Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 5
5 Frá^bæjarstjórn Akureyrar Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar voru m. a. þessi mál af- greidd: Breyling á kjarasamningi: — Samþykkt var, að frá og með 1. okt. 1964 skuli greiða 6.6% uppból á laun fastra starfs- manna, en yfirvinnukaup og vaktaálag haldist óbreytt til 1. jan. 1965. Frá 1. jan. 1965 lækki eftirv.innuálag úr 60% í 50%, þ. e. að eftirvinnukaup haldist óbreytt að krónutölu, en nætur- og helgidagakaup hækki jafnt og föstu launin, svo og vaktaálag. Um verðlagsuppbót fer samkvæmt lögum, þ. e. frá 1. marz er nú greitt 3.05% verð- lagsuppbót á laun bjá bænum. Bijreiðastyrkur: — Samþykkt var að greiða Iiaraldi Svein- björnssyni, verkfræðingi, kr. 2000.00 í bifreiðastyrk á mán- uði frá 1. febr. sl. að telja. Lundargata 4 keypt: — Sam- þykkt var að kaupa húseignina Lundargötu 4 fyrir kr. 225.720. 00 af fé skipulagssjóðs bæjarins. Kaupverð er mismunur bruna- mats hússins og tjónmats, en hús þetta varð fyrir skemmdum af eldi fyrir nokkru. 30 l>ús. kr. til Iðju: — Sam- þykkt var að veita kr. 30 þús. af námsflokkafé til Iðju, félags verksmiðjufólks, en það hyggst halda félagsmálanámskeið hér í vetur varðandi starfsmat og vinnuhagræðingu. Bæjarstjóra og skólastjóra Iðnskólans falið að gera tillög- ur til bæjarstjórnar um starf- rækslu námsflokka á Akureyri. Hœtta störfum: -— Tveir starfs menn bæjarins, Jón Rögnvalds- son, garðyrkjuráðunautur, og Sigtryggur Stefánsson, sóttu um lausn frá störfum, Jón frá 1. apríl n.k. vegna aldurs, Sigtrygg- ur frá 1. marz þ. á. vegna ann- ars starfs ( byggingafulltrúi Eyja íjarðar- og Þingeyjarsýslna). - Var hvorutveggja veitt og starfs mönnunum þökkuð ágæt störf. Mælst var til þess við Jón Rögn- valdsson, að hann veitti Lysti- garði Akureyrar forstöðu áfram. Samþykkl var, að auglýsa starf garðyrkjustjóra laust til um- sóknar frá 1. april n.k. Lóðaleigur: — Samþykkt var að framvegis skuli allar lóða- leigur baejátrin)i| miðaðar v\ið fermetrastærð lóða í stað hundr aðshluta af fasteignamati, svo sem verið hefur með íbúðar- húsalóðir. Lóðaleiga verði fyrst um sinn kr. 1.00 á fermetra á ári, en síðar háð endurskoðun bæjarstjórnar á hverjum tíma. Framkvœmdir í gatnagerð: — Samkvæmt tillögum bæjarverk- fræðings um gatnagerðarfram- kvæmdir á árinu 1965, sem bæj- arstjórn hefur samþykkt, er ráð- gert að malbika í sumar eftir- Fyrir nokkrum árum síðan hóf Hafsteinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri í Reykjavík, merkilega útgáfustarfsemi, en það var ný útgáfa og eftirprent- un íslenzkra þjóðsagnasafna. Reið hann á vaðið með nýrri útgáfu af Þjóðsögum Jóns Árna Hafsteinn Guðmundsson sonar, þar sem allt safn hans var gefið út í fyrsta sinni og með vísindalegri nákvæmni, eins og hæfði því sígilda þjóðsagna- verki. Því næst komu út nýjar útgáfur af söfnunum Ommu og Gráskinnu, var hið síðarnefnda safn aukið um nær helming. Á þessu ári hefur útgáfufyrirtæki þetta, sem nefnist Þjóðsaga, gef ið út Skrá um íslenzkar þjóð- sögur og skyld rit, þar sem getið er um allt það, sem kunnugt er af slíkum ritum á íslenzku, og svo er ný útgáfa af þjóð- sagnasafninu Grítnu, sem verð- ur lokið um þessar mundir. Á árunum 1929—1950 gaf Þor- steinn M. Jónsson út ritsafnið Grímu hér norður á Akureyri, alls 25 hefti. Voru fyrstm heftin að stofni úr söfnum Odds Björns sonar, en til hinna síðari 15 safnaði Þorsteinn ásamt Jónasi Rafnar, yfirlækni, sem sá um taldar götur: Eyrarlandsveg að M. A., Hrafnagilsstræti að Þór- unnarstræti, Norðurgötu að Eyr arvegi, Gránufélagsgötu milli Glerárgötu og Norðurgötu, Lund argötu, Grænugötu, Eyrarveg of an Norðurgötu, Hafnarbakkann og austurakrein Glerárgötu, en hún verður undirbyggð undir malbik í fullri breidd og gang- stétt lögð austan megin götunn- ar. — Þá verða nýbyggingar gatna sem hér segir: Akurgerði, Stekkjargerði, Kotárgerði, Skarðshlíð, Langahlíð (helming ur), Hrafnagilsstræti, milli Skólastígs og Þórunnarstrætis og svo holræsalögn og púkkun Þór- unnarstrætis. alla útgáfuna ásamt Þorsteini sjálfum. Gríma hin nýja, en svo kallast hin nýja útgáfa, flytur alla gömlu Grímu en auk þess nokkuð á annað hundrað sög- ur og þætti, sem ekki voru í gamla safninu og margar áður óprentaðar. Er safnið í 5 bind- um, fylgja því nákvæmar nafna- skrár, skrár um sagnamenn og skrásetjara og ritgerð um þjóð- sögur eftir Þorstein M. Jónsson. Hefur öllu efni safnsins verið raðað að nýju, svo að þær sög: ur eru nú saman, sem saman eiga, og er skipan efnis að mestu eða öllu hin sama og í útgáfu Þorsteins M. Jónssonar af Þjóðsögum Olafs Davíðsson- ar, en þá skipan gerði Þorsteinn sjálfur. Þessi breyting gerir safn ið á allan liátt skemmtilegra og aðgengilegra, og er raunar eina aðferðin, sem viðhlítandi er í útgáfu þjóðlegra fræða, en verð- ur ekki komið við, þegar söfnin koma smám saman út í heftum. Gríma er gamall kunningi, sem vissulega verður kærkomin mörgum í hinum nýja búningi, og er óhætt að fullyrða, að í henni eru margir þættir og sög- ur, sem teljast mega meðal hins bezta, sem skráð hefur verið í þessum fræðum, enda eru fóstr- ar hennar báðir, þeir Jónas og Þorsteinn, í senn smekkmenn á íslenzkt mál og kunna vel með þessi fræði að fara. Að ytra búnaði er Gríma hin nýja, eins og allar útgáfubækur Þjóðsögu, mjög fagurlega úr garði gerð, svo að bækurnar eru augnayndi og prýði í hverju bókasafni. Umboðsmaður Þjóð- sögu hér í bæ og um allt Norð- urland er Árni Bjarnarson. Bæk urnar eru allar seldar með mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum, svo að mönnum verði gert létt- ara fyrir með að eignast þær. BÓKAÚTGÁFAN ÞJÓÐSAGA Gríma hin nýja Afengisvdndnmdlíö 0] bindíndisvihan Þórarinn Björnsson, skólameist- ari: Bindindisvikan er allra góðra gjalda verð. Með einhverjum hætti verður að beina athygli fólksins að áfengisvandamáli þjóðarinnar, og þá sérstaklega vandamáli æskunnar. Að unglingarnir hafi svo greiðan aðgang að áfengi, sem nú virðist, verður á einhvern hátt að hefta, því er vegabréfaskylda eitt af þeim atriðum, sem nauð- synlega verður að koma á, og því fyrr — því betra, núverandi ástand í áfengismálum sérstak- lega eftir tilkomu vínveitinga- húsanna, er óviðunandi með öllu. Vonandi opnast augu margra fyrir albeina bindindisvikunn- ar, og þá er tilgangi hennar líka náð, því málefninu hefur ekki verið veitt verðug athygli hing- að til. —0— Þóroddur Jóhannsson, jramkv,- stj. Ungmennasamh. Eyjafj.: Heimili, skólar, kirkjur œsku lýðsfélög. Þelta eru þær stofnanir, sem ég tel að eigi og geti í samein- ingu veitt einstaklingnum þann þroska og manndóm, sem gerir þá færa lil að yfirvinna þær freistingar, seni á vegi þeirra verða, og leilt hafa marga til óreglu og siðspillingar. Og af þeim freislingum er áfengið hætlulegasti óvinurinn. —0— Stefán Ag. Kristjánsson: Bindindisvika. Hvað er það? Er það he.il vika, þegar hvergi er vín á boðstólum í samkvæm- issölum þessa bæjar, eða heim- ilum, og áfengisverzlun ríkisins lokað? Nei. Það eru nokkrir dagar, örlítið brot úr heilu ári, þar sem nokkur félagasamtök í bæ og héraði hafa á virðingarverð- an liátt reynt að vekja menn til umhugsunar uin vandamálið mikla, áfengisneyzluna. Blöðin hafa einnig lagt sinn skerf fram og ýmsar raddir láta til sín heyra, nýjar og gamlar, en allt ber að sama brunni. Meðan „Rík ið“ er opið og sumir skemmti- staðir bæjarins, með opna vín- barina, gylla með velpússuðum glösum og litklæddum barþjón- um sali sína, draga til sín unga fólkið, og sýna þeim sem ekki eru með í víndrykkjunni van- þóknun sína, þá er ekki von að vel fari. Ekki sízt þegar lílið eftirlit er með því af hálfu hins opinbera, að almenn landslög séu ekki þverbrotin og aðaltekju lind samkvæmishúsanna og bar- þjónanna oft hópur unglinga inn an lögaldurs. í gamla daga sögðu valdhafar Framhald á bls. 7.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.