Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.06.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 03.06.1965, Blaðsíða 1
ALÞÝÐU Furðulegt lendingarbann MAOURINN Tryggvi Helgason, flugmaður, kallaði blaðamenn á fund sinn í gær, og sagði þeim furðulega sögu af skiptum sínum við flug- málastj órnina dönsku. Svo stendur á, að úti í Færeyj- Söngfólk i Kirkjukórasambandi Ey jafjarðarprófastsdæmi. ur er skipið Steingrímur trölli til viðgerðar, en skipasmíðastöð- in er fátæk af ýmsum varahlut- um, og nú var verkið að stöðv- ast vegna þess að þar vantaði smáhlut í vél. Var Tryggvi beð- inn að fljúga með stykki þetta, sem vegur um eitt kílógramm, til Færeyja. Tilmælin fékk hann á mánu- dagsmorgun, og um leið tók hann að leita eftir við ýmsa aðila um lendingarleyfi í Fær- eyjum. Atti hann tal við sendi- herra Dana í Reykjavík, Flug- félag Islands og flugmálastjórn- ina, og töldu allir aðilar að vand kvæðalaust yrði að fá lendingar- leyfi í Færeyjum. í trausti þess að leyfið fengizt, og það væri í raun réttri aðeins formsatriði, Iagði Tryggvi af stað seint á mánudag, en varð að snúa við, er komið var miðja leið, sakir þoku. Enda þótt leyfiö væri ekki komið á þriðjudagsmorgun, og hann gæti ekki náð sambandi við flugmálastjórnina, lagði hann aftur af stað, en er komið var um þriðjung leiðar barst honum skeyti gegnum flugmála- stjórn íslands þess efnis, að hon- um væri harðbannað að lenda í Færeyjum, nema um nauölend- ingu væri að ræða. Sneri hann þá við og var fluginu þar með lokið. Þegar hann ræddi við blaöa- menn seinni part þriðjudags, hafði hann enn ekki náð sam- bandi við Hauk Claessen, sem gegnir embætti flugmálastjóra í fjarveru hans, til þess að spyrj- ast fyrir um nánari atvik að Framháld á bls. 6. Aðalfundur KEA 28.5% aukning í veltu K.E.A. á árinu Þingað um Surtsey Enda þótt Surtsey sé yngsti hluti lands vors, og vafasamt að hún sé enn fullsköpuð, þá hefur hún þegar átt sitt -þing. Að vísu var það ekki valið af eyjar- skeggjum sjálfum, sem enn eru ekki nema nokkrir máfar, sem koma þar í heimsókn og hvíla sig, eða selir, sem fá sér sólbað á sandi eyjarinnar. lJing Surtseyjar var haldið í Reykjavík, dagana 27.—29. maí s.l. sóttu það 40 fulltrúar þar af 17 erlendir. Auk nokkurra þeirra jarðfræðinga, sem feng- izt hafa við rannsókn eyjarinnar frá upphaíi, voru- þetta vísinda- menn í líffræði, bæði sjávar- og landlífvera. Viðfangsefni ráð- stefnunnar var að gera áætlanir um, hversu haga skuli rannsókn- um á því, hvernig lífverurnar nema land á Surtsey, en jafn- framt að fylgjast með þeim breytingum, sem verða kunna á lífinu í sjónum umhverfis eyna. Hér er um að ræða mikilsvert rannsóknarefni sem vakið hefur athygli víða um heim, og erlend- ar vísindastofnanir, einkum am- eriskar, hafa tjáö^sig fúsar til að styrkja bæði með fjárfram- Iögum, og leggja til menn til að vinna að rannsóknum, þar sem íslenzka vísindamenn vantar. Gerði ráðstefnan áætlun um rannsóknir þessar i framtíðinni, og ná þær rannsóknir á öllum lífverum allt frá hinum smæstu til hinna stærstu. Slíkar rann- sóknir hafa ekki einungis marg- þætt vísindalegt gildi, heldur má einnig draga af þeim marga lær- dóma um hagnýt efni en umfram allt eiga þær að gefa oss svör um, hvernig lífverurnar nema nýtt land. En framtíðarrannsókn ir í Surtsey eru áætlaðar að ná um víðara svæði. Uppi í jöklum gerist það á ári hverju, að nýir tindar skjóta upp kollinum, eftir að hafa legið hundruð eða þús- undir ára undir jökli. Brátt taka lífverur, plöntur og dýr að tylla tánum á tinda þessa, og ýmis- legt er þar sambærilegt og um landnámið í Surtsey. Er því ætl- unin að taka einhverja slíka tinda til rannsóknar samtímis eynn.i, og gera þar samanburð. Þá er og ákveðið að taka Vest- mannaeyjar allar til nákvæmr- ar líffræðilegrar rannsóknar, og ef til vill einhver svæði á strand- lengju Suöurlands. Þótt Surtsey sé skammt undan landi, er hún þó umflotin sæ, sem veldur líf- verunum verulegum tálmunum til að ná eynni. Ekki er því ó- sennilegt, að landnám lífveranna í Surtsey geti gefið oss einhverj- ar bendingar um það, hvernig Iifverurnar hafa borizt yíir haf- ið til íslands á sínum tíma. En til þess að gild svör fá- ist við þeim spurningum, sem rannsóknirnar eiga að svara, er eitt nauðsynlegt öðru fremur, og það er að eyjan sé friðuð fyrir ágangi manna, annarra en þeirra, sem þar þurfa að vinna að rannsóknum. Ríkti fullkom- inn einhugur í því máli á ráð- stefnunni, og voru hinir erlendu vísindamenn ekki síður ákveðn- ir í því efni en íslendingarnir. Síðan friðun Surtseyjar fyrir heimsóknum kom til tals hér á landi hafa heyrzt um það ýmsar raddir. Mönnum finnst þetta hót- fyndni og það hafi enga þýð- .ingu. En þegar ákveðið hefur verið að gera eyna að einskonar vísindalegri rannsóknastöð, og kalla má, að það viðfangsefni hafi vakið heimsathygli, eða a. m. k. athýgli í heimi vísindanna hér báðum megin Atlantshafsins, Framhald á bls. 6. Sl. þriðjudag hélt KEA aðal- íund sinn í Samkomuhúsi Akur- eyrar. í skýrslu félagsstjórnar kom fram, að góðæri hafði ríkt í starfsemi félagsins á sl. ári, nam heildarvelta félagsins rúm- um 700 millj. kr. og varð aukn- ingin 28.5% á þessu eina ári. Allar verksmiðjur félagsins skiluðu framleiðsluaukningu og má geta þess, að Efnagerðin Flóra efldi Menningarsjóð fé- lagsins um 110.000.00 kr. Framleiðsluaukning mjólkur- afurða nam 6.8% og kom fram, að mjólkurframleiöslan sé orð- in of mikil fyrir innanlandsmark að. Sauðfjárafurðir urðu hins vegar minni en árið á undan og lítil aukning varð á sjávarafurð- um. - Byggingaframkvæmdir voru allmiklar, byggð var kjörbúð á Syðri Brekkunni, við Byggða- veg, í Hrísey var verzlun félagsins flutt í nýtt og vistlegt húsnæði, unnið var áfram við byggingu kj ötvinnslustöðvarinn- ar og bygging mjólkurstöðvar var hafin. HefDíilHÍ tagt frm þinn skerf! ÞAÐ BYGGIST nú meir en nokkru sinni fyrr á sölu miSa í Happ- drætti Alþýðublaðsins, hvort blaðið heldur áfram að koma út eða ekki. Þess vegna er þess fastlega vænxt að allir þeir, sem vilja styðja blaðið á cinhvern hátt, leggi fram sinn skerf fyrir 20. júní. VIÐ DRÖGUM TVISVAR í þessu happdrætti, í fyrra sinn 20. júní næstkomandi og hið siðara í desember. Miðar, sem keyptir eru nú, gilda cinnig í desember. I JUNI verður dregið um tvær sumarleyfisferðir, báðar fyrir tvo. Önnur ferðin er til New York, en hin til meginlands Evrópu. í des- ember verður dregið um þrjá bíla, einn Landrover og tvo Volkswogcn. ÞEIRRI ÁSKORUN er scrstaklcga beint til allra þeirra, sem hafa miða til sölu, að þeir geri skil sem allra fyrst, ekki síðar en 20. júní. SÖLUUMBOÐ Á AKUREYRI hjá STEFÁNI SNÆBJÖRNSSYNI, Véla og raftækjasölunni, Hafnarstræti 100.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.