Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.04.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.04.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÖRSSON (ÁB.)# ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI M JÍ eiRum héli“ Fyrir skömmu bentum vér á, að ætla mætti, að líðaudi ár yrði ár mikilla viðburða í athafnalífi þjóðarinnar, m.a. varðandi ákvarðanir um stórvirkjun og stóriðju, byggingu kísilgúrverksmiðju, stórátök í vegagerð, aukna félagslega aðstoð á ýmsa grein o. fl. Hitt dylst vafalaust engum, að búast má við allskiptum skoðunum varðandi öll þessi mál og talsverðum deilum, livað engan þarf að undra og enginn ætti að harma, sé þeim haldið innan marka ábyrgðarkenndar og raka. Skipt- ar skoðanir og rökræður út frá þeim skýra mörg málin og ieiða_ oft til hagkvæmari niðurstöðu en annars hefði fengist. Hinu megum vér aldrei gleyma, að vér érum ein þjóð, ein heild og heill allra er heill þjóðarhluta og einstaklinga, þegar allt kemur til alls. Vér eigum að sjá sól lands vors af einum hóli, ekki hver af sinni þúfu. Hreppapólitík og smá- borgaraháttur má ekki bregða fæti fyrir góð framfaramál. Fátt getur ömurlegra en ósamlyndi og illdeilur í sambýl- ishúsi, óvinattu milli íbúa í götu, nágranna- og hrepparíg- ur. A sama háít ber að gjalda varhug við ríg milli lands- hluta og bæja. Ailt þess háttar hendir til þroskaleysis og þröngsýnis og tefur fyrir framförum. Þetta er hér nefnt vegna þess, að oss virðist þröngsýni og sérhyggja koma alltof víða fram í afstöðu til mála. Hvaða ofrausn er það af ríkisvaldinu að stefnu að því, að Vestfirðingar og Austfirðingar fái sína menntaskóla? Hví skyldi það ekki sjálfsagður hlutur að búa liið bráðasta Menntaskólanum á Akureyri gott kennsluhúsnæði? Hví þurfum vér utan Reykjavíkui' að láta oss þykja djúpt tekið í árinni að tala um þrjá mennlaskóla í Stór-Reykjavík, þar sem meginfjöldi æskufólks þjóðarinnar býr? Hví skyldi nokkurn íslending hneyksla, þótt annar stærsti bær þessa lands, Akureyri, setji sér það mark, er Davíð Stefánsson frá Fagraskógi dró upp í hátíðarræðu sinni á 100 ára af- mæli bæjarins, að verða háskólabær, er stundir líða? Og hví skyldi nokkurn furða, þótt bæir og héruð kalli á gagn- fræða- og héraðsskóla? Þetla þarf allt að komá og á að koma, því að menntun er þjóðarmáttur. Og hví skyldu Austfirðingar, ef síld veiðist fyrst og fremst austan við land á næstunni, amast við síldarflutn- ingum norður um land, þar sem verksmiðjur og síldarstöðv- ar bíða alKúin og fólk til starfa? Þjóðhagslega hlýtur slíkt að vera betra en efna til verksmiðjubygginga og síldarmót- töku eystra langt fram yfir það, -sem þar er fólk tii starfa, eða bvað bæðu Austfirðingar um, ef verksmiðjur þeirra og síldarstöðvar stæðu auðar og öli síld veiddist á ný fyrir Norðurlandi? Og loks þetta: Vér höfum mælt með byggiugu alúmín- verksmiðju hér við Eyjafjörð fremur en sunnanlauds vegna Hvers eigo bifreiða- eigendur að gjalda? Hvarvetna um heim er það talið merki um góðan hag al- mennings, ef bifreiðaeign er al- menn. Og sú gleðilega- breyting hefur gerzt í mörgum löndum, og einnig hér, að bíll er ekki lengur tákn um iúxus eða yfir- stétt, heldur er hann smám sam- an að verða heimilistæki fjöld- ans. Og því verður ekki með rökum neitað, að með hverju árinu sem líður verður bíllinn æ nauðsynlegri mönnum, til þess að stunda atvinnu sína. Frá því að vera lúxustæki er bíllinn að verða nauðsyn. Hér á landi hefur notkun bíla aukizt stórkostlega og bílaeigend um fjölgað mjög,.ef til v.ill meira en æskilegast væri, éh við því er ekkert að segja. Ilins vegar virðist sem öll máttarvöld þjóð- félagsins án tillits til flokka eða annars, hafi frá öndverðu lagst á eitt að gera mönnum sem tor- veldast að eignast bíl. Naumast hefur nokkur vara verið skatt- lögð jafngífurlega til ríkisins eins og bílar og bílainnflutning- ur. Þar hefur ríkisvaldið hagnýtt sér til hins ýtrasta þessa löngun manna til að komast yfir hið handhæga farartæki. Að vísu er þeirri plágu nú af létt að þurfa að fara bónarveg til einhverrar nefndar eða ráðs, til þess eins að mega kaupa bíl og rétta rík- inu tugþúsundir í innflutnings- toll og leyfisgjöld. Og fá svo synjun nema kunningsskapur eða rétt lína í pólitík væri annars vegar. Og enn er vegið í sama kné- runn. Ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi lög um stórfellda hækk- un skyldutrygginga á bílum, og tryggingafélögin tilkynna sam- tímis jafnvel enn meiri hækk- an.ir á iðgjöldum. Manni verð- ur á að spyrja: Er þetta hægt? Eru því engin takmörk sett, hvað unnt sé að skattleggja þenna ldut í eigu rnanna? Sem heiðarlegir þjóðfélags- þegnar geta menn ef lil vill sætt sig við aukna skattlagningu til ríkisins, enda þólt hún komi ranglátlega niður eins og megn- ið af bílasköttunum gerir. En þegar skattlagningin á einungis að ganga til tryggingafélaganna, þá geri ég ráð fýrir, að ýmsir vilji stinga við fótum, ekki sízt þegar ríkisstjórn og Alþingi ganga á undan með að gefa þeim undir fótinn í þessum efnum. Vitanlegt er, að trygg.ingar og iðgjöld hljóta að hækka með hækkandi verðlagi, sömuleiðis gefa hin tíðu ökuslys átyllu til hækkana. En þó virðist sem bog- inn sé nú spenntur fullhátt og tryggingafélögunum gefinn of laus taumurinn. Enda hefur það nú gerzt í þessum málum, að Félag ís- lenzkra bifreiðaeigenda hefur tekið málið til endurskoðunar Almenna bókafélagið sendir nú frá sér fyrstu útgáfubækur sínar á þessu ári. Eru það mán- aðarbækurnar fyrir janúar og febrúar, og að auki ný ljóðabók eftir Jóhann Hjálmarsson, en hún er gefin út í félagi við Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. Janúar-bókin, Mannþing eftir Indriða G. Þorsleinsson, er 3. safnið af stuttum sögum þessa vinsæla höfundar, en 5. skáldrit hans. Sögurnar í Mannþingi, 11 talsins, eru skrifaðar allt frá árinu 1958 til haustsins 1964. Þær eru, eins og fyrri sögur Indriða, sprottnar úr nútíðinni, og nær engin þeirra aftar en síð- asta skáldsaga hans, Land og syn ir, sem fjallaði um tíðaskiptin, sem gerðust í þjóðfélaginu við aðsteðjandi heimsstyrjöld. Bókin er 131 bls., prentuð í Víkingsprenti og bundin í Fé- lagsbókbandinu. Febrúar-bók AB er Kína eft- ir Loren Fessler, -en þýðandinn og sýnt fram á með rökum, að ekki er grundvöllur fyrir þeirri iðgjaldahækkun, sem félögin hafa boðað, en hún kemst upp undir 90%. Verðui' að vænta þess að F. I. B. takist að fá þar nokkra leiðrétlingu. Félagsskap- ur sá er fremur ungur, en hef- ur þegar unnið ómetanlegt starf bílaeigendum til hagsbóta. Það er auðsætt, að ef ekki er staðið á verði um hagsmuni þeirra, -verður fram haldið á sömu braut inni og hingað til og níðst á þeim mönnurn, sem eiga bíl. Tími er kominn til að því Ijúki, og vís- asta leiðin til þess að fá rétl hluta bílaeigenda er að þeir styðji samtök sín, F. I. B. Tak- ist þéim samtökum ekki að bæta að einhverju leyti úr óréttinum, verður vonlítið fyrir menn að reyna að eiga bíl hér á landi í framtíðinni. er Sigurður A. Magnússon. — Þetla er 11. bókin í bókaflokkn- um Lönd og þjóðir, og fjallar að upphafi um forna sögu og ein slæðan menningararf kínversku þjóðarinnar, en seinn.i helming- ur bókarinnar fjallar einkum um síðuslu hundrað árin og þó uin- fram allt um næstliðna áratugi, „sem skipt hafa . sköpum í allri þróun Kínverja og valdið meiri straumhvörfum í lífi þeirra, hugsunarhætti og siðvenjum en nokkuð annað í langri sögu þeirra,“ eins og seg.ir í formál- anum. Ilöfundurinn er banda- rískur menntamaður, sem verið hefur langdvölum í Kína og er þar öllum hnútum kunnugur. Þá er myndaval bókarinnar að sama skapi afburða skennntilegt og fróðlegt. Bþkin er 176 bls., sett í prent smiðjunni Odda, en prenluð í Verona á Ítalíu. Þriðja bókin, Mig liejur clreymt þetta áður, er fimmta ljóðabók Jóhanns Hjálmarsson- ar, en auk þess hefur hann gefið út safn ljóðaþýðinga. Þó að höfundurinn sé enn kornungur, fæddur 1939, hafa bækur hans þegar vakið mikla athygli meðal bókmenntamanna og örugglega mun þessi nýja ljóðabók hans ekki þykja síður athyglisverð 'og forvitnileg. Bókin er áttatíu blaðsíður, myndskreytt af Sverri Haralds- syni listmálara, en prentuð og bundin í Prentsm.Hafnarfjarðar. naúðsynjar á myndun stærra byggðarkjarna norðanlands en enn er fyrir hendi. Sú nauðsyn er mjög brýn að vorum dómi, og vér lítum svo á, að þeirri nauðsyn hafi íslenzk stjórnarvöld ekki sinnt sem skyldi. Samt sem áður teldum vér það ósæmilega hreppapólitík að binda stuðning við framfaramál við það, hvar lausn þess skuli koma. Þar á að ráða að lokum liverju sinni, svo vel fari, Iivar lausnin þykir bezt komin að sérfróðra manna ályktun með alþjóðar- lieill fyrir augum. \ýjsir bækur frá ABt

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.