokka, matvöru, Jiúsnœði, fatnað og álnavöru, ýmis útgjöld og frá- dráttarliði. Eigi ýmsir til að taka-. aðeins vísitölu matvöru, ef húm er hærri en heildarvísitalan og; tala um þennan liluta sem „vísi- töluna.“ Jafnframt ítarlegri endiirskoð un á grundvelli vísitöhrnnar væri æskilegt að flokkar'ár og áróð- ursmenn þeirra reyndu að auka virðingu sínr. með því að gera drengskap'arsamning um að nota framverjig allir sömu tölu, þegar þeir ræða um „vísitöluna,“ en hrátta þeim kúnstum, sem við- gengist hafa á þessu sv.iði. A þetta raunar eins við um aðrar tölur varðandi efnahagsmál þjóðarinnar. (Alþbl. 26. 2. ’65). ÚR DAGBÓK LÍFSINS Stjórn bindindisvikunnar hef- ur farið þess á leit við Magnús Sigurðsson skólasljóra, að liann sýni hér kvikmyndina „Úr dag- bók lífsins“. Hefur hánn orðið við þessurn tilmælum og verður hún sýnd í Borgarbíói laugar- dag.inn 6. marz kl. 5 síðdegis. fiemur en annarra flokka nienn í kaupstöðum landsins. En hér er þess að gæta, eins og fyrr getur, að landbúnaðar- málin snerta fleiri en þá, sem að honum vinna, þau snerta rnjög fjármál allra landsmanna, hæði í sveitunr og hæjum. Og það er af þeim sjónarhóli skyggnzt, sem Alþýðuflokk- urinn getur ekki orðið sammála öðrum flokkum landsins um stefnuna í þessum málum. í fyrsta lagi heldur Alþýðuflokkurinn því fram, að eng- in stétt í landinu húi við eins misjöfn kjör og hændastétt- in. Til þess að bæta lífskjör þeirra verst stæðu þurfi önnur og róttækari ráð en nú er beitt, m. a. sé það engin „bænda- vinátta“ að spyrna gegn því að afdalajarðir og harðbýlis- kot fari úr hyggð. í öðru lagi telur Alþýðuflokkurinn óhagsamt, að hænd- m séu örvaðir til að framleiða búvörur fram yfir það, sem innlend neyzla taki við. Stefna heri að því, að sú fram- leiðsla sé framleidd af færri og þannig komi meira í hlut hvers hónda. í þriðja lagi hendir Alþýðuflokkurinn á, að menn skuli ekki friða sig gagnvart núverandi offramleiðslu húvöru, sem flutt er út með háum útflutningsuppbótum, að hér sé um stundarfyrirhrigði að ræða, sem hverfi með fjölgun þjóðarinnar. Þetta hefur verið sagt árum saman, en reynsl- an sýnt, að búvöruframleiðsla hefur vaxið meir en inn- lendur markaður, af því að ekki hafa verið settar skorður við þessari offramleiðslu heldur ýtt undir hana með óheppi- legum ráðstöfunum og óraunsæjum áróðri. Loks skal hér bent á til umhugsunar, að það er grund- vallarmisskilningur í samanhurði þeim, sem formaður Stéttarsamhands hænda hefur uppi um stuðning Breta og íslendinga við landhúnaðinn: Bretar framleiða hvergi nærri nóg af húvöru til að íullnægja innlendri eftirspurn og þurfa að flytja inn feikn landbúnaðarvara, íslendingar flytja út landbúnaðarvörur, sem þeir þurfa að greiða með milljón- ii' í útflutningsuppbætur, þ. e. hér er framleitt meira af landhúnaðarvörum en þjóðinni er hagstætt. Eins og fyrr getur, eru þessi atriði tekin hér fram til umhugsunar og athugunar. Það skal viðurkennt, að fleiri atriði her að hugleiða en þau tölulegu ein, en þau eru san’,1 sem áður þungamiðjan. Hvaða stuðningur við landhÚD að- inn er liagrænn þjóðinni í heild og hvernig má bæta kjör bœnda innan þess ramma. Þetta er þungamiðja máls’.ns, en ekki fimbulfamb um „vináttu“ eða „fjandskap“" í «arð sveitanna. Því fyrr sem vér tökum að ræða þes si mál út frá þessu sjónarmiði fyrst og fremst, því fyrr iná gera ráð fyrir, að vér gelum leyst þann remhihnút, senv landhúnaðar- mal voi ei u oneitanlega i, hæði hvað afkomu verulegs hóps hænda sneitu og veiðlagsmal landhunaðarframlejðslunn- ar í heild.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.