Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Frœðslumólin Miklar umræður liafa farið fram nú um skeið um fræðslu- mál vor, en hvorttveggja er, að fjölmörgum er ljóst, að vér þurfum þar að hafa oss alla við vegna örra breytinga í íræðslukröfum og fjölgunar þjóðarinnar og vér höfum nú um skeið átt menntamálaráðherra á að skipa, sem hefur sýnt þessum málurn sérstaka alúð, svo að áhugi manna hefur glæðzt mjög og eflzt. Hér á Akureyri er nú búizt til byggingar yfir iðnskóla, sem hugsaður er sem fjórðungsskóli og með verklegri kennslu auk bóklegrar. Er það vilji forráðamanna, að öllu verði til kostað, að sá skóli geti fullnægt kröfum tímans, en enginn þarf að efa, að þetta verður mikið fjárhagslegt átak. Talað er um, að undirbúningsdeild tækniskóla fái þar inni, en það er draumur byggðarlagsins, að sú deild vaxi upp í það að verða fullkominn tækniskóli, og erum vér svo heppnir í byrjun að hafa eignazt þar ötula og færa forvígismenn, góðan skilning stjórnarvaldanna og hafa getað farið vel af stað. Þá er í undirbúningi um næstu framtíð bygging nýs gagn- fræðaskóla í bænum, þar eð sá, sem nú er, er þegar orðinn of lítill, og síðast en ekki sízt er á döfinni viðbótarbygging við húsnæði Menntaskólans, og er það ekki sízta áhugaefni byggðarlagsins varðandi fræðslumálin, þótt ríkisvaldið sé framkvæmandinn og kostandinn. Enn er að geta nýbygginga yfir barnaskóla, m. a. bygg- ingar að Litlu-Laugum í Reykjadal og undirbúnings að byggingu skóla að Stóru Tjörnum í Ljósavatnsskarði fyrir Hálshrepp og fleiri aðila og að Hafralæk í Aðaldal fyrir Aðaldal og vísast fleiri. Hér er um miklar ög dýrar fram- kvæmdir að ræða, en nauðsynin knýr á, og verður ekki undan henni hörfað. Loks er svo að geta hins vaknandi áhuga fyrir byggingu héraðsskóla í Eyjafirði og jafnvel annars í Norður-Þingeyj- arsýslu. Þessi mál eru ekki fullmótuð enn og þurfa mikillar íhug- unar enn við. Enginn vafi er að vísu, að skólarými skortir. Hversu mikið hefur varla verið athugað, og vér viljum til athugunar benda á, að með byggingu héraðsskóla í Eyja- firði, mundi aðsókn að Laugaskóla eitthvað minnka. Skap- ast þá ekki nægilegt rúm fyrir Norður-Þingeyinga þar og eðlilegra, að þeir gerðust aðilar að Laugaskóla fremur en kosta til nýs skóla hjá sér? Einn fullsetinn og velbúinn skóli er betri en tveir vansetnir og vanbúnir, og vér þurfum í þess- um málum að gæta þess jafnvel að reisa oss ekki hurðarás um öxl sem og hins að verða ekki aftur úr. Og í framhaldi af þessari hugleiðingu viljum vér á ný vekja athygli á hugmynd, sem aðeins var hreyft hér í blað- inu í vor: að Eyjafjarðarhérað og Akureyri stæðu saman að því að Ieysa úr skorti sínum á húsnæði yfir gagnfræða- stigið, reistu sameiginlega skóla, t. d. í Glerárhverfinu, þar Stefdn Smebjðrnsson 19. þ. m. varð Stefán K. Snæ- björnsson, vélvirki, Stórholti 6, Akureyri, fimmtugur. Hann er fæddur 19. júní 1915 á Dalvík, sonur hjónanna Svanborgar Jónasdóttur og Snæbjörns Magn- ússonar, vélsmiðs, er lengi bjuggu hér í bæ og góðkunnir borgarar, Snæbjörn listavélsmið- ur og Svanborg kunn fyrir þátt- töku sína í ýmsum félagsmálum, sérstaklega verkalýðsmálum. Lif- ir Svanborg enn, aldin að árum en ötul til starfa, svo sem alla tíð, en Snæbjörn er látinn fyrir allmörgum árum. Stefán fluttist fyrst með for- eldrum sínum frá Dalvík til Ak- ureyrar, en hér hjuggu þau þá um tveggja ára skeið 1917— 1919. Þá fluttust þau til Siglu- fjarðar og áttu þar heima til 1927, að þau fluttust á nýjan leik til Akureyrar og áttu þar heima síðan. Stefán hefur að frádregnum tveim Dalvíkurár- um og átta Siglufjarðarárum alla tíð verið Akureyrarbúi og lengst af unnið við vélvirkja- eða vélstjórastörf, en nú síðustu árin verzlun. Snæbjörn Magnússon rak hér mörg ár vélaverkstæði og síðari ár sín með Stefáni, unz þeir seldu það 1942, en verkstæði þetta var stofninn að Vélsmiðj- unni Atla h.f. hér í bæ. A verk- stæði föður síns hóf Stefán starf 13 ára gamall, lauk þar vél- virkjanámi og tók í leiðinni vél- stjórapróf og var vélstjóri nokkur sumur. Frá 1942—1961 starfaði Stefán við Vélsmiðjuna Odda og Blikksmiðjuna, en þá gerðist hann meðeigandi í verzl- uninni Véla- og raftækjasalan h.f., og hefur starfað við hana síðan. Af og til grípur hann þó til iðnar sinnar og vélstjórnar- kunnáttu, en þar er hann flestum færari talinn og listahagur. Stefán Snæbjörnsson er mik- ill félagshyggjumaður og hinn starfsfúsasti og ágætasti félags- þegn. Hann var ýmist formaður eða varaformaður Sveinafélags járniðnaðarmanna á Akureyri árin 1945—1961, átti sæti um skeið í Alþýðusambandi Norð- urlands, lengi í stjórn fulltrúa- ráðs verkalýðsfélaganna á Akur- eyri, var um tíma í stjórn Vél- stjórafélags Akureyrar og í stjórn Alþýðuhússins á Akureyri frá upphafi og er enn. Þá hefur Stefán att fjölmörg ár sæti í stjórn Alþýðuflokksfé- lags Akureyrar og síðustu 10 árin verið gjaldkeri þess. Um mörg ár hefur hann skipað trún- Höggvið þor er sízt skyldi (Framhald aj 4. síðu.) aðal merkisberi Bakkusar vítt um sveitir landsins, en þeir sömu menn ættu að spyrja eyfirzkar mæður og aðra uppalendur, hvaða álit þeir hafi á slíkum sleggjudómum, og þeir sömu menn ætlu að spyrja Þórodd Jó- hannsson, framkvæmdastjóra U.M.S.E. um gróðann af ung- lingadansleikum sambandsins og þá ætti dæmið að vera næsta auðvelt viðureignar og afsanna fullyrðingarnar ,um að vermi- reitur ungmennafélaganna sé nú einn helj arheimur grárrar gróða- hyggju. Meira mætti nefna, en læt nægja að sinni, get þess þó í lokin, að án hávaða eða áróðurs er orðið tryggt fyrir forgöngu U.M.S.E. að þjóðskáldinu Davíð Stefánssyni verði reistur vegleg- ur minnisvarði að Fagraskógi, þeim stað er allir vita að var skáldinu hjartfólgnastur. Bendir það líka til þess, að vermireitur- inn títt nefndi sé í klakaböndum? Sigwrjón ]óhannsson. sem heimavist væri byggð fyrir ungmenni úr béraði, en Akureyrarbúar sæktu heiman. Þetta yrði öllum aðilum ódýr- ara: ríki, bæ og liéraði, og ætla mætti, að skólinn yrði betur úi garði gerður um kennaralið og kennslutæki. Hugmyndin er hér endurtekin til íhugunar fyrir ráðamenn um þessi mál, svo að bún sé til umræðu jafnhliða hinum að hver búi að sínu. Þessi lausn mundi og forða togstreitu um, livar skól- inn ætti að standa í héraðinu, en á henni hefur ofurlítið örlað. • aðarráð félagsins og oft fram- boðslista Alþýðuflokksins hér í bæ til bæjarstjórnarkosninga. Eins og fyrr getur, er Stefán Snæbjörnsson hinn ágætasti fé- lagsþegn, starfsfús og ósérhlíf- inn. Hefur undirritaður með fá- ,um eða engum starfað, sem hef- 'ur verið jafnboðinn og búinn til hvers konar félagsstarfa, og aldrei hliðrað sér við amstri og önn slíkra starfa, þegar hann fann, að við lá. Með slíkum mönnum er gott að starfa og verður þeirra þegnskapur aldrei fullþakkaður. Stefán K. Snæbjörnsson er kvæntur Sigurlaugu Jóhanns- dóttur frá Sjávarbakka í Möðru- vallasókn, ’ myndarkonu og hús- móður. Eiga þau hjón þrjú börn, öll uppkomin og búsett hér, en einn son misstu þau á tvítugs- aldri fyrir fám árum, efnismann. Um leið og ég leyfi mér í nafni Alþýðuflokksins á Akur- eyri að þakka Stefáni á þessum tímamótum hans langt og gott starf fyrir flokkinn, vil ég flytja honum persónulegar þakkir mín- ar fyrir ágætt samstarf. Með hon- um hefur ætíð verið prýðisgott og uppörvandi að vinna. Br. S. Ódýru lykkjuföstu SOKKARNIR komnir aftur. Verzl. Dyngja Ódýrar SUNDBUXUR SPORTSKYRTUR með stuttum og löngum ermum. PEYSUR, fjölbreytt úrval Herradeild

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.