Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 5
5 AKRANES AKUREYRI 2:2 Athugasemd Sjöundi leikur íslandsmótsins í I. deild var háður hér á Akur- eyri annan í hvítasunnu og átt- ust þá við lið Akranes og Akur- eyrar. Veður var sæmilegt, norðan strekkingur og 8 stiga hiti, áhorf- endur voru fjölmargir og virtust skemmta sér bærilega, minnsta kosti þegar heimamenn gerðu mörkin. Dómari var Carl Bergmann. Fyrri hálfleikur 1—1. Strax á 4. mín. kemst Akur- eyrarmarkið í hættu, er Skúli Hákonarson skaut framhjá eftir gott upphlaup Akureyringa. Stuttu síðar misnotar Skúli Ágústsson gott tækifæri. Liðin sækja á víxl og var sam- leikur góður, Ríkharður á skot af löngu færi, fastan bolta. Samúel ver af öryggi. Um miðjan hálfleikinn ná Akureyringar undirtökunum í leiknum og léku skínandi vel og má segja að það hafi verið bezti hluti leiksins. Steingrímur á hörkuskot á 20. mín. sem lendir í hliðarneti, Valsteinn kemst í færi eftir að hafa leikið upp kantinn og leikið á bakvörðinn, en Helgi Daníelsson sem lék nú aftur í marki Akureyringa varði glæsilega. Sóknarlotur Akureyringa brotnuðu allar á Jóni Stefáns- syni sem átti frábæran leik. Er 25 mínútur voru liðnar af leik sækja Akureyringar fast og úr þvögu sem myndast á mark- teig Akureyrar nær Skúli Hákon- arson að skjóta og skora án þess að Sainúel gæti að gert. 1—0 fyrir Akranes. Jón Stefánsson yfirgefur völl- inn stuttu síðar og missti Akur- eyrarliðið þar sinn bezta mann. Lað sem eftir var hálfleiksins halda Akureyringar uppi lát- lausri sókn, og á 33 mín. fær Valsteinn boltan á kantinn, leikur á bakvörðinn, gefur bolt- ann háan fyrir beint á höfuð Skúla sem sendi boltann í netið. Overjandi. Mjög fallega gert. Akureyringar fá gott tækifæri sem Steingrímur klúðrar. Halldór Sigurbjörnss. (Donni) kemst í færi rétt fyrir hlé en skýtur hátt yfir og Samúel bjarg- ar góðu skoti frá Eyleifi í horn. Scinni hálfleikur 1—1. Síðari hálfleikur var þeim fyrri að öllu leyti síðri ef frá eru taldar fyrstu 10 mín. sem Akur- eyringa'r héldu uppi látlausri sókn. Á 7. mín. spyrnir Samúel fram á miðjan völl til Sævars Jónatanssonar sem gaf viðstöðu- laust til Skúla, sem gefur fram til Steingríms er lék á Kristinn miðvörð. Helgi reyndi að loka markinu með úthlaupi en Stein- grími tókst að skjóta fram hjá Helga í opið markið, vel gert, 2—1 fyrir Akureyri. Eftir markið virtust Akureyring ar dofna og náðu Akurnesingar þá yfirhöndinni, á 17. mínútu á Eyleifur skot í þverslá, vörnin var ekki að hreinsa og Halldór Sigurbj. spyrnir í netið óverj- andi, 2—2. Páll Jónsson misnotar gullið tækifæri skömmu síðar og Helgi Dan ver tvö hörkuskot af stuttu færi og virtist „sá gamli“ ekki vera neitt slakari en í gamla daga þegar hann var upp á sitt bezta. Síðustu mínúturnar héldu Akureyringar uppi látlausri sókn sem ekki bar árangur. Leiknum lauk með jafntefli. Það eru að mínum dómi ekki sanngjörn úrslit, Akureyri átti að fá bæði stigin. Hinn 2. júní s.l. var Gagn- fræðaskólanum á Akureyri slitið í 35. sinn. í skólann í haust innrituðust 667 nemendur, en gagnfræða- prófi luku í vor 91 nemandi, þar af einn utanskóla. Hæstu einkunn af gagnfræð- ingum hlaut Vilborg Gauta- dóttir, 8,33, en hæstu einkunn yfir skólann allan hlaut Þór- gunnur Skúladóttir, I. bekk,- ágætiseinkunn 9.45. í skólaslitaræðu sinni gat skólastjórinn, Sverrir Pálsson, þess að í fyrsta sinn í 5 ár hefði nú í vetur verið hægt að liýsa alla nemendur skólans, í skólan- um sjálfum, olli því stækkun skólans á s.l. ár,i, en benti jafn- framt á'að enn ætti skólinn við húsnæðisskort að glíma, því við- unanlegt rúm væri eigi fyrir nema í mesta lagi 550 nemendur, en eins og áður segir voru þeir 667 á þessu skólaári. I lok ræðu sinnar gat skóla- stjóri nýlokinnar farar gagn- fræðinga til Álasunds í Noregi, en Álasund er sem kunnugt er Liðin. í liði Akurnesinga var Helgi Daníelsson bezti maðurinn, auk Skúla Hákonarsonar, Ríkharðs Jónssonar og Jóns Leóssonar. 1 Akureyrarliðinu voru beztir Jón Slefánsson meðan hans naut við, Skúli, Steingrímur og Val- steinn áttu góðan leik. Magnús og Samúel leystu hlutverk sín vel af hendi. Guðni Jónsson og bakverð- irnir Ævar og Númi hafa oft verið betri Dómarinn Carl Bergmann slapp sæmilega frá sínu hlut- verki, en hefði þó mátt taka meira tillit til línuvarðanna. Svo lel ég að akureyrskir áhorfendur ættu að hætta þeirn leiðinlega sið að kalla sí og æ ókvæðisorðum til dómarans, það liefur engin áhrif á verk lians. Og að síðustu ætti að skylda kapplið að mæta til leiks í núm- eruðum skyrtum. Eftir sjö leiki í I. deild er staðan þannig: ÍBA ........... 3 leikir 3 stig ÍBK............ 3 — 3 — Valur.......... 2 — 3 — Fram .......... 2 — 2 — KR............. 2 — 2 — ÍA ............ 3 — 1 — vinabær Akureyrar, kvað hann förina hafa verið mjög ánægju- lega og akureyrsku gagnfræð- ingarnir hefðu orðið heima- byggð sinni til sóma. Allmargar verðlaunaafhend- ingar fóru fram, m. a. afhenti Gunnar Árnason f. h. Lions- klúbbs Akureyrar þeim Rósfríði Káradóttur og Viðari Baldurs- 1. ferð: 7. júní: Skagafjörður. Ekið að Silfrastöðum um brúna hjá Skeljungshöfða. Gengið að Merkigili. Farið yfir Jökulsá að Skatastöðuin. Heim um Tungu- sveit og Varmahlíð. Eins dags ferð. 2. ferð: 13. júní: Ekið frá Dalvík um Hjalteyri að Möðru- völlum, um Skriðuhrepp fram Hörgárdal að Staðarbakka, yfir ána hjá Bægisá, fram Oxnadal að Hálsi, gengið að Hraunsvatni, þeir sem þess óska. 3. ferð: 19,—20. júní: í Fjörðu. Ekið frá Dalvík til Akur- Vegna blaðaskrifa að undan- förnu um ætlan Tryggva Helga- sonar að fljúga til Færeyja, bið ég blað yðar vinsamlega að birta eftirfarandi staðreyndir: 1. Samkvæmt reglum Alþjóða- flugmálastofnunarinnar, sem Is- land er aðili að, ber flugmönn- um að afla sér allra fáanlegra upplýsinga um væntanlega lend- ingarstaði og flugleið áður en flug er hafið. 2. Til þess að veita slíkar upp- lýsingar hér á landi rekur flug- málastjórnin íslenzka sérstaka skrfistofu á Reykjavíkurflugvelli. Flugturnar úti á landi veita að- stoð v,ið öflun slíkra ujiplýsinga, sé þess óskað. 3. Tryggvi Helgason leitaði ekki eftir upplýsingum frá upp- lýsingaskrifstofunni um ástand flugvallarins í Færeyjum áður en hann hóf flug sitt. 4. Hefði Tryggvi gefið sér tíma til þess að óska eftir slíkum upplýsingum hefði hann komizt að því, að danska flugmála- stjórnin krefst þess, að viðkom- andi flugmaður hafi aflað sér leyfis til flugs lil Færeyja 48 klukkustundum áður en lagt er af stað og jafnframt að flugvöll- urinn í Færeyjum hefur frá 5. maí s.l. verið lokaður öllum flug- vélum öðrum en flugvélum í G. A. 91 syni, bókaverðlaun fyrir beztan árangur í ritleikni, stærðfræði, bókfærslu og vélritun. Fyrir hönd hinna nýju gagn- fræðinga tók til máls Þórgunnur R. Snædal og þakkaði skóla- stjóra, kennurum og fararstjór- um fyrir ánægjuríka Noregsför, og afhenti fararstjórunum gjafir í þakklætisskyni. eyrar. Slegizt í för með Ferða- félagi Akureyrar og ekið í Fjörðu. 4. ferð: 24. júní: jónsmessu- ferð. Hringferð í Svarfaðardal, um Dalvík og út í Ólafsfj arðar- múla. 5. jerð: 11. júlí: Skíðadalur —SVarfaðardalur. Ekið frá Dal- vík að Atlastöðum, þaðan í Skíðadal að Kóngsstöðum. Gengið frá Kóngsstöðum að gangnamannaskýli, upp í Kálfa- dal, norður Skeiðar, niður Kóngsstaðaháls og farið í bílana við Þverá. áætlunarflugi og sjúkraflugi vegna þess, að verið er að lengja brautina. 5. Mánudaginn 31. maí kl. 5 síðdegis hringdi Tryggvi til mín og spurðist fyr,ir um það, hvort lendingarleyfis væri þörf í Fær- eyjum. Taldi ég svo vera og sendi skeyti þá þegar til dönsku flug- málastj órnarinnar með beiðni urn slíkt leyfi. Klukkustund seinna frétti ég, að Tryggvi væri lagður af stað í flug sitt til Fær- eyja og síðar, að hann hefði snúið við sökum þoku. 6. Þriðjudaginn 11. f. h. kom synjun frá dönsku flugmála- stjórninni um undanþágu til lendingar á flugvellinum í Fær- eyjum. Var Tryggvi þá lagður af stað öðru sinni í flug til Fær- eyja, leyfislaust, og var honum þá snúið við. 7. Þótt Tryggvi eigi ef til vill erfitt með að sætta sig við það, þá verður liann, sem aðrir, að fara eftir setlum reglum. Reykjavik, 4. júní 1965. Flugmálastj órinn • • Haukur Claessen settur Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins, a3 auglýsingar, sem birtast eiga, hafi borizt afgreiSslunni, Strandgötu 9, annarri hæð, eigi siðar en fyrir hádcgi 6. ferð: 18. júlí: Akureyri. Ekið frá Dalvík til Akureyrar. Skoðuð söfn og Lystigarðurinn. Ekið upp í Skíðahótel. 7. ferð: 31. júlí—2. ágúst: Verzlunarmannahelgi, Laugar- daginn 31. júlí: Ekið frá Dalvík í Svartárdal og gist þar. Sunnu- daginn 1. ágúst: Ekið úr Svart- ardal fram Blöndudal að Hvera- völlum og gist þar. Mánudaginn 2. ágúst: Ekið lieim. 8. ferð: 15. ágúst: Hólafjall. Ekið á Hólafjall. B. Gagnfrœðingar frá daginn fyrir útgáfudag. FeMetlun Ferðafélags STarfdsla snmarið M

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.