Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 11.03.1965, Blaðsíða 8
Mikill áhugi d minharskt Eins og sagt hcfur verið frá hér í hlaðinu. hefur verið lagt fram frumvarp á Alþingi um að minkaeldi verði aflur leyft í landinu. Nú kemur daglega í Ijós mikill áhugi landsmanna á minkaeldinu, hafa þegar verið stofnuð félög um loðdýrarækt, svo sem í Reykja- vík. Á Vestfjörðum hefur Félag fiskvinnslustöðva þar samþykkt að sækja um leyfi til minkaeldisstöðvar, og þann 8. þ. m. var stofn- að hlutafélagið Loðfeldur h.f. á Sauðárkróki, hlutafélag um loð- dýrarækt. Að félagsstofnuinni standa ýmsir áhugamenn, og er til- gangur félagsins sá, að liefja loðdýrarækt í allstórum stíl. 1 stjórn félagsins eru: Adolf Björnsson, rafveitustjóri, form., Stefán Guð- mundsson, framkv.stj., Steinn Steinsen, dýralæknir, Egill Bjarna- son, ráðunautur, og Stefán Olafur Stefánsson. Slefnt er að því að hefja undirbúningsframkvæmdir á þessu ári. Þá hefur heyrzt, að í undirbúningi sé stofnun félags í þessu skyni á Dalvík, en engar staðfestar upplýsingar eru fyrir hendi um það að svo stöddu. MuÉn njóti fyllsta jafnréttis Vegna vaxandi rekstursörðug- verki, sem iðnaðurinn gegnir í leika í ýmsum greinum verk- íslenzkum þjóðarhúskap. í því smiðjuiðnaðarins, sem hefur m. a. valdið því, að sum fyrirtæki hafa hætt störfum og önnur sagt upp starfsfólki, komu fulltrúar frá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, Iðju, Akureyri, og Iðju, Hafnarfirði, saman til fund ar í Reykjavík laugardaginn 6. marz 1965 til viðræðna um á- stand og horfur í verksmiðju- iðnaðinum. Fundurinn samþykkti að á- lykta eftirfarandi: Sameiginlegur fundur félaga verksmiðjufólks á íslandi vekur athygli á því veigamikla hlut- tllir II tri m tMri Ixri Hfnhírtdni Lagt hefur verið fram á Al- þingi stjórnarfrumvarp um út- gáfu og notkun nafnskírteina. Gerir það ráð fyrir, að Hagstofa Islands gefi út fyrir hönd Þjóð- skrárinnar nafnskírteini til allra einstaklinga 12 ára og eldri, sem skráðir eru hér á landi. Frum- varpið gerir ráð fyrir, að skír- teini verði gerð í skýrsluvélum. Fumvarpið um nafnskírteinin er svohljóðandi: 1. gr. Hagstofa Islands fyrir hönd Þjóðskrárinnar gefur út nafn- skírteini til allra einstaklinga 12 ára og eldri, sem skráðir eru hér á landi. Á nafnskírteini hvers manns skal vera: 1. Nafn, eins og það er ritað í þjóðskrá. 2. Nafnnúmer samkvæmt þjóð- skrá. 3. Fæðingardagur og ár. 4. Utgáfutími skírteinis. 5. Reilur fyrir mynd. Heimilt er að ákveða, að aðr- ar upplýsingaí skuK vq(ra á nafnskírteininu, eftir því sem henta þykir. Ennfremur er heim- MAÐUR SLASAST ALVARLEGA Aðfaranótt sl. laugardags varð ökuslys á Glerárgötu. Eldri mað- ur, Ari Björnsson, Ránargötu 18, varð fyrir bifreið, er hann var á heimleið úr vinnu. Hlaut hann mikið höfuðhögg og mun hafa höfuðkúpubrolnað. Var hann þegar fluttur á sjúkrahús. Síð- ast er blaðið frétti, hafði Ari ekki komizt til meðvilundar. Þá skeði það einnig á laugar- daginn, að maður handleggs- brotnaði, þegar hestur fældist og dró manninn með sér í beizl- istaumnum, hafði taumurinn flækst um handlegg mannsins. ill að ákveða, að á nafnskírtein- inu skuli vera nafn skírteinis- hafa ritað eigin hendi. Á nafnskírteinum, sem gerð eru í skýrsluvélum, skal auk rík- isskjaldarmerkis íslands, verða nafn Hagstofunnar sem útgef- anda skírteina fyrir hönd þjóð- skrárinnar, en ekki undirskrift hagstfoustarfsmanns. Önnur skír tei'ni skulu hins vegar því aðeins gild, að þau séu undirrituð af hagstofustjóra eða fulltrúa hans. Heimill er að ákveða, að út- gáfa nafnskírteinis til útlendinga skuli ekki eiga sér stað fyrr en eftir tveggja ára samfellda dvöl þeirra hér á landi. Kostnaður við útgáfu nafn- skírteina greiðist úr rikissjóði, en ef einstaklingur óskar eftir endurútgáfu nafnskírteinis, þar eð upphaflegt nafnskírteini hans er glatað eða af öðrum ástæð- um, er Hagstofunni heimilt að taka gjald fyrir það. Lögreglustjórar annast um af- hendingu nafnskírteina. Hver sá, sem skírteini er gert fyrir sam- kvæmt 1. gr. skal gefa sig fram í skrifstofu lögreglustjóra eða hreppstjóra i því umdæmi. þar sem hann er á íbúðarskrá, til þess að fá skírteinið afhent. 2. gr. Nú er ákveðið í lögum, reglu- gerð eða lögreglusamþykkt, að Framhald á bls. 7. sambandi hendir fundurinn á, að fleira fólk hefur nú framfæri sitt af hvers konar iðnaðarstarf- semi, en nokkurri annarri einni alv.innugrein hér á landi. Þýð- ing iðnaðarins fyrir íslenzkan þjóðarbúskap hlýtur enn að fara vaxandi og ber því nauðsyn til þess að áherzla verði á það lögð, að skapa honum þann starfs- grundvöll, er geri honum kleift: 1) að leggja sem stærstan skerf til aukinnar þjóðarfram- leiðslu og stuðla þannig að bætt- um lífskjörum allra landsmanna. 2) að skapa nauðsynlegt at- vinnuöryggi almennl og leggja grundvöll að hættri afkomu og starfsskilyrðum þeirra, sem við iðnað starfa. 3) að v.inna að hættri og hag- kvæmari framleiðslu öllum lands mönnum til hagsbóta. Ef iðnaðurinn á að vera hlut- verki sínu vaxinn er það megin- skilyrði, að allur almenningur og stjórnarvöld hafi á því fyllsta skilning, að iðnaðurinn verður að njóta jafnréttis við aðra fram leiðsluatvinnuvegi þjóðarinnar. Á meðan svo er ekki, verður að líta svo á, að kröfur á hendur honum um samkeppnishæfni við háþróaðar iðnaðarþjóðir, séu ekki á þjóðhagslegum rökum reistar. Vill fundurinn vekja athygli á, að á undanförnum árum hafa verið. gerðar þær ráðstafanir í lolla- og innflutningsmálum, er Skíðamót Norðurlands Skíðamót Norðurlands 1965 fór fram í Hlíðarfjalli við Ak- ureyri um síðustu helgi. Kepp- endur voru fjölmargir, frá Ak- ureyri, Ólafsfirði, Siglufirði og úr Eyjafirði. Keppt var í stórsvigi karla, keppendur 21, stórsvigi kvenna, keppendur 4, 12 km göngu, kepp endur 4, í svigkeppni karla voru 27 keppendur og í svigkeppni kvenna 4. Keppni í stökki var frestað vegna snjóleysis í stökk- hrekkunni. Mótsstjóri var Her- mann Sigtryggsson. Helztu úrslit urðu þessi: / stórsvigi karla, braiítarlengd 1800 m, hlið 46: 1. Smári Sigurðss., A 2.07.5 2. ívar Sigmundss., A 2.09.0 3. Viðar Garðarss., A 2.10.5 4. Magnús Ingólfsson, A 2.13.5 5. Svanberg Þórðars., Ó 2.15.5 Stórsvig kvenna, brautarlengd 1400 m, hlið 25: 1. Karolína Guðm.d., A 1.24.0 2. -3. Sigr. Júlíusd. S. 1.26.0 2.-3. Árdís Þórðard. S. 1.26.0 4. Guðrún Sigurlaugsd. A 1.45.0 12 km skíðaganga: 1. Gunnar Guðm.s. S. 39.17 2. Frímann Ásmundss. F. 40.38 (úr Fljótum, keppti sem gestur á mótinu). 3. Stefán Jónsson A. 44.45 Ganga, 17—19 ára: 1. Skarph. Guðm.s. S. 43.31 2. Sigurj. Erlendss. S. 43.33 Svig kvenna, brautarlengd 250 m, hœð 100 m, hlið 38: 1. Sigr. Júlíusd. S. 103.3 2. Guðrún Sigurl.d. A. 136.5 Svig karla, brautarlengd 380 m, hœð 135 m, hlið 50: 1. Svanberg Þórðarson Ó. 109.0 2. ívar Sigmundss. A. 112.6 3. Reynir Pálmason A. 113.4 4. Magnús Ingólfss. A. 114.9 VERZLUNARFÓLK FÆR 6.6% LAUNAHÆKKUN Gert hefur verið samkomulag milli verzlunar- og skrifstofu- fólks annars vegar og vinnuveit- enda hins vegar, um hækkun launa, sem nemur frá 1. des. sl. 6.6%, en auk þess lnekkar alll kaup um 3.05% frá 1. marz sl. samkvæmt vísitöluákvæðum. Eftirvinnuálag verður 50% í stað 60%, en nætur- og helgi- dagataxtar verða óhreyttir. Þá hækkar lágmark orlofs úr 18 dögum í 21 dag og eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki fær starfsmaður 3 daga að auki en 6 daga eftir 15 ára starf. leitt hafa til þess, að íslenzkur iðnaður á nú í vök að verjast vegna harðnand.i samkeppni við erlenda framleiðslu og hefur jafnvel orðið að heyja sam- keppni við innfluttár iðnaðar- vörur, sem seldar eru undir eðli- legu kostnaðarverði. Á sama tíma hefur verið látið undir höfuð leggjast að veita iðnað- inum þá fyrirgreiðslu, sem nauð synleg verður að teljast til þess að gera iðnaðinum kleift að mæta hinni auknu samkeppni. Er nú svo komið, að vissar greinar iðnaðarins fara halloka vegna hinnar harðnandi sam- keppni og er atvinnuöryggi þeirra, sem í þeim greinum starfa, stefnt í hættu. Því skorar sameiginlegur fundur fulllrúa iðnverkafólks á hæstvirta ríkisstjórn að staldra Framhald á bls. 7. RÁÐSTEFNA UM KJARAMÁL Laugardaginn 6. marz kom miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands saman til fundar. Rætt var um undirbúning kjara- samninga og ráðstefnu á Norð- ur- og Austurlandi í því sam- bandi. Ákveðið var að boða til ráð- stefnu á Akureyri 14. og 15. apríl n.k. Verði boðaðir til ráð- stefnunnar formenn allra sam- bandsfélaganna eða aðrir fulltrú ar félaganna eftir ákvörðun við- komandi stjórna. Þá verði stærstu íél. boðið að senda 2 fulltrúa (Þrótti, Einingu og Iðju). Kaupstaðafél. utan sam- bandsins verði boðið einnig að senda fulltrúa. Þá verði A.S.A. hoðið að senda fulltrúa að fjölda eftir eigin ákvörðun. Að lokum var samþykkt að senda Heilbrigðis- og félagsmálanefnd N.d. Alþingis svohljóðandi til- lögu. Miðstjórn Alþýðusambands Norðurlands mótmælir harðlega því ákvæði frumvarps til nýrra læknaskipunarlaga, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi, að Raufarhafn- arlæknishérað verði lagt niður sem sérstakt læknishérað. Telur fundurinn að ekki komi annað til greina með tilliti til heilsugæzlu og öryggis þess mikla fjölda verkafólks á sjó og landi, sem atviinnu ^ækir til Raufarhafnar, en að tryggt verði að læknir hafi fasta búsetu þar. (Fréttatilkynning). ALÞÝÐU MADU R I N N

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.