Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 10.06.1965, Blaðsíða 6
Samhomulagí fagnað Þá er þetta er ritað standa vonir til að sanmingar séu að takast á milli launþega og atvinnurekenda a. m. k. hér norðan- og austan- lands. Ef rétt reynist munu allir verða þakklátir svo giftusamlegri lausn, en almennur ótti ríkti um að verkföll væru á næsta leiti, er staðið gætu um ófyrirsjáanlegan tíma. Því ber vissulega að þakka forustumönnum verkamanna og at- vinnurekenda ábyrga afstöðu þeirra og er það fagnaðarefni öllum er vilja hag þjóðarinnar sem beztan að það samkomulag er náðist í júní í fyrra og sá skilningur er þá kom fram milli deiluaðila skuli enn vera fyrir hendi. Vissulega er þessi stefna hagstæðari og farsælli öllum en sú er áður tíðkaðist í kaupgjaldsmálum á íslandi. EFHARAHHSOKHASTOfA* DORDURLAHDS Stjórn Ræktunarfélags Norð- urlands kallaði blaðamenn á sinn fund s.l. þriðjudag í tilefni þess að nú er að taka til starfa efnarannsóknastofa Norðurlands hafði Steindór Steindórsson orð fyrir stjórninni og mæltist hon- um á þessa leið: Ræktunarfélag Norðurlands var stofnað árið 1903 að for- göngu þeirra Sigurðar Sigurðs- sonar, þá skólastjóra á Hólum, Stefáns Stefánssonar þá kennara á Möðruvöllum og Páls Briem amtmanns. Eins og segir í stofn- lögum félagsins var tilgangur þess að láta gera nauðsynlegar tilraunir til jarðræktar á Norð- urlandi, og útbreiða þekkingu á Iþróttafélagið Þór 50 óra Á annan í hvítasunnu átti íþróttafélagið Þór 50 ára starfs- afmæli, en það var stofnað 6. júní árið 1915. Fyrstu stjórn félagsins skip- uðu: Friðrik Einarsson formað- ur, Jakob Thorarensen ritari og Jörgen Hjaltalín féhirðir. Var Friðrik formaður og leið- andi maður félagsins allt til dán- ardægurs, en hann andaðist árið 1917. Við fráfall hans dró allmikið úr starfsemi félagsins um tíma, en á heimili Friðriks heitins átti Þór þó áfram öruggt athvarf, því að móðir hans, frú Guðbjörg Sigurðardóttir lét sig ætíð miklu varða um vöxt og viðgang Þórs, enda hefur hún ekki að ófyrir- synju verið nefnd móðir Þórs og mun nafn hennar ávallt verða varðveitt á söguspjöldum fé- lagsins. Árið 1919 varð Garðar Jóns- son formaður og sýndi hann sem Friðrik mikinn dugnað og ósérplægni í starfi við uppbygg- ingu félagsins. I starfi félagsins hafa oft skiptzt á skin og skúrir, en með réttu má segja að það liafi herzt í mótbyr hverrar líðandi stund- ar og á 25 ára afmæli þess var séð að það hafði staðið af sér alla erfiðleika og sótti fram öfl- ugra en nokkru sinni fyrr. Á 50 ára afmæli sínu geta „Þórsarar“ horft yfir farinn veg í fullvissu þess, að þeir hafa verið bæ sínum til sóma með starfi sínu, þó að oft virtist næsta þungt fyrir fæti er félagið sótti um bætt skilyrði fyrir starfsemi sína. Mörgum ber að þakka ötula forustu hin liðnu ár, einnig dygga fórnarlund óbreyttra liðs- manna þess. í tilefni afmælisins hefur Þór efnt til ýmissa móta og fagnaða á þessu ári, má nefna álfadans og brennu, heimsókn íslands meistara í körfuknattleik, skíða mót í Hlíðarfjalli, og framund an er knattspyrnukeppni við ut anbæjarlið, útgáfa vandaðs af mælisrits, og á komandi hausti verður efnt til veglegs afmælis- fagnaðar. Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu félagsins, en Alþýðumað- urinn vill nota tækifærið og óska Þór allra heilla á þessum tíma- mótum, jafnframt væntir blaðið þess að félagið verði áfram dríf- andi og dugmikill kraftur í íþróttalífi Akureyrar. Núverandi stjórn Þórs skipa eftirtaldir menn: Ilaraldur Helga son form., Páll Stefánsson, Jón P. Hallgrímsson, IJerbert Jóns- son og Víkingur Björnsson. Formenn hinna ýmsu deilda eru: írj álsíþróttadeild, Reynir Hjartarson, handknattleiksdeild, Sigurður Hermannsson, knatt- spyrnudeild, Páll Jónsson, körfu- knattleiksdeild, Ævar Jónsson, skíðadeild Reynir Brynjólfsson. öllu, sem að jarðrækt lýtur. Þá voru íslenzk ræktunarmál í bernsku, og forgöngumönnun- um var ljóst, að til þess að ár- angur mætti nást var fyrsta boð- orðið að gera tilraunir og leita svara náttúrunnar sjálfrar við þeim spurningum, sem mestu varðaði. Eins og kunnugt er stofnaði Ræktunarfélagið T.ilraunastöð- ina á Akureyri og rak hana um áratugi og gerðist þá brautryðj- andi í tilraunastarfsemi landbún- aðarins hér á landi, bæði i gras- rækt, garðrækt og skógrækt. Um langt skeið var félagið einnig búnaðarsamband fyrir Norð- lendingafj órðung. En tímarnir liðu og starfs- hættir breyttust. Nýtt skipulag búnaðarfélagsskaparins hafði það í för með sér, að ný bún- aðarsambönd voru stofnuð og Ræktunarfélagið hélt tilrauna- starfseminni einni eftir. Var það að vísu ærið verkefni, en þar kom, að ríkisvaldið kaus að sam- eina alla tilraunastarfsemi jarð- ræktar undir eitt skipulag, og varð þá að ráð.i að félagið seldi tiiraunastöð sína af hendi fyrst á leigu, en síðan var hún seld Tilraunaráði ríkisins. Er því vel séð fyrir framtíð hennar. En þegar svo var komið skorti fé- lagið verkefni. Skipulagi þess hafði verið breytt, og það gert að sambandsfélagi Búnaðarsam- bandanna í Norðlendingafjórð- ungi, og koma fulltrúar þeirra árlega saman á aðalfund félags- ins og ráða ráðum þess. Hefur svo verið um nokkur ár að fé- lagið hefur aðallega verið fræðslufélag. En þegar eignir þess voru seldar, tók stjórn fé- lagsins að svipast um eftir ein- hverju viðameira verkefni, sem samboðið væri sögu félagsins og starfsferli. Og niðurstaðan varð sú, að gangast fyrir stofnun og rekstri efnarannsóknastofu í þágu landbúnaðarins í Norð- lendingafjórðungi. Og nú er þeim málum svo langt komið, að stofa þessi er fullbúin til að taka til starfa. Máli þessu var fyrst hreyft á aðalfundi félags- ins 1962 og þá þegar samþykkt framlag til undirbúnings. Það var ljóst þegar í upphafi, að félagið hafði ekki eitt bol- magn til að koma slíkri stofnun á fól. Var því leitað stuðnings til annarra aðila, og voru undir- tektir hinar beztu. Kaupfélag Eyíirðinga lagði fram 250 þús. kr. Búnaðarþing samþykkti að leggja þriðjung þeirrar milljón- ar, sem SIS gaf til efnarann- sókna fyrir landbúnaðinn til rannsóknarstofu á Akureyri, og Búnaðarsamböndin norðanlands hétu framlögum, og liefur Bún- aðarsamband Eyjafjarðar lagt mest fram í þessu efni, einnig hafa fleiri kaupfélög á Norður- landi heitið framlögum. Alls hef- ur þannig fengizt urn ein milljón króna með frjálsum framlögum, Framhald á hls. 4. Fréttabréf frá Húsavík og dcildaformcnn íþróttafclagsins Þórs 1965. Hátíðahöld sj ómannadagsins fóru hér fram í góðu veðri, heit- asta degi sem komið hefur á sumrinu. Kl. 10.30 var sjómannamessa, séra Björn H. Jónsson predikaði. Kl. 13 hófst við hafnarbryggj- una kappróður, kappsigling, minni og stærri báta og skemmti- sigling var farin hér franr í fló- ann, er það orðinn fastur liður í hátíðahöldunum og v.insæll af yngstu kynslóðinni. Kl. 16 hófust svo hátíðahöld á iþróttasvæðinu, þar lék lúðra- sveitin nokkur lög undir stjórn Reynis Jónssonar, einnig var keppt í alls konar íþróttum. Stakkastundskeppnin fór fram i Sundlauginni og varð Halldór Valdemarsson sigurvegari í henni, annar varð Höskuldur Þórarinsson og þriðji Þórarinn Höskuldsson. í kappróðrinum sigraði sveil af m/b Svan (áður Farsæll II), stýrimaður Ingvar Hólmgeirs- son, Svanur varð einnig fyrstur í kappsiglingu stærri bátanna, en í kappsiglingu trillubáta sigr- aði bátur Jósteins Finnboga- sonar. Slysavarnarkonur seldu kaffi og pönnukökur um daginn til ágóða fyrir starfsemina. Um kvöldið var svo dansað í báðum samkomuhúsum. For- rnaður sjómanndagsráðs var Olafur Aðalsteinsson, en kynnir dagsins var Sigurður Gunnars- -0- Fyrsta síldin barst hingað daginn fyrir sjómannadaginn, þá komu Helgi Flóventsson með 1800 mál og Akurey með 200— 300 mál. Síldin fór í frystingu og bræðslu. 31. maí kom svo Dagfari með 800 mál og í gær kom Akurey með á annað þúsund mál. Síldarverksmiðjan mun senni- lega byrja bræðslii. Þrjár sölt- unarstöðvar verða á Húsavík í sumar eins og s.l. ár. Þær eru Barðinn h/f, Höfðaver h/f og Sáltvík h/f og er undirbúningur þegar hafinn lijá þeim. Þorskafli er enn mjög lélegur, hins vegar hefur hrognkelsaveiði verið góð og búið að fá hér í 1100 tunnur af hrognum. Stærri bátarnir eru ýmist að Framhald á bls. 4. FLUCFELAG ALÞYOU M A I> U »V I N N

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.