Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 1
ALÞYÐU MAOURINN Frd ððalfundi Stéttarsambands Mii Samþykkt var að segja upp verðlagsgrundvelliaum Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn að Eiðum um s.l. lielgi. Margar ályktanir 91 stúdcntar brautshrdðir Jrd H.A. Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 85. sinn, þann 17. júní og fór athöfnin fram í Akureyrarkirkju. Brautskráðir voru 92 stúdentar og er það fjöl- mennasti stúdentahópurinn frá M.A. til þessa. Hæstu eínkunn yfir allan skól- ann hlaut Alda Möller frá Siglu- firði, nemandi í 3. bekk I. ág. 9,54 í 4. bekk máladeildar var hæst, Margrét Skúladóttir með 8,82 og í stærðfræðideild Jó- hanna Guðjónsdóttir, 8,70. í 5. bekk voru hæstir Ríkharður Kristjánsson 9,26 og Höskuldur Þráinsson 9,05. Hæstu einkunn- ir á stúdentsprófi hlutu: I stærð- fræðideild: Jóhannes Vigfússon 9,33, Rögnvaldur Gíslason 9,30 og Jón Arason 9,06. — I mála- deild: Auður Birgisdóttir 8,84, Olafur Oddsson 8,67. Steinunn Stefánsdóttir 8,14. Við skólaslitin fjölmenntu eldri nemendur skólans og færðu honum gjafir og fluttu honum árnaðaróskir m. a. gáfu 25 ára stúdentar rafbylgjusjá, er það vandað tæki í sambandi við kennslu í eðlisfræði. 600.000 ál Samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands var síldaraflinn orðinn um 600.000 mál s.l. laugardags- kvöld, en var á sama tíma í fyrra rúml. 300.000 mál. Dræm síldveiði hefur verið nú að undanförnu og lítið borizt til Eyjafjarðarhafna, þó kom fyrsta söltunarsíldin til Ólafs- fjarðar á þriðjudaginn, um 300 tn. Polana kom með fyrsta farm sinn til Krossaness um helgina, síldardæla skipsins sýndi ekki þau afköst við fermingu, er ætl- að hafði verið, hins vegar gekk afferming með eðlilegum hætti. Aflinn um síðustu helgi skipt- ist þannig á löndunarstaði: Mál og timnur Siglufjörður 101.228 Ólafsfjörður 14.832 Hjalteyri 40.501 Krossanes 52.812 Húsavík 16.058 Raufarhöfn 64.450 Þórshöfn 447 Vopnafjörður 56.384 Borgarfjörður eystri 10.909 Seyðisfjörður 34.398 Neskaupstaður 43.149 Framhald á bls. 3. 40 ára gagnfræðingar afhentu málverk af Jónasi Snæbjörns- syni er kennt hafð.i við skólann í 46 ár, er málverkið eftir Orlyg Sigurðsson listmálara og fleiri gjafir mætti tilnefna, en greini- lega kom í Ijós hlýhugur og virð- ing hinna eldri nemenda til síns gamla skóla. I yfirliti skólameistara kom fram, að ónógt húsnæði veldur orðið erfiðleikum, einkum vant- ar tilfinnanlega húsnæði fyrir kennslu í raunvísindagreinum, en skólameistari kvað skilning fyrir hendi hjá stjórnarvöldun- um að bæta úr þessum vand- kvæðum skólans og hefði mennta málaráðherra skipað nefnd til að gera tillögur um staðsetningu liúsa á skólalóð M. A. 452 nemendur voru í skólan- um á s.l. vetri, 15 fastir kennar- ar og 6 stundakennarar störfuðu við skólann. Heilsufar var gott og félagslíf þróttmikið. Að venju kvaddi skólameistari stúdenta með áhrifaríkri ræðu þar sem skýrt kom fram skiln- ingur víðsýns lær.iföður og von- andi verða viðvörunarorð hans hinum ungu stúdentum hollt veganesti á vegamótum þeim er þeir eru nú staddir á. Meðfylgjandi mynd af stúd- entum M. A. tók Eðvarð Sigur- geirsson í Lystigarði Akureyrar. og samþykktir voru gerðar, m. a. að segja upp verðlagsgrund- vellinum og var stjórninni falið að annast málið í samráði við fulltrúa bænda í sexmanna- nefndinni. Hér á eftir verða birtar nokkr- ar tillögur frá fundinum er sam- þykktar voru samhljóða. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 átelur harðlega þá stefnu, sem stjórn Stofnlánadeild ar landbúnaðarins hefur tekið upp í lánamálum, og verkar sem hemill á alla uppbyggingu og tækniþróun atvinnuvegarins. Nú er bændum neitað um lán á sama ári, nema til þess, sem stofnlánadeildin kallar eins framkvæmd, þ. e. til dæmis ann- aðhvort fjóss eða hlöðu, þótt samstæðar byggingar séu, og áskilji sér rétt til að lána síðan aðeins % af því, sem áður hefur verið venja. Aðalfundurinn tel- ur þessar takmarkanir á lánveit- ingum algerlega óþolandi og skorar á stjórn Stofnlánadeildar- innar og landbúnaðarráðherra að þessum nýju hömlum verði aflétt. Þá telur fundurinn að þær tafir, sem orðið hafa á því að lánsbeiðnum bænda hafi verið svarað, séu algerlega óviðun- andi.“ „Fundurinn vísar til ályktana þeirra, sem samþykktar voru á aðalfundi Stéttarsambandsins 1964 um lánamál, og felur stjórn sambandsins að vinna áfram að framgangi þeirra. Fundurinn leggur ríka áherzlu á hina brýnu nauðsyn, að Veðdeild Búnaðar- bankans verði efld svo að henni sé gert mögulegt að veita lán til jarðakaupa sem nemi að minnsta kosti helmingi af eðlilegu kaup- verði jarða. Lánstími verði 40 —50 ár með 4% vöxtum.“ „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 skorar á stjórn sam- bandsins að vinna að því við lánastofnanir að þeim bændum, sem erfiðast eiga með að standa í skilum með vexti og afborgan- ir af áhvílandi lánum, sé veittur frestur með þessar greiðslur meðan þeir skapa sér betri bú- skaparaðstöðu. Ennfremur felur fundurinn stjórn sambandsins að vinna að því við lánastofnanir landbúnað- ar.ins, að menn, sem eru að hefja búskap, hafa of lítil bú eða skort- ir fé til annarra nauðsynja bús- ins, eigi kost á lánum, sem séu •afborgunarlaus fyrstu árin.“ Eyfirðingar heimsækja Svarfdælinga S.l. sunnudag fóru heimamenn í Saurbæjarhreppi í heimboð út í Svarfaðardal og tóku á milli 60—70 manns þátt í förinni og fjölmenntu Svarfdælingar til móttöku gestum sínum. Var un- að í góðum fagnaði, farið bæði fram í Skíðadal og botn Svarf- aðardals og út í Olafsfj arðar- múla. Gestirnir þágu veitingar að Dæli hjá Gunnari Rögnvalds- syni formanni Búnaðarfélags Svarfdæla og einnig var haldið hóf í þinghúsi hreppsins að Grund. I fyrra fóru Svarfdælir í heim- sókn til Saurbæinga.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.