Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 2
2 OrMinii frd Kjararannsóknarnefnd tíl meðlima verkalýðsfclag'a og1 viiinii- veitenda í Reykjjav. Akran. og: Aknreyri Kjararannsóknarnefnd hefur að undanförnu unnið að athug- unum á launum og vinnutíma þeirra, sem taka laun samkvæmt kjarasamningum verkalýðsfé- laga. Til þessa hafa þessar at- huganir verið úrtaksrannsóknir, sem hyggst hafa, vegna margvís- legra örðugleika, á liltölulega fá- mennu úrtaki frá fyrirtækjum, þar sem þorri vinnuveitenda hef ur ekki ennþá skipulagt launa- hókhald sitt þannig, að þessi upplýsingasöfnun sé auðveld og fyr.irhafnarlítil fyrir þá, með til- liti tii þarfa nefndarinnar. Rann- sóknir Jjessar hafa fyrst og fremst náð til Reykjavíkur. Tilgangur þessara rannsókna er að já sem réttasta og sann- asta mynd af raunverulegu á- standi á vinnumarkaðnum og upplýsingar, sem gœtu komið að haldi við gerð kjarasamninga og e. t. v. auðveldað lausn þeirra mála hverju sinni. Tilraun með nýja lcið i gagnasöfnun Kjararannsóknarnefnd hefur nú ákveðið að gera tilraun til að fara nýja leið í öflun slíkra upplýsinga, m. a. í því skyni að ná til fleiri einstaklinga en tök hafa verið á til þessa með þeim úrtaksrannsóknur, sem gerðar hafa verið. Hefur nefndin ákveðið að snúa sér beint til allra, sem laun taka samkvæmt kjarasamningum verkalýðsfélaga í þrem kaupstöð um landsins, Reykjavík, Akra- nesi og Akureyi, og fara þess á leit við þá, að þeir láti Kjara- rannsóknarnefnd í té upplýsing- ar um vinnulaun sín og vinnu- tíma í marzmánuði þ. á. Skal mánaðarkaupsfólk veita upplýsingar um dagvinnutíma, ejtirvinnutíma, nœturvinnutíma, og kaupgreiðslur alls með orlofi jrá 1. marz til 31. rnarz, en viku- kaupsjólk og tímakaupsjólk sömu upplýsingar fyrir vinnu- vikurnar frá 1. marz til 3. apríl nk. Nœr athugunin jajnt til karla og lcvenna. Falli vinnuvikur á aðra daga en hér greinir, skulu teknar þœr dagsetningar, sem nœstar falla hinum tilgreinda tíma. Jajnframt verður svo haldið áfram úrtaksrannsóknum frá fyr irtœkjum á hinu jámennara úr- taki. Meginlilgangurinn með þess- ari athugun, ej hún tekst svo sem vonir standa til, er að kom- ast að raun um, hvort þetta stœrra úrtak staðfestir í megin- dráttum niðurstöður þess já- mennara úrtaks, sem nejndin vinnur að, að sjálfsögðu með þeirn jyrirvara, sem hér verður að liaja, eða hvort það sýnir veruleg frávik jrá því. Aðstoð stéttarfélaga og vinnu- veitenda nauðsynleg Ef þessi lilraun um upplýsinga söfnun á að takast eins og von- ir standa til, er nauðsynlegt, að aðstoð stéttarfélaga og vinnu- veitenda komi til. Er það og yf- irlýst af fyrirsvarsmönnum beggja aðila, kaupþega og vinnu veitenda, hver nauðsyn beri á því að afla sem gleggstra stað- reynda um þessi mál. En eigi það að takast, verður ekki hjá því komist, að báðir aðilar leggi á sig nokkra aukafyrirhöfn til að svo megi verða, þó að hún hafi hingað til aðallega komið á vinnuveitendur. Til j)ess að árangur verði af j>essari tilraun er nauðsynlegt: 1. Að þeir, sem vinna sam- kvæmt kjarasamningi stéttar- jélags í Reykjavík, á Akra- nesi og Akureyri, vilji leggja á sig þá fyrirhöjn að halda saman upplýsingum um vinnutíma sinn og kaup þœr 43/>—5 vinnuvikur, sem al- hugunin nœr til, og senda þœr stétlarfélagi sínu á viðkom- andi stað í lokuðu umslagi merkt: Kjararannsókn. 2. Að kaupþegi skriji á upplýs- ingaseðlana við hvaða störf var unnið, t. d. jrystihúsa- vinna, flökun, pökkun, verlc- stjórn, lceyrslu, hajnarvinnu, lyjtustjórn, pakkhússvinnu, byggingarvinnu, handlöng- un, járna- og steypuvinnu, múrhúðun, trésmíði o. s. frv. 3. Að vinnuveitandi láti starfs- manni ítéá þessum umrœdda tíma, launamiða eða launa- urnslög jyrir lwerja vinnu- viku (mánuð fyrir mánaðar- icaupsjólk), j)ar sem greini- lega sé skráð, hvað margar vinnustundir starjsmaðurinn vann í dagvinnu, eftirvinnu og nœtur eða helgidagavinnu, kaup jyrir vinnuvikuna sam- tals og orlof, hvernig svo sem þessu er á öðrum tíma jyrirkomið hjá vinnuveitand anum. 4. Að menn dragi ekki að sernla upplýsingarnar frá sér að at- hugunartímabilinu loknu. Reikna má með, að upplýs- ingar, sem ekki liaja borizt verkalýðsfélagi á viðkomandi stað í síðasta lagi 7. apríl nk. komi eklci með í rannsókn- ina. Af hálfu nefndarinar hefur málið verið rætt við formenn flestra verkalýðsfélaga í Reykja- vík, og hafa Jjeir tjáð sig sam- Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar 9. þ. m. voru m. a. þessi mál afgreidd: F jórðungsiðnskóli. - Sam- Jjykkt að skora á ríkisstjórnina að setja lög um stofnun fjórð- ungsiðnskóla á Akureyri, en á sumri komanda á að hefja smíði nýs iðnskólahúss hér í bæ, svo sem.kunnugt er. 15% nemenda Iðnskóla Ak- ureyrar eru nú utanbæjarmenn. Möl og sandur hlutskarpari. - Leitað hafði verið tilboða um steinefni til malbikunar gatna, og bárust tilboð frá Möl og sandi h.f. og Malar- og steypu- stöðinni h.f. Samkvæmt úr- vinnslu bæjarverkfræðings á til- boðunum (samræming) reynd- ist tilboð Malar og sands tals- vert hagstæðara, og var því tek- ið. Grísaból. - SamJjykkt að fram lengja stöðuleyfi Grísabóls til ársloka 1966. Tœknifrœðingur. - Samþykkt að auglýsa eftir tæknifræðingi til starfa við tæknideild bæjar- ins í stað Sigtryggs Stefánsson- ar, sem horfinn er að öðru strfi, orðinn byggingafulltrúi Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýslna. Lóðaveitingar og lóðasynjan- ir. - Samþykktar voru fundar- gerðir bygginganefndar frá 22. og 26. febr. sl., en af þeim kom fram, að hún hafði veitt 39 ein- bý|lishúsalóð|ir við Kótár- og Stekkjargerði (væntanlegar göt- ur norðan Þingvallastrætis, vest- an Mýrarvegar), 1 einbýlishúss- lóð við Akurgerði (sama bygg- ingahverfi) og 2 einbýlishúsa- lóðir við Skarðshlíð. Sömuleið- þykka þessari tilraun, og heitið henni fullum stuðningi. Væntir nefndin þess, að sú verði einn- ig raunin á með sömu aðila á Akranesi og Akureyri. Ákveðið hefur verið að biðja verkalýðs- félögin að senda út eyðublöð í Jjessu skyni. En ef einhverjir, sem samkvæmt framansögðu ætlu að senda upplýsingar, hefðu ekki fengið eyðuhlöð fyrir marz- lok, gætu þeir vitjað þeirra hjá viðkomandi verkalýðsfélagi. Nöfn þurfa ekki að fylgja Kaupþegi, sem gefur skýrslu samkvæmt framanrituðu, Jjarf ekki að skrá nafn sitt á eyðu- blaðið. Er þetta gert til að koma í veg fyrir ástæðulausa tor- tryggni. Hins vegar þarf skýrslu is 5 tvíbýlishúsalóð.ir við Langa hlíð. Synjað hafði verið 22 beiðn- um um einbýlishúsalóðirnar 2 við Skarðshlíð, 53 beiðnum um lóðirnar, sem veittar voru við Kotárgerði og Stekkjargerði, og 7 beiðnum um tvíbýlishúsalóð- irnar, sem veittar voru við Langa hlíð. V.irðist þannig mikið „lóða hungur“ í bænum. Dráttarbraut. - Samkvæmt fundargerð hafnarnefndar frá 1. marz sl., og samþykkt var á fund inum, hefur hafnarnefnd ítrek- að óskir bæjarins um byggingu nýrrar dráttarbrautar með svo- felldu bréfi, dags. 20. jan. sl., lil samgöngumálaráðherra: „Svo sein yður mun kunnugt vera, hafa verið uppi hér hjá hafnarnefnd og bæjarstjórn ráða gerðir um byggingu nýrrar drátt arbrautar, er taki upp skip allt að 450 tonn með hliðarfærslum fyrir allt að 10 skip. 1 sambandi við dráttarbrautina yrði gert ráð fyrir aðstöðu til stálskipa- smíða. Á vegum hafnarnefndar og vitamálastjóra hefur verið unn- ið að tæknilegum áætlunum og undirbúningi að mannvirki þessu. Og liggja þegar fyrir frumáætlanir um 6 mismunandi gerðir dráttai'brauta af téðri stærð. Ekki liggja enn fyrir áætlan- ir um undirstöðumanuvirki og þar af leiðandi ekki áætlanir um heildarkostnað við mannvirkið, sem þó mætti gera ráð fyrir, að unnl yrði að byggja í áföngum, ef nauðsynlegt þætti. Af framangreindum ástæðum hafa hér, hjá hafnarnefnd og hæjarstjórn, ekki verið enn tekn ar neinar ákvarðanir í þessu gefandi að gæta vandlega að láta ur.beðnar upplýsingar fylgja um það, hvort um karl eða konu er að ræða, um það, hvaða stéttarfélagi störf hans til- heyra (verkamannafél., iðjuféh, rafvirkjafél., járnsmíðafél. o. s. frv.), um aldur og hjúskapar- stétt. Loks væntir Kjararannsóknar- nefnd Jjess, að þessari tilraun verði vel lekið af öllum aðilum. .Fari liins vegár svo, móti von- um, að henni verð.i sýnt tómlæti og áhugaleysi, verður litið svo á, að þessi leið til upplýsinga- söfnunar sé ekki fær, og verður hún þá ekki reynd öðru sinni. Með allar upplýsingar varð- andi einstaklinga verður farið sem trúnaðarmál. máli, þótt mikill áhug.i sé fyrir hendi, enda veltur ekki síður á afstöðu ríkisvaldsins, hvort unnt verður að ráðast í fram- kvæmdir, bæði hvað snertir við- urkenningu á því að hér sé um styrkhæfa framkvæmd að ræða samkvæmt hafnarlögum og eins að því er lánsútvegun snertir og fyrirgreiðslu ríkisvaldsins í því sambandi. Akureyri er fyrst og fremst .iðnaðarbær, en getur aldrei orð ið — legu sinnar vegna — mik- ill útgerðarbær. Hér er þegar fyrir hendi allmikill fjöldi iðn- aðarmanna í málmiðnaði og skipasmíðum og t. d. öll aðstaða til skipaviðgerða og skipasmíða mjög ákjósanleg. Bréf þetta er ritað fyrst og fremst til að kunngera yður, á hvaða stigi mál þetta stendur nú með tilliti til þeirrar heildará- ætlunar, sem ríkisstjórnin mun nú vera að vinna að í sambandi við þessi mál. Og væntir bæjar- stjórn Akureyrar beztu fyrir- greiðslu ríkisvaldsins í þessu efn,i.“ TEKUR SÆTI Á ALÞINGI Hálfdán Sveinsson, kennari á Akranesi, hefur tekið sæti á Al- þingi í fjarveru Benedikt Grön- dal, en hann dvelur í Bretlandi í boði brezka utanrikisráðuneyt- isins. Hálfdán er annar varamaður Alþýðuflokksins í Vesturlands- kjördæmi, fyrsti varamaður, Pétur Pétursson, er erlendis í opinberum erindum, hefur Hálf dán ekki áður setið á þingi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.