Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 1
ALÞYOU MAOURINN Yfirlýsing ríkisstjórnor- innar um atvinnudstand á Norðurlandi Lækir og ór af fjöri flæða um fcrleg hamragil Því sólin hlýja er burt að bræða bitur klakaþil. Foss í Skiðadal. (Ljósm.: E. J.). Ríkisstjórnin og verkalýðs- samtökin á Norðurlandi eru sammála um nauðsyn þess að bæta nú þegar úr alvarlegu at- vinnuástandi á Norðurlandi sök- um langvarandi aflabrests og hefja kerfisbundna athugun og áætlanagerð um framtíðarat- vinnuöryggi í þessum lands- hluta. Er samkomulag um eftir- greindar ráðstafanir til úrbóta: 1. Gert verði út á yfirstandandi síldarvertíð að minnsta kosti eitt síldarflutningaskip á veg- um ríkisins til þess að gera tilraunir með flutning söltun- arsíldar til þeirra staða, þar Terkfalli afstýrt Verkalýðsfélagið Eining samþykkfi nýja samninga á fundi í gærkvöldi. Heildar kauphækkun er frá 10,7—16,7%. Veigamestu atriði hinna nýju samninga er að vinnuvikan styttist úr 48 st. í 45 st. samhliða þeirra breylingu hækkar dag- v.innukaup um 6,7%. I öðru lagi hækka allir kaup- gjaldstaxtar um 4%, þannig að tímakaup og ákvæðisvinna hækk- ar um lágmark um 10.7%. I þriðja lagi eru margar til- færslur á milli flokka, sem eru allar til hækkunar, meðal þeirrar vinnu sem fær á sig aukna hækk- un vegna tilfærslna er öll úti- vinna með handverkfærum, öll síldarvinna, hafnarvlnna og vinna í síldarverksmiðjum og eru þessar hækkanir allt upp í 6'/ í Síldarverksmiðjum, en þó allmisjafnar. I fjórða lagi er um ýmsar lag- færingar að ræða á sainningum er til kjarabóta horfa, svo sem aukin greiðsla fyrir veikinda- daga, hækkun á kauptryggingu kvenna o. m. fl. Samningarnir gilda til 1. júní 1966. Samhliða þessum samningi Hœkkð síldarverð Samkvæmt fréttum af Norður- löndum er nú mikil eftirspurn í Svíþjóð og Finnlandi á Islands- síld og verð töluvert hærra en s.l. ár. Síldarútvegsnefnd stendur nú í samningum við þessar frænd- þjóð.ir vorar um síldarsölu og eru horfur taldar vænlegar um magn og verð. Enn er hinsvegar ósamið við Ilússa, en þeir hafa undanfarið verið stórir viðskiptavinir vorir um saltsíld, en allerfiðir í samn- ingum og seinir að ákvarða sig. Þá er talið víst, að bræðslu- síldarverð verði allmiklu hærra í ár til skipa en í fyrra. Þannig eru góðar horfur um síklarvertíðina, hvað verðlag snertir, en óþekkt stærð að sjálfsögðu, hvað veiðist. Hitt vona allir, að sumarið verði gjöfult á þetta silfur hafs- ins sem svo stórfelld áhrif hefur alltaf á hag þjóðarinnar. hefur ríkisstjórnin gefið út yfir- lýsingu varðandi atvinnumál á Norðurlandi, og í stuttu viðtali við formann Einingar, Björn Jón-sson alþingism., kvað hann þessa yfirlýsingu mjög mikil- væga, og er hún birt á öðrum stað í blaðinu. Allir munu fagna því að samningar hafa tekizt, en er blaÖ ið fór í prentun var eigi enn kunnugt, hvort atvinnurekendur væru búnir að samþykkja hina nýj u samninga, en vonandi strandar ekki á þeim. MIKIL SÍLDVEIÐI S.l. sólarhring var mesta síld- veiði sumarsins, rúmlega 57000 mál. Bræðslusíld er nú farin að berast á Eyjafjarðarhafnir, til Krossaness, Iljalteyrar og Olafs- fjarðar. DÁNARDÆGUR Alexander Jóhannesson, fyrrv. rektor Háskóla íslands andaðist á annan í hvítasunnu 67 ára að aldri. Alexander var þjóðkunnur fyrir kennslumál og ritstörf, einnig var hann einn af helztu forvígismönnum flugmála á ís- landi. sem skortur er atvinnu og að- staða góð til síldarsöltunar. Veittur verði sérstakur stuðn- ingur veiðiskipum, sem flytja langleiðis, söltunarsíld til at- vinnulítilla staða. 2. Leitað verði tiltækra ráða til þess að tryggja hráefni til vinnslu í frystihúsum og öðr- um fiskvinnslustöðvum á Norðurlandi og Strandasýslu .næstu tvo vetur, ef atvinnu- þörf krefur, og verði jöfnum . höndum athugað hagkvæmni flutninga á bolfiski af fjar- Iægari miðum, stuðningur við heimaútgerð og aðstoð við útgerð stærri fiskiskipa, sem flutt gætu eigin afla lang- leiðis. 3. Ef unnt reynist fyrir forgöngu ríkisvaldsins að afla markaða fyrir verulega aukið magn niðursoðinna eða niöur- lagðra fisk- og síldarafur.ða, verði verksmiðjur á Norður- landi látnar sitja fyrir um þá framleiöslu, meðan atvinna er þar ófullnægjandi. Reyn- ist verkefn; vera fyrir fleiri verksmiðjur, verði stuðlað að því, að atvinnulitlir staðir á Norðurlandi og Strandasýslu sitji í fyrirrúmi um staðsetn- ingu þeirra. 4. Hagsmuna Norðlendinga verði vandlega gætt við þá endurskoðun laga um afla- tryggingasjóð, sem nú er fyrirhuguð. 5. Ríkisstjórnin mun skipa fimm manna nefnd, þar af skulu tveir tilnefndir af A.S.Í. og A.N., til þess að liafa for- ustu um framangreindar skyndiaðgerðir. Mun ríkis- stjórnin gera ráöstafanir til þess að tryggja það fjármagn, .sem nefndin telur nauðsynlegt til framkvæmda. 6. Þegar á næsta hausti verði hafizt handa um heildarat- hugun á atvinnuinálum Norð- anlands og að þeirri athugun lokinni undirbúin fram- kvæmdaáætlun, er miði að þéirri eflingu atvinnurekstrar í þessum landshluta, að öllu vinnufæru fólki þar verði tryggð viðunandi atvinna. Verði í senn athugað um staösetningu nýrra atvinnu- fyrirtækja á Norðurlandi, svo sem í stálskipasmíöi, skipa- viðgerðum, veiðarfæragerð og fleiri greinum iðnaðar og kannaður gaumgæfilega hag- ur núverandi iðnfyrirtækj a og leitað úrræða til að tryggja framtíð þeirra iðn- greina og vöxt. Um athugun þessa og áætlanagerð verði höfð sainvinna við A. N. og samtök sveitarfélaga á Norð- urlandi. Ríkisstjórnin mun leggja áherzlu á að afla nauð- synlegs fjármagns til fram- kvæmda væntaniegri áætlun eftir því sem auðið er á hverjum tíma. 7. júní 1965 F. h. ríkisstjórnar Islands Bjarni Benediktsson Gylfi Þ. Gíslason Gekk á lancl á nýjn eyuni Um klukkan 19.30 á þriðjudag var varðskipið Þór statt við nýju goseyjuna austur af Surtsey, sem tíð sprengigos voru í. Þar voru fjórir ungir Vestmannaeyingar á vélbát með gúmmíbát með sér. Sást frá varðskipinu Þór að tveir þeirra lögðu í land á nýju eyj- unni á gúmmíbátnum og stökk amiar þeirra í land með íslenzka fánann og stakk lionum þar niður. Komu piltarnir síðan um borð varðskipsmenn að þeir hefðu séð þá fara í land. Sá sem fór í land ryendist vera Páll Helgason frá Vestmannaey j uin. Eyjan er nú um 15,6 metrar á hæð og 170 metrar á lengd, og gúfumökkurinn reyndist ná í 2500 metra liæð. Sigurður Þór- arinsson ásamt fleiri vísinda- mönnum og kvikmyndatöku- manni voru skildir eftir í Surts- ey og verða þar við rannsóknar-

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.