Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.04.1965, Page 4

Alþýðumaðurinn - 08.04.1965, Page 4
 TOLLAR Á F VÉLUM Ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á tollskrá, og gerir það ráð fyrir allmikilli lækkun á tollum á vélum. Verður tollur af almennum iðnaðarvélum lækkað- ur í 25% en af vélum og tækjum til útflutningsframleiðslu í 10%. Iðnaðurinn mun að sjálfsögðu fagna þessum tíðindum. Tollar á vélum hafa verið mjög háir hér á landi, en munu yfirleitt vera lágir eða engir erlendis. Af þessum sökum hefur þung byrði verið lögð á iðnfyrirtæki þegar í upphafi og hefur óhjákvæmilega haft áhrif á samkeppnisaðstöðu þeirra. Jafnframt þessari tollalækkun hefur verið athugað, hvaða áhrif hún kynni að hafa á vélaframleiðslu í landinu sjálfu. Með tilliti til hennar er gert ráð fyrir, að vélar til útflutningsframleiðslu, sem einnig eru framleiddar innanlands, beri nokkru hærri toll en hin- ar, sem ekki eru framleiddar í landinu. Þegar tollar af vélum eru lækkaðir, verður að minnast þess, að ríkissjóður þarf einhvers staðar að tryggja sér tekjur í stað lækk- unarinnar. Verður að vona, að rekstur fyrirtækja fari batnandi og hagur þeirra styrkist, svo að félagsskattur, sem er óverulegur hér á landi, gefi þegar fram líða stundir meiri tekjur í ríkissjóð. írsþin^ fþróunbnnilnlngsins Ársþing íþróttabandalags Ak- ureyrar, síðari þingdagur, var haldið í Iþróttahúsi Akureyrar miðvikudaginn 31. marz sl. Þingið sat framkvæmdastj óri ÍSÍ, Hermann Guðmundsson, er flutti þingfulltrúum kveðju sam bandsstjórnar og forseta ÍSÍ í snjallri ræðu. Fyrir þinginu lágu álit og tillögur nefnda, sem störfuðu á milli þingdaga. Ennfremur fóru fram kosningar. Fjárhagsáætlun bandalagsins var einróma sam- þykkt eins og hún hafði verið lögð fyrir fyrri fund ársþings- ins. Mótanefnd starfar áfram unz ákveðið er um knattspyrnu- mótin í 1. deild og Norðurlands mótin. Verður þá gefin út móta- skrá. í lok fundar var fulltrúum boðið til kaffidrykkju að Hótel KEA og kvikmyndasýningar. Stjórn ÍBA skipa nú þessir menn: Formaður var endurkjör- inn ísak J. Guðmann. Aðrir í stjórn eru: Jónas Jónsson, Hall- Nýtt sveinafélag jórn- iðnaðarmanna Nýstofnað er á Húsavík félag járniðnaðarmanna: Sveinafélag járniðnaðarmanna á Húsavík og S-Þingeyjarsýslu. Stjórn þess skipa: Arni B. Þorvaldsson form., Sigurður Þórarinsson og Björn Líndal. Allir starfandi sveinar í þess- ari iðngrein, sem ekki eru at- vinnurekendur, eru í hinu nýja félagi. Snorri Jónsson, form. Málm- og skipasmiðasambandsins að stoðaði við félagsstofnunina. dór Helgason, Leifur Tómasson, Kristján Ármannsson, Gísli Lór- enzson, Oli G. Jóhannsson og Hermann Stefánsson. „Dagur" lét ginnast af gabbinu 1. apríl eru blöðin oft með svonefnt aprílgabb, og átta flestir sig fljótt á, hvað þar er á ferð- inni og bafa gaman eitt af. 1. apríl sl. birti Alþýðublaðið apríl- gabbgrein um brennda drykki, sem samkvæmt uppgötvun frægra vísindamanna yllu maga- krabba og hefði þetta verið sann- prófað á rottum, m. a. af Rúss- um. Við tiltölulega litla athugun gátu flestir lesendur áttað sig á, að „fréttin“ var tilbúningur, en svo var þó ekki með alla. Rit- stjóri „Dags“, sem er mikill og einlægur andstæðingur brenndra drykkja og skaðsemi þeirra á sálarlíf manna og daglega hegð- un, greip „fréttina“ tveim hönd- um og lagði út af henni í „Smáu og stóru“ blaðs síns sl. laugar- dag á eftirfarandi hátt: „Drukknar rottur fengu maga- krabba. A ráðstefnu 70 vísindamanna, sænskra og finnskra, vakti það athygli í umræðum um maga- krabba, að auk nautnalyfja, svo sem tóbaks, valda brennd vín líka magakrabba. Rússar hafa komizt að líkri niðurstöðu um áfengi og krabbamein, en not- uðu Whisky (svo í Deg.i). Til- raunadýrin voru rottur. Hin ákveðnu svör dýranna í þessum tilraunum hafa vakið athygli um allan heim.“ ☆ Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar s.l. þriðjudag voru þessi mál m. a. 'afgreidd. Styrkur til utanfarar Skákfélags Akureyrar. Samþykkt var að veita Skák- félagi Akureyrar 30.000 kr. styrk til utanfarar, en félagið hefur ákveðið að fara í keppnisferð til vinarbæjar Akureyrar í Dan- mörku, Randes. Bæjarábyrgð til Ú. A. Bæjarstjórn samþykkti að verða við erindi Útgerðarfélags Akureyringa um v.iðbótarábyrgð Akureyrarbæjar vegna klössun- ar togarans Kaldbaks, að upp- hásð 160.000 kr. Andlát. Þann 6. þ. m. var jarS- sungin í Reykjavík Jensína Lofts- dóttir, kona Guðbjarts Friðrikssonar, skipasmiðs, er bjó í Eiðsvallagötu 7. Jensina flutti fyrir nokkrum árum með dóttur sinni til Reykjavíkur. Anna Eiríksdóttir, Reynivöllum 4. Anna Jónasdóttir, Engimýri 3. Anna Ardís Rósantsdóttir, Litlu-Hlíð. Anna Dóra Steingrímsdóttir, Lækjargötu 13. Birna Kristín Aspar, Löngumýri 1 1. Bryndis Baldursdóttir, Víðivöllum 20. Brynhildur Bára Ingjaldsdóttir, Engimýri 6. Elínborg Vilhelmína Jónsdóttir, Skipagötu 1. Erla Vilhjálmsdóttir, Hlíðargötu 6. Erna Magnúsdóttir, .Lækjargötu 7. Gíslina Þorbjörg Benediktsdóttir, Strandgötu 43. Guðrún Svala Guðmundsdóttir, Hliðargötu 6. Guðrún Margrét NjáIsdóttir, Ránargötu 26. Hrefna Gunnhildur Torfadóttir, Austurbyggð 1 1. Jenny Asgeirsdóttir, Hlíðargötu 7. Kristín Gunnarsdóttir, . Aðalstræti 24. Magnea Steingrimsdóttir, Löngumýri 18. Margrét Vala Grétarsdóttir, Aðalstræti 18. Arsskcmmtun skólabarna Glerár- skólans verður n.k. föstudag kl. 4 sd. og laugardag kl. 4 og 8.30 sd. Skemmtiskráin verður fjölbreytt að vanda. — Allur ágóði rennur í ferðasjóð barnanna. Starfsmannaráðningar. Auglýst hafði verið eftir arki- tekt til starfa fyrir Akureyrarbæ. Ein umsókn barst, frá Ágústi Berg, en hann lýkur prófi í arki- tektúr í lok júnímánaðar n.k. Samþykkti bæjarstjórn, að Ágúst yrði ráðinn arkitekt frá 1. ágúst n.k. Um starf garðyrkjustjóra bár- ust tvær umsóknir, frá Jens Holse, Vökuvöllum, og Jónasi Guðmundssyni, Langholti 20. Lagð.i bæjarráð til að Jónas Guðmundsson yrði ráðinn garð- yrkjustjóri frá 1. apríl og var það samþykkt af bæjarstjórn. Engin umsókn barst um starf tæknifræðings. Samþyktk var að Jón Rögn- valdsson yrði lausráðinn um- sjónarmaður Lystigarðsins til eins árs í senn. Jarðboranir. Lagðir voru fram samningar við Jarðhitadeild um boranir einnar holu allt að 1000 m á Glerárdal og samningar við Margrét Kristín Hreinsdóttir, Asvegi 26. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Strandgötu 29. Alwin Vigfús Guttormsson, Hafnarstræti 18 B. Ari Axel Jónsson, Hrafnagilsstræti 21. Asgeir Asgeirsson, Oddeyrargötu 32. - Bjarni Jóhann Sverrisson, Hafnarstræti 95, Bjarni Torfason, Eyrarlandsvegi 8. Eggert Heiðar Jónsson, Rónargötu 1 9. Gunnlaugur Sölvason, Eiðsvallagötu 26. Hrafnkell Guðmundsson, Aðalstræti 13. Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eyrarvegi 33. Kristinn Sigurðsson, Goðabyggð 9. Magnús Örn Garðarsson, Eyrarlandsvegi 27. Olafur Sverrisson, Rónargötu 1 6. Oskar Sveinn Jónsson, Grenivöllum 20. Póll Arnar Árnoson, Ægisgötu 29. Pétur Þorsteinn Stefónsson, Eyrarvegi 5 A. Sigurður Björgvin Björnsson, Rónargötu 13. Sigurður Kristinsson, Lögmannshlíð 23. Sævar Orn Sigurðsson, Vanabyggð 8 D. Þorsteinn Pétur Pólsson, Byggðavegi 124. Jarðhitadeild um framlag vegna borunarframkvæmda, var sam- þykkt að fela bæjarstjóra að undirrita sanmingana fyrir hönd bæjarins. Hafnarstræti 105. Tekið var fyrir bygginga- leyfisumsókn' varðandi Hafnar- stræti 105, en því hafði verið vísað til umsagnar bæjarráðs á næsta fundi á undan, eftir að bygginganefnd hafði samþykkt umsóknina. Meiri hluti bæjar- ráðs lagði til að umsókninni yrði hafnað, þar sem um væri að ræða breytingar á gömlu húsi sem fyrirsjáanlega þyrfti að hverfa í framtíðinni, en minni- hlutinn lagði til að bæjarstjórn samþykkti leyfið eins og bygg- inganefnd lagði til. Álit minni- hlutans var fellt með 6 atkv. gegn 5. Iðnskólinn. Á bæjarráðsfundi 10. sept- ember 1959 var iðnskólanefnd falið að undirbúa byggingu iðn- skólahúss. Þar sem undirbúningi er nú lokið og ráðgert er að hefja bygg.ingarframkvæmdir í sumar telur bæjarráð tímabært að skipa sérstaka bygginganefnd til að hafa yfirumsjón með fram- kvæmdunum. Bæjarstjórnin kaus þessa menn í nefndina: Jón Sigurgeirs- son, skólastjóra Iðnskólans, Magnús E. Guðjónsson, bæjar- stjóra og bæjarfulltrúana Jón Þorvaldsson, Stefán Reykjalín og Ingólf Árnason, til vara Sig- urð Hannesson, Sigurð Ola Brynjólfsson og Jóhannes Her- mundsson. Dagný sökk í Akur- eyararhöfn Á þriðjudagsmorguninn urðu menn varir við að skip Akur- eyrarhafnar, Dagný, gamalt skip sem notað hefur verið við upp- mokstur og dýpkunarfram- kvæmdir, var sokkið þar sem það lá við Torfunefsbryggju. Ekki er mjög djúpt þar sem skip- .ið sökk, en þó svo að vel flaut yfir borðstokkana. Slökkvilið Akureyrar kom á veltvang með öflugar dælur, og náðist skipið á flot um kvöldið. Ekki er vitað af hvaða ástæðum skipið sökk, og ekki er talið að um skemdarverk hafi verið að ræða. ALÞÝOU MAnillONN MÁLFU N DAFÉLAGAR Næsti kvöldverðarfundur verður n.k. miðviku- dagskvöld, 14. apríl, kl. 7.30 e. h. að Hótel KEA FGRHIXGiRBÖRM í Akureyrarkirkju 11. marz 1965.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.