Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Side 1

Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Side 1
 ALÞÝÐU MADURINN Nýja dísilvéiasamstæðan. Hjó hcnni standa f. v.: Sigurður Jónsson, vélstj., Mr. Dench fró Ruston vcrksmiðjunum, og Vilmundur Sigurðsson, vélstj. Ný disilvélasonistœða tekin í notkun í varastöð Laxárvirkjunar á Akureyri. - Stöðin orðiji 4000 KW.- eða rúmlega 30% af vatnsaflinu Á laugardag boðaði Laxár- virkjunarstjórn á Akureyri frétla menn blaða og útvarps, til að vera viðstadda, er tekin var í notkun ný disilvél í varastöð Laxárvirkjunar á Oddeyri. Vél- in, sem er 2820 hö, er sú stærsta sem Islendingar eiga af vélum á landi, og með tilkomu hennar eyksl afl varástöðvarinnar í 4000 KW, en það er um þriðjungur valnsaflsins frá Laxá. Knútur Otterstedt, rafveitustjóri, skýrði viðsötddum frá framkvæmdum, en að því loknu var nýja vélin sett í gang. Upplýsingar rafveitustjórans fara hér á eftir. Vegna sívaxandi rafmagns- notkunar, og vegna kröfnunnar um aukið rekstrarörýggi, var í marz 1963 sent út á vegum Lax- árvirkjunar úlboð á 2000KW dísilvélasamstæðu. Einnig var óskað eftir tilboðum í 3000 KW gastúrbínu. Alls bárust 48 til- boð í vélar frá 1000KW til 3000 KW, og auk þess bárust 3 lilboð í gastúrbínur, en þau voru ekki samkeppnisfær livað verð snerli. Tilboð frá enska firmanu Ruston & Hornsby var lægst, og varð endanlegt verð vélarinnar frá þessu firma 4.2 millj. kr. FOB. Rafall og rafbún Framhald á bls. 7. ÍBÚÐALÁN HÆKKA í 280 ÞÚSUND KRÓNUR Ntjórnarfrnmvarp la^t fram á Alþingri um ný lögr Hn§næéi§málastofnnnar ríkisins Lagt hejur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til nýrra laga um Húsnœðismálastofnun ríkisins. Frumvarpið er flutt í samrœmi við ákvœði júnísamkomulagsins um úrbœtur í húsnœðismálum. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að hámarkslán liœkki úr 150 þús. kr. í 280 þús. kr. á íbúð, lánin verði til 25 ára með 4'/< vöxtum, afborgunarlaus jyrsta árið, en jajnframt bundin vísitölu framfœslukostn- aðar. Lagl er til, að árlegt framlag ríkissjóðs til byggingasjóðs ríkisins verði 40 millj. kr. og að heimild veðdeildar Landsbanka Islands til útgáfu bankavaxtabréfa verði hœkkuð úr 150 millj. kr. á ári í 400 millj. kr. á ári, og verði ekki bundin við álcveðið tímalakmark lengur. Frumvarpið gerir ráð fyrir all mörgum breytingum öðrum og eru þær helztu taldar hér á eftir eins- og frá þeim er skýrt í at- hugasemdum við frumvarpið. I samkomulagi því, sem gert var hinn 5. júní sl. milli ríkis- stjórnarinnar, Alþýðusambands tslands og Vinnuveitendasam- bands íslands, lýsti ríkisstjórn- in yfir þvi, að hún mundi beita sér fyrlr ráðstöfunum til úrlausn ar í búsnæðismálum. Sumar af þessum ráðstöfunum hafa í för með sér breytingar á núgildandi lögum nr. 42/1957, um húsnæð- ismálastofnun o. fl. Með því að áður hafa verið gerðar margar breytingar á lögum þessum þyk- ir rétt að selja nú ný beildarlög um Húsnæðismálastofnun rikis- ins, sem geymi gildandi ákvæði um þessi efni með þeim breyting um, sem lagt er til með frum- varpi þessu, að nú verði gerðar. Helztu breytingar, sem hér er um að ræða, eru þessar: 1. Auknar verði árlegar tekj- ur byggingasjóðs ríkisins með því að leggja á almennan launa- skalL, sem renni í sjóðinn, sbr. bráðabirgðalög, sem þegar hafa verið sett um það efni. Enn fremur er lagt til, að ríkissjóð- ur greiði árlega framlag til sjóðsins, að fjárhæð kr. 40 mjlljónir. — T.il athugunar er hvort ráðlegra sé að afla þessa fjár með sérstakri skattaálagn- ingu og er ekki rétt að taka fulinaðarákvörðun um það fyrr en séð verður hverjar breyting- ar verða gerðar á tekju- og eigna skattslögunum, sem nú eru í undirbúningi. Kynni þá svo að fara, að þessu ákvæði yrði breytt undir meðferð málsins. 2. Heimild veðdeildar Lands- banka Islands lil útgáfu banka- vaxtabréfa, sem nú nemur 150 millj. kr. á ár.i í 10 ár, sam- kvæml lögum nr. 56/1962 verði hækkuð í 400 millj. kr. á ári, ótímabundið. Þá er lagt til að öll þessi bréf verði með vísi- tölukjörum, en samkvæmt nú- gildandi lögum er heimilt að gefa út slík bréf fyrir 50 millj. króna á ári. 3. Arlegu framlagi ríkissjóðs til atvinnuleysistrygginga verði varið til kau])a á vaxtabréfum veðdeildar, samkvæmt 2. tl. hér að framan, sbr. 6. gr. frv. 4. Samkvæmt 6. gr. laga nr. 42/1957, síðasta mgr., er heim- ilt að setja það skilyrði fyrir láni, að bygging sé ekki hafin áður en loforð fyrir láni er gef- ið. Með frumvarpi þessu er lagt til, að lán skuli aðeins veita, að loforð um lánveitingu bafi ver- ið gefið áður en bygging er haf- in, sbr. 7. gr. frv. A. 5. Heimilað verði að veita sveitarfélögum lán til byggingar leiguíbúða, sbr. 7. gr. frum- varpsins A-lið i.f. 6. Samkvæmt lögum nr. 56/ 1962 er hámarkslán 150 þúsund krónur. Lagt er til að hámarkið verði hækkað í 280 þúsund krón ur. 7. Árlega skal verja 15-20 millj. króna af tekjum bygginga sjóðs til þess að veita hærri lán Allsher j aratkvæðagreiðsla, sem fram fór hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, um uppsögn kjarasamninga er lok- ið og voru atkvæði talin 1. marz sl. Á kjörskrá voru 3870 félags- bundnir meðlimir B. S. R. B. og neyttu atkvæðisréttar síns 3066 eða 79.3%. Einnig höfðu at- kvæðisrétt ófélagsbundnir ríkis- starfsmenn, og voru þeir 1105 á en ráð er fyrir gert, samkvæmt 5 tl. hér að framan, til efnalít- illa meðlima verkalýðsfélaga. 8. Lagt er til að lánskjörum verði breytt þannig, að lánin verði til 25 ára með 4% ársvöxt- um (annuitetsláni) og afborg- unarlaus fyrsta árið. Hver árs- greiðsla, vextir, afborganir og kostnaður veðdeildar (1/4%) breytist samkvæmt vísitölu fram færslukostnaðar. 9. Samkvæmt 9. gr. laga nr. 42/1957 eiga þeir, sem með frjálsum innlögum í innláns- deild í 5 ár a. m. k. 5000 krónur á ári, forgangsrált, að öðru jöfnu, til lána til íbúðabygg- inga, og mega þau lán vera allt að 25% hærri en almennt ger- ist. Með frv. þessu er lagt til, að innlögin í innlánsdeildina þurfi að vera í 10 ár og a. m. k. 10.000 krónur á ári, til þess að umræddur forgangsréttur fáist. 1 samræmi við þetta er lágmark- ið í 10. gr. laga nr. 42/1957, sem nú er 50.000 krónur, sbr. lög nr. 18/1946, bækkað í kr. 100.000.00, sem nú yrði þá það lágmark skyldusparnaðar, sem vera þarf fyrir bendi til þess að skyldusparendur geti notið (Framh. á bls. 2). kjörskrá, af þeim greiddu 573 atkvæði eða 51.9%. Þannig tóku þátt í atkvæða- greiðslunni 3639 starfsmenn rík- is og bæja af þeim 4975, sem voru á kjörskrá, eða alls 73.1%. Tillaga stjórnar B. S. R. B. um að segja upp samningum, var samþykkt með 3468 atkvæðum, eða 95.3% greiddra atkvæða. Andvígir uppsögn voru 128, eða 3.5%. Auðir seðlar og ógildir voru 43, eða í.2%. RÍKIS- OG BÆJARSTARSMENN SEGJA UPP SAMNINGUM

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.