Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 2
2 MAÐURðNN *w . - '{ • v“ , - ’ RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIDJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI HITAVEITA - RAFHITUH Nú mun hætt borun í Glerárgili eftir heitu vatni, og hefur tilraunin engan árangur horið en kostað mikið fé. Vafalaust hefur sú niðurstaða orðið mörgum vonbrigði, þótt að vísu líkurnar fyrir miklum árangri væru litlar þegar í upphafi. Tjáir ekki um slíkt að fást. Hinsvegar verður ekki annað sagt en borunin á Laugalandi hafi gefið góðar vonir, þótt^vitan- lega sé alltof snemmt að fullyrða um það, að þar sé fáanlegt nægilegt heitt vatn til upphitunar bænum. En á annað má líta. Þótt svo færi, að nægilegur hiti og valn væri á Laugalandi, sem enn er að vísu óvíst með öllu, blandast engum hugur um það, að boranir þar kosta mikið fé áður en næg hita- orka fæst. Vegalengdin er allmikil hingað til bæjarins, og þörf er dælustöðva, til að koma vatninu áleiðis. Stofnkostn- aður hitaveitu þaðan yrði því mikill, hvernig sem allt snýst í þeim málum. Að þessu athuguðu virðist því einsætt að líta til annarra möguleika. Fyrir dyrum er mikil stækkun Laxárvirkjunar. Því fyrr sem hún getur orðið því betra. Það er og ljóst, að slík virkjun kostar mikið fé, en Iijá henni verður ekki kom- izt og henni ekki á frest slegið nema örfá ár. Jafnframt er það Ijóst, að því léttari verður sú framkvæmd ölJ, að sem mestur markaður sé fyrir orkuna þegar í stað, og orkan verði fullnýtt á sem skemmstum tíma. En til þess svo mætti verða væri notkun raforku til hitunar mjög mikilvægt atriði. Ekki sízt þar sem verulegur hluti slíkrar orkunotkunar væri næturnotkun, en um langa hríð mun svo verða, að notkun raforku til iðnaðar og ljósa verður miklum mun meiri á da ginn en nóttunni. Vér Akureyringar höfum þegar mikla og góða reynslu af nolkun næturrafmagns til hitunar. Nú er það vitað, að allri hitunartækni hefur mjög farið fram á síðari árum, svo að verkfræðingar telja ekki fráleitt að nota rafmagn til hit- unar húsa í stórum stíl. Hér skal ekki rætt um tæknihlið þess máls, en aðeins á það hent, að þessir möguleikar eru til. Þess vegna virðist það ekki neitt álitamál, að gerðar séu athuganir á, hvað mikið rafhitun bæjarins eða tiltekinna hluta hans mundi kosta, og liera þann kostnað saman við hugsanlega hitavitu frá Laugalandi. Þær athuganir ættu fram að fara áður en meira fé er kastað í boranir, sem vafi er á að lieri árangui;. Og á fleira má líta en stofnkostnaðinn einan saman. Rekstur rafhitunarkerfis hlýtur að verða ódýr- ari en hitaveita. Rafveilan starfar með sínu starfsliði, og ekki virðist þörf á mikilli viðbót, þótt rafhitun bættist þar við. Hinsvegar krefst hitaveita nýrra starfsmanna, skrif- stofuhalds og annars slíks, sem Iiver ný þjónustugrein hefur ófrávíkjanlega í för með sér. í stuttu máli sagt, forráðamönnum bæjarins ber skýlda til að láta nú þegar fram fara undirbúningsrannsókn þess, að Héraðsskólí Eyfirðingo Á þessu óri hefur nokkur um- ræða orðið um héraðsskóla fyrir Eyjafjörð. Hafa verið leidd gild rök að því, að slíks skóla er full þörf og að Eyfirðingar eru nú að ýmsu leyti verr settir en önnur héruð landsins í þeim efnum. Þetta mál er að vísu ekki nýtt af nálinni^ Fyrir 40—50 árum síðan var nokkur umræða um þetta í héraðinu, og ungmenna- félögin tóku skólamálið á stefnu- skrá sína og kusu nefndir til að starfa að undirbúningi þess. En þörfin var ekki svo brýn, meðan heimavist Gagnfræðaskólans síð- ar Menntaskólans, stóð öllum ! opin og skólinn var bæði gagn- fræða- og menntaskóli. Nú er því ' lokið, enginn heimavistarskóli fyrir unglinga á gagnfræða- skólastigi til á Akureyri, og héraðið sjálft skólalaust. Það er því ljóst, að ekki verður lengi unnt að lóta við svo búið standa. Á Akureyri eru mólin og þannig, að Gagnfræðaskólahús bæjarins er þrátt fyrir mikla aukningu, þegar að verða of lít- ið, og full þörf að reisa nýjan gagnfræðaskóla þar innan skamms. í umræðunum um héraðsskóla í Eyjafirði, hefur þegar komið fram nokkur skoðanamunur um hvar skólinn ætti að standa. Stungið hefur verið upp á Hrafnagili, Laugalandi og Möðruvölluni í Hörgárdal. Allir hafa þessir staðir til sfns ágætis nokkuð, og skal ég ekki ó þessu stigi málsins deila urn þá. En hinu vildi ég vara við, að láta togstreitu um staði verða málinu til tafar. En eina lausn inálsins magtti benda á, sem mér dylst ekki, að gæti bæði hraðað málinu og leyst vandann á margan hátt betur en riokkur önnur, en það er að bær og liérað sameinuðust um byggingu nýs gagnfræða- eða héraðsskóla á Akureyri. Skól- ann mætti reisa í Glerárhverfinu, t. d. í grennd við Bandagerði. Þá væri hann heimangönguskóli fyrir verulegan hluta af bænum, en í honum væru einnig heima- vistir hæfilega margar, til að fullnægja þörfum héraðsbúa, en vafalaust myndu alltaf nokkrir aðkomumenn fá sér vist í bæn- um, svo að raunar mættu heima- vistirnar vera færri í fyrstu en annars væri ef skólinn yrði reist- ur úti í sveit. Það eru margir augljósir kost- ir við þessa sameiningu. Þegar í stað yrði þar reistur skóli af hæfilegri stærð með tilliti til bæði nemendafjölda og rekstr- arkostnaðar. Kostnaðurinn dreifðist á fleiri aðila, og síðast en ekki sízt, léttara yrði að fá Maðurinn er alltaf hégómleg- ur og er ég, sveitamaður úr Skíðadal, þar engin undantekn- ing. Þess vegna þakka ég „Verka- manni“ og „Degi“ ljúfmannlega kynningu við komu mína að „Alþýðumanninum“, og þá sér- staklega það atriði að ég 6é ættaður úr Svarfaðardal, hefði þó að vísu óskað eftir að kynn- ingin væri fyrst og fremst tengd Skíðadal, því við hann er hugur og óskir sveitamennsku minnar að mestu leyti bundnar. Ég er þess fullviss að ritstjóri „Dags“ hefur eigi notað orðið sveitamaður í niðrandi merk- ingu í kynningu sinni heldur mér til sæmdarauka, því að sveitamaður sem liann frá Stór- Hómundarstöðum á Árskógs- strönd hlýtur að skynja þá töfra og helgi er bindur mig við bernskustöðvar mínar. Ég hef eygt úr lítilli fjarlægð æsku- stöðvar hans. Hrísey í miðjum firði og Kaldbak og Múla sem tignarlega verði eyfirzkra byggða og því hygg ég að rætur okkar beggja séu á líkan hátt tengdar traustum böndum lífi og starfi sveitafólksins og þar með getum við mætzt á miðri leið í tryggð okkar við Stól í Skíðadal og Sólarfjall á Árskógs- strönd. Við getum aftur á móti deilt um hvort hagkvæmara væri fyrir framtíð sveitanna að Alþýðu- flokkurinn eða Framsóknar- kennslukrafta og að búa skólann nauðsynlegum tækjum heldur en tvo skóla litla. Ég ætla ekki að fj ölyrða meira um þetta að þessu sinni. Ég veit fyrirfram, að margir munu rísa upp á afturfætur gegn þessari tillögu, bæði bæjar- og héraðs- búar. En hitt veit ég líka, ef menn ræða málið í fullri vin- semd og fordómalaust, þá sjá þeir fljótt að hér er um að ræða æskilegustu lausnina á þessu máli eins og nú standa sakir. flokkurinn hefði úrslitavald í þjóðmálum landsins. Ég trúi ekki fremur,á sýndar- mennsku Framsóknar í landbún- aðarpólitík sinni en á skraut- sýningu Sjálfstæðisflokks á landsfundum sínum. Ég veit, að með samstjórn þessara tveggja flokka rynni upp tímabil svörtustu afturhalds- stjórnar á íslandi, minnugur samstjórnar sömu flokka er sett- ust að völdum órið 1950 og einnig minnugur orða Eysteins Jónssonar frá 1946 að höfuð- meinsemd íslenzkra þjóðmála væri sú að kaupgeta almennings væri of mikil. Alþýðuflokkurinn má vissu- lega vel við una að hafa forðað þjóð.inni frá þeim kapítalisma sem vissulega hefði mátt líkja við móðuharðindi 18. aldar. Að svo búnu þakka ég enn á ný góða kynningu og vænti þess að ritstjórar „Verkamanns“ og „Dags“ þiggi boð sveitainanns- ins við Alþýðumanninn að skreppa með honum á fögrum degi út í Skíðadal, í endurgjalds- skyni fyrir gócfar móttökur á Akureyri. S. ]. DÁNARDÆGUR Hinn 4. júní varð Sveinn Jónsson bifreiðastjóri frá Hær- ingsstöðum í Svarfaðardal bráð- kvaddur aðeins 44 ára að aldri, var liann staddur í Reykjavík er ævilok hans urðu. Sveinn var kunnur öllum Svarfdælingum, því til fjölda áía var hann mjólkurbílstjóri í Svarfaðardal og marga liildi hafði hann háð með karl mennsku og æðruleysi við fann- fergi og stórhríðar og bar jafn- an sigur, en oft var lögð nótt við dag í þeirri orustu. Mun Sveins verða minnst síð- ar í Alþýðumanninum. live ;niklu leyti rafhitun bæjarins er möguleg, og að hverju leyli mætti nota næturrafmagn til hennar. Síðan að gera sér þess grein hvernig sú hitunaraðferð mundi standast kostn- aðarlega samkeppni við hugsanlega hitaveitu. Og ef þær áætlanir skyldu reynast rafhitunmni hagstæðar, þá að taka lil að undirbúa slíkt hitunarkerfi jafnframt því sem starfað verður að framkvæmdum nýrrar Laxárvirkjunar. Þökkuð kynning

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.