Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 6
6 Herronótt Menntashilans i Reyhjmíli i htMin Akureyringar fengu skemmti- léga lieimsókn í lok sl. viku. Hópur nemenda úr Menntaskól- anum í Reykjavík kom hingað og sýndi skólaleikinn, Herranótt ina, sem hann heitir nú sam- kvæmt æfafornri skólavenju. — Leikurinn var Grímudans eftir Ludvig Holberg, einn af þessum sígildu gamanleikjum, sem koma áhorfendum í gott skap, og hafa alltaf einhvern boðskap að flytja að baki gamninu. Má segja um liinn gamla meistara, að hann haldi vinsældum sínum á hverju sem gengur um tízku og stefnur. Og sjaldan eða aldrei nær Hol- berg sér betur niðri en þegar hann er flultur af fjörugri æsku, sem naumast kann sér hóf í leik- gleði sinni. Og satt að segja virð ist mér engir skólaleikir takizt betur heldur en þegar unga fólk- ið lúlkar orð hins gamla háð- fugls. I stutt máli sagt, skólaleikur þessi var með ágætum, svo að sjaldan hafa leikhúsgestir skemmt sér innilegar og betur. Fór þar saman skemmtilegt efni, vel gerð leiktjöld, en þó umfram allt ágæt túlkun leikendanna. Þar var í senn Ijóst, að margir þeirra eru gæddir ágætum hæfileikum og hafa hlotið góða þjálfun leik- stjórans. Fjörið var takmarka- iaust, stundum ef til vill ögn meira en alvöruleikendur hefðu leyft, en þannig eiga skólaleikir að vera, tilgerðarlaust fjör, þar sem leikið er af ánægjunni yfir því að vera lii og fá að skemmta sjálfutn sér og öðrum. Hinir góðu og skemmtilegu gestir eru farnir heim aftur, skyldan kall- ar þá til alvarlegri starfa. Eg ætla ekki að lýsa leiþ neins ein- staks, en þó get ég ekki varist því að nefna Þórhall Sigurðsson, sem leikur þjóninn Henrik. Eg held hann gleymist manni seint. Að endingu þakka ég gestun- um komuna, og ánægjulega slund í lilbreytingarleysi vetrar- ins, sem fékk mann til að gleyma hafís og önn dagsins þótt ekki væri nema tvær klukkustundir. Sl. Std. !5 Lum PENNINN ER ÞAÐ VERKFÆRI, SEM ALMENNAST ER NOTAÐ. Þess vegna er það engin tilviljun, að menn velja BALLO- GRAF-EPOCA við daglegar skriftir, þegar miklar kröfur eru gerðar til þess að penninn sé rétt lagaður fyrir hendina, riti hreina og skýra skrift og blekið renni létt og jafnt íir pennanum. Öllu þessu fullnægir EPOCA-penninn. Þess vegna vill eng- inn án lians vera, sem einu sinni hefur notað hann. — Enginn annar penni en BALLOGRAF-EPOCA hefur nú odd úr ryðfriu stúli, sem er ný uppfinning og veldur byltingu í skriftækni — lengri skrift, hreinni og fallegri. Ballograf býr einnig tii aðrar tegundir af kúlu])ennum. Heildsala: ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. H.F. Reykjavik. Regfinmnnnr á kjöruni laun- þegfa i þróuð- um ogr vanþró- uðrm löndum Þróunin á vinnumarkaðinum í ýmsum löndum á árinu 1964 hné í sömu átt og ár.ið áður: hatn andi kjör launþega í iðnaðar- löndunum og sama breiða bilið milli ástandsins í iðnaðarlöndun- um og vanþróuðum löndum. Þess ar upplýsingar er að finna í yfir- liti, sem Alþjóðavinnumálastofn- unin (ILO) hirti á dögunum. í iðnaðarlöndunum varð á ár- inu 1964 enn frekari efnahagsleg útþensla, auknar framkvæmdir, minna atvinnuleysi og hækkandi iaun, segir í „The Yearbook of Labour Statistics 1964.“ í nokkr um löndum dró talsvert úr út- þenslunni undir lok ársins. Hin ófullkomna skýrsla, sem er fyrir hendi um vanþróuð lönd, sýnir, að í þessum löndum er víðtækt atvinuleysi. Svo að segja alls staðar í þessum lönd- um eykst vinnuaflið, sem er á boðstólum, mun örar en mögu- ieikarnir á framkvæmdum. — Kjör verkamanna versna líka vegna mikillar verðbólgu. Almennar framkvæmdir j uk- ust í nálega öllum löndum — undantekningarnar voru Italía, Malawi og Zambia. í flestum iðn aðarlöndum vó þó samdráttur í landbúnaði upp á nióti þessari þróun. Þessi samdráttur var til- finnanlegastur í Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi, Italíu, Jap an, Kanada og Puerto Rico. í Danmörku starfa nú aðeins 15 af hundraði vinnuaflsins að land- húnaði, en árið 1955 var hlut- fallstalan 23 af hundraði. Atvinnuleysi var mjög lítið eða minnkaði til muna í iðnaðar löndunum. í Bandaríkjunum og Bretiandi var hið langa skeið vaxandi atvinuleysis rofið. Þó er atvinnuleysi í Bandaríkjunum enn kringum 5 af hundraði. Dan mörk er einnig meðal þeirra landa þar sem atvinnuleysi hef- ur minnkað verulega. Launa- hækkunin nam rúmlega 5 af hun'draði í Argentínu, Dan- rnörku, Hollandi, Irlandi, Italíu, Japan, Jógóslavíu og Mexikó. í 4 öðrum löndum námu launa- hækkanir 2-5 af hundraði, en kaupmáttur launþega jókst um tæpa 2 af hundraði í Ástralíu, Colomhíu, Finnlandi og Nýja- Sjálandi. Á Filippseyjum lækk- uðu launin um rúma 5 af hundr- aði, og á Ceylon og í Suður-Kó- reu um 3 af hundraði eða þar um bil.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.