Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 25.03.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 25.03.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRl Tll EFTIKBREYTNI Benedikt Gröndal, alþingismaður, vekur s.l. sunnudag í Alþýðublaðinu athygli íslenzkra lesenda á sérstakri aðferð Breta til að leita jafnvægis í byggð landsins. Það er semsé ekki eingöngu íslenzkt vandamál, að fólksstraumurinn liggi til stórborganna, en smærri borgir staðni vegna fólksfækk- unar og atvinnudeifðar né heldur að býli og jafnvel byggðir leggist í auðn. Þetta er rás tímans í flestum iöndum heims og þarf stjórnarfarslegar og félagslegar ráðstafanir til að hindra þessa þróun eða öfugþróun. Samkvæmt upplýsingum Benedikts freista Bretar m. a. að vinna að jafnvægi í byggð landsins með því að veita iðn- aði og ýmsum atvinnufyrirtækjum rýmri og auðveldari að- stöðu til að koma sér fyrir og eflast á einum stað fremur en öðrum, þar sem yfirstjórn þessara mála telur þeirra sérstak- lega þörf. Jafnvel eru fjárfestingarleyfi fyrir nýju atvinnu- fyrirtæki ekki veitt nema á „uppbyggingarsvæði“, og þannig hefur ríkisvaldið hönd í bagga með staðsetningu og dreif- ingu atvinnufyrirtækja um landið. Vissulega er öll ofstjórn hættuleg, en vanstjórn er það ekki síður. í jafnlitlu þjóðfélagi og voru íslendinga er það mikil- vægara en meðal stórþjóðanna að .rata hinn gullna meðal- veg. Það er svo dýrt fyrir oss að læra af mistökunum, að oss er brýn nauðsyn á að færa oss reynslu annárra þjóða vel í nyt og fylgjast með úrræðum þeirra gagnvart sams konar vanda og vér eigum við að glíma. Athygli sú, er Benedikt Gröndal vekur á „jafnvægis- stjórn“ Breta með fjárfestingaleyfum og sérstökum upp- byggingasvæða“-fríðindum, er því vissulega tímabær. Auðvitað er framtak einstaklinga og félaga nauðsynleg driffjöður liverju þjóðfélagi. Einnig heilbrigð samkeppni. En á ríkisvaldinu hlýtur alltaf að hvíla sú skylda að marka þessum öflum ramma til að vinna innan, og hér verður því haldið fram, að sá rammi sé um margt ekki nógu vel dreginn hér á landi, skipulag á staðsetningu atvinnufyrirtækja í mol- um, engin skipulögð fyrirgreiðsla til varðandi uppbyggingu atvinnureksturs, þar sem atvinnuskorts gætir, og enginn valdaaðili, sem getur hindrað það, að nýatvinnurekstur, sem getur dafnað vel innan vissra marka, sé ekki brotinn niður með sókn of margra framleiðenda inn á markaðinn. Fleira mætti hér nefna til, þótt eigi sé gert. Aðalatriðið er, að stjórnarvöldin veiti skipulagi og staðsetningu atvinnu- fyrirtækja meiri athygli en hingað til hefur verið gert og stjórni þeim með ákveðnara mark fyrir augum, svo sem Bretar virðast gera. Að hika Eins og oft hefur verið-rætt áður hér í blaðinu, er efiing iðn- fræðslu, með iðnskóla og tækni- skóla hér í bæ, eitt af mikilvæg- ari framfaramálum bæjarins. Ekki verður um það sakast, að þeim málum hafi verið illa tek- ið, en hins vegar hafa fram- kvæmdirnar verið meira orð en athafnir. Fyrir allmörgum árum var tekið að safna fé til iðnskóla- hyggingar, en sá skóli hefur lengi haft þá sérstöðu allra skóla bæjarins, að eiga ekki þak yfir höfuðið, og svo hefur rammt kveðið að þessu húsnæðisleysi, að kennsla hefur fram farið á mörgum stöðum í bænum. Er slíkt vitanlega óviðunandi með öllu. Annað mál er það, að bygg- ing iðnskóla er mikið fyrirtæki og kostnaðarsamt, einkum þar sem ekki verður við annað unað en húsakosturinn verði svo full- kominn, sem auðið er. Á síðustu árum hefur iðnnám breytzt hvarvetna í nágrannalöndum vorum. Það fæiist frá verkstæð- unum inn í skólana, sem um leið hljóta að verða verkstæði með fullkömnum véla- og tækjakosti. Með tilliti til þess hve skóla- hygging er dýr, hefur það ráð verið tekið að fara hægt af stað og safna heldur fé í byggingar- sjóð. Á s.l. ári var svo komið, að Iðnskólanefnd taldi sjálfsagt að láta ekki dragast lengur að hefja byggingu en til næsta vors. Að vísu var tæpast nægilegt fé fyrir hendi, en það virtist sýnt, að væri ekki byrjað, þá yrði iðn- skólinn eftirleiðis sem hingað til látinn sitja á hakanum fyrir öðr- um opinberum framkvæmdum í hænum, enda þótt fátt sé brýnni nauösyn fyrir hæjarfélagið. V.irtist sem ráðamenn hæjarins væru því samþykkir, að nú yrði byrjað. Um undanfarin ár hefur verið unniö að teikningum og áætlun- um. Hefur Jón G. Ágústsson byggingafulltrúi gert uppdrætti að skólahúsi, og liaft um það samráð við Húsameistara ríkis- ins og fræðslumálaskrifstofuna. En til undirbúnings starfi sínu fór Jón til Norðurlanda og kynnti sér rækilega nýjustu iðn- skólabyggingar þar. Hefur sjald- an veriö betur unnið að undir- búningi opinberrar byggingar hér í bæ. Það vakti því almenna undr- un þeirra manna, sem nokkuð þekkja til þessara mála, þegar á síðasta bæjarstjórnarfundi komu fram raddir um að draga bygg- inguna enn á langinn, og ýmsu við borið, sem þó raunar hefur er sama fæst við nokkur rök að styðjast, annað en að æskilegt væri að hafa meira fé. En þeir sömu menn, sem kvörtuðu um fjár- skortinn, felldu þó aukna fjár- veitingu til skólabyggingarinn- ar, við aðra umræðu fjárhags- áætlunar. En jafnframt því gerir bæjarstjórn ályktun um að krefjast þess, að iðnskólinn á Akureyri verði gérður að fjórð- ungsskóla. Við þeirri samþykkt er vitanlega ekkert nema gott eitt að segja, en ég hygg, að flestum muni vera ljóst ósam- ræmið í orðum og geröum. Að krefjast samtímis fjórðungs- skóla, og neita auknu fjárfram- lagi til að hraða byggingu skóla- hússins, og vera með bollalegg- ingar um að draga bygginguna enn á langðm. Ekki geri ég ráð fyrir að nokkur illvilji í garð iðnskóla- byggingar sé hér að verki, heldur einungis þessi gamli sjúkdómur vor íslendinga, að krefjast alls af öllum öðrum en sjálfum sér. Akureyri er iðnaðarbær. Víst er að framtíöarvöxtur bæjarins hvilir fremur öðru á auknum iðnaði. Akureyri er einnig skóla- bær. Viðgangur bæjarins hefur mjög verið skólum hans að þakka hingað til, og því ber að stefna að aukningu og fjölgun skóla í bænum. Vöxtur og efling iðnskóla og iðnmenntunar þjón- ar því tveim meginhagsmuna- málum bæjarins, að styrkja at- vinnuvegi hans og auka sérstöðu AlþýÖumanninum hefur ný- lega borizt 30 ára afmælisrit Verkalýðsfélags Skagastrandar, sem Björgvin Brynjólfsson hef- ur samið. Ritið er vel úr garði gert og í því myndir helztu for- ystumanna félagsins fyrr og síðar. Þótt þetta sé ekki stórt rit, flytur það samt merkilegan fróð- leik um þróun og sögu verka- lýðsmálanna hér á landi. Þar segir frá fyrstu tilraun til félags- stofnunar, sem varð skammlíft, og síðan margra ára „skæru- hernaði“ milli verkamanna og atvinnurekenda, þar sem meðal annars kemur fráfn, hvernig því bragði var beitt af atvinnurek- endum, að neita forgöngumönn- um verkamanna um vinnu og viðskipti í verzlunum. Eftir að félagið komst á fastan fót hafa kjaramálin ver.ið í þess höndum og hefur því tekizt vel í þeim efnum. Þá liefur félagið haft forystu um ýmis framfaramál og tapa hans sem skólabæjar. Þetta verða bæjarhúar að gera sér ljóst. En þeir verða einnig að gera sér ljóst, að fleiri bæir myndu kjósa sér nýja skóla, og þeir eru senni- lega fúsari að leggja eitthvað af mörkum til þess. Má þar t. d. nefna Vestmannaeyinga, sem rekiö hafa sjómannaskóla fyrir eigin reikning. 011 bið og allt hik á fram- kvæmdum í eflingu iðnskólans veldur tjóni í framgangi þess máls. Hér er byrjað á undirbún- ingi tækniskóla, og hefur vel til tekizt. Aukning hans verður ekki, nema húsnæði sé fyrir hendi, og nýtt iðnskólahús hefði getað bætt úr því til bráða- birgða. Því lengur sem það dregst að skapa iðnfræðslunni viöunanleg skilyrði hér í bæ, því meiri hætta er á, að aörir verði á undan okkur með fram- kvæmdir. Hér er því nauðsyn að vinda bráðan bug. Markið ætti að vera fokhelt skólahús á þessu ári, svo að kennsla gæti byrjað í því haustið 1966. En til þess þarf fé, sem fást verður með lánum, þar sem byggingar- sjóður hrekkur ekki til. Ráða- menn bæjarins verða að gera sér ljóst, hve mjög ríður á, að bærinn sýni vilja og fórnfýsi í þessu efni, svo að unnt sé að knýja á ríkisvaldiö um þess hluta. Og umfram allt, vér skul- um minnast þess, að í þessu máli sem öðrum er reglan hin sama: Að hika er sama og tapa. Shagastrandar kauptúnsins. Aftast í ritinu er skrá um félagatal, fundahöld, kauptaxta og eignir félagsins í 30 ár. Árið 1934 voru félags- menn 67, og skuldlaus eign 255 krónur, en 1963 voru félags- menn 222 og skuldlaus eign þess 559 þúsund krónur. — Æskilegt væri að sem flest verkalýðsfélög gæfu út sögu sína á jafnmyndar- legan hátt. Heilsuverndarstöð Akureyrar: — Eftirlit með þunguðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ung- barnaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mónudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram f Hafnarstræti 81, neðstu hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 2—3.30 e. h. og bólu- setningar fyrsta mónudag hvers mánaðar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarnar- stöðvarinnar við Spítalastíg.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.