Alþýðumaðurinn - 06.05.1965, Blaðsíða 1
ALÞYDU
MADURINN
Hjjang vii sölu neiilnmjílkor ií Ahureiri
Mjólkursamlag K.E.A. er nú
að taka í notkun nýstárlegar
umbúðir utan um neyzlumjólk.
Þessar umbúðir eru af amer-
ískum uppruna, en munu ekki
hafa fengið neina útbreiðslu í
Evrópu enn sem komiö er.
Isinn gcrði mikla „innrós" inn Eyjafjörð um sumarmólin, og rak cinsfaka jaka alla leið inn á „Akureyrarpoll".
Þannig var umhorfs ó Dalvik síðustu apríldagan. (Ljósm.: S).
Stjérnarfrumvarp um verðtryðgingu
íjórsliuldtiindiop
Verðtryggingin miðist við vísitöiu framfærslukostn-
aðar hverju sinni.
í sl. viku var lagt fram á Al-
þingi frumvarp frá ríkisstjórn-
inni um verðtryggingu fjárskuld
bindinga. Er meginefni frum-
varpsins verðtrygging, þar sem
annað hvort er miðað við vísi-
tölu eða annan hliðstæðan grund
völl, og nær það til fjárskuld-
bindinga, bæði þeirra sem á-
kveðnar eru í peningum, svo
og í öðrum verðmæli, eins og
segir í athugasemdum með
frumvarpinu. Þá segir þar enn-
fremur, að hér sé í raun og veru
mörkuð leið til þess að eyða
einni tegund áhættu, þ. e. a. s.
óvissu um framtíðarverðgildi
peninga, úr viðskiptum spari-
fjáreigenda og annarra eigenda
fjármagns annars vegar og lán-
takenda hins vegar. Stefnt er
að því að skapa svipaðar að-
stæður að þessu leyti og við
stöðugt verðlag. I reynd hefur
óvissunni um framtíðina verið
mætt með liærri vöxtum. Að
öðru jöfnu er því erfiðara að
meta hana því lengra sem horft
er, og er því ávinningur að verð-
tryggingu samanborið við hærri
vexti því meiri því lengri sem
íjárskuldbinding er. Er því lagt
til að heimila verðtryggingu í
fjárskuldbindingum til langs
tíma. Líklegt er, að við það örv-
ist sparnaður og framboð láns-
fjár aukizt, en jafnframt dragi
úr -verðbólgufj árfestingu.
Frumvarpið gerir ráð fyrir,
að verðtrygging sé því aðeins
leyfð, að fjárskuldbinding standi
í a.m.k. þrjú ár, en með því
mundi komið í veg fyrir, að
„vísitölukrónan“ ryðji sér lil
rúms í almennum peningavið-
skiptum. Til greina kemur að
heimila styttr.i tíma í verðtryggð
um innlánum við innlánsstofn-
anir. Einnig hefur frumvarpið
að geyma margvísleg ákvæði, er
koma eiga í veg fyrir misnotkun
verðtryggingar og tryggja nauð-
synlegt eftirlit með henni. Þar
sem hér er farið inn á nýtt svið,
ekki aðeins í löggjöf, heldur í
öllu skipulagi peningamála, er
vafasamt að binda öll atriði fast
í löggjöf. Það er því gert ráð
fyrir því, að Seðlabankinn geti
haft veruleg áhrif á það, hve ört
verðtryggingarákvæði í samn-
ingum verði tekin upp og í hvaða
formi. Mundi þá verða hægt að
láta reynsluna skera úr því, hve
hratt skuli farið og hvaða fyrir-
komulag endanlega valið.
Almenn verðtrygging
Grundvallarákvæði verðtrygg-
ingarinnar er að finna í 1. gr.
frumvarpsins, sem er þannig:
Eigi er heimilt frekar en leyft
Framh. á bls. 4.
Ö K U S L Y S
Lítil stúlka varð fyrir bifreið
í fyrrakvöld á gatnamótum
Geislagötu og Strandgötu. Hlaut
hún áverka í andliti og á fæti og
var flutt í Sjúkrahús.
Umbúðir þessar eru pappa-
kassar, en innan í þeim er kom-
ið fyrir plastpokum sem mjólk-
inni er dælt í með þar til gerðri
vél. Á öðrum enda pokans er
lítill krani sem nær út í gegnum
pappakassann, en í gegnum
þennan krana lætur neytalnd-
inn eða húsmóðirin mjólkina
renna í glas eða könnu eftir því
sem þurfa þykir og á mjög auð-
veldan hátt.
Mjólkurkassar þessir rúma 10
lítra og er lögun þeirra þannig
að vel hentar venjuleguin kæli-
skáp. Mjólkurkassann þarf því
ekki að hreyfa úr kæliskápnum
fyrr en allt innihald lians er
tæ'nit.
Geymsluþol mjólkurinnar í
þessum umbúðum geymdum í
kæliskáp hefur reynst vel, því
mjólkin getur þannig auðveld-
lega geymst óskemmd í vikutíma
eða lengur.
Eftir að mjólkurkassinn hefur
verið tæmdur er umbúðum þess-
um kastað út í rusladúnkinn, en
nýr mjólkurkassi settur í staðinn
í kæliskápinn.
Mjólkurneytendur á Akureyri
eiga nú þess kost, að prófa þess-
ar nýju mjólkurumbúðir og
innihald þeirra, því kassamjólk-
in verður nú næstu daga og
framvegis til sölu í öllum mjólk-
urbúðum sem hafa góðar kæli-
geymslur og er verðið á mjólkur-
lítranum í þessum kössum kr.
6.80, en kr. 7.00'ef mjólkurkass-
arnir verða fluttir heim til
neytenda. Þannig verður mjólk-
urlítrinn 20 aurum dýrari heim-
fluttur, því þegar húsmóðirin
hefur tæmt mjólkurkassa sinn
getur hún hringt í næstu kjör-
búð, sem hefur mjólkursölu, og
látið senda sér heim nýjan
mjólkurkassa.
Þó að mjólkurneytendum hér
á Akureyri og í nágrenni verði
gefinn kostur á þessari ný-
breytni, þá geta þeir að sjálf-
sögðu eftir sem áður keypt mjólk
sína i flöskum eða lausu máli í
mjólkurbúðunum, en sú mjólk
verður þó ekki send heim til
neytenda frekar en verið hefur.
Mjólkursala í lausu máli fer nú
hraðminnkandi og má gera ráð
fyrir, að slík mjólkursala leggist
alveg niður áður en langt um
líður. Fréttatilkynning.
A N D LÁT
Karl Kr. Arngrimsson, Helga-
magrastræti 26, Akureyri, andaðist
á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri 1. mai s.l. Karl var Þingeyingur,
fæddur að Halldórsstöðum í Kinn
1883. Hann bjó að Landamóti i 20
ór og síðan að Veisu í Fnjóskadal
önnur 20 ór, en flutti þó til Akur-
eyrar og hefur verið búsettur þar
síðan og stundað bókband.
Frá bæjarstjórn
Akureyrarbæ gefið mólverk.
Erfingjar Jóninnu Sigurðardótt-
ur frá Draflastöðum hafa gefið
Akureyrarbæ málverk, er hún
átti, og er eftir Jóhannes S.
Kjarval. Heitir það „Frá Þing-
völlum“. Málverkið var bænum
gefið til minningar um ævistarf
Jóninnu hér í bæ. Erfingjarnir
létu þá von í ljós við bæinn, um
leið og þeir afhentu gjöfina,
að hún mætti verða hvatning til'
þess, að stofnað yrði listasafn á
Akureyri.
Scgjo upp kjarasamningum.
Verkalýðsfélagið Eining og
Bílstjórafélag Akureyrar hafa
sagt upp samningum sínum um
kaup og kjör frá 5. júní n.k. að
telja.
Nýr varðstjóri í lögreglunni.
Árni Magnússon, lögreglu-
þjónn hér í bæ um nokkur ár,
hefur verið ráðinn varðstjóri af
bæjarstjórn samkvæmt tilmæl-
um bæjarfógeta frá 1. inaí s.l. að
telja.
Fyrirspurn um byggingu
tunnugeymslu.
Bæjarstjórn hafði borizt fyrir-
spurn frá stjórn Tunnuverk-
smiðja ríkisins, hvort bæjar-
stjórn og hafnarnefnd inundu
v.ilja láta í té nægilega lóð undir
tunnugeymsluhús austan við nú-
verandi tunnuverksmiðjuhús, og
hvort bærinn mundi vilja láta
framkvæma uppfyllingu og fulln-
aðarfrágang geymsluhússgrunns-
ins á sinn kostnað og afhenda
þannig lóðina frágengna tilbúna
til reisingar stálgrindahúss?
Lýsti bæjarstjórn stuðningi
sínum við þá ætlun tunnuverk-
smiðjanna, að reisa tunnu-
geymslu við Tunnuverksmiðjuna
á Akureyri og samþykkti að Ak-
ureyrarbær veitti þá fyrir-
greiðslu sem í hans valdi stendur
og fært þykir.
ó