Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 01.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 01.07.1965, Blaðsíða 2
2 tm m m_-mÆr u ■ ALPYÐU MAÐURINN RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI »Uppreisnin d Bounty« Þau tíðindi gerðust um síðastliðna lielgi, að öll síldveiði- skipin hættu veiðum og komu í höfn sökum óánægju með verð á bræðslusíld. Yar eftir fyrstu fréttum að dæma, sem hér væru á ferð samtök skipstjóra og jafnvel skipshafna, en síðar hefur ótvírætt komið í ljós, að eigendur síldveiðiskip- anna stóðu að baki, a. m. k. margir hverjir. Þegar þetta gerðist, var tæpast veiðiveður á miðunum og ditlar fréttir af síld, svo að tapið af ráðstöfunum þessum hefur vísast ekki vaxið framkvæmdamönnunum í augum, en 'þegar á mánudag var komið gott veiðiveður og síld fannst austur af Langanesi. Aðferðir síldveiðiskipanna, hverjir sem ábyrgðina bera, verða að teljast forkastanlegar, enda munu sárafáir mæla þeim bót. Vel má að vísu deiia uiri bræðslusíldarverðið, en það var ákveðið með löglegum hætti, enda þá líka fyrsta leiðin að freista þess að ná hækkun með samkomulagsum- leitunum. Hitt er siðleysi, sem stefnir rit í algert stjórnleysi, ef hagsmunahópar fara að taka sér sjálfdæmi um afrakstur vinnu sinnar, eða hvar væri þjóðfélag vort statt, ef iðnverka- fólk segði einn góðan veðurdag: Við leggjum niður vinnu, unz við fáum svo eða svo mikið fyrir vinnustundina, verzl- unarfólk gerði slíkt hið sama og daglaunamenn, opinberir starfsmenn og aðrir, sem vinna þjónustustörf, liændur neit- uðu að framleiða nema gegn þessu eða hinu framleiðslu- verði o. s. frv.? Allir skynsamir menn hljóta að sjá, að svona vinnubrögð geta ekki endað nema í upplausn, sem hittir alla að lokum, upphafsmennina ekki síður en aðra. Útgerðarmennirnir hefðu átt að minnast þess, áður en þeir örvuðu skipshafnir sínar til þessara vanhugsuðu að- gerða, að þjóðin á nær öll skip þeirra, en þeir ekki sjálfir. Það eru vissulega takmörk fyrir því, hvernig þeim má leyf- ast að fara með þessa alþjóðareign, veiðiskipin, og þeir mega vel vita það, að þolinmæði almennings eru takmörk sett, hér sem annars staðar. En þótt „uppreisnin á Bounty“ hljóti að fordæmast, er jafnsjálfsagt að nota tækifærið og minna á, að yfirstjórn síldarmála vorra mætti tvímælalaust vera röggsamlegri og hreinskiptari við viðsemjendur sína en hún er. Það er skilj- anlegt, að útgerðarmönnum og áhöfnum komi illa, hve seint verðlag síldar er ákveðið ár eftir ár, hve skil á verð- mætum hennar ganga oft seint og hve linlega er gerð grein fyrir rekstri þeirra fyrirtækja, sem með vinnslu og sölu síldarinnar hafa að gera. Hér skal t. d. á það bent, að um allt land ganga tröllasögur af ofsagróða síldarverksmiðja á sl. ári, og munu þær sögur hafa haft einhver áhrif á að- gerðirnar um sl. helgi. Glöggar upplýsingar um þessi mál HU«LEIBIN« Á NÆTURSTIIHD: Æskan oo vií - Nótt d Akureyri Það er haft á orði, að yfir Akureyri hvíli settlegur virðu- leikablær, eigi ósvipað og hjá miðaldra manni, ráðsettum í ró- legri og vel launaðri stöðu. Þessi settleiki hefur oft ver- ið misskilinn af öðrum, Reykvík ingar kalla það mont, en Sigl- firðingar drýldni, og því fannst mér, aðkomumanninum, forvitni legt að skyggnast lengra en rétt á yfirborðið og hljóta með því sönnur á því, hvort Akureyring- ar væru eitthvert afbrigði af nú- tíma íslendingi, fastari í rásinni en gengur og gerist og bæru jafn framt virðingu fyrir séreinkenn- um sínum. Það má vissulega til sanns vegar færa, að Akureyringar séu seinteknir og eigi gjarnir á hástemmda tilfinningasemi á torgum úti, og næsta furðu sam- taka í að varðveita hið fellda, misfellulausa yfirborð, það er svo sem enginn kyngikraftur í andrúmsloftinu, en þó er auðvelt að skynja ólguna undir kyrr- unni, sem vissulega er í ætt við stórstreymi „heimsmenningarinn ar,“ er leikur um Reykjavík og siglfirzka hitabylgju. Fljótt verð ég þess áskynja, að hér, sem alls staðar þar sem ég þekki til, veldur æskan hin- um fullorðnu áhyggjum, og ó- spart, en án haldkvæmra raka, er hún dæmd af liörku og hlífð- arleysi, og hve oft hef ég ekki heyrt bæn Faríseans lyfta sér hj áróma frá fj álgum vörum dóm enda og í hrafnslíki hef ég eygt hana sigla hraðbyri upp til skap- ara himins og jarðar ívafna ótla hins réttláta, um að hin syndum spiltla æska kalli reiði guðs alls- herjar yfir Akureyri og dæmi liana undir eld og brennisteins- árás eins og Sódómu og Gómorru fyrri tíðar. Víst er ósköp mannlegt að dæma og einnig að skjátlast i dómsniðurstöðúm, en hitt er öllu verra, að viðurkenna eigi tilveru snáksins í eigin barmi og dæma æskuna gegn betri vitund, sussa á snákinn en liefja síðan augu til himins að hætti Faríseans með hendur á brjósti, og svo svífur bænin, svört eins og hrafn inn: „Guð, ég þakka þér,“ er lit- inn er æskumaður í göturenn- Æskan horfir dreymnum augum mót framtíðinni. unni, grátlegt fórnardýr, er á- klagar okkur hin eldri, ákærir heimilin, skólana, kirkju og þjóð félagið allt, fyrir að hafa brugðr ist skyldum uppalandans og það er ekki mene tekel yfir æskunni sem réttlátur guð allsherjar rit- ar feiknstöfum á ský himinsins dómsorð sín, heldur yfir mér og þér, vegna þess að liann veit um snákinn, er við felum við brjóst okkar. Hví ekki að ganga á sjónar- hól eina vornótt á Akureyri og sjá syndum spillla æsku, þá er hún kemur út úr danssölum bæj- arins, já, um leið líta hreinleika þeirrar kynslóðar, er ég telst til. Súlur eru með ennisfald, en Vaðlaheiði er merluð sólstöfum, pollurinn speglar miðbæinn sem álfaborg á kyrrum fleti sínum, og Garðsárdalur býður óminn- isfaðm mér þreyttum sveitadreng og víst andar guð í blænum. Tignarlegt musteri Sjálfstæðis flokksins á Akureyri er að hleypa út gestum sínum og einnig hús- ið, sem er kennt við alþýðuna, þá stétt, er mér hefur ætíð fund- ist ég bezt eiga samleið með! Víst birtast af sjónarhóli mín- um ofurölva unglingar, er rjúfa kyrrð júnínætur með drykkjulát um, en meira má líta og heyra, mín eigin kynslóð gengur djöful- óð frá leik danssalanna, steyttur hnefi uppalandans lýstur kinn ungmeyjar, er hörfar undan á- sókn ístrumaga, er augljóslega var korninn af bernskuskeiði, og hver veitti ungu stúlkunni hina görótlu drykki og braut með því áfengislöggjöf hins unga íslenzka lýðveldis? Hún gat ekki keypt það sjálf. Miskunnsamur Sam- verji, kannski ístrumaginn, hafði hlaupið þar undir bagga og ein- mitt nú var hann að heimta laun fyrir veittan greiða. Eg spyr, en veit þó svar.ið. Vei yður, þér hræsnarar, ef Akureyri er Só- dóma hins nýja tíma, þá er það ekki æskan, sem hefur kynnt brennisteinsvíti hinna réttlátu guða, heldur mín eigin kynslóð, foreldrarnir, kennarinn, prestur- inn, við erum þurrafúinn, er sýkt hefur aflviði þá, er áttu að vera traustir meiðir í glæsilegri gnoð hins nýja Islands. Súlan hefur lyft ennisfaldi og grætur án leyndar, og úlfgrá þoka hefur byrgt sólstafi Vaðla- lieiðar. Á miðju Hafnarstræti skríður virðulegur borgari á fjórum íót- um í átt til síns heima, og í ná- lægð Paradísar Akureyrar, Lysti garðsins, má sjá lík, ekki úr lið- sveit æskunnar, heldur úr minni eigin og við fjárhúskofa uppi í Mýrarhverfi lítur sömu sjón, fulltrúa minnar kynslóðar, sem biðja bæn Faríseans og kasta steinum að nýrri kynslóð, er gengur troðnar slóðir okkar, en vantar þó blæju skinhelginnar sér til hlífðar og kann. ekki bæn Faríseans sér til friðþæg.ingar og huggunar, er grámi morguns ins teiknar með risaletri atburði þess, ér lifað var. Staðar skal nema að sinni, en þó er mér hugsað til vökumanna U. M. S. E., er lúta eigi íláráðri gróðahyggju, en veila æsku sveit anna tækifær.i til að stíga dans án nálægðar þess gróms, er mín kynslóð afneitar að sé hennar, en ásakar börn-sín fyrir. Það er huggun að finna, að enn séu til vökumenn á þessum Framhald á bls. 5 liafa menn hins vegar ekki fengið. Skorlur á nákvæmum upplýsingum getur verið hættulegur. Ef „uppreisn“ skipanna leiddi til hreinna borðs í þess- um málum, ætti við hana gamla máltækið, að fátt væri svo með öllu illt, að ekki fylgdi nokkuð gott, en að öðru leyti vonum vér einlæglega, að forráðamenn þessa vanhugsaða og fordæmanlega uppátækis sjái hið fyrsta villu sína og hverfi hið snarasta frá henni, því að svona vinnubrögð samrýmast ekki siðuðu þjóðfélagi.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.