Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 01.04.1965, Blaðsíða 1
Sl. föstudag og iaugardag fór fram í Reykjavík ráðstefna Al- þýðusambands Islands um kjara- Alnienn kanphækknn ogr stytting: viniiiivikuiiuar voru aðalkröfur ólykfunar er róðstefna A.S. samþykkti um kjaramólin. Mikill mannfjöldi safnaðist saman út ó ísinn, til að fylgjast með veiðigörpunum. (Ljósm.:S). Veileppni lionshlúbbsins Hnginn Veiðikeppni Lionsklúbbsins Ifuginn fór fram í mjög góðu veðri á Akureyrarpolli sl. sunnu- dag. Mikið fjölmenni áhorfenda kom út á ísinn á pollinum til að fylgjast með keppendunum, en þeir voru 28. Mátti þar sjá ýmsa, sem að öllu jöfnu gera ekki tíð- reist Lil sjós, en undu sér vel með „fasl land“ undir fótum, meðan ekki brakaði því ískyggi- legar í „fastlandinu“. Nokkuð var veiðifangi mis- skipt, þannig fengu sumir lireint ekki neitt, en aðrir drógu liann stöðugt og óslitið, bókstaflegar aflaklær í orðsins fyllstu merk- ingu. Þarna voru „innbyrtir“ golþorskar og stórufsar þetta frá 15 til 40 cm langir, flatfiskur af hæfilegri stærð og tannhvassir og grimmdarlegir steinbítar, sem hver alvörusjómaður hefði getað verið hreykinn af. Af þessu öllu varð ágæt skemmtun bæði fyrir þátttakendur og áhorfendur, sem fylgdust með veiðikempunum af miklu kappi. Aflasælastur veiðimannanna varð hin kunna aflakló Ásgeir Kristjánsson, bifvélavirki, og dró hann alls 74,2 pund, næstur að aflamagni varð Karl Jörunds- son á Ferðaskrifst. Sögu, hann dró 65,4 pund, þriðji varð Stein- grímur Bernharðsson, banka- stjóri Búnaðarbankans sem dró 63,6 pund, hann vann sér það einnig til ágætis að draga þrjá steinbíta, hvern öðrum föngu- legri. Stærsta fiskinn fékk Þor- leifur Agústsson, fiskimatsmað- ur, 77 cm langan steinbít, 6,8 pund að þyngd. Höfðu menn við orð, að þar hefði hann notið kunnáttu sinnar í fiskimati. Samanlagt va'rð allur aflinn 859,4 pund. HejldariltiM t<epl.mjllj.t*ni‘(4 Heiklarfiskafli íslendinga árið 1964 varð nærri ein milljón tonn, eða 971.514 tonn. Þar af var bátafiskur 906.331 tonn, en togarafiskur 65.183 tonn. Hefur fiskaflinn aukizt um 190 þús. tonn frá árinu 1963, en þá var heildaraflinn 781.969 tonn, þar af var bátafiskur 701,783 tonn, en togarafiskur 80.186 tonn. Afli bátanna hefur því á árinu 1964 aukizt yfir 200 þús. tonn, en hins vegar hefur afli togar- anna drcgizt saman um 15 þús. tonn. Af heildaraflanum 1964 var síld alls 544.396 tonn, en var 395.166 tonn árið 1963. mál. Á ráðstefnu þessari áttu sæli 62 fulltrúar verkalýðssam- banda, fjórðungssambanda og félaga utan þeirra. Hannibal Valdimarsson, for- seti A.S.Í. flutti framsöguræðu á ráðstefnunni, þar sem hann rakti þróun kj aramála frá því að júnísamkomulagið var gert. Kom þar m. a. fram, að er júnísam- M komulagið var gert í fyrra, hafði kaup hækkað um 56% miðað við árið 1959, en vísitala vöru og þjónustu um 86%. Nú hefur kaup hins vegar hækkað um 68% miðað við 1959, en vísitala vöruverðs hefur hækkað um 91% á sama tíma. Að ræðu Hannibals lokinni urðu mjög miklar umræður, sem snerust að mestu leyti um hækk- un kaups, samræmingu kaup- taxta, aukna ákvæðisvinnu, stytt- ingu vinnuvikunnar og vinnu- tímans, lagfæringu í skattamál- um, einkum hvað snertir lág- og miðlungstekjur, möguleika á að lækka húsnæðiskostnað og að- gerðir til að sporna v,ið verð- bólguþróuninni. 15 manna nefnd var kjörin til að semja eftirfarandi ályktun sem samþykkt var: í ályktuninni segir, að teknar skuli upp viðræður - við ríkis- stjórnina um eftirfarandi: 1. Lækkun útsvara og skatta af lágtekjum og miðlungstekjum þannig að þurftartekjur séu al- mennt útsvars- og skattfrj álsar, skattþrepum verði fjölgað og skattar og útsvör innheimt jafn- óðum og tekjur falla til. Jafn- framt verði skattar og útsvör á gróðarekstur hækkaðir og ströngu skattaeflirliti framfylgt. 2. Aðgerðir til lækkunar hús- næðiskostnaðar, til að auðvelda fólki að eignast nýjar íbúðir á kostnaðarverði, svo sem aukn- ing bygginga á félagslegum grundvelli, hækkun lána, lenging lánstíma og vaxtalækkun og að- gerðir, sem hindrað gætu hið stórfellda brask, sem nú við- gengst með nýtt húsnæði. " 3. Tafarlaustar aðgerðir vegna atvinnuleysis, sem ríkt hefur að undanförnu í einstökum lands- hlutum. 4. Breytingar á lögum um orlof, sem tryggi verkafólki fjög- urra vikna orlof og ennfremur breytingar á framkvæmdaákvæð- um orlofslaganna sem tryggi raunverulega framkvæmd þeirra. 5. Hverjar þær aðgerðir aðr- ar, sem þjóna mættu þeim til- gangi að sporna við verðbólgu- þróun og tryggja betur gildi Framh. á bls. 4. Aðdlfundor Varðbergs Aflakóngurinn, Ásgeir Kristjónsson. Aðalfundur Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu á Akureyri, var hald- inn í Sjálfstæðishúsinu sl. mánu- dag. Formaður, Kolbeinn Helga- son, setti fundinn og tilnefndi Hallgrím Tryggvason sem fund- arstjóra og Steindór Gunnars- son fundarritara, síðan voru fluttar skýrslur sljórnar og þær samþykktar. Lagabreytingaf og reglugerð um samstarf Varðbergsfélaga var lil umræðu og var samþykkt samhljóða. I stjórn félagsins fyrir næsta kjörtímabil voru þessir kjörnir: Hjörtur Eiríksson, form., Jó- hann Sigurðsson, varaform., Jón Gísli Júlíusson, varaform., Oli D. Friðbjörnsson, ritari, Jens Sumarliðason, gjaldkeri og Jó- hann Bjarmi Símonarson, með- stjórnandi og í varastjórn: Jón- as Þórisson, Hersteinn Tryggva- son, Gunnar Hjartarson, Ævar Olafsson, Jón Viðar Guðlaugs- son og Jón Bjarnason. Endur- skoðandi Sigurður Jóhannsson. I lok fundar voru sýndar lit- skuggamyndir, en síðan ávarp- aði hinn nýkjörni formaður fé- lagsmenn og slait fundi. Félagsmenn eru nú um 80. AKUREYRINGUR DRUKKNAR Það slys varð sl. miðvikudag að Gunnar Geirsson, matsveinn á togaranum Svalbak féll niður á milli skips og bryggju þar sem togarinn lá í höfninni í Grimsby. Ekki eru nánari fréttir af því hvernig þetta atvikaðist, en þeg- ar hann náðist var hann látinn.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.