Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 27.05.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 27.05.1965, Blaðsíða 1
ALÞYÐU MAOURINN Hraðfrystihúsið gaf ca. 600 þús. kr. í hagnað með framleiðslu 47 þús. kassa af freðfiski. Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h/f var haldinn s.l. mánudag í kaffisal Hraðfrysti- Speglun — Kyrrð: Vi3 höfnina ó Dalvík var fyrrum oft fjörugf athafnalif, en nú hefur hrammur afla- 09 atvinnu- leysis lagzt á reisuleg atvinnutæki. (Ljósm.: S.). HANDRITAHEIMT Miðvikudagsins 19. maí 1965 mun lengi verða minnst í ís- lenzkri sögu. En þá samþykkti meirihluti þjóðþingsins danska að afhenda Islendingum handrit þau, sem geymd eru í dönskmn söfnum og samkomulag er um að Islendingar fái í sínar hend- ur. En þetta er ekki einungis merkisviðburður í íslenzkri sögu, heldur í allri sögunni um samskipti þjóða í milli. Meiri- liluti danska þingsins sýndi þar meiri viðsýni og vilja til vin- samlegrar sambúðar v.ið aðra þjóð en dæmi eru til um, þar sem þjóð hefur látið af yfirráð- um sínum yfir annarri. Mun þess áreiðanlega verða lengi getið. En það er líka vert að minnast þess, hvernig flokkaskipting danska þingsins varð um málið, og hin gleðilegu úrslit þess eru fremur öðru að þakka hinni ein- beittu og óhvikulu forystu Al- þýðuflokksins danska. Án lienn- ar hefði málið ekki náð fram að ganga, svo mjög sem róið var gegn því af tilteknum aðilum. Vér Islendingar hljótum að fagna þessuin úrslitum. Með þessari samþykkt danska þings- ins er endi bundinn á áratuga langt deilumál, mál, sem verið hefur oss mikið tilfinningamál en erfitt að sækja, þar sem óskir vorar hvíldu eingöngu á sögu- legum rétti, en ekki á lagabók- stöfum. Því betur gerðu þeir Dan ir, sem lögðu síðustu hönd á verkið. Handritin eru með réttu þjóð- ardýrgripir og þjóðarauður vor íslendinga. I hugum vorum get- ur aldrei hvílt nokkur vafi á því, Tilkynning frá Fegrunarfélagi Akureyrar. —- Þeir lóðareigendur ó Akureyri sem enn hafa ekki lokið hreinsun ó lóðum sínum, eru óminnt ir um að hafa lokið því ekki seinna en þriðjudaginn 1. júní n. k. — Fegrunarfélagið mun sjó um að fjarlægja rusl af lóðum sem komið verður ó götukanta en tilkynna þarf um það í síma 11374 (Jón Krist- jónsson) n.k. mónudag og þriðju- dag kl. 17 til 19 bóða dagana. Fegrunarfélagið. að þau eru íslenzk eign, verk ís- lenzks hugar og handa, hvaða hártoganir sem einhverjir fræði- skrjóðar setja fram í þeim efn- um, um að þau séu norræn eða evrópsk sameign. Ef eign vor ís- lendinga á þeim væri vafasöm mætti með jafnmiklum rétti segja, að hvert einasta ritverk, sem fjallaði um annað efni en þjóðar höfundarins væri sam- eign hans og þeirrar þjóðar, sem efnið vær.i frá tekið. Það er raunar furðulegt, að menntaðir menn skuli láta sér slíkar firrur um munn fara í alvöru. En nú mun að því koma að vér endurheimtum hinar gömlu liækur úr aldalangri útlegð. Ef þær hefðu mál og tilfinningu mæltu þær vissulega frá mörgu segja. Allt frá þeim tíma, að verið var að skrá letur á bók- fellið í íslenzkum torfbæjum fyr- ir hundruðum ára og til þess dags, sem þær verða aflur born- ar undir íslenzkt þak. Og von- andi verðum við þess umkomn- .ir að veita þeim þær viðtökur, sem þeim ber. húss félagsins. Formaður félags- stjórnar, Albert Sölvason, setti fundinn og nefndi til fundar- stjóra Sverri Ragnars og fund- arritara Pélur Hallgrímsson. I upphafi ræðu sinnar minnt- ist formaður látinna starfs- manna, þeirra Helga Pálssonar, Jóhannesar Jónassonar og Gunn- ars Geirssonar og risu fundar- menn úr sætum í virðingar- skyni. I skýrslu stjórnarinnar kom m. a. fram, að á árinu liafði íélagið greitt í vinnulaun 27.857.653 kr. á rúmlega 900 launamiðum, eða sem svaraði til, að 10. hver maður í bænum hefði atvinnu af fyrirtækjum Ú. A. Útflutningsverðmæti afla og vinnslu urðu um 47 millj. kr. 1 Að skýrslu formanns lokinni skýrði Gísli Konráðsson fram- kvstj. reikninga félagsins liðið ár. Þar kom fram, að alls hefðu togarar félagsins farið 65 veiði- ferðir, þar af siglt 20 söluferðir og afli alls orðið 6.971.978 kg. Togurunum Hrímbak og Kald- bak var lagt á árinu. Þeim fyrr- nefnda 14. maí en þeim síðar- nefnda 12. febrúar. Afli togar- anna skiptist þannig: Selt í Bret- landi í 9 söluferðum 970.307 kg., selt í Þýzkalandi í 11 söluferð- um 1.365.736 kg., losað á Akur- i hjó U. A. eyri 4.581.745 kg. og úrgangui' í Krossanes 54.190 kg. Freðfiskur til útflutnings frá Hraðfrystihúsi Ú. A. varð 47.500 kassar. Reksturhalli Ú. A. varð á ár- inu, með afskriftum 8.578.172 kr., en án afskrifta 4,2 milljónir. Er lialli á rekstri skipanna allra frá 1.2 millj. til 2.6 millj. kr., en athyglisvert er að hagn- aður af rekstri Hraðfrystihúss- ins er tæplega 600 þús. kr., þrátt fyrir að sáralítið hefur þar verið unnið á árinu. 1 lok fundar urðu nokki'ar uniræður um framtíð félagsins og kom m. a. fram eftirfarandi tiilaga frá bæjarstjóra, Magnúsi E. Guðjónssyni f. h. bæjarráðs: „Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h/f, haldinn 24. maí 1965 felur stjórn og fram- kvæmdastjórn félagsins að gera lillögur um framtíðarrekstur fé- lagsins. Samþykkir fundurinn að tillögur þessar verði lagðar fyrir bæjarstjórn Akureyrar svo fljótt sem aðstæður leyfa.“ Var tillaga þessi samþykkt samhljóða. í lok fundar kom fram hjá Vil- helm Þorsteinssyni, framkvstj., að afli togaranna vær.i orðinn meiri og hefði gefið meira Verð- mæti fyrstu mánuði þessa árs en verið hefði á sama tíma í fyrra. Á fundinum kom einnig fram að um þessár mundir væru liðin 20 ár frá stofnun félagsins, en það var stofnsett 26. maí 1945. Cowfrcðgiilir i HoregsfSr Nýútskrifaðir gagnfræðingar Gagnfræðaskóla Akureyrar, alls 80 manna hópur lagði upp í skólaferðalag til Noregs í gær- morgun, og ætla þau að heim- sækja vinabæinn Álasund. Far- arstjóri verður skólastjórinn, Sverrir Pálsson, en einnig fara með hópnum nokkrir kennarar skólans. Vegna þoku var tekin ákvörð- un urn, að fara með bílum suður lil Keflavíkur, því ekki var talið treystandi á, að flugvélin, sem er norsk, gæti lent á Akureyrar- ílugvelli. Er til Álasunds kemur, liefur koman verið undirbúin á marg- an liátt, þar munu Akureyrsku gagnfræðingarnir sitja kvöld samsæti með gagnfræðingum Álasunds, keppt verður í knatt- spyrnu, og bærinn og nágrenni hans skoðað undir leiðsögn heimamanna. I vetur söfnuðu gagnfræðing- arnir Akureyrsku fé til farar- innar, með ýmsum hætti, og varð þeim vel ágengt. Blaðið óskar ferðalöngunum góðrar og ánægjulegrar ferðar. TOGARARNIR Togarinn Svalbakur seldi í Bretlandi 185.6 tonn á mánudag fyrir 14851 £, er það ágæt sala. Togarinn Sléttbakur landaði einnig á mánudag hér heima 148.4 tonnum, og fór sá fiskur

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.