Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 5
5 ★ Loksins, loksins tilkomumikið skáldverk o. s. frv. — Þannig hóf Kristján Albertsson ritdóm sinn um bók Kiljans, Vefarann mikla frá Kasmír, þegar hún kom úl 1927. Vér viljum gera þessi orð að vorum og segja: Loksins, loksins stúlskipasmíði í Akureyri, því nú hefur verið gerður smíðasamningur um slíkt skip. og það eitt stærsta skip, sem hingað til hefur verið smíð- að hérlendis. Heyr fyrir slíkum ilsvert skipulagsatriði, að sjá til þess, að þessir fagmannahópar rekist ekki hver á annan i verk- inu, heldur búi sem bezt í hend- ur þess, sem við tekur, svo hrað- inn verði sem mestur í allri fram kvæmd, og er þá sjálfsagt að viðhafa hlutasmíði eins víðtæka og hægt er, þ. e. að smíða sam- tímis öll skilrúm, tanka, yf.ir- byggingu, og jafnvel hluta mið- sklpsins, því það verður eflaust krafa þeirra, sem skipin kaupa, að fá þau með svipuðum af- greiðslutíma og erlend skip, svo hér er um samkeppnisatriði að ræða, og til að byrja með þyrfti að mæta því með meiri mann- ILBERT SÖLVASON: Hér verður vettvongur mikilla athatna í sumar. (Ljósmynd: S.). 1]M STÁLSKIPASMÍÐI stórhug. En því segjum vér loks- ins, loksins, að oft áður hefur legið nærri að stálskipasmíði yrði hafin hér í bæ, og fyr.ir 9 árum var svo langt komið, að aðeins vantaði síðustu áherzl- una, kaupandi að skipinu var vís, svo það var í lagi, en önn- ur alriði brugðust, sem úrslita- áhrif höfðu. Þetta sýnir oss, að hin beztu og nauðsynlegustu mál þurfa sinn tíma til að vinna sér tiltrú og álit, og að gera mönn- um ljóst, að tilvinnandi sé að fórna fjármunum í bili og mik- illi vinnu, til að yfirstíga ýmsa byrjunarörðugleika, vegna þess sem framtíðin ber í skauli sér, og sitthvað hefur breytzt til batn aðar á þessu sviði, hafi forgöngu menn þessa máls nú livergi orð- ið varir við ljón á veg.inum. Þjóð eins og vér íslendingar, sem eigum afkomu vora undir fiskveiðum og siglingum, getum ekki látið það viðgangast lengur, að vera öðrum háðir með smíði stálskipa, hvort heldur er tii flutninga eða fiskveiða, og að greiða árlega hundruð milljóna út úr landinu vegna kaupa á þeim. Þetta mál er allt í ^enn: atvinnumál — metnaðarmál — og gjaldeyrismál. >. Til að smíða skip þarf marga menn, og þótt járniðnaðarmenn verði þar fjölmennastir, ef um stálskip er að ræða, þá þarf einn ig trésmiði, rafvirkja, málara og húsgagnasmiði, og það er mik- selst upp á skömmum tíma og margir orðið frá að hverfa. Er því sérstaklega bent á laugardags sýninguna kl. 4. - Allur ágóði rennur í Ardalssjóðinn (ferða- sjóðinn). afla, en eins og stendur er hann ekki fyrir hendi, og meira að segja er hætt við að smíði fyrsta eða fyrstu stálskipanna byggist á tilfærslu manna innan járniðn- aðarins, þannig að menn verði teknir úr öðru nýsmíði og úr viðgerðarþjónustunni, en það ætti hins vegar að gefa ungum mönnum, sem þess óska að ger- ast skipasmiðir, fyilirheit um framtíðarvinnu, því takist vel með smíði fiskiskipa, koma flutningaskipasmíðar á eftir, því það er enginn eðlismunur, held- ur stigsmunur á smíði t; d. 300 tonna fiskiskips og 3000 tonna flutningaskips, það er spurning um öflugri tæki en annað ekki, svipaður stigsmunur og á smíði lítils einbýlishúss og stórhýsis. Vér gelum af ofanrituðu gert oss þess grein að fyrstu 1 til 2 skip- in skila engum ágóða, heldur tapi, en það breytist fljótlega, en ástæða er þó til að þakka þeim, sem forgönguna hafa, þeirra framtak, og láta niður falla allan meting um, hver hafi unnið málinu mest gagn í fortíð og nútíð, en sameinast þess í stað til þess að framkvæmd þess megi verða bæ vorum sem mest lyftistöng, og til álitsauka, svo enn megi sannast, að hér húa traustir og vel virkir iðnaðar- menn, sem óhætt sé að treysta í hvívetna og sem vaxi með verk- efnunum. Hollt er heima hvað, og sjálfs er höndin hollust. Svo hljóða tveir íslenzkir málshættir. Reynsl an hefur um langan aldur og á margan hátt sannað oss gildi þeirra. Hver myndi nú vilja hverfa til þeirra hátta, sem voru á • kaupsiglingum vorum fyrir 1914, að eiga þar allt undir út- lendum fyrirtækjum? Sennilega engir. Það þótti þó í mikið og tvísýnt ráðist, þegar Eimskipa- félagið var stofnað á sínum tíma þótt allir séu í dag sammála um ágæti þess að eiga eigin skipa- stól, og vera öðrum óháðir í því efni. Eins erum vér sannfærðir um, að eftir nokkra áratugi verða allir sammála um ágæti þess að smíða öll sín skip innanlands, þótt í dag virðist mörgum í mik- .ið ráðist. Því er þetta metnaðar- mál, já, það er einnig sjálfstæð- ismál. A liðnu ári flultum vér Islend ingar inn skip fyrir rúmlega 500 milljónir króna. Þótt stálskipa- smíði verði öll innlend með líð og líma, þá verðum vér saml að flytja inn efni, vélar og tækni- búnað ýmsan til smíðanna, að minnsta kosti fyrst í stað, en þrátt fyrir það munum vér spara hundruð milljóna í gjaldeyri þegar tímar líða, auk þess sem með slíkum iðnaði er traustari stoð bætt við þær sem fyrir eru, og bera uppi þjóðfélagsbygging- una. A mörgum sviðum er það á valdi ríkisstjórnarinnar að greiða fyrir fyrirtækjum eins og stálskipasmíðum, en hér skal aðeins minnst á einn þátt. Er- lendis eru fésterk fyrirtæki starf- andi í skipasmíðum, en auk þeirrar fyrirgreiðslu, sem slíkir aðilar mega vænta í bönkum, er oft að tilhlutan viðkomandi rík- isstjórna greitt enn frekar fyrir þeim í formi hagstæðra lána, til þess að auka útflulning viðkom- andi lands, og bæta samkeppnis- aðstöðu þess, því auðsætt er að skipasmíðastöð, sem boðið get- ur væntanlegum viðskiptamanni lögn lán með hagstæðum kjör- um, hefur sterka* aðstöðu. Það er full þörf á, að íslenzk stjórn- arvöld gefi gætur að þessari hlið málanna, og sé þar velviljuð, en láti ekki afskiptaleysi um þau verða þröskuld, sem einhver kynni að hnjóta eða detta um. Bæjaryfirvöldum vorum mundi verða sóm,i að, og fá verð ug eftirmæli í sögunni á sínum tíma, ef þau sæu um, að fyrir- tæki sem stálskipasmíðar vilja stunda, fengju nægilegt landrými strax í upphafi og að ekki yrði þrengt að slíkri-starfsemi með öðrum mannvirkjum óviðkom- í febrúarhefti tímaritsins World Fishing er birt skrá yfir fiskiskip smíðuð á árinu 1964 í allmörgum Evrópulöndum. í þessari skrá kemur fram að á síðastliðnu ári hefur verið lok- ið við smíði 55 fiskiskipa í Nor- egi og eru 21 þeirra byggð fyrir íslenzka aðila. Fiskiskipin, sem smíðuð hafa verið fyrir íslehd- inga í Noregi á árinu 1964 eru þessi samkvæmt skrá World Fish ing: Snæfugl fyrir Bóas Jónsson, Reyðarfirði, Fróðaklettur fyrir Jón Gíslason sf. Hafnarfirði. Akurey fyrir Hraðfrystistöðina, (Einar Sigurðsson), Rvík. Búðakletlur fyrir Jón Gíslason sf. Hafnarfirði. Ásþór fyrir ísbjörninn h.f., Rvk. Olafur Friðbertsson fyrir Von- ina h.f. Súgandafirði. Guðbjartur Kristján fyrir Eir h.f., Rvík. Bjarni II. fyrir Röðul h.f., Dal- vík. andi. Á þetta er bent sökum þess að vér höfum komið á fleiri en einn stað, þar sem framsýni í þessum efnum hafði ekki verið nægileg, og var starfseminni fjöt ur um fót, látum slíkt ekki henda oss. Að lokum viljum vér óska þess, að sá vísir, sem nú er sýni- legur í þessum efnum, megi sem fyrst þroskast og verða fullvax- inn ávöxtur, svo að þeir, sem nú fórna fé og tíma í frumherj astörf á þessu sviði, uppskeri ánægju og gagn af störfum sínum. i Horegi Súlan fyrir Leó Sigurðssoii, Ak. Reykjaborg fyrir Reykjaborg hf. Baldur Guðmundsson, Rvík. Viðey fyrir Hraðfrystistöðina, lleykjavík (Einar Sig.). Eldborg fyrir Gunnar Hermanns • son, Hafnarfirði. Ilelga Guðmundsdóttir fyrir Vesturröst h.f., Patreksfirði. Bára fyrir Árna Stefánsson, Fá- skrúðsfirði. y Höfrungur III. fyrir Harald Böðvarsson og Co. Akranesi. Arnar fyrir Einar Árnas., Rvík. ísleifur IV. fyrir Ársæl Sveinss. V estmannaeyj um. Guðfún fyrir Ása h.f. Hafnarf. Siglfirðingur fyrir Siglfirðing h.f. Siglufirði. Ingiber Ólafsson II. fyrir Jón og Óskar Ingiberss., Njarðv. Eftir skýrslu þessari að dæma hefur aðeins verið lokið við smíði eins skips í Svíþjóð á ár- inu, og var það Hugrún, sem smíðuð var fyrir Einar Guðfinns son, Bolungarvík. Fishiskipasmíitar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.