Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 04.03.1965, Blaðsíða 8
Málfundafélag jafnaðarmanna á Akureyri heldur kvöldverðarfund fimmtudagskvöldið 4. marz í Sjálfstæðishúsinu (uppi) kl. 7.30. JÓN SIGURGEIRSSON mætir á fundinum og ræðir um Iðnskólamál — Tækniskóla og iðn- fræðslulöggjöfina. Stjórnin. LAUST OgTaST ÍBÚtiARBYGGINGAR: — Full yrt er, að engin þjóð eyði jafn- mikið af tekjum sínum til hús- næðis og íslendingar. Ekki þarf að teljast óeðlilegt vegna loft- lags, að svo sé að nokkru, en þegar íbúðir okkar almennt eru orðnar að einum þriðja eða jafn vel helmingi dýrari en hjá frænd þjóðum okkar á Norðurlöndum, er fyllsta ástæða til að hugleiða, hvað sé að. Vegna þess hve dýrt er að byggja hér, er ekki hægt að veita jafnhagstæð bygginga- lán og tíðkast á Norðurlöndum, ein syndin býður sem sé annarri heim, og sameiginleg afleiðing dýrleikans og skortsins á nægi- lega háum lánum er, að menn eru beztu ár ævi sinnar slitþræl- andi fyrir afborgunum, vöxtum og vanskilavöxtum af íbúðum sínum. Við byggjum of stórt, of flott og of óhagsamt, fullyrða flestir, en þótt menn sjái annmarkana, vill standa á úrbótum, þar kem- ur og til, að eftirspurn vinnu- afls í byggingar.iðnaði er langt yfir framboð, svo að hlutur iðn- aðarmanna út úr byggingarverð- inu er af mörgum talinn óhóf- lega mikill. Hér þarf aðhald ríkis og bæj- arfélaga að koma til, m. a. laga- setning, er setur uppmælingar- töxtum hóflegan ramma, en auk þess verður með lánveitingum að sníða íhúðum manna hóflegri vöxt. Þá er að nefna eitt úr- ræðið, sem talsvert er umtalað, en lítið sem ekki reynt hérlend- is, en það er svonefnd stöðlun 1 bygg.ingu íbúðanna og innrétt- ingum. Með því að hyggja ihargar í- húðir eins, innrétta þær eins, liita þær upp með stórri samhil- un í stað margra, mynda sam- vinnubyggingarfélög um heil hyggðahverfi og bjóða bygging- ar út, stytta byggingartímann og sitthvað fleira er til umhugsun- ar og úrræða. HVAÐ LÍtiUR BIRGtiUM? — Fólk á miðjum aldri og yngra hefur ekki haft af hafís að segja og veit ei nema af afspurn, hví- líkur vágestur hann getur verið. Þess vegna vaknar sú spurning nú, þegar „landsins forni fjandi“ er að henda „hungurdiskum yf- ir gráð“ fyrir Norðurlandi síð- ustu daga, hvernig við Norðlend ingar séum undir það búnir, ef hafnir lokuðust, vegir tepptust og jafnvel flugferðir leggðust af dögum saman. Hvað líður birgð um matvæla og eldsneytis hér um slóðir og hvern.ig mundi ógnarhrammur íssins leika okk- ur, sem vanist höfum á, að allt, sem við þörfnumst til daglegra þarfa, sé til kaups í næstu búð? Eða hvernig færi fyrir bænd- um með stór bú og mikla fóður- bætisgjöf, en aðeins nokkurra daga birgðir, ef fóðurbæti þryti í verzlunum þeirra og aðflutn- ingur til þeirra tepptist? Og við tölum nú ekki um, ef húsolíubirgðir gengju upp und- ir hafnbanni hafíss, vegbanni snjóa og flugbanni stórhríða. En vonandi kemur ekki til neins þessa. Hitt er annað mál, að það er rétt að gera sér ljóst, hvað getur gerzt, ef hafþök gerði og langvarandi ótíð og verzlan- ir hafa skyldum að gegna í þessu sambandi. FRJÁLS ÞJÓÐ GEFUR FRAM- SÓKN EINKUNN: — í Frjásri þjóð, 11. f. m., lesum vér eftir- farandi prófeinkunn Framsókn- ar: „Framsóknarforystan er þrátt fyrir ytri róttækni sína nú um nokkurt skeið alger hentistefnu- klíka, sem á sér fyrst og fremst Unga fólkið lct ekki vcðurguðina hamla athöfnum sínu.n ó Öskudagsmorguninn. Þrótt fyrir kulda og skafrenning, gullu við lúðrablóstrar „við fyrsta hanagal," skrautklæddir riddarar og fagurprýddar jómfrúr fylltu götur mið- bæjarins í þenn mund sem órrisulir borgarar gengu íil vinnu sinnar. TlLKYIVINlllVG FRA IÐJII Viðbrögð iðnrekenda varð- andi samkomulag það, er Iðja gerði við Vinnumálasambandið þann 20. janúar sl. hafa vakið furðu margra. En í því samkomu lagi var m. a. samið urn V/o tíma vinnustyttingu á viku með eina kjölfestu -— hagsmuni SÍS, þar fyrir utan örlar varla á póli- tískri hugsun. I ríkisstjórn hef- ur flokkurinn ævinlega rekið þröngsýna aflurhaldspólitík. I stjórnarandstöðu hefur hann svo einfaldlega snúið blaðinu v.ið. Þá eru hin róttæku slagorð dreg in fram og lýðskrumið leitt til öndvegis til þess að ná í nógu mörg vinstri atkvæði til að fleyta flokknum upp í ráðherrastólana á ný.“ Vlti SUtiUMARK í NORNA- KATLI KOMMÚNISMANS: - Sífellt eykst ólgan og óróinn inn- an raða kommúnista hér á landi. Mest fara þessi átök fram á bak við tjöldin, en þó berst vopna- gnýrinn í vaxandi mæli til eyrna alþjóðar og deilurnar eru komn- ar í blöð samtaka þeirra. Þann- ig talar Frjáls þjóð um „drauga- gang“ í Þjóðviljanum, setur Ein- ar Olgeirsson á hné sér og at- yrðir hann fyrir „glumrugang“, „marklausan þvætting og gasp- ur, gersamlega út í hött til stór- tjóns fyrir skynsamlega skoð- anamyndun,“ og mundi einhvern tíma liafa þótt tíðindi, ef aðal- for.ingi kommúnista hérlendis urn árabil hlyti slík einkunnar- orð í einu flokksmálgagnanna. Virðist sem hver höndin sé upp á móti annarri í Alþýðubanda- laginu, og um horkvölina hjá Vm vita allir hér norðanlands. óbreyttu kaupi. Fulltrúi iðnrek- enda var viðstaddur þessa sam- komulagsgjörð og hreyfði ekki andmælum. Var honum ljóst, að gegn þessari vinnuslyttingu á viku, yrðu iðnrekendur að hækka kaup um sem næsl 3% og einnig var honum ljóst, að samkomulag þetta var gert inn- an þess ramma, er Alþýðusam- bandið og ríkisstjórnin sömdu um í júní sl. Var ekki annað vit- að en að bæð.i borð væru hrein, og ekki ástæða til að gruna mót- spyrnu af hálfu iðnrekenda, sem nú er þó komið á daginn. Iðn- rekendur hafa sem sé ekki vilj- að fallasl formlega á þetta sam- komulag eða gera samning við Iðju. Frá sjónarmiði Iðju er þetla alveg fráleit afstaða, og ekki til mikils sóma fyrir iðn- rekendur hér í bæ, ekki sízt þeg- ar þess er gætt, að í samningum Iðju og iðnrekenda er það við- urkennt, að greitt skuli jafn mikið kaup fyrir hverja tíma- einingu og í verksmiðjum SIS og KEA á Akureyri. Það var m. a. sú ástæða, er lá til þess, að Iðja auglýsti kauptaxta, sem öll- um iðnrekendum væri skylt að greiða eflir. I samkomulagi því, er iðnrekendur á Akureyri gerðu við lðju 1. marz 1962 og undir- r.itað var af 5 iðnrekendum á Akureyri (3. lið) og tekið var upp óbreytt í samkomulagi því, er Iðja gerði við iðnrekendur 20. des. 1963 (2. lið) segir svo: „Mánaðarkaup greiðist skv. samningi Iðju á Akureyri og SÍS og KEA frá 20. des 1963, umreiknuðu, iniðað við 48 stunda vinnuviku (48:491/2), með þeim breytingum, sem leiða af ákvæðum laga nr. 60/1961.“ Hér er það alveg ótvírætt, að iðnrekendur undirgangast að greiða sama kaup fyrir hverja tímaeiningu og verksmiðjur SlS og KEA greiða hverju sinni. Ber þeim því samkvæmt þessu að hlíða orðalaust og greiða ekki lægra kaup starfsfólki sínu en samkvæmt samkomulagi, er Iðja gerði við Vinnumálasam- bandið þann 20. janúar sl. og auglýstur taxti Iðju gefur til kynna. Velji einhverjir iðnrekendur þann kostinn að neita að greiða kaup samkv. samkomulagi Iðju við Vinnumálasambandið, taka þeir á sig alia þá ábyrgð, sem af því hlýzt, ef grípa þarf til verkfalls eða málssóknar, til að fá þennan rétt félagsins viður- kenndan. — Stjórn Iðju. BÓKAMARKAÐUR Bókaverzlunin Edda hefur ár- legan bókamarkað sinn um þess- ar mundir. Þar eru á boðstólum fjöldamargar eldri og yngri bækur með mjög niðursettu verði. Þar munu flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, þó að skemmtibækur séu að vísu í miklum meirihluta. Slíkir bóka markaðir gefa mönnum kost á að eignasl bækur við hófsam- legu verði, og hafa löngum ver- ,ið vinsælir meðal almennings, og verður þessi það áreiðan- lega ekki síður en hinir fyrri bræður hans. ALÞÝÐU MADURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.