Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 08.07.1965, Blaðsíða 2
2 RITNEFND: STEINDÓR STEINDÓRSSON (ÁB.), ALBERT SÖLVA- SON, HREINN PÁLSSON OG GUÐMUNDUR HÁKONARSON — ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKSFÉL. AKUREYRAR — AFGREIÐSLA OG AUGLÝSINGAR: STRANDGÖTU 9, II. HÆÐ, SÍMI 11399 PRENTUN: PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR H.F. AKUREYRI Landsmót sskunnar Þúsundir æskumanna lögðu leið sína að Laugarvatni um s.l. helgi á landsmót U.M.F.Í. og voru veðurguðirnir sannar- lega hliðhollir mótsgestum og skartaði Laugarvatn og fagurt umhverfi þess sínum fegursta skrúða. Ollum bar saman um að þetta fjölmennasta mót sem haldið hefur verið á landinu hafi tekizt með ágætum og verið til sóma stjórnendum þess og þeim fjölda æskumanna er þar háði drengilega keppni. Sá andi er þar ríkti var ólíkt fegurri en á mörgum hinum svokölluðu héraðsmótum er tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar halda á hverju sumri víðs vegar um landið. Starfsemi ungmennafélaga og annarra æskulýðssamtaka á vissulega ekki að liggja í láginni en flestum verður þó á að kasta steinum, er æskan veldur hneykslun með framkomu sinni, en hitt fremur látið kyrrt liggja þá er hún gerir vel. Þetta er vissulega ekki réttsýni og gefur æskunni vart tilefni til að veita okkur þeim eldri mikinn trúnað né fara eftir holl- ráðum, ef þau eru borin fram í áklögunartón líkt og af ákær- anda í dómssal. Slík framkoma er ekki líkleg til jákvæðs árangurs né happasæl leiðsögn á vegi unglingsins mót mann- dómsárum. U.M.F.Í. kallar ekki aðeins saman æsku landsins til fjöl- mennustu íþróttahátíðar sem haldin er á íslandi, heldur hefur það líka gerzt brautryðjandi í því, að færa dagleg störf fólksins inn á leikvanginn, tengja saman leik og starf, þættina tvo er heilbrigðri æsku eru nauðsynlegir, ef vel á að fara. Þjóðin hefur ekki veitt athygli sem skyldi þessari starfsemi ungmennafélaganna sem er þó vissulega virðingarverð og sýnir vel að þau halda vöku sinni, og þeirri braut, er frum- herjarnir beindu kyndlum sínum að á árdögum ungmenna- félagshreyfingarinnar. Starfsíþróttirnar eru vissulega þarfur skóli er beinir aug- um unglingsins að nytsemi vinnunnar og einnig því að í vinnunni megi finna ánægju, ef hugur og hönd eru samtaka í því að gera sitt bezta í úrlausn þess sem unnið er að hverju sinni. Vonandi hefur landsmótið að Laugarvatni opnað augu þjóðarinnar fyrir því að enn er frjór akurinn og vökumenn margir er halda á lofti með sæmd, merki Aðalsteins Sig- mundssonar og annarra fallinna forustumanna. Ungmennafélögin þola vel gagnrýni og gagnrýni er þörf öllum félagsskap, en sleggjudómar og grjótkast er annars eðlis og þjónar öðrum hvötum. í fullri vissu fyrir því að U.M.F.I. gegnir þörfu og heilla- drjúgu hlutverki fyrir æsku íslands þykir Alþýðumanninum vel hlýða að senda því beztu heillaóskir með nýafstaðið Landsmót sitt, það sannaði að íslenzk æska er þróttmikil og mannvænleg og engin ástæða sé til að taka undir hróp böl- sýnismanna um glataða æsku, svo fremi að eldri kynslóðin sé fær um að gegna starfi uppalandans. S. J. Togarasjómenn og við hin Nokkrir ölvaðir menn á einni götu bæjarins — og ég spurði, hverjir væru þar á ferð: „Tog- arasjómenn“, var svarið,og ég fann í svarinu því endurómun þeirra radda er ég títt hef heyrt, bæði á götum úti og húsum inni þann tíma er ég hef dvalið á Akureyri: „Togarasjómenn“, „togarasjómenn“ hefur alltaf klingt í eyrum, ef svallmennska hefur borizt á góma. Víst fór að bögglast fyrir brjósti mér, að einkennilegur skratti væri það, að slíkir menn skyldu veljast öðrum fremur á togaraflota landsins, ef allur sannleikur fæl- ist í vandlætingu almannaróms- ins. Eg verð að játa það, að ég hef að vísu haft lítil kynni af togarasjómönnum sjálfum, eða lífi þeirra nema í gegnum mann- réttindabaráttu þeirra og liðs- manna þeirra er lesa má af sögu- spjöldum þjóðarinnar þá er þeir brutu af sér hlekki skilnings- lausra atvinnurekenda, er höfðu lítið meira af mannkærleika en drottnendur galeiðanna fyrr á öldum. Jú, ég hafði kynnzt heiðvirð- um togarakarli fyrij 20 árum er eigi mátti vamm sitt vita í neinu og ég hafði gert mér nokkuð svipaða hugmynd af þessum mönnum og kemur fram í ljóði Kristjáns frjá Djúpalæk, er allir landsmenn eflaust þekkja, ef ekki úr bókum hans, þá frá dansstöð- um um allar byggðir landsins. Kjarnmiklir menn er fjösuðu eigi um hættur hafsins í stór- hríðarbyl á Grænlandshafi, dá- lítið hrjúfir en þó óleynt heitt hjarta undir skelinni. En nú fnæsir virðuleg frú í Akureyrarkaupstað út á milli samanbitinna tanna, fordæmingu yfir stétt þá, sem veitir Ú. A., því þarfa fyrirtæki, blóðið og merg- inn í starfsemi sína. Vissulega væri næsta fróðlegt að kynnast „togaraskrílnum“ svo viðhöfð séu ummæli sem oft hafa verið sögð í mín eyru. Og sjá, mín fróma ósk var heyrð og ég bænheyrður, og þau kynni er ég hef hlotið af Páli og Pétri á akureyrskum togurum hafa eigi orðið til þess að sann- færa mig, að þeir séu fordæm- ingar verðir fremur en Pétur og Páll á skrifstofunni eða búðinni. Meira að segja hef ég fundið í þeirra hópi frjóan anda e. t. v. arftaka Davíðs frá Fagraskógi, a. m. k. hefur Sigurður Anton Friðþjófsson ort hugðnæmustu eftinnælin er ég hef litið um hið látna þjóðskáld okkar, og vænti ég þess að hin fróma frú, en of dómhvata, er ég áðan vitnaði í þiggi að gjöf frá mér Ijóðabók hins unga skálds og togarasjó- manns. Ungur maður situr gegnt mér, með gullið hár, geðþekkur og með sólskin í augum, þó er hann skipsverji á akureyrskum togara. Við skiptumst á skoðunum um „togaraskrílinn“ hann kannast við nafngiftina frá hendi okkar landkrabbanna, laun okkar fyrir þorskinn, ýsuna og kolann er hann færir að landi. Hann er hóf- samur í málflutningi og flytur mál sitt án offors og upphróp- ana. „Eru ekki allir í kapphlaupi við tímann,“ segir hann. „Við drekkum kannske verr en sumir ykkar landkrabbanna, en hvað því veldur er auðskilið, þið getið byrjað í ró og næði á föstudag og helgin framundan, þið getið varðveitt ,,séntilmennsku“ ykkar i viðskiptum ykkar við Bakkus konung en v,ið „skríllinn“ af tog- urunum drekkum bikarinn strax í botn því stundin er stutt unz Það var í Alþýðumanninum seint í júní 1965, að Sigurjón Jó- hannsson setur ofaní við Þórar- inn Björnsson skólameistara fyr- ir að hafa farið einhverjum niðr- andi orðum um starfsemi ung- mennafélaganna. Um þetta þarf ekki langt mál. Honum hefur lík- lega ekki verið liðið úr minni það sem stóð í sunnanblaði að fulltrúar á sambandsþingi Ung- mennafélaganna í Haukadal um 60 að tölu líafi verið ofurölvi svo að safna varð saman lögregluliði til að láta flest alla í poka þar á staðnum. Ungmennafélög og þeirra sam- tök hafa safnað um sig liði í Vaglaskógi og á Laugum. Þessi félög virðast helzt vilja umgangast ölóðan skríl? Gefur líklegast frekast eitthvað í aðra hönd. Til Alþýðumannsins, Alcureyri. EFTIRMÁLI. Kveðjan, er hér birtist, var í pósthólfi Alþýðumannsins s.l. máhudagsmorgun og þótt nafn- laus sé taldi ég rétt að birta hana að mestu án athugasemda að þessu sinni. Vænti ég þess þó, að vöku- menn ungmennafélagshreyfing- arinnar taki hana til athugunar og þann anda er einkennir kveðj- una, og hiklaust vil ég fullyrða, að þessi kveðja er eigi send í þökk hins ágæta skólameistara okkar, Þórarins Björnssonar. Að endingu vildi ég biðja bréf leystar eru landfestar á nýjan leik og haldið á haf út, en þið getið notið veiganna án hlaupa, en þó verður sumum ykkar land- krabbanna hnotgjarnt. Hvað á hátíðisdegi okkar, Sjómannadeg- inum, þá er þið drekkið og dans- ið á meðan við hetjur hafsins, eins og þið kallið okkur á þeim •eina degi, drögum þosk og ýsu við Kolbeinsey eða á Halamið- um svo að þjóðarbúið kollsteyp- ist ekki, en þá er þið vaknið í timburmennsku á mánudags- morgni eru „hetjur hafsins“ gleymdar en guði þakkað fyrir að „togaraskríllinn“ var úti á hátíðisdegi sjómanna.“ Sannleika fann ég í orðum sjómannssins sviphreina og játa skal ég það i fullri hreinskilni að ljúfara væri mér að lyfta hatti mínum fyrir akureyrskum tog- arasjómönnum, en öllum þeim er berja sér á brjóst að hætti Faríseans. S. J. ritara allra vinsamlegast að heim sækja Sumarbúðir U.M.S.E. að Laugalandi og kynna sér af eig- in reynd einn þáttinn í starfi ey- firzkra ungmennafélaga sem vissulega er fremur í ætt við sól og gróður hinna björtu júlídaga en kaldan klaka gróðahyggjunn- ar. Á nýafstöðnu glæsilegu Lands- móti U.M.F.Í. flutti forseti ís- lands ungmennafélagshreyfing- unni heilar þakkir fyrir vel unn- in störf í þágu alþjóðar. Myndi hann hafa ómakað sig að Laug- arvatni til að heiðra þau samtök „er lielzt vilja umgangast ölóðan VeriSum í sumarleyfum sem hér segir: Séra Pétur Sigurgeirsson í júli og séra Birgir Snæbjörnsson [ ógúst og þjónar hvor fyrir annan. KvöldferSir í ÓiafsfjarSarmúla á hverju laugardagskvöldi kl. 20 frá Ferðaskrifstofunni Sögu. — Ekið um Svarfaðardal og drukkið kaffi á Dal- vík. Matthíasarhúsið er opið alla daga nema laugardaga kl. 2—4 e. h. Nonnahús verður opið daglega frá kl. 2—4. Minjasafnið er opið daglega frá kl. 1.30 til 4 e.h. — Á öðrum tím- um eftir samkomulagi við safnvörð. Símar 1 1162 og 1 1272. Náttúrugripasafnið verður í sum- ar, frá 15. júni til 31. ágúst, opið almenningi alla daga frá kl. 2 til kl. 3 e. h. — Á öðrum tímum eftir samkomulagi við safnvörð. Sími 12983, á kvöldin. » Kveijt tíl nngnenaofÉloga

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.