Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.07.1965, Page 1

Alþýðumaðurinn - 01.07.1965, Page 1
ALÞYÐU MAOURINN Þjóðín tapar verðmœtum Síldveiðin stöðvuð — Hver er hlutur LÍÚ? Eins og alkunnugt er hafa þau tíðindi gerzt,. að síldveiðiflotinn liefur haldið til hafnar, var sú Bráðabirgðalög um verðjöfn- un síldar á sumarvertíðinni Gefin voru út þann 24. júní bráðabirgðalög, sem fjalla um verð- jöfnun milli síldar í bræðslu og síldar í salt. Lögin heimila ríkis- stjórninni að ákveða gjald af hverju máli bræðslusíldar og að greiða upphót á hverja uppsaltaða síldartunnu til að hækka fersk- síldarverð til söltunar. Ennfremur heimila lögin að greiddur verði flutningastyrkur þeim skipum, sem flytja síldarafla að austan norður, og að 4 m.illjónum króna skuli varið til að gera út sérstakt flutningaskip, er flytji kælda síld til söltunar eða frystingar til hafna vestan Tjörness og við Steingrímsfjörð. FORSETI ÍSLANDS gjör.ir kunnugt: Sjávarútvegsmálaráðherra hef ur tjáð mér, að verðþróun á síld til söltunar og bræðslu, hafi orð- ið sú undanfarið, að hætt sé við að örðugt reynist að fá síld til söltunar á komandi sumri að ó- breyttum aðstæðum. Geti þetta ástand dregið verulega úr síldar- söltun og þannig haft alvarleg áhrif á aðstöðu íslands á erlend- um mörkuðum fyrir saltsíld og stórspillt afkomumöguleikum þeirra, sem atvinnu hafa af síld- arsöltun. Því ber.i brýna nauðsyn til að komið verði á verðjöfnun milli síldar í hræðslu og síldar í salt. Þá sé enn fremur nauðsynlegt að draga úr bið fiskiskipa í Aust- fjarðahöfnum og greiða jafn- framt fyrir siglingum síldveiði- skipa með eigin afla til hafna norðanlands. Loks hafi atvinnurekendur á undanförnum árum átt örðugt uppdráttar í ýmsum kaupstöðum og kauptúnum norðanlands, vegna aflaleysis og af öðrum ástæðum. Til þess að bæta úr þessu ástandi er ráðgert að hefja sérstakar aðgerðir, sem hafi í för með sér nokkurn kostnað. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt að ákveða að af allri hræðslusíld, sem veiðist frá og með 15. júní til 31. desember 1965 á svæð- inu frá Rit norður og austur að Stokksnesi við Hornafj örð, greiðist sérstakt gjald, kr. 15.00, á hvert landað mál bræðslusíld- ar, hvar sem henni er landað. Af hausum og slógi frá síldarsöltun- arstöðvum greiðist hálft gjald. Síldarverksmiðj ur þær, sem veita síldinni móttöku, inna- gjaldið af hendi til sjóðsstjórnar samkv. 4. gr. 2. gr. Fe því, sem innheimtist sam- kvæmt 1. gr. er heimilt að verja sem hér segir: a) Til að hækka fersksíldarverð lil söltunar greiðist uppbót er nemi allt að kr. 30.00 á hverja uppsaltaða síldar- tunnu samkvæmt ákvörðun sjóðsstjórnar, shr. 3. gr. b) T.il að greiða síldveiðiskip- um, sem sigla með eigin afla frá veiðisvæðunum sunnan Bakkaflóadýpis til hafna vest an Tjörness, 15.00 kr. flutn- ingsgjald á hvert mál bræðslu síldar. Þesi styrkur skal því aðeins greiddujr, að þírær síldarverksmiðja á Austfjörð . um séu fullar eða að fyllast og löndunartöí á Rau)tar- höfn. Styrkurinn er þar að auki bundinn því skilyrði, að sú verksmiðja, sem síldinni veitir móttöku, greiði kr. 10.00 fyrir hvert mál um- fram hið almenna bræðslu- síldarverð til hlutaðeigandi fiskiskips, þannig að heild- arflutningsgjald til síldveiði- skipanna nemi kr. 25.00 á mál. c) Heimilt skal að verja allt að 4 millj. kr.: 1) Til að standa straum af út- gerð sérstaks ' flutningskips, er flytji kælda síld til sölt- unar eða frystingar til Norð- urlandshafna vestan Tjör- ness og til hafna við Stein- grímsf j örð. 2) T.il að veita sérstakan stuðn- ing þeim síldveiðiskipum, sem skila eigin afla, veiddum sunnan Bakkaflóadýpis, af söltunar- og frystingarhæfri síld, til hafna á því svæði, sem að framan greinir. Styrkur sá, sem um ræðir í þessum lið, má nerna allt að Munið Minjasafnið Sl. mánudag gafst fréttamönn- um tækifæri til að líta inn á Minjasafnið og undir ágætri leiðsögn Þórðar Friðbjarnar- sonar safnvarðar og Kristjáns ritstjóra frá Djúpalæk var fljótt séð og fundið að hér var gott að una og gleyma sér ef tóm gæfist til. Hér var staður er tengdi saman hið gamla og nýja, er minnti á sögu genginna kynslóða og ork- aði sem hvatning til íslendings nútímans að gerast eig.i ættleri. Síðar mun e. t. v. verða sagt frá hér í blaðinu, betur áréttað en nú hvers virði það er þjóð er kr. 50.00 á hverja uppsaltaða tunnu eða kr. 34.00 á hverja uppmælda tunnu til frysting- ar. Styrkurinn skal aðeins greiddur síldveiðiskipum sam kvæmt fyrirfram gerðu sam- komulagi við sérstaka nefnd, Framhald á bls. 5. vill muna sögu sína að eiga jafn dýrmætt minjasafn og það er líta má í Kirkjuhvoli og þakka ber Framhald á bls. 4. Bræðslusíldarverðið I s.l. viku ákvað yfirnefnd V erðlagsráðs sj ávarútvegsins verð á bræðslusíld, eftir að Verðlagsráð sjálft hafði ekki náð samkomulagi um verðið. Skal verðið vera 190 kr. mál- ið frá síldveiðibyrjun til 15. júní s.l., en kr. 220.00 frá 15. júní til 30. september. I fyrra var verðið kr. 182 fyr,ir málið, og er hækk- unin þannig 38 kr. í ár. Yfirnefndin, sem úrskurðaði hræðslusíldarverðið var skipuð tveim fulltrúum síldarseljenda og tveim fulltrúum síldarkaup- enda auk oddamanns Bjarna Braga Jónssonar hagfræðings, en hann úrskurðaði verðið og greiddu fulltrúar kaupenda at- kvæði með úrskurðinum en full- trúar seljenda á mófi. ákvörðun tekin í mótmælaskyni við úrskurð yfirnefndar um síld- arverð. Megankrafa sjómanna er sú að bræðslusíldarverðið til 15. júní verði 220 kr. fyrir málið, en eftir þann tíma 250 kr. Úr- skurður yfirnefndar er birtur á öðrum stað í blaðinu. Uppreisn sjómanna byggist á þeirri vissu, að síldarverksmiðjurnar græddu yfirleitt stórfé í fyrra, og af þeim sökum geti þær auðveldlega greitt það verð er sjómenn krefjast. Einnig mótmæla sjómenn þeim seinagangi er var á verðlagning- unni. Þá er þetta er ritað veit eng- inn hver framvinda málsins verður né hvernig úrslit ráðast, en allt er mál þetta hið hörmu- legasta. Mörgum finnst þáttur L.Í.Ú. nokkuð loðinn og vissulega á þjóðin heimtingu á því að þau voldugu samtök geri hreint fyrir sínum dyrum. Frá Austfjörðum berast þær fregnir að síldarsölt- unarfólk búizt til heimferðar. Síldarbátar i Akureyrarhöfn. (Ljósm.: GPK).

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.