Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.07.1965, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 08.07.1965, Blaðsíða 1
Lausn síldveiðideilunnar Síðastliðinn fimmtudag náði- ist samkomulag í síldveiðideil- unni og hélt flotinn þá strax á miðin og létti allri þjóðinni að endir skildi vera bundinn á það vandræðaástand er vissulega ríkti. Stjórnarandstaðan reyndi Drcngir úr Lúðrasveit Keflavikur, óvæntir en kærkomnir gestir. (Ljósm.: Níels Hansson). Glœsilegt landsmót UMFÍ að Laugarvatni um sl. helgi Héraðssambandið Skarphéð- inn varð stigahæst í íþrótta- keppn, hlaut 241 stig. Næstir komu Suður-Þingeyingar með 188 stig. Þriðju voru Keflvík- ingar með 93 st. Kjalnesingar hlutu 88,5 stig. Snæfellingar 80,5, Skagfirðingar 71 og Ey- firðingar 68,5. Þjóðarathygli beindist að Landsmóti U.M.F.Í. og það er samdóma álit blaða og almenn- .ings er mótið sóltu, að það hafi verið mesta íþróttahátíð er hald- in hefur verið á íslandi til þessa. Áætlað er, að a. m. k. 25.000 manns hafi sótt mótið. í stuttu viðtali er blaðið átti við Þór- odd' Jóhannsson framkvæmda- stjóra U.M.S.E., lét hann hið bezta yfir mótinu og förinni. Eyfirð.ingar fóru Kjalveg suður, en á norðurleið fóru þeir Kalda- dal og kvað hann ferðina í alla staði hafa verið mjög ánægju- lega, og frammistöðu eyfirzku keppendanna eftir vonum og þá einkum í starfsíþróttum. Dagskrá mótsins var fjölþætt og vel undirbúin. Forseti íslands heiðrað.i landsmótið með komu sinni, og flutti ávarp er sýndi velvild og skilning hans til U.M.F.Í. sem jafnan fyrr að blása í kolin sér til framdráttar og var þátt- ur Framsóknar öllu verri en kommúnista, ef Jitið er á það að enn hyggja margir að úr þeim herbúðum megi enn vænta ábyrgar.i afstöðu en af hálfu kommúnista, en sú von brást með öllu, og munu kannski mjög góð- gjarnir menn afsaka óábyrgan málflutning Framsóknarmanna með þvi að þeir liafi í liillingum eygt ráðherrastóla á næsta leiti. En sú óskhyggja þeirra brást illilega, því að óvart gleymdu sjómenn að þakka þeim innlegg þeirra í þessu viðkvæma deilu- máli, í stað þess beindu sjómenn þakklæti sínu til ríkisstjórnarinn- ar fyrir farsæla lausn málsins; er því enn þokuhulinn óskadraumur Eysteins um samstjórn íhalds og Framsóknar og mun þjóðin vissulega fagna því rninnug stjórnar sömu flokka er liófst 1950 og efndanna á loforðum Framsóknar um hliðarráðstaf- anirnar frægu er þá átti að gera, en sáu ei dagsins ljós. Samkomulagið er í meginat- riðum á þessa leið: -i\ Greitt verði sama verð fyr- ir síld veidda 10.—14. júní og fyrir síld veidda 15. júní til 30. september. % Af 235 krónu verðinu á livert mál, fari 3 kr. í flutnings- sjóð, en greiðslur úr sjóðnum verði 15 kr. á mál til veiðiskips, enda greiði verksmiðjan, sem síld er flutt til einnig 10 kr. á mál, og mun þá ekki beitt heim- ildum í bráðabirgðalögum frá í vor. Dauf von um síldveiði mi uti fyrir Morðurlandi Varðskipið Ægir fór í rann- sóknarleiðangur á síldarslóðun- um eystra og nyrðra strax eftir fund íslenzku, norsku og sovézku fiskifræðinganna á Seyðisfirði í fyrra mánuði. Þann 5. júlí birt- ist skýrsla þeirra Jakobs Jakobs- sonar og Ingvars Hallgrímsson- ar um leiðangurinn, sem stóð til Baoasl^i í Ólafsfirði Sá hryggilegi atburður skeði í Olafsfirði s.l. mánudag að 16 ára piltur. Sveipbj örn Þið- randason, beið bana af raflosti. Atvik voru þau, að verið var að þvo steypuhrærivél, sem er drifin af einfasa rafmagnsmótor, en er Sveinbjörn snart vélina varð hann fastur og þótt straum- urinn væri rofinn eftir örfá and- artök, hafði það þær afleiðing- ar að pilturinn var látinn. Sveinbjörn var sonur hjón- anna Þiðranda Ingimarssonar og Snjólaugar Jónsdóttur, bú- settum í Ólafsfirði. 4. júlí sl. Skýrsla þeirra fer hér á eftir: Að þessu sinni voru athugan- ir gerðar á svæði út af Austfjörð urn, Norðausturlandi og austan- verðu Norðurlandi. Hitastig sjávar hefur lítið breytzt frá því sem var fyrri hluta júní-mánaðar og er sjávar hitinn á rannsóknarsvæðinu lægri en mælst liefur á þessum árstíma. Á djúpmiðum út af Melrakkasléttu var hitastjig á 30—100 m dýpi t.d. h-1.5 — -hl.8 °C. Þörungagróður er víðast hvar með minna móti og gegnsæi sjávar er því mikið. Rauðátumagn var yfirleitt lít- ið á rannsóknarsvæðinu. Tals- verð rauðáta var þó í Reyðar- fjarðardjúpi og á svæðinu aust- ur- af Hvalbak. Þá var einnig talsverð áta á djúpmiðum norð- austur af landinu, austan 10° v.l. Þriðja átusvæðið var á svip- uðum slóðum og áður hefur ver ið getið, þ. e. 90—100 sjm. norð ur af Melrakkasléttu. Á fyrr- greindum átusvæðum var yfir- leitt um fullvaxna rauðátu að ræða, en nær landi var megin- liluti rauðátunnar ung og vax- andi dýr, þannig að átumagn á miðunum austan og norðaustan lands fer væntanlega vaxandi næstu 3—4 v.ikur. Vegna hins lága sjávarhita má þó búast við að vöxtur þessarrar rauðátukyn- slóðar taki lengri tíma en á undanförnum árum. Framhald á bls. 4. '!< Ríkisstj órnin mun mæla með því, að áður en sumarsíld- veiðar hefjast 1966 verði tekin upp vigtun á síld, sem lögð er inn í síldarverksmiðjur. BREIÐAMÝRI Á mánudag bauð formaður Fegrunarfélagsins blaðamönnum enn í reisu, og var förin gerð upp fyrir bæinn, þar sem fram- tíðarlandið bíður fjáreigenda, að áliti Jóns Kristjánssonar, er þar vítt land og fagurt og rækt- unarskilyrði góð, og bíður Breiðamýri (sunnan öskuhauga) fullþurrkuð eftir landnámi bú- andmanna á Akureyri. Það er alla vega rétt að eigi þýðir að leysa þetta vandamál til einnar nætur, heldur á að finna lieillavænlega lausn, er til frambúðar dugar — til léttis öll- um, bæjarstjórn, fjáreigendum og Fegrunarfélagi. Hér er skipulagningar þörf sem á öðrum sviðum. Mitt inn- legg í málið skal vera, að hinir 3 áðurnefndu aðilar mæli' sér mót á Breiðumýri eitt fagurt sumarkvöld, og viss er ég þá um að andi sáttfýsis mun stilla hjörtu til samkomulags í ná- lægð tveggja andstæðna, ösku- hauga og Súlna. Fram í boði Þórs um næsfu helgi Um næstu helgi kemur hingað til keppni í knattspyrnuí , boði lþróttafélagsins Þórs, 1. deildar- lið Knattspyrnufélagsins „Fram“ frá Reykjavík og er þessi heim- sókn liður í 50 ára liátíðahöld- um Þórs. Liðið mun leika hér tvo leiki, laugardaginn 10. júlí kl. 4 e. h. afmælisleik við Þór og svo aftur á sunnudagf 11. júlí kl. 4 e. h. við Úrvalslið Í.B.A. Fullvíst má telja, að þessir góðu gestir, sem þegar eru hér að góðu kunnir, fyrir léttan og lipran leik, muni einnig að þessu sinni veita Akureyringum verð- uga keppni, enda er tryggilega frá því gengið, að þeir tefli nú fram öllum sínum beztu mönn- um. Þess er því fastlega vænzt, að bæjarbúar fjölmenni á völlinn, en um leið og þeir njóta þar skemmtilegrar knattspyrnu, þá votta þeir íþróttafélaginu Þór, með komu sinni, viðurkenningu og þakkir fyrír 50 ára árangurs- ríkt starf, meðal æskulýðs þessa bæjar. Leiðarim

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.