Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.04.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 08.04.1965, Blaðsíða 1
u Fundur um otvinnumdl d HM MADURINN Atyinnuástand mjög alvarlegt. Húsavík. Verkalýðsfélagið hélt fund í sl. mánuði um atvinnumálin. Bæjarstjóra og bæjarstjórn var boðið á fundinn. Bæjarstjóri var F.I.B. HYGGST STOFNA NYTT TRYGGINGAFELAG 200 manns hafa heitið stofnframlagi, og mörg hundruð manna hafa genðið í Félag ístenzkra bifreiðaeigenda. Hundruð manna hafa gengið •í Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda undanfarna daga, og mun meginorsök þess vera hin megna óánægja, sem ríkir með yfir- Hótel Akureyri opnað í síðasta Degi segir, að Óskar Agústsson, íþróttakennari frá Laugum hafi tekið Hótel Akur- eyri á leigu, og hyggist opna það bráðlega, helzt fyrir páska. Ósk- ar hefur um nokkur undanfarin sumur staðið fyrir rekstri sum- arhótels í héraðsskólanum að Laugum, og mun einnig annast það- í sumar, hefur hann því ráðið hótelstjóra hér í bænum og verður það Valdimar Jónsson frá Hallgilsstöðum. lýsta iðgjaldahækkun trygginga- félaganna. Undanfarna daga hefur legið frammi í skrifstofu félagsins bók, þar sem þeim er áhuga hefðu á stofnun tryggingafélags, gefst kostur á að rita nöfn sín og fyrir- heit um stofnframlag. Hafa þeg- ar, er þetta er ritað, 200 manns heitið stofnframlagi í félagið að upphæð rúml. einni millj. kr. Er hér aðeins um Reykjavík að ræða, en hingað til Akureyrar er bók sama eðlis væntanleg í dag, og mun liggja frammi á Ferða- skrifstofunni Lönd og Leiðir, á virkum dögum kl. 5—7, enjaug- ardag og sunnudag kl. 1—7 e. h. Geta menn þar gerzt aðilar að stofnun tryggingafélags F.Í.B. og félagsmenn í félaginu. Þeir sem skrifa nöfn sín í téða bók, undirr.ita um leið eftir- farandi yfirlýsingu: Undirritaðir meðlimir F.Í.B óska þess eindregið, að félagið beiti sér fyrir stofnun trygging- arfélags, sem hafi meðal annars með liöndum tryggingu bifreiða félagsmanna þeirra, sem þess óska. Fylgi það í rekstri sínum þeim meginreglum í tryggingarstarf- semi sem F.I.B. hefur sett fram, þ. e. áhættuskiptingu eftir aldri, starfi, ökuþekkingu, aksturs- reynslu, ökuumhverfi o. fl. Enn- fremur verði tryggingarþegum gefinn kostur á sjálfsáhættu í skyldutrygg.ingum. Undirritaður tiltaki þá fjár- upphæð, sem hann er reiðubúinn að leggja fram og/eða ábyrgjast, ef félagið verður stofnað. ekki heima, en bæjarfulltrúar mættu flestir. Fundurinn var haldinn vegna mjög alvarlegs atvinnuástands, bæði af völdum aflaleysis og hafíss. Samþykktar voru ályktanir, bæði um að kjósa sameiginlega nefpd bæjarstjórpar og verka- lýðsfélagsins og eins áskorun til bæjaryfirvaldanna um að taka tillit til núverandi ástands við næstu niðurjöfnun útsvara. Við atvinnuleysisskráningu, sem fram fór fyrir nokkru, voru 34 skráðir atvinnulausir, þar af var flest sem unnið hefur í Fisk- iðjuverinu. Umræður á fundinum urðu fjörugar og kom m. a. fram áhugi fyrir að breyta lögum um atvinnuleysistryggingarsjóð og hlutatryggingasjóð, þannig að þessir sjóðir kæmu að fullkomnu gagni þegar þörf krefur. Þessir tóku til máls: Sveinn Júlíusson, Þorgerður Þórðar- dóttir, Árni Jónsson, Arnór Kristjánsson, Kristján Ásgeirs- son. Af hálfu bæjarfulltrúa töluðu: Jóhann Hermannsson, Einar Fr. Jóhannesson, Ásgeir Kristjáns- son, Páll Kristjánsson, Guð- mundur Hákonarson og Þórh. B. Snædal. Það vakti athygli á fundinum að aðeins einn af þremur bæjar- fulltrúum Framsóknar mætti og liafði ekkert til málanna að Ieggja. Dagskrá Nkílalandsmótsins T I L H O G U N : Kl. 15.00 Svig kvenna og ung- linga. Loðnu hefur orðið vart hér inn við sandinn og eru nokkrir að þeim veiðum í dag. Mest af aflanum fer í verksmiðjuna. Aðeins einn bátur hefur róið með línu að undanförnu og hefur hann fengið 3—4 lestir af stein- bít. Netabátarnir hafa fengið mjög lítið og grásleppu- og rauðmaga- veiði hefur verið mjög léleg og lítið hægt að stunda vegna lag- íss, sem myndast hefur bæði í höfninni og hér út með landinu. Nýlokið er tvímenningskeppni hja Bridgefélaginu. Úrslit urðu: L Oli Kristensen — Stefán Sör. 672 stig. 2. Guðjón Jónsson — Guðm. Hákonar 658 stig. 3. Halldór Þorgríms — Jónas Geir 591 stig. Nýlega fóru sj ö sveitir úr hridgefélaginu til keppni við Mývetninga í Skjólbrekku. Úr- slit urðu þau að: Húsavík fékk 29 stig og Mývetningar fengu 13 stig. Móttökur voru hinar höfðing- legustu eins og Mývetninga var von og vísa og skemmtu menn sér hið bezta. * í fyrri viku voru jarðsungnir frá Húsa víkurkirkj u tveir af eldri borgurum bæjarins, Jónína Sigtryggsdóttir frá Haganesi og Árni Stefánsson, söðlasmiður. * Leikfélag Húsavíkur er nú að æfa Volpone og mun stutt orðið í sýningar. Þá er Karlakórinn Þrymur að æfa undir vestfjarða- för í sumar. * MINNIZT SUMARBÚÐA K.F.U.M. OG K. VIÐ HÓLAVATN Á FERMINGARDAGINN Árið 1959 hyrjuðu nokkrir félagar í KFUM á Akureyri, að framkvæma þá hugmynd sína að reisa sumarbúðir við Hólavatn í Eyjafirði. Allir höfðu þessir ungu menn dvalizt í sumarbúð- um KFUM í Vatnaskógi, en KFUM í Reykjavík hefur starf- rækt þar sumarbúðir síðan árið 1924. Síðan hefur framkvasmdum við Hólavatn verið haldið stöð- ugt áfram, og fljótlega gerðist KFUK aðili að sumarbúðunum. Hafa félagar í þessum félögum unnið þarna flest störf sjálfir, steypuvinnu, tréverk, miðstöðv- arlögn, vatnslögn o. fl. og hefur sáralítið þurft að leita út fyrir raðir félagsmanna og þeirra nánustu um vinnu. Fjár til framkvæmdanna hefur verið aflað með ýmsu móti, en stærsti tekjuliðurirm er skeyta- sala í sambandi við fermingar. Er nú svo komið, að búast má við, að vígsla sumarbúðanna geti orðið fyrrihluta n.k. sumars, -en til þess að svo geti orðið, þarf gott lokaátak. Gefst mönnum, nú um ferm- ingarnar, tækifæri að styrkja gott málefni um leið og ferm- ingarbarninu er send falleg kveðja. Miðvikudagur 14. apríl. Kl. 14.00 Mótið sett: Stefán Kristjánsson, formað ur S. K. í. Kl. 15.00 Ganga 10 km, 17—19 ára. KI. 16.00 Ganga 15 km, 20 ára og eldri. Fimmtudagur 15. apríl. Kl. 14.00 Stórsvig kvenna. Kl. 14.30 Stórsvig unglinga. Kl. 15.00 Stórsvig karla. Föstudagur 16. april. Kl. 9.30 Skíðaþing í Skíða- hótelinu. Laugardagur 17. april. Kl. 10.30 Boðganga. Sunnudagur 18. april. KI. 13.00 Svig karla. Kl. 16.00 Stökk, allir flokkar og norræn tvíkeppni. Mánudagur 19. apríl. Kl. 10.30 10 km ganga. Kl. 15.00 Flokkasvig. Kl. 21.00 Verðlaunaafhending í S j álfstæðishúsinu. Oll keppni fer fram i HlíSarfjalli. Mótstjórn áskilur sér rétt til breytinga á dagskránni ef þörf krefur. Nafnakall í svigi, stökki og göngu fer fram á keppnisstað klukkustund áður en keppni hefst, en í stórsvigi tveim stund- um fyrir. Nýlega var stofnaður hér Lionsklúbbur og munu stofn- endur hafa verið 18 talsins. * Skákmeistari Norðurlands, Hjálmar Theodórsson tefldi fjöl- tefli við menn úr Skákfélagi Húsavikur. Úrslit voru ekki kunn þegar þetta er skrifað. * Dagfari, nýtt 260 lesta skip, smíðað í A.-Þýzkalandi, kom til Sandgerðis í fyrri viku. Eigend- ur eru Stefán Pétursson o. fl. hér í bæ. Skipið fer á veiðar fyrir sunn- an. Skipstjóri á því í sumar verð- ur Sigurður Sigurðsson sem áð- ur var með Náttfara.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.