Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 24.06.1965, Blaðsíða 6
Vandamil tð úrrsði til bjargar — Bftir Innar Stefáiisson — Inntak þess máls, sem ráð- stefnan á Akureyri fjallaði um, má orða á þessa leið: Gerð framkvæmdaáætlana, sem nú er upp tekin, er að sönnu mikilsverð á braut hagstjórnar. En, það er ekki einhlítt að vöxtur þjóðarframleiðslu og meðaltekna atvinnustétta sé mjög mikill í heild, ef þessi meðalhækkun er fólgin í mjög verulegti hækkun framleiðslu og tekna í einum landshluta og við vissar atvinnugreinar, en kemur að litlu eða engu leyti í hlut fólks, sem hýr í öðrum lands- hlutum og sem stundar önnur störf. Með þetta sjónarmið í huga er nú orðið tímabært að sam- hliða framkvæmdaáætlun um þjóðarbúskapinn í heild verði gerðar svæðisbundnar séráætl- anir um framkvæmdir og fram- farir á sviði atvinnumála, félags- mála, mennta- og menningar- mála í einstökum landshlutum. Landshlutaáætlanir sem þess- ar verða að eiga stoð í hagræn- um rannsóknum á landgæðúm hvers héraðs og hlutlægum at- hugunum á atvinnuskilyrðum á hverjum einstökum stað, og á félagslegum aðstæðum til að byggja upp gróskumikið sam- félag i framtíðinni. Slík svæðaskipting ætti að fara fram undir yfirumsjón rík- isstofnunar, sem sett yrði á fót í þessu skyni eða deildar í fé- Iagsmálaráðuneytinu. Auk yfir- stjórnar og forustu þyrfti ríkis- valdið a ðláta í té sérfræðilega aðstoð og annast hið yfirgrips- mikla rannsóknarstarf, sem allar áætlanir verða að byggjast á. A hverju svæði, sem yrði greinilega afmarkað landfræði- lega, þyrfti að koma á laggirnar samstarfsnefnd sveitarfélaga með fulltrúum bæjarstjórna og hreppsnefnda í kauptúnum og hæfilega stórum hreppum í dreif- býli. Þessa nefnd mætti kalla at- vinnumálaráð, og færi vel á því að samtök atviinugreina ætlu aðild að því. Sveitarstjórnirnar hafa hezta aðstöðu til að hafa yfirsýn yfir hinar staðbundnu þarfir fólks á einstökum landssvæðum og túlka sjónarmið heimabyggða og tryggja þannig hlutdeild liins lýðræðislega leikmannavalds, sem verður að verða með í ráð- um við heildarskipulagningu byggðar, sem hér er gert ráð fyrir. Sem hluta af þessu kerfi væri æskilegt að starfrækja í hverju landssvæði skrifstofu með einum starfsmanni, sérmenntuðum í hagfræðilegum efnum, eins kon- ar atvinnumálastofnun. Hlutverk hans yrði, að fylgjast með þeim rannsóknum, sem áður getur, taka á móti ábendingum heima- manna, og að hafa milligöngu milli sveitarfélaga og atvinnulífs annars vegar og ríkisstofnana og ríkisvalds hins vegar, að ann- ast leiðbeiningarstarfsemi varð- andi tæknilega aðstoð og öflun fjármagns. Jafnframt yrði hann ríkisstjórn og alþingi til ráðu- neytis um atvinnumál og horfur á hverju svæði. Það færi vel á því, ef sveit- arstjórnir ættu frumkvæði að því að koma á fót því skipulegu samstarfi milli þeirra og ríkis- valds, sem hér er lagt til að tekið verði upp. Tilgangurinn með því starfi er, að byggja landið skipulega með það meg- inmarkmið í liuga að auka arð- semi þjóðarbúskaparins í heild. Sjöunda þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var háð á Sauðárkróki dagana 5.—7. júní sl. Þingið var sett að Hótel Mælifelli laugardaginn 5. júní kl. 2 e. h. Theoíjór A. Jónsson, formað- ur sambandsins, setti þingið með ávarpi. Þingforsetar voru kjörnir Sig- ursveinn D. Kristinsson, Reykja- vík, og Egill Helgason, Sauðár- króki. Mættir voru til þings 36 full- trúar frá 8 félagsdeildum, Reykjavík, Árnessýslu, ísafirði, Siglufirði, Sauðárkróki, Akur- eyri, Húsavík og Keflavík. Innan sambandsins eru nú 10 //PYREX// ELDTRAUST GLER Hentugt, sterkt, fallegt og ódýrt. JÁRH OG GLERVÖRUDEILD Þessi tillaga’, sem liér er sett fram miðasl við íslenzkar að- stæður um yfirstjórn þessara mála, er í aðalalriðum er hlið- stælt kerfi og' komið er á fyrir nokkru í Noregi. Hér er megináherzla lögð á sjálf vinnubrögðin, sem taka verður upp og viðhafa í sam- bandi við úrlausn þess vanda, sem jiú er við að etja í atvinnu- málum ýmissa landssvæða. Kerfisbundin svæðaskipulagn- ing byggð’ á rannsóknum nátt- lirugæða er eina leiðin til að tryggja að þau úrræði, sem nú verður gripið til, verði ekki að- eins til bráðabirgða heldur til frambúðar. Sá ótti, er margir bera í brjósti um framtíð eigin byggðar yrði að sjálfsögðu að víkja fyrir sameiginlegu trausti á því, að málin verði leyst með fram- tíðarhagsmuni allra fyrir augum. Hafa verður í huga, að ríkis- skipaðar nefndir hafa livað félög með uirr 718 félaga og tæpa 530 styrktarfélaga. Skrifstofan að Bræðraborgar- stíg 9 var rekin með sama sniði og undanfarin ár. Til hennar leit- uðu á síðasta starfsári 846 ein- staklingar, sem fengu marghált- aða fyrirgreiðslu. Auk þess að- sLoðaði skrifstofan félagsdeild- irnar við þau verk, er þær vinna að í félags- og atvinnumálum. Framkvæmdastjóri sambands- ins er Trausti Sigurlaugsson. Alþjóðadagur fatlaðra var í fyrsta sinn hátíðlegur haldinn hérlendis á þessu ári. Undirbúningur að byggingu miðstöðvar, fyrir samtökin hef- verið haldið áfram á starfsárinu og hefur afstöðuleikning verið gerð. Stjórn sambandsins skipa nú: Theódór A. Jónsson formaður, Zóphanías Benediktsson, vara- LEIÐRÉTTING Prentvilla slæddist inn í aug- lýsingu Flugfélags Islands á baksíðu í síðasla blaði. — Þar stóð, að flogið væri á hverjum degi milli Akureyrar og Skandi- navíu, en á að vera á einum degi. — Beðið er velvirðingar á þess- um mislökum. Matthíasarhúsið er opið alla daga nema laugardaga kl. 2—4 e. h. eftir annað safnað upplýsingum um atvinnuástand í einstökum landshlutum, miklu fjármagni hefur verið varið til atvinnu- aukningar í formi lána frá at- vinnuleysistryggingasjóði, at- vinnubótasjóði og framlöguin úr ríkissjóði, til vegagerðar og lagningar síma og rafmagns, en vandinn hefur kom.ið upp aftur og aftur í nýjum og nýjum myndum ef eitthvað bjátar á um aflabrögð og veðurfar. Þess vegna er vert að vara við því, að hætta er á, að kastað verði á glæ því fjármagni, sem nú yrði varið til að tryggja á- framhaldandi rekstur fyrirtækja éða til stofnsetningar nýrra fyr- irtækja, ef þær framkvæmdir yrðu ekki skoðaðar sem liður í heildaráætlun um uppbyggingu ákveðinna landssvæða. Réttur fólks til að velja sér búsetu í landinu, er einn af liorn steinum lýðræðis. Slíkum rétt- indum fylgja þær takmarkanir, að liinn samfélagslegi kostnaður við að sjá hverju byggðu bóli fyrir félagslegrl þjónustu, sem verði ekki svo úr hófi fram til lengdar að hann lialdi niðri þeim lífskjörum, sem þjóðin í heild ella gæti veitt sér. formaður, Eiríkur Einarsson gjaldker.i, Olöf Ríkarðsdóttir rit- ari, og meðstjórnendur: Ingi- björg Magnúsdóttir, ísafirði, Göfugt Því er oft haldið fram, að nú á tímum komi það vart fyrir að barizt sé fyrir hugsjónum, nema melið sé til peninga hver sú stund sem unnin er og hámarks- greiðsla kom.i fyrir. Því miður er allt of mikill sannleikur í þessari fullyrðingu fólginn, enda oft kvartað undan, hve erfilt sé að/fá fólk til að sinna störfum er iúla að félags- málum, enda bera þess merki ýmis félagsmálastarfsemi, má þar lil nefna, verkalýðsfélög, o.fl. Því er það gleðilegt og upp- örfandi þegar verkin tala um hið gagnstæða. Eilt slíkt dæmi eru Sumarbúð- ir K.F.U.M. og K. við Hólavatn í Eyjafirði. Þær eru táknrænn minnisvarði um það, að enn sé til á Islandi fólk, er trúir á hug- sjóiiir án þess að spyrja: Hvað fæ ég í vinnulaun? Enn gleðilegra er það, að hér er um að ræða ungt fólk, sem offrað hefur frístundum sínum Miklar og stöðugar breytingar liafa átt sér stað á búselu í land- inu, ei tilfærsla fólks hefur átt sqr stað stjórnlaust. Miklu æski- legra væri, ef unnt reyndist að beina þessum brevtinguin til á- kveðinnar átlar, til staða, sem undangengnar rannsóknir bentu til að væru vel til búsetu fallnir og ástæða þætti til að byggja upp skipulega. Peningaekjur skipta ekki öllu máli, félagslegar aðstæður vega þyngra og þyngra á metunum. Bælt fjárhagsleg afkoma gelur liaft öfug áhrif en lil var ætlazt, ef þáttur liinna félagslegu þarfa er vanmelinn, ef skilyrði eru ekki um leið sköpuð til að njóta þeirra lífsþæginda, sem auknar peningatekjur kalla á. Fyrirheit, sem nú hefur verið gefið um framkvæmdasjóð strjál býlisins, er vísbending um að nú sé að skapast aðstaða til að gera samstillt átak í þessum efnum. Ef Vestfjarðaáætlunin, sem fyrst í stað fjallar um úrbætur í samgöngumálum, yrð.i felld inn í heildarkerfi, þá mætti telja, að þegar væri byrjað að fram- kvæma þær tillögur, sem hér eru settar fram. Adolf Ingimarsson Akureyri, Jón Þór Buch Húsavík, Sigurð- ur Guðmundsson Reykjavík, Al- bert Magnússon Sauðárkróki. fordœmi í þágu slíks nauðsynjaverks, sem Sumarbúðirnar við Hólavatn vissulega eru, og væntanlega taka forráðamenn barna hér á Akureyri þeim opnum örmum og leyfa börnum sínum að njóta friðsældar í fögru umhverfi Hólavatns, í forsjá fólks er vissulega má treysta, það sann- ar sá minnisvarði er það hefur reist hugsjónum sínuin, að öllu leyti í sjólfboðavinnu. Þannig verk eiga ekki að liggja í láginni, þau orka lil bjartsýnis og veikja þau rök, sem mæla, að allir dansi nú villt- an dans kringum gullkálfinn og hver æskumaður eyði liverri tpmstund sem gefst í dans og vín. Þess vegna ættu sem flestir að leggja leið sína fram Eyjafjörð og staldra v.ið hjá Hólavatni. þar sem Sumarbúðir K.F.U.M. og K. vitna um óeigingjarnt starf og göfugt, unnið af æskufólki i höfuðstað Norðurlands. Landsþing Sjállsbjargar

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.